Morgunblaðið - 13.09.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
✝
Kristján Páll
Kristjánsson
(Krissi) fæddist í
Reykjavík 4. nóv-
ember 1979. Hann
lést eftir snarpa
viðureign við
krabbamein á Ho-
spice Sydvestjyll-
and í Esbjerg í
Danmörku 6. sept-
ember 2021.
Foreldrar Krist-
jáns Páls eru Kristján Jón Jóns-
son, f. 15. júlí 1948, og Steinunn
Jóhanna Pálsdóttir, f. 3. maí
1950. Systkini Kristjáns eru Að-
alheiður, f. 1969, Laufey, f. 1973
og Jóhannes Steinar, f. 1984.
Eftirlifandi eiginkona Krissa
er Hanna Jóna Ragnarsdóttir, f.
28. mars 1980, dætur þeirra eru
Petrúnella Aðalheiður, f. 11.
október 1998, kærasti hennar er
Viktor Andri Reynisson, f. 1999,
og Katrín Diljá, f. 29. apríl 2006.
Fyrsta æviárið bjó Krissi með
fjölskyldu sinni í Vík í Mýrdal
en annars ólst hann að mestu
hans var þó fjölskyldan og var
föðurhlutverkið honum afar
kært.
Krissi bætti jafnt og þétt við
sig menntun í ýmsum skólum og
skaraði fram úr í hverju sem
hann tók sér fyrir hendur.
Stærðfræði og skyldar greinar
voru hans yndi og hann stefndi
á að hefja nám í eðlisfræði með
vinnu haustið 2021 áður en
krabbameinið kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Árið 2018 fluttist Krissi
ásamt konu, dætrum og gælu-
dýrum til Danmerkur og hóf
störf hjá LEGO group sem Lead
IT Engineer. Hann var gríð-
arlega ánægður í starfi þar.
Hann naut mjög síðustu mán-
aðanna þrátt fyrir erfiðar lyfja-
gjafir. Hann gat sökkt sér í Star
Wars-bækur og myndefni,
keypti og spilaði á draumagít-
arinn sinn, spilaði World of
Warcraft af hjartans lyst og var
með konu og dætrum, sem var
það sem hann elskaði mest.
Útför Kristjáns Páls fer fram
þann 13. september í Billund í
Danmörku að viðstöddum nán-
ustu fjölskyldu og vinnu-
félögum. Minningarathöfn mun
fara fram á Íslandi og verður
tímasetning hennar auglýst
nánar síðar.
upp í Vesturbæ
Reykjavíkur þar
sem hann kláraði
sína grunnskóla-
göngu frá Haga-
skóla. Síðan lá leið
hans í MR einn vet-
ur en þaðan færði
hann sig yfir í Iðn-
skólann þar sem
hann lærði raf-
eindavirkjun.
Krissi fékk ung-
ur áhuga á gítar. Hann tók þátt
í Músíktilraunum í grunnskóla
þar sem hljómsveit hans lenti í
þriðja sæti og hann spilaði
snilldarvel á gítar alla ævi.
Hann fann sig vel í golfiðkun
eftir þrítugt. Mest af öllu elsk-
aði hann ævintýri, Star Trek,
Star Wars, Hringadróttinssögu,
Hobbitann, Dungeons and Dra-
gons, og var alla tíð mikill
áhugamaður um tölvuleiki.
Hann var lengstan hluta starfs-
ævinnar innan tölvugeirans að
vinna fyrir ýmis tölvuleikjafyr-
irtæki. Það mikilvægasta í lífi
Kristján Páll gekk í Vestur-
bæjarskólann og síðan í Haga-
skóla. Hann byrjaði í MR en
lauk ekki námi þar því áhuginn
var við tölvur sem kom fljótt í
ljós eftir að pabbi hans kom
með tölvu heim þegar hann var
um 11 ára gamall og þá varð
ekki aftur snúið. Hann var eig-
inlega einn af þeim fyrstu sem
grúfðu sig ofan í tölvur og forrit
seinna meir bæði heima við og í
starfi. Hann varð einskonar
tölvunörd ef svo má segja.
