Morgunblaðið - 13.09.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
Fjárrag Í sveitum er nú annatími. Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal um helgina og þegar safnið var rekið þar inn heyrðist jarm kinda, hnegg hesta, gá hunda og hó smala. Einstök sinfónía!
Sigurður Bogi
Allt frá árinu
1956 hefur sá sem
þetta ritar kosið 20
sinnum til Alþingis.
Flestar þessara
kosninga eru mér
minnisstæðar, enda
lykilviðburðir í
stjórnmálasögunni
hverju sinni.
Lengst af þessu
tímabili eða fram til
síðustu aldamóta
voru framboðin til þings fjögur eða
fimm talsins, en hefur síðan farið
fjölgandi og nú hafa kjósendur um
níu slík að velja, sem bjóða fram
lista í öllum kjördæmum. Að rík-
isstjórnum á þessu tímabili hafa
staðið 2 eða 3 stjórnmálaflokkar, en
aðeins í um helmingi tilvika hefur
samstarf þeirra enst í heilt kjör-
tímabil og þá oftast í ríkisstjórnum
tveggja flokka. Núverandi þriggja
flokka ríkisstjórn sker sig úr með
því að endast allt til loka. Hér verð-
ur litið tólf ár til baka og spáð í
samstarfshorfurnar eftir að úrslit
liggja fyrir innan
skamms.
Ríkisstjórnarsam-
starfið 2009-2013
Samstarf Samfylkingar
og Vinstri grænna í heilt
kjörtímabil í kjölfar
hrunsins 2008 hefur
fengið afar misjafna
dóma. Allir viðurkenna
að um óvenjulegar að-
stæður var að ræða, en
mistök stjórnar Jóhönnu
og Steingríms voru líka
mörg og alvarleg og
flokkarnir guldu fyrir þau í kosn-
ingunum 2013. Afdrifaríkust voru
þá tvímælalaust svik VG við yfir-
lýsta stefnu sína gegn aðild að Evr-
ópusambandinu. Samningaþófið við
Brussel um slíka aðild stóð kjör-
tímabilið á enda og þingflokkur VG
sundraðist vegna afstöðu og vinnu-
bragða Steingríms Sigfússonar sem
formanns. Inn í þetta fléttaðist Ice-
save-samningur stjórnvalda við
Breta og Hollendinga sem hafnað
var í þjóðaratkvæðagreiðslu og síð-
ar dæmdur ómerkur af EFTA-
dómstólnum, sem sýknaði Ísland af
öllum kröfum ESA. Fyrirætlanir
um olíuleit og olíuvinnslu á vegum
Íslendinga á Jan Mayen-svæðinu
kórónuðu síðan undanhald stjórn-
arinnar í umhverfismálum. Við
þessar aðstæður sagði ég mig úr
VG, sem ég hafði átt þátt í að
stofna fyrir kosningarnar 1999, og
hef síðan verið óflokksbundinn.
Katrín öflugur forsætisráð-
herra
Katrín Jakobsdóttir hefur verið í
forystusveit VG allt frá árinu 2003
og setið á Alþingi frá 2007. Hún tók
við formennsku í flokknum árið
2013 og hefur þannig öðlast mikla
og dýrmæta reynslu. Eftir stjórn-
arandstöðu VG í tíð tveggja rík-
isstjórna á árunum 2013-2017 tók
hún við forsætisráðuneytinu 30.
nóvember 2017 og hefur skipað það
með sóma og við vaxandi vinsældir
síðan. Það þurfti í senn styrk og
framsýni til að standa að þriggja
flokka stjórn ólíkra stjórnmálaafla
haustið 2017. Reynslan af samstarf-
inu hefur hins vegar sýnt að þetta
var rétt skref og sá þó enginn fyrir
þá glímu sem fólst í Covid-pestinni
allt frá í mars 2020. Þar tókst
stjórninni í senn að hlýða kalli sér-
fróðra og stilla saman strengi al-
mennings á farsælan hátt. For-
menn samstarfsflokkanna,
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks, hafa ásamt Katrínu verið
burðarásinn í þessu breiða sam-
starfi og styrkt stöðu sína. Það á
ekki síst við um Bjarna Benedikts-
son, sem hefur þurft að glíma við
öfl í eigin flokki sem gagnrýnt hafa
samstarfið við VG.
Sundurleit stjórnarandstaða
Gegn núverandi ríkisstjórn og
flokkunum sem að henni standa eru
ekki færri en sex framboð sem
bjóða fram í öllum kjördæmum.
Samfylkingin og Viðreisn eru fylgj-
andi aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu og Píratar eru opnir fyrir
ESB-aðild sem ákvarðast eigi í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík afstaða
samrýmist ekki stefnu VG sem tel-
ur hagsmunum Íslands best borgið
utan Evrópusambandsins. Samstarf
flokka með svo ólíka sýn til grund-
vallarmála verður aldrei heilsteypt
og VG getur ekki endurtekið leik-
inn frá 2010 um umsóknaraðild að
ESB. Önnur framboð í stjórnarand-
stöðu, fái þau þingmenn kjörna, eru
ólíkleg til samstarfs um ríkisstjórn.
