Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
mikilvægi starfa félagsmanna
sinna í faraldrinum.
Kreddur um rekstarform í
heilbrigðisþjónustu segir Friðrik
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eitt af mikilvægum verkefnum
næstu missera er að byggja hér á
landi upp hagkerfi þekkingar, sem
laðar að fólk með margvíslega sér-
fræðimenntun. Virði slíkra starfa
er mikið og tekjurnar sömuleiðis,
sem eru fljótar að seytla út í hag-
kerfið,“ segir Friðrik Jónsson, for-
maður BHM. „Reynsla síðustu
missera í heimfaraldri hefur kennt
okkur að stoðir samfélagsins þurfa
að vera traustar. Sjávarafli er
svipull og ferðaþjónustan sömu-
leiðis. Því þarf að leggja grunn að
breyttu atvinnulífi.“
Formaður BHM hefur nú í að-
draganda þingkosninga átt fundi
með forystufólki þeirra stjórn-
málaflokka sem eru í framboði.
Brýn mál eru reifuð á fundum sem
Friðrik segir gagnlega.
Lýðheilsa og meiri
fyrirsjáanleiki
„Í sjálfu sér er svipaður skiln-
ingur þvert á flokkslínur um
helstu mál og viðfangsefni og fólk
oft sammála um markmið, en ekki
leiðirnar að þeim. Slíkt er líka í
fínu lagi,“ segir Friðrik sem tók
við formennskunni í BHM síðast-
liðið vor.
Í samtölum við stjórnmála-
menn kveðst Friðrik hafa lagt
þunga á það sjónarmið að ný ríkis-
stjórn búi svo um hnúta að skap-
aður verði meiri fyrirsjáanleiki til
lengri tíma í aðgerðum gegn Co-
vid-19. Tryggja þurfi lýðheilsu,
skv. bestu ráðum vísindamanna, en
stjórnmálanna sé að horfa til hinna
efnahagslegu og félagslegu þátta í
þessu sambandi.
„Nú hefur þorri landsmanna
verið bólusettur sem ætti að skapa
jafnvægi. Eftir standa hins vegar
spurningar um stöðu heilbrigðis-
kerfisins. Fyrir um mánuði voru til
dæmis settar á nokkuð stífar tak-
markanir úti í samfélaginu til þess
að draga úr álagi á Covid-deildir
Landspítalans. Slíkt gæti bent til
að eitthvað sé að í heilbrigðiskerf-
inu. Stundum er sagt að neyðar-
ástandið á sjúkrahúsinu sé einu
rútuslysi frá skelfingu. Því þarf að
greina betur hvar þolmörk spít-
alans gagnvart álagi liggja. Tak-
markaður fjöldi gjörgæslurýma er
eitt þessara atriða,“ segir Friðrik.
Kreddur eru varhugaverðar
Í þessu sambandi vekur hann
athygli á herferðinni Sem betur
fer, þar sem BHM, Læknafélag Ís-
lands og Félag íslenskra hjúkr-
unarfræðinga vekja athygli á
varhugaverðar. Opinber rekstur
sé þar í aðalhlutverki, en einka-
rekstur ýmissa félagasamtaka og
stétta með þjónustusamningum við
ríkið sé einnig mikilvægur. Fjöl-
margir félagsmenn BHM, það er
háskólamenntaðir sérfræðingar,
starfi við einkarekstur í heilbrigð-
iskerfinu, við þjónustu sem ágrein-
ingslaust sé að verði áfram greidd
af ríkinu.
Alls um 16.000 manns eiga að-
ild að BHM - Bandalagi háskóla-
manna – sem eru regnhlífar-
samtök fag- og stéttarfélaga fólks í
sérfræðistörfum í opinberri þjón-
ustu sem og á einkamarkaði.
Kjarasamningar bandalagsins
við viðsemjendur gilda fram í mars
árið 2023 og nú þykir tímabært að
huga að framhaldinu. „Ég tel ólík-
legt að aðildarfélög BHM séu tilbú-
in í krónutöluhækkanir launa.
Frekar viljum við hlutfallshækk-
anir og að hér gildi samkeppnis-
hæf laun,“ segir Friðrik. „Á síkvik-
um vinnumarkaði þarf annars að
horfa til mjög margra fleiri þátta
en launa, svo sem skattamála og
lífeyrismála. Til viðbótar við laun
hvers starfsmanns þarf atvinnu-
rekandi að greiða um 20% meira, í
lífeyrissjóði og tryggingagjöld.
Slíkt er talsverður peningur og við
þurfum þá líka að vera viss um að
kerfin sem greitt sé til virki. Auk
þess verða félagar í BHM fyrir
miklum jaðarskattaáhrifum vegna
tekjutenginga skattkerfisins.“
Jafnréttismálin koma líka
sterk inn í alla samningagerð, seg-
ir Friðrik. Hann segir margt
benda til að sem fyrr sitji stéttir
þar sem meirihluti starfsmanna
eru konur eftir í launaþróun, til
dæmis þær sem vinna hjá sveit-
arfélögunum.
Menntun ekki metin til launa
„Menntun á Íslandi er ekki
metin til launa með sama hætti og
gerist annars staðar á Norður-
löndum og í Evrópu. Þá þurfum
við líka að fylgja styttingu vinnu-
tímans eftir. Í sumum tilvikum hef-
ur hún verið sýnd veiði en ekki
gefin og nauðsynlegt er að 36
stunda vinnuvika verði lögfest.
Einnig þarf að huga betur að stöðu
einyrkja á vinnumarkaði. Margir
sjálfstætt starfandi eru í BHM og
við tökum fagnandi á móti þeim.
Þeim sem eru í harkhagkerfinu
fjölgar stöðugt, samkvæmt þróun
tímans, en réttindi þess fólks eru
oft óljós og þarf í mörgum tilvikum
að styrkja. Það verða áfram mikl-
ar breytingar á vinnumarkaði í
þessa átt. Einstaklingar eru fyrir-
tæki framtíðar.“
Fólki í harkhagkerfinu fjölgar en réttindin eru oft óljós og þarf jafnvel að styrkja, að mati formanns BHM
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vinnumarkaður Fylgja styttingu vinnutímans eftir og nauðsynlegt er að
36 stunda vinnuvika verði lögfest, segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.
Þörf á þekk-
ingarhagkerfi
- Friðrik Jónsson er fæddur
1967 og starfaði í utanríkisþjón-
ustunni frá 1996 og fram á
þetta ár. Hefur verið fulltrúi Ís-
lands hjá Alþjóðabankanum,
NATO og Sameinuðu þjóðunum
og starfað í sendiráðum Íslands
í Washington og Kaupmanna-
höfn. Um skeið forstöðumaður
hjá Gró, þekkingarmiðstöð þró-
unarsamvinnu, og fleiri verk-
efna í alþjóðastarfi Íslendinga.
- Friðrik er með meistaragráðu
í alþjóðasamskiptum svo og
MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum.
Hver er hann?
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratuga
reynsla