Hann stundaði nám í tölvunar-
fræðum hjá Tölvuskóla Suður-
nesja, leigði sér íbúð í Keflavík
og fékk vinnu í tölvudeild Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Kynntist hann þar góðu fólki
sem urðu góðir vinir hans og
hélt hann sambandi við sína
gömlu vini til hinsta dags.
Kristján Páll var líka „System
Architect“ í tölvudeild CCP
2012-2014 og „Cloud Systems
Architect“ hjá WuXi Nextcode
2015-2019 eða allt þar til fjöl-
skyldan flutti til Danmerkur.
Hann var kannski ekki vin-
margur en traustur vinur þeirra
sem hann kynntist vel. Alltaf
var hann til í að hlusta og gefa
ráð. Kristján Páll okkar var
bráðvel gefinn, rólyndur og gat
verið snöggur t.d. við að sjá út
með tölur og mengi og finna
lausnir og útkomur. Ekkert
vafðist fyrir honum í ráðum til
fólks hvort sem um ræddi tölvu-
mál, viðgerðir eða rafmagn.
Hann var fljótur að átta sig og
mjög naskur að sjá út hvað var
málið ef einhvers þurfti við. Það
var stutt í góðvildina og hlýjuna
og fallega milda brosið ef svo
bar undir. Hann var mjög næm-
ur og tilfinningaríkur og lét sér
annt um allt sitt fólk, vini sína
og fjölskyldu. Hann var elsku-
legur við konu sína og dætur og
vildi allt fyrir þær gera. Hann
hefði getað vaðið eld og brenni-
stein fyrir þær allar ef með
þyrfti. Hann var heilshugar
þegar eitthvað bjátaði á hjá öðr-
um, alveg sama hver átti í hlut.
Hann átti stundum erfitt og
hugur þungur en hann bar það
ekki á torg og bar þess vegna
harm sinn í hljóði eins og stund-
um er sagt.
Kristjáni Páli var margt til
lista lagt eins og að leika á gít-
ar. Hann fikraði sig áfram af
fingrum fram á gítarinn sem
pabbi hans gaf honum 11 ára
gömlum og síðar fór hann í gít-
arnám og varð góður gítaristi.
Hann hafði ekkert fyrir því að
hlusta á lög og finna nóturnar
sem við áttu og leika svo
hnökralaust. Hann hafði svo
gott tóneyra til að geta spilað á
gítarinn sinn. Reyndar hafði
hann farið í Tónlistarskóla
Reykjavíkur 9 ára gamall og
lært þar á altflautu og nótna-
lestur.
Oft var líf og fjör í fjölskyldu-
húsinu á Vesturgötunni. Krist-
ján Páll og skólabræður hans
mynduðu smá hljómsveit sem
æfði í bílskúrnum og kjallarinn
varð miðstöð tölvuleikjanna hjá
félögunum, stundum langt fram
á nótt og um helgar. Það var oft
glatt á hjalla og hálfgerð ætt-
armót í matarveislum ættingja
og fjölskylduvina Kristjáns Páls
á Vesturgötu 37 þar sem fjöl-
skyldan bjó. Fermingarveislan
hans Kristjáns Páls var einmitt
haldin heima.
En nú er stundin liðin og
minningarnar einar eftir til að
ylja sér við. Allt er svo öfugsnú-
ið. Ungur maður í blóma lífsins,
41 árs, er frá okkur tekinn en
eftir sitjum við foreldrar hans á
áttræðisaldri og finnst hlutirnir
í algjörlega öfugri röð í sorg
okkar. Hann barðist hetjulega
til hinstu stundar en varð að
lúta í lægra haldi fyrir vágest-
inum mikla og er okkur og öðr-
um ættingjum hans mikill
harmdauði. Blessuð sé minning
elskulegs sonar og vinar sem nú
er genginn. Sendum við kær-
leiks- og samúðarkveðjur til eft-
irlifandi eiginkonu og dætra.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Mamma og pabbi.
