Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Spá Samtaka iðn- aðarins um þróun og fjölgun starfa gerir ráð fyrir því að til ársins 2050 þurfum við að skapa 60 þúsund ný störf til að standa und- ir hagvexti og tryggja áfram þau lífsgæði sem við öll erum vön. Þetta þýðir að skapa þarf u.þ.b. 2.000 ný störf á ári. Hvernig ætlum við að mæta þessari þörf og skapa verð- mæt störf? Hvernig viljum við sjá þróun starfa á landinu öllu? Ættum við ekki að ýta undir þróun nýrra starfa í rótgrónum atvinnugreinum? Mennt er máttur Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að undirbúa fólk fyrir ný störf í takt við þarfir atvinnulífsins og samfélagsþróun hverju sinni. Menntun til framtíðar þarf að breyt- ast sem og viðhorf skólakerfisins til breyttra tíma. Miklu skiptir að auka þverfaglegt nám í iðn-, verk- og tækninámi sem er til þess fallið að útskrifa fleiri sem eru tilbúnir til starfa í þeim atvinnu- greinum sem kalla á nýja þekkingu og nýjar lausnir. Að sama skapi þarf að efla samvinnu og samstarf fræða- samfélagsins og at- vinnulífsins með því að nýta betur rannsóknir, efla nýsköpun og miðla þekkingu. Sjávarútvegur Íslenskur sjávar- útvegur skipar sér í fremstu röð í heiminum og af því megum við vera stolt. Sjávarútveg- urinn er burðarás í at- vinnulífi landsbyggð- arinnar. Störf og starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi skiptir miklu máli fyrir dreifðar byggðir landsins og landið allt. Ljóst er að afstaða íbúa lands- byggðarinnar til íslensks sjávar- útvegs er gjörólík afstöðu íbúa höf- uðborgarsvæðisins til atvinnugreinarinnar. Almennt ríkir sátt um það, hvort sem það er innan greinarinnar eða utan, að innheimta eigi gjald vegna afnota af náttúruauðlindinni. Um- ræðan er oft á tíðum afvegaleidd með þeim hætti að fyrirtæki í sjávar- útvegi séu mótfallin því að greiða slíkt gjald. Á hinn bóginn er mikil- vægt að slíkt afnotagjald sé sann- gjarnt og að þeir sem greiða fyrir af- notarétt af einni gjöfulustu náttúru- auðlind okkar Íslendinga búi við stöðugleika fyrir rekstur sinn. Enda hafa sjávarútvegsfyrirtækin fjárfest gríðarlega í nýsköpun og aukið þannig tækniframfarir í greininni. Grundvallaratriði er að núverandi kerfi byggist á vísindalegri nálgun um sjálfbæra nýtingu fiskveiðistofna og arðsemi þess er með því hæsta sem gerist í heiminum. Óvissa og óstöðugt rekstrar- umhverfi má ekki valda því að þær tækniframfarir sem hafa orðið í sjáv- arútvegi staðni og samdráttur verði í fjárfestingum innan greinarinnar. Nýsköpun í sjávarútvegi hefur skil- að ábata til samfélagsins á sviði nátt- úru- og umhverfisverndar, verð- mætasköpunar og nýtingar á afla. Menning og listir Menningarlíf skiptir okkur öll máli og öll viljum við búa við blóm- legt menningar- og mannlíf. Fram- lög ríkisins til menningar og lista á landsbyggðinni er hlutfallslega lágt miðað við framlög til sömu starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Menning og list einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið. Frumkvæði og sköpunargleði íbúa á landsbyggð- inni er mikil og það er hlutverk stjórnvalda að ýta undir með þeim. Byggðir með öflugt menningarlíf eru spennandi og það er líklegra að ungt fólk vilji setjast að til fram- búðar þar sem mannlíf er fjölbreytt og aðlaðandi. Landbúnaður Það er auðvelt að segja að hvetja þurfi til nýsköpunar og tækni- framfara í landbúnaði en nú reynir á að koma með lausnir til að ná mark- miðinu. Það gleymist stundum að bændur eru eins og allir aðrir sem standa í rekstri. Það þarf að mynda umgjörð sem styður við þá og hvetur til nýliðunar í greininni. Það þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og bæta starfsumhverfi greinarinnar. Íslenskur landbúnaður nýtur hlut- fallslega mikils stuðnings frá stjórn- völdum í alþjóðlegum samanburði. Taka þarf styrkjakerfi landbúnaðar- ins til endurskoðunar með það að markmiði að gera bændum auðveld- ara fyrir að mæta breyttum að- stæðum. Í því samhengi þarf að skoða sérstaklega hvort fýsilegra sé að draga úr framleiðslutengdum styrkjum og koma á hvata-, land- bóta- og fjárfestingastyrkjum. Mikil tækifæri eru í loftslags- tengdum verkefnum í landbúnaði og því ættu stjórnvöld að horfa til þess að styðja betur við verkefni á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Neyt- endur eru meðvitaðri um ábyrgð sína í loftslagsmálum og því er mik- ilvægt að auka tengsl milli bænda og neytenda. Atvinnuvegir framtíðarinnar Fjölgun nýrra verðmætra starfa er spennandi verkefni sem við verð- um að taka föstum tökum. Það má ekki einungis horfa til nýrra at- vinnugreina sem kalla á fjölgun starfa heldur þurfum við einnig að ýta undir sköpun nýrra starfa í rót- grónum atvinnugreinum. Í þessu samhengi skiptir það einmitt máli að styðja við og aðstoða þær atvinnu- greinar sem þegar hafa skotið rótum í samfélaginu og stuðla að því að þær haldi áfram að vaxa og dafna, sam- félaginu öllu til heilla. Vænlegasta leiðin til fjölgunar starfa felst í því að hlúa bæði að þeim rótgrónu atvinnu- greinum sem haldið hafa uppi verð- mætasköpun í samfélaginu og að stuðla að því að nýjar atvinnugreinar nái fótfestu, vaxi og dafni, jafnvel í samvinnu við þann atvinnurekstur sem fyrir er. Vöxtur atvinnugreina Eftir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur »Vænlegasta leiðin til fjölgunar starfa felst í því að hlúa bæði að þeim rótgrónu atvinnu- greinum sem haldið hafa uppi verðmætasköpun í samfélaginu og að stuðla að því að nýjar atvinnu- greinar nái fótfestu. Berglind Ósk Guðmundsdóttir Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. berglindosk7@gmail.com Í framhaldi af nýút- kominni skýrslu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change – loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna) dynja á hlustendum ljósvakamiðla og les- endum prentmiðla upp- hrópanir um yfirvof- andi hrun lífríkis, mannlegrar tilveru, vaxandi ógnir í veð- urfari og annað í svipuðum dúr. Með fylgja hvatningar til aðgerða, sem aldrei er greint frá hvað muni hafa í för með sér í kostnaði eða umbylt- ingu á lífskjörum og lífsháttum. Þessi umfjöllun er miklu tíðast með öllu einhliða; einungis er sett fram ein hlið málsins – sú sem er myrkust. Fréttamenn Í góðri og vandaðri umfjöllun og fréttamennsku á reglan að vera sú, að mál séu skoðuð frá fleiri en einu sjónarhorni. Fréttamenn eiga ekki að reka áróður, heldur gefa les- endum sínum og hlustendum sem hlutlausastar og viðtækastar upplýs- ingar um þau mál, sem eru til um- ræðu. Geri þeir það ekki bregðast þeir hlutverki sínu og verða í raun ekki annað en meðvirk handbendi þeirra, sem hrópa hæst, en ekki þeir upplýs- endur um fjölbreyti- leika mannlífsins, skoð- ana og viðhorfa, sem þeir eiga að vera vilji þeir vera starfi sínu trúir, eða það, sem þeir segjast vilja og telja sig vera: flytjendur hlut- lægra upplýsinga og fróðleiks; hið upplýs- andi afl í samfélaginu, sem miðlar því efni, sem þörf er á, til þess að borgararnir geti hver um sig tekið upplýsta afstöðu til þess, sem er efst á baugi hverju sinni. Fréttamenn eiga líka að leitast við að hafa yfirsýn. Þeir eiga ekki að gleypa hráar og birta stórkarlalegar staðhæfingar um til dæmis það, að aldrei hafi verið hlýrra á jörðinni, að aldrei hafi verið fleiri