Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 13
AFP
Slys Vélinni hlekktist á á flugbrautinni
og brotnaði í tvennt eftir lendinguna.
Mistök flugmanns og brot á örygg-
isreglum leiddu líklegast til flug-
slyss á Indlandi í ágúst á síðasta ári.
190 voru um borð í vél Air India Ex-
press þegar hún hrapaði á Calicut-
flugvellinum í Kerala-héraði með
þeim afleiðingum að 21 lést og 75
slösuðust alvarlega. Báðir flug-
menn vélarinnar létust.
Vélinni hlekktist á á flugbraut-
inni og brotnaði í tvennt eftir lend-
inguna. Flugmennirnir höfðu áður
reynt að lenda vélinni en ákveðið að
hætta við lendinguna vegna veðurs.
Samkvæmt nýútgefinni skýrslu
indverskrar rannsóknarnefndar
vegna flugslysa brutu flugmenn-
irnir þónokkrar öryggisreglur í að-
draganda lendingarinnar. Sam-
kvæmt skýrslunni hafði biluð
rúðuþurrka einnig áhrif á slysið, að
því er fram kemur í umfjöllun BBC.
INDLAND
Mistök flugmanns
leiddu til flugslyss
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
COVID
HRAÐPRÓF
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nákvæm og traust hraðpróf sem
gefa niðurstöðu á 15 mínútum.
Verslaðu hraðprófin á
fastus.is/hradprof
Nákvæmni: 99,29%
Næmni: 97,04%
Sértækni: 99,99%
Nýr bandarískur raunveruleika-
þáttur þar sem aðgerðasinnar kepp-
ast um að sinna góðgerðarstörfum
með hjálp samfélagsmiðla hefur
verið mikið gagnrýndur.
Þátturinn sem mun bera nafnið
The Activist, eða „Aðgerðasinninn“,
var kynntur í byrjun vikunnar og
verður sýndur á CBS í október en
þátturinn er framleiddur af frjálsu
félagsamtökunum Global Citizen.
Leikkonan Priyanka Chopra,
söngvarinn Usher og dansarinn
Julianne Hough munu öll koma til
með að vera kynnar í þáttunum.
Segir í yfirlýsingu frá CBS að í
þáttunum muni sex aðgerðasinnar,
sem koma víðs vegar að úr heim-
inum, vinna að því að koma á þýð-
ingarmiklum breytingum á sviði
heilsu, menntunar og umhverfis-
mála.
Þá munu aðgerðasinnarnir meðal
annars keppa í því að setja af stað
stafrænar herferðir og samfélags-
lega viðburði sem miða að því að
vekja athygli áhrifamesta fólks í
heimi og krefjast aðgerða strax.
Úrslitaviðureignin mun síðan fara
fram á leiðtogafundi G20 í Róm í
lok október þar sem aðgerðasinn-
arnir munu hitta leiðtoga heimsins í
von um að tryggja fjármagn og
vekja athygli á málstað sínum.
En viðbrögðin létu ekki á sér
standa og voru samfélagsmiðlanot-
endur fljótir að ásaka þættina um
að gera lítið úr málstað aðgerða-
sinna þegar mörg ríki heimsins
skerða tjáningarfrelsi aðgerðasinna
eða henda þeim í fangelsi og geta
þeir þannig ekki staðið fyrir mann-
réttindum.
AFP
Leikkonan Priyanka Chopra verð-
ur kynnir þáttarins ásamt öðrum.
Hver er besti
aðgerðasinninn?
- Nýr raunveruleikaþáttur umdeildur
Stjórnvöld í
Norður-Kóreu
prófuðu um
helgina nýtt
langdrægt flug-
skeyti. Ríkismið-
illinn í Norður-
Kóreu flytur
þær fréttir að
tilraunir með
eldflaugarnar
hafi átt sér stað 11. og 12. sept-
ember og að þær hafi gengið vel.
Drægni eldflauganna var um 1.500
kílómetrar og eru þær sagðar
marka tímamót í fimm ára áætlun
ríkisins í varnarmálum. Skeytin
eru sögð hraðfleygari og nákvæm-
ari en áður.