Gleðidagur mikill var 4. nóv-
ember 1979 þegar þú komst í
heiminn elskulegurinn minn. Al-
gjört ljós í mínu lífi. Hefur allt-
af átt hjarta mitt frá fyrstu
mínútu. Ógleymanlegt þegar ég
passaði þig og Lullu sætu sys
þegar ég var 12 ára heilt sumar
og þú aðeins tveggja ára, varst
alltaf eins og hugur minn, því-
líkur ljúflingur, yndislegur, fal-
legur og góður. Við horfðum á
bílana út um gluggann, það var
það skemmtilegasta sem þú
gerðir og við lékum okkur og
svo eltirðu mig um alla íbúð,
bara sætastur.
Sorgin er mikil í mínu hjarta
nú, elsku hjartagullið mitt. Vildi
að ég gæti sótt þig og haft þig
hjá mér. Góðar stundir áttum
við saman og einnig erfiðar.
Snöppin okkar skemmtilegu,
Rip-, Rap- og Rup-grúppan
okkar, vá, það var yndislegt og
allt skemmtilega spjallið okkar,
mikið á ég eftir að sakna þess.
Þú varst sólargeislinn í mínu
lífi en nú hefur verið dregið fyr-
ir sólu. Vildi að ég gæti faðmað
þig, knúsað og kysst, yndislegi
bróðir minn. Við fengum ynd-
islega stund saman þegar ég
kom til þín til DK í júlí og mun
ég halda fast í þá fallegu minn-
ingu okkar. Þú munt alltaf eiga
stóran sess í mínu hjarta og
mun ég alltaf halda minning-
unum um þig á lofti. Börnin mín
dýrkuðu þig, flottasti, skemmti-
legasti og fyndnasti frændinn,
alltaf eins og þau hefðu hitt þig
í gær. Ég kem til þín þegar
minn tími kemur og við knús-
umst, föðmumst og kyssumst.
Ég lofa því elskulegurinn minn.
Ég sakna þín óendanlega mikið,
elsku fallegi bróðir minn, en
þangað til næst: Sofðu vært og
rótt, elsku bróðir.
Lovjú að eilífu.
Þín elskandi stóra sys,
Aðalheiður Mjöll
Petrúnelludóttir (Heiða).
Með brostið hjarta kveð ég
þig elsku litli bróðir minn og
vinur. Vegna þagnarinnar við
öllum spurningum mínum hlýja
ég mér við minningarnar okkar.
Fyrir utan að vera þyngsti
bróðir, sem fimm ára stelpa hef-
ur hugsanlega eignast, þá
varstu gæddur mörgum
heillandi persónueinkennum.
Frá fyrstu tíð varstu hæglátur,
dundari með sótsvartan húmor.
Útlit þitt var fallegt, þú varðst
fljótt hávaxinn og ljósa hárið,
sem fékk stundum að vaxa, fór
þér vel. Önnur framtönnin þín
fór aðeins yfir hina sem gerði
bros þitt og glott svo ómót-
stæðilega fallegt að það var
ekki hægt annað en að brosa og
vera í góðu skapi í kringum þig.
Tónlistin skipaði fljótt stóran
sess í hjarta þínu. Gítarinn þinn
og magnarinn voru aldrei langt
undan og ég og páfagaukurinn
Kobbi hlustuðum alltaf á þig
með aðdáun. Þú varst mikið
náttúrubarn og hafðir áhuga á
öllu sem Mýrin hafði upp á að
bjóða. Í minningunni kvartaðir
þú aldrei, baðst aldrei um neitt
og fannst sjálfur út úr hlut-
unum. Þú hlustaðir meira en þú
talaðir.
Ég er og verð að eilífu þakk-
lát fyrir að hafa fengið þig sem
bróður. Við vorum náin og góð
saman. Minningarnar okkar lifa.