eða verri felli- byljir, aldrei önnur eins flóð, aldrei skaðvænlegri gróðureldar eða annað í svipuðum dúr. Þeirra verkefni er að greina rétt frá. Þeir eiga að leita upp- lýsinga; leita staðfestinga, leita hins sanna og þannig leitast við að setja fram það, sem rétt er, en ekki berg- mála umhugsunarlaust það, sem að þeim berst úr ranni háværra og stór- orðra manna, sem virðast hafast við í endurómsrýmum sér líkra og vilja ekki heyra í nokkrum öðrum en sjálf- um sér og skoðanasystkinum sínum. Loftslagsrannsóknir Vísindamenn hafa í áraraðir unnið að því að greina og rekja loftslag á jörðinni langt aftur í tímann. Til þess hafa þeir nýtt sér tækni nútímans. Þeir hafa tekið ískjarna úr jöklum á Grænlandi og úr íshellu suð- urskautsins, borað í setlög á hafs- botni, talið árhringi í trjám og grúsk- að í gögnum liðinna kynslóða. Til hefur orðið mynd af loftslagi á jörð- inni, sem nær hundruð þúsunda ára aftur í tímann og hefur verið grand- skoðuð og rýnd. Hún er komin í nokkuð endanlegt form og er al- mennt viðurkennd sem marktæk í umræðu um loftslag á þessum hnetti. Á meðal þess, sem sett hefur verið fram, eru línurit um loftslag yfir af- mörkuð tímabil, svo sem tímann frá hámarki síðustu ísaldar til nútíma. Þessi línurit hafa birst víða og sem næst ætíð í sömu mynd, eða þeirri, sem hér fylgir. Línuritið Svo sem sjá má á línuritinu lauk síðustu ísöld endanlega fyrir um 8.000 árum með nokkru skeiði hlut- fallslegrar hlýnunar. Þá tók við mik- ið hlýindaskeið, en á því blómstraði menning Egypta hinna fornu. Við tók kuldaskeið, en síðan hlýnaði á ný og upp rann mikið blómaskeið, svo sem í Egyptalandi. Reyndar var heldur svalara en á fyrsta hlýinda- skeiðinu eftir síðustu ísöld, en bæði menning og mannlíf náðu miklum hæðum og sjást merki þess enn í dag í til að mynda hinum miklu píramíd- um, sem reistir voru á þessu skeiði, skreytingum þeirra og myndletri. Við tók kuldaskeið og stutt hlýinda- skeið. Eftir enn eina kólnun rann upp hlýindaskeið, sem kennt er við Rómverja, en á því blómstraði bæði þeirra menning og einnig annarra þjóða bæði í Asíu og í Ameríku, svo sem menning Maya, sem kom fram upp úr 750 f.Kr. og stóð fram til um 500 e.Kr., eða svipaðan tíma og Róm- arveldið. Enn kólnaði og átti það sinn þátt í miklum fólksflutningum – þjóðflutningunum miklu – og falli Rómarveldisins. Við tók mið- aldahlýindaskeiðið. Þá hlýnaði svo vel, að Ísland byggðist og Grænland líka, vínviður óx hærra hlíðum Alpa- fjalla en síðan hefur gerst og allt norður á Englandi og suðrænar korntegundir náðu þroska norðar en fyrr. Að lokum Eins og fram kemur á línuritinu hafa hlýindaskeiðin frá síðustu ísöld orðið flest styttri og svalari í tímans rás. Annað er líka greinilegt, eða það, að mannlíf og menning hefur blómstrað á hlýindaskeiðum en hnignað á kuldaskeiðum. Hið sama gildir um dýralíf og jurtir. Hlýindi virðast því vera af hinu góða. Umliðin um það bil 25 ár hafa gervitungl hringasólað um jörðina og tekið af henni myndir. Á meðal þess, sem fram hefur komið á þessum myndum, er það, að í heild tekið hef- ur jörðin grænkað. Það helst í hend- ur við það, að nú stendur yfir hlý- indaskeið, reyndar nokkuð kyrrstætt sem stendur, því að frá um það bil 1995 hefur meðalhitinn á jörðinni lít- ið sem ekkert breyst. Er ekki rétt að láta af upphróp- unum um kolefni og hlýnun og horf- ast í augu við hinn raunverulega vanda sem að steðjar? Ekki hlýindi, heldur of mikla fólksfjölgun og stór- fellda fólksflutninga. Loftslagsbreytingar Eftir Hauk Ágústsson »Hlýindi virðast því vera af hinu góða. Haukur Ágústsson Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.