NORÐUR-KÓREA
Vel heppnuð tilraun
Kim Jong-Un
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Bandaríska alríkislögreglan FBI
hefur opinberað gögn sem rannsaka
tengsl ríkisborgara frá Sádi-Arabíu
sem bjuggu í Bandaríkjunum og
tveggja hryðjuverkamannanna sem
tóku þátt í árásunum 11. september
árið 2001.
Gögnin eru þau fyrstu af nokkrum
sem Joe Biden Bandaríkjaforseti
hefur sagst ætla að opinbera í kjölfar
þess að 20 ár eru liðin frá árásunum.
Aðstandendur fórnarlambanna
sem fórust í árásunum hafa lengi
kallað eftir að gögnin verði gerð op-
inber þar sem þeir telja að yfirvöld í
Sádi-Arabíu hafi vitað af árásunum
og hafi ekkert gert til þess að stöðva
þær.
Gögnin veita aftur á móti engar
vísbendingar um að ríkisstjórnin í
Sádi-Arabíu hafi vitað af árásinni en
15 af 19 flugræningjum árásanna
voru frá Sádi-Arabíu.
Áður en gögnin voru gefin út sagð-
ist sendiráð Sádi-Arabíu í Wash-
ington-borg fagna því að gögnin
yrðu gerð opinber. Þau ítreki að eng-
in tengsl séu á milli ríkisins og flug-
ræningjanna og lýsti sendiráðið
þeim orðrómi sem „röngum og hat-
ursfullum“.
Fengu aðstoð frá sádi-arab-
ískum ríkisborgurum
Um er að ræða 16 blaðsíðna skjal
þar sem enn er talsvert yfirstrikað.
Það byggist á viðtölum við ónafn-
greindan heimildarmann þar sem
hann lýsir samskiptum á milli rík-
isborgara frá Sádi-Aarabíu og
tveggja flugræningja, Nawaf al-
Hazmi og Khalid al-Midhar.
Flugræningjarnir tveir þóttust
vera nemar er þeir komu til Banda-
ríkjanna árið 2000. Skjalið segir að
þeir hafi fengið mikinn stuðning frá
Omar al-Bayoumi en vitni segja að
hann hafi verið tíður gestur á ræðis-
mannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Los
Angeles-borg. Al-Bayoumi hafði þá
landvistarleyfi sem nemi.
Heimildarmaðurinn segir að al-
Bayoumi hafi verið „mjög hátt sett-
ur“ á ræðismannsskrifstofunni.
Hann aðstoðaði al-Hazmi og al-
Midhar meðal annars fjárhagslega
og veitti þeim húsnæði.
Þá segir í skjalinu að flugræningj-
arnir hafi einnig haft góð tengsl við
Fahad al-Thumairy sem var íhalds-
amur ímam í mosku í Los Angeles.
Al-Thumairy og al-Bayoumi fóru
frá Bandaríkjunum nokkrum vikum
fyrir árásirnar 11. september árið
2001.
Opinbera fyrstu skjölin
- Gögn um hryðjuverkaárásina 11. september opinberuð - Lítið bendir til að
stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi vitað af árásinni - Þóttust vera nemar við komuna
AFP
Rústir Um 3.000 manns létust, flest-
ir í árásinni á tvíburaturnana.
Ljósminnisvarðinn um tvíbura-
turnana lýsti upp himin New York-
borgar á laugardagskvöld. Þá voru
20 ár liðin frá hryðjuverkaárás-
unum 11. september 2001, daginn
sem breytti bandarísku samfélagi
til frambúðar.
Til vinstri má sjá One World
Trade Center-turninn eða „Frels-
isturninn“. Turninn er hæsta bygg-
ing Bandaríkjanna og var byggður
til þess að sýna fram á að New York
gæti staðist þolraunir og horft til
framtíðar. Ground Zero-minnis-
varðinn þar sem finna má ljóskast-
arana er sagður tákna tómarúmið
sem myndaðist við árásirnar en
Frelsisturninn tákna það jákvæða.
Fyrir miðju má síðan sjá upplýsta
Frelsisstyttuna, tákn frelsis, lýð-
ræðis og réttlætis.
Harmleiksins 11. september var minnst vestanhafs á laugardag
Minnisvarð-
inn lýsti upp
New York
AFP