Afar afdrifaríkar kosningar
Alþingiskosningarnar 25. sept-
ember eru óvenju mikilvægar, þar
eð framundan eru risavaxin við-
fangsefni sem Ísland og heims-
byggðin öll þurfa að glíma við. Fyr-
ir utan baráttuna fyrir heimsfriði
ber hæst glímuna við loftslagsvána
og aðlögun að breyttu umhverfi,
ekki síst á norðurslóðum. Hér á
unga fólkið og óbornir mest undir
því að vel takist til. Ég skora því á
æskufólk að taka virkan þátt í
kosningabaráttunni fyrir lífvænlegu
umhverfi. Nærtækasta lóð á þá
vogarskál er að nota atkvæðisrétt-
inn til stuðnings VG undir forystu
Katrínar.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Framundan eru risa-
vaxin verkefni sem
þurfa á breiðu samstarfi
núverandi stjórnar-
flokka að halda.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
VG er lykillinn að myndun farsællar ríkisstjórnar
Almannatryggingar
greiða um þrjá fjórðu
hluta örorkulífeyris
hérlendis en um fjórð-
ungur alls lífeyris
vegna örorku er
greiddur úr
samtryggingarkerfi líf-
eyrissjóða. Þetta hlut-
fall er svipað ár frá ári.
Þeim hefur fjölgað
næsta stöðugt frá alda-
mótum sem eru með 75% örorkumat
eða rétt til endurhæfingarlífeyris.
Fyrir hverja 100.000 manns á vinnu-
aldri voru þannig um 6.300 á örorku-
og endurhæfingarlífeyri árið 2000,
fjöldinn var kominn í 8.600 árið 2010
og í 9.700 manns í ársbyrjun 2021 eða
nær 10% fólks á aldrinum 18-66 ára.
Þessa þróun má glöggt sjá í með-
fylgjandi súlu- og línuriti sem byggt
er á upplýsingum frá Hagstofu Ís-
lands og Tryggingastofnun ríkisins.
Lífeyriskerfi landsmanna stendur í
heild fyrir sínu og iðgjöld í lífeyris-
sjóði eru mikilvægur
hluti örorkutrygginga
landsmanna. Þannig er
hluti af lífeyrisgreiðsl-
um samtryggingar-
deilda lífeyrissjóða til
greiðslu örorku-, maka-
og barnalífeyris. Það
breytir hins vegar ekki
því að meginhlutverk líf-
eyrissjóða er að greiða
sjóðfélögum ævilangan
lífeyri við starfslok.
Iðgjöld til samtrygg-
ingardeilda alls lífeyr-
issjóðakerfisins námu 229 milljörðum
króna árið 2020 og sama ár greiddu
samtryggingardeildir lífeyrissjóða
rúmlega 22 milljarða króna í örorku-
og endurhæfingarlífeyri. Þróun mála
varðandi örorku og tíðni hennar hef-
ur því augljóslega áhrif til lengri tíma
á burði lífeyrissjóða til að greiða
sjóðfélögum eftirlaun.
Þá er þess að geta að trygg-
ingafræðileg áhætta vegna örorku er
mjög misjöfn eftir lífeyrissjóðum.
Hjá sumum sjóðum eru allt að 30%
lífeyrisgreiðslna vegna örorkulífeyris
en hjá öðrum sjóðum er hlutfallið
mun lægra. Það er og hefur verið
umfjöllunarefni á vettvangi lífeyr-
issjóða hvernig bregðast skuli við
enda ljóst að hlutfallslega minna af
iðgjöldum er varið til eftirlauna í
sjóðum sem hafa hátt hlutfall örorku-
lífeyris en í sjóðum þar sem fleiri
halda starfsorku allt þar til eft-
irlaunaaldri er náð.
Ástæða er til þess að greina frekar
þá hópa samfélagsins þar sem tíðni
örorku hefur aukist undanfarin ár.
Það er forsenda þess að bregðast við
og vinna að því að gera fleirum
mögulegt að halda lengur starfsork-
unni.
Tvennt liggur fyrir varðandi
áhættu á örorku. Annars vegar að
örorka eykst með aldri og hins veg-
ar að hlutfall örorku kvenna er mun
hærra en karla og gildir það um alla
aldurshópa nema fyrir hópinn undir
tvítugu. Í gögnum Hagstofunnar
um fjölda örorkulífeyrisþega kemur
fram að undanfarin ár hefur hlutfall
kvenna á örorku innan hvers aldurs-
hóps farið hækkandi en ekki er
hægt að sjá skýr merki um sömu
þróun hjá körlum ef frá er talinn
aldurshópurinn 20-29 ára.
Við blasir að kanna þarf hvað
veldur aukinni örorku og meta til
hvaða aðgerða er hægt að grípa til
að sporna við þessari þróun. Lífs-
gæði þeirra sem missa starfsorku,
jafnvel á besta aldri, skerðast aug-
ljóslega auk þess sem dýrt er fyrir
samfélagið að missa fólk af vinnu-
markaði.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað á vinnumarkaði hérlendis og
annars staðar á tiltölulega skömm-
um tíma. Ástæða er til að ræða um
núverandi fyrirkomulag og end-
urmeta undirstöður kerfisins til að
treysta þær til framtíðar. Stað-
reyndir sem hér eru dregnar fram
benda til að þörf sé á því. Jafnframt
blasir við að ræða hlutverk lífeyr-
issjóða gagnvart greiðslum örorku-
lífeyris og áhrif þess á það meg-
inverkefni allra sjóða að greiða
sjóðfélögum eftirlaun til æviloka.
. Frekari upplýsingar má finna á
vef Landssamtaka lífeyrissjóða,
www.lifeyrismal.is.
Eftir Ástu
Ásgeirsdóttur »Við blasir að kanna
þarf hvað veldur auk-
inni örorku og meta til
hvaða aðgerða er hægt að
grípa til að sporna við
þessari þróun.
Ásta Ásgeirsdóttir
Höfundur er hagfræðingur Lands-
samtaka lífeyrissjóða.
Fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hverja 100 þúsund á
vinnualdri (18-66 ára) 1. janúar ár hvert. Miðast við 75% örorkumat eða rétt
til endurhæfingarlífeyris.
Áleitnar spurningar
um örorku, vinnumarkaðinn
og lífeyrissjóði