Útlit þitt lifir í börnunum okkar
og ég mun aldrei gleyma þér.
Það er í raun og veru magnað
að þú, þessi hægláti rólegi
drengur, varðst ungur pabbi, þú
fannst ástina þína fljótt og
menntaðir þig í tölvuheiminum
á skjótan og farsælan hátt. Fyr-
ir það er ég þakklát. Það voru
mikil gæði í þínu stutta lífi.
Þú varst frábær pabbi, barn-
gæska þín átti sér engin tak-
mörk. Þú varst einfaldlega best-
ur og stelpurnar þínar nutu svo
aldeilis góðs af því. Á þínum
fullorðinsárum lifðir þú fyrir
þær. Þið voruð samheldin og
ástrík fjölskylda sem umvöfðuð
ykkur með dýrum, kósíheitum
og góðum anda. Til ykkar var
alltaf gott að koma. Á heimilinu
fékkstu pláss til að vera þú
sjálfur, dunda, spila á gítarinn,
vinna heima í tölvunni, vera í
kringum dýrin þín, dekra þau/
þær og umvefja alla þá sem í
kringum þig voru ást og um-
hyggju.
Það var erfitt að fylgjast með
baráttu þinni við hinn ógnar-
sterka krabba sem fannst inni í
þér fyrir sjö mánuðum. Ótelj-
andi illkynja meinvörp sem voru
svo sannarlega staðráðin í að
drepa þig frá fyrstu mínútu.
Baráttan, trúin, viljinn og
þráin eftir lengra lífi með stelp-
unum þínum þremur var svo
áþreifanlega magnþrungin að
við, þínir nánustu, stóðum ut-
anvelta, ráðþrota og ráðalaus
rétt eins og vélvana árabátar úti
á ólgandi rúmsjó. Það var vont
og ný tilfinning að fyllast þessu
djúpa dökka vonleysi og þessum
ömurlegheitum að geta ekki
gert neitt fyrir ykkur. Þið sem
voruð stödd í draumalífinu ykk-
ar, í draumahúsinu, með
draumagarðinn og þú í drauma-
starfinu.
Þú lifir áfram Krissi minn, í
hjarta mínu og sál. Skarðið
verður aldrei fyllt en ég mun
reyna að fylla það með gulli
góðra minninga.
Hvíldu í ró og friði elsku litli
bróðir minn. Við sjáumst aftur
einhvers staðar, einhvern tíma
aftur.
Þín
Laufey (Lulla).
Elsku hjartans Krissi minn,
maðurinn hennar Hönnu Jónu
minnar og tengdasonur hennar
systur minnar. Pabbinn þeirra
Petu og Kötu.
Mér finnst svo ótrúlega stutt
síðan ég heyrði af þér fyrst.
Kærastinn hennar Hönnu Jónu
minnar í heimsókn á Álfaskeið-
inu, máttir sko ekki gista en
fórst samt ekki heim fyrr en
undir morgun. Þetta voru fyrstu
sögurnar sem hún amma Drop-
laug sagði mér af ykkur kær-
ustuparinu og mér fannst þetta
hrikalega spennandi. Svo þegar
við Jói og krakkarnir fluttum
heim sumarið 1998 þá var fyrsta
lífið sem þið skópuð komið vel
af stað í mallakútnum hennar
Hönnu Jónu þinnar og Peta
fæddist í október þetta haust.
Þið voruð búin að ná smá meiri
þroska þegar hún Kata kom í
heiminn árið 2006 en samt alltaf
sömu skemmtilegu krakkarnir.
Það sem hún Sissa systir mín
var stolt af ykkur og montin af
ömmustelpunum sínum. Þið
Hanna Jóna hafið búið víða og
gert margt svo ekki sé meira
sagt. Þið hikuðuð aldrei við að
skipta um umhverfi, hvort sem
var innan höfuðborgarsvæðis-
ins, út um landið okkar góða og
svo núna síðustu árin hafið þið
búið um ykkur í Danmörku þar
sem þú starfaðir fyrir LEGO.
Mér hefur þótt einstakt að
fylgjast með ykkur fjölskyld-
unni í gegnum tíðina, svolítið á
ská þar sem ég er „bara“
frænka en samt svo náið þar
sem ég á svo mikið í henni
Hönnu Jónu minni. Þið hafið
lagt mikla alúð í dætur ykkar
og þær bera þá alúð vel. Þú hef-
ur gefið þeim gott veganesti
sem þær munu grípa til á
áframhaldandi leið sinni í gegn-
um lífið.
Núna rennur hugurinn svolít-
ið sjálfkrafa til síðustu jóla sem
við héldum saman á Reyrenginu
hjá Sissu og Stebba. Við vissum
þá að það væru síðustu jólin
hennar Sissu tengdamóður
þinnar, við vissum bara ekki að
það væru líka síðustu jólin þín.
Þessi jól voru einstaklega góð,
falleg og innihaldsrík, mikið
hlegið og talað og etinn góður
matur sem þið hjónin sáuð um
fyrir okkur hin. Einstök sam-
vera sem við erum þakklát fyrir
og skilur eftir margar góðar
minningar, líkt og allar aðrar
samverustundir okkar í gegnum
lífið.
Nýárið var vart runnið í garð
þegar þú færð svo þína grein-
ingu og var það sannarlega mik-
ið áfall fyrir okkur öll en ekki
síst fyrir stelpurnar þínar þrjár,
Hönnu, Petu og Kötu. Þú háðir
hetjulega baráttu við þennan
ófögnuð sem krabbinn getur
verið. Þið fjölskyldan náðuð
samt á einstakan hátt að gera
þennan allt of stutta tíma inni-
haldsríkan og bjartan. Eftir því
sem þú veiktist meir urðu stelp-
urnar þínar sterkari með hverri
raun og saman fóruð þið af
styrk allt á leiðarenda þar sem
þú kvaddir umvafinn ást.
Ég og fjölskylda mín þökkum
þér samfylgdina elsku Krissi
minn. Elsku stelpurnar okkar,
Hanna Jóna, Peta og Kata – við
vottum ykkur okkar hjartans
samúð.
Andrea, Jóhannes
og fjölskylda.
Kristján Páll
Kristjánsson
✝
Geir Guð-
laugsson fædd-
ist 24. október
1935 á Akureyri.
Hann lést 1. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Guðlaugur
Marteinsson, f. 6.
júní 1911 á Sjö-
undastöðum í
Fljótum, d. 7. sept-
ember 1992, og
Elsa Jónsdóttir, f. 16. júní 1916
á Krossanesi, Glæsibæjar-
hreppi í Eyjafirði, d. 2. ágúst
1953.
Bræður Geirs eru Skúli Guð-
3. nóvember 1956, maki Sig-
urmon Marvin Hreinsson. 3)
Pála Svanhildur, f. 24. febrúar
1958, sambýlismaður Kristinn
Pétursson. 4) Anna Jóna, f. 11.
febrúar 1962, maki Indriði
Þórisson. 5) Laufey Helga, f.
21. mars 1968, sambýlismaður
Olgeir Andrésson.
Geir var lengst af bóndi á
Kjaransstöðum í Hvalfjarð-
arsveit.
Afkomendur þeirra hjóna
eru alls 48. Barnabörn eru 13,
barnabarnabörn 29, og eitt
barnabarnabarnabarn.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 13. september
2021, klukkan 13. Streymt
verður frá athöfninni á vef
Akraneskirkju:
https://www.akraneskirkja.is/
Virkan hlekk má einnig
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/
laugsson, f. 7. nóv-
ember 1942 á Ak-
ureyri, og Jón
Guðlaugsson, f. 2.
janúar 1945 á
Hjalteyri.
Eiginkona Geirs
er Jóhanna Þórdís
Þórarinsdóttir, f.
10. desember 1937.
Þau voru gefin
saman 13. október
1957 í prestsbú-
staðnum á Akranesi og eign-
uðust fimm dætur.
1) Elsa Guðlaug, f. 19. júlí
1955, maki Sveinn Vilberg
Garðarsson. 2) Þuríður Elín, f.
Geir Guðlaugsson eða Geirsi
eins og hann alltaf var kallaður
í sveitinni í gamla daga er nú
fallinn frá, en hann var kvænt-
ur móðursystur minni Jóhönnu
Þórarinsdóttur. Stýrðu þau
myndarbúi að Kjaransstöðum,
sem þau tóku við af afa og
ömmu, Þórarni E. Jónssyni og
Þuríði S. Jóhannesdóttur, þar
til Anna Jóna dóttir þeirra og
tengdasonur tóku við búi. Þá
byggðu þau sitt eigið hús, Kjar-
ansstaði 2, á jörðinni og hafa
búið þar síðan.
Það að „fara í sveit“ var
ómetanleg reynsla fyrir börn
og ungmenni þegar við systk-
inin vorum að alast upp. Vorum
við Jóhann Svanur elstu bræð-
urnir þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera í sumardvöl á Kjar-
ansstöðum í mörg ár og Jóhann
talsvert meira en ég.
Manni varð fljótt ljóst
hversu góður bóndi Geirsi var.
Hann var kraftakarl og man ég
að ég dáðist að hvernig öflugir
upphandleggsvöðvar hans
hnykkluðust við heyskapinn, og
æfði mig í laumi skv. frægri æf-
ingabók Charles Atlas til að
reyna að efla vöðvastyrk svo ég
yrði eins og Geir. Hann var
einnig afbragðskunnáttumaður
á vélar og gerði við hvaðeina og
þurfti eiginlega aldrei virtist
mér að kalla til neina viðgerð-
armenn. Ekki var heldur oft
kallað á dýralækna og læknaði
hann kýrnar með ýmsum að-
ferðum sem mér þóttu nýstár-
legar og ekki ólíklegt að það
hafi verið eitt af því sem
kveikti áhuga minn á læknis-
fræði síðar.
Þá vakti sérstaka athygli
mína og aðdáun á kvöldin við
mjaltirnar hversu góður söng-
maður Geir var, en hann söng
gjarnan hástöfum við beljurass-
ana og Jóhanna frænka mín tók
stundum undir, enda sungu þau
árum saman í kirkjukórnum við
Innra-Hólmskirkju. Þar var
hann máttarstólpi í bassanum.
Eftir mjaltir á fallegum sum-
arkvöldum man ég eftir fót-
boltaæfingum við skólann í
sveitinni, þar sem bændur og
vinnumenn þeirra og gestir
tókust á. Geir var yfirleitt í
vörninni því hann var firna-
sterkur í fótunum líka og tók
oft útspörk frá marki og mátti
þá markmaðurinn hinum megin
setja sig í stellingar og vera
viðbúinn því ósjaldan náði hann
að sparka frá marki alveg að
marki andstæðinganna. Húm-
orinn og glettnin var alltaf
nærtæk hjá Geirsa og kitlaði
hláturtaugar nærstaddra. Þá
var kunnátta hans á harmon-
ikku vel þekkt og marga harm-
onikkuhátíðina hafa þau hjónin
sótt um ævina, gjarnan á hús-
bílnum sínum með viðkomu hjá
okkur hjónum á Akureyri ef
svo bar undir og voru þær
heimsóknir alltaf skemmtileg-
ar.
Já, maður á margar góðar
minningar um Geir en afkom-
endur þeirra hjóna eru orðnir
ótrúlega margir. Jóhönnu
frænku og dætrunum Elsu,
Þuríði (Diddu), Pálu, Önnu
Jónu og Laufeyju Helgu, þeirra
mökum börnum og barnabörn-
um, sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur og kveðjur fylgja
einnig frá minni fjölskyldu,
móður og systkinum.
Haraldur
Hauksson.
Geir
Guðlaugsson