Morgunblaðið - 13.09.2021, Qupperneq 21
Ástkær tengda-
faðir minn Ísleifur
Þorbjörnsson var
tekinn frá okkur
allt of snemma. Mann setur
hljóðan og skilur ekki hvað
gerðist, af hverju og hví svona
snögglega. Það sem gerir frá-
fall þitt erfitt, elsku Ísleifur,
eru allar góðu stundirnar sem
fjölskyldan átti saman í ótelj-
andi bústaðaferðum, nokkrum
utanlandsferðum, sumarfríum í
fellihýsinu og svo verunni í Ak-
urgerði, sumarbústað fjölskyld-
unnar síðustu árin.
Tónlistin finnst mér standa
upp úr þegar ég hugsa til þín,
alltaf var stutt í gítarinn og
með hann í fanginu ljómaðirðu
og naust þín í botn. Yfirleitt
voru sömu lögin tekin í fyrstu,
s.s. Teach your children, Bring
it on home to me o.fl., o.fl.
Elsku tengdapabbi, þú nýtur
eflaust sameiningarinnar við
Hjalta Þór og það veitir okkur
fjölskyldunni mikla huggun,
minning þín lifir.
Kveðja,
Magnús Daníel.
Þegar ástvinir falla frá
fara hugsanir margar á stjá
og við finnum í minningum fró
fáum styrk, öðlumst sálarró.
Og að tilgangi hefjum leit
krefjumst svara en enginn veit
hver er næstur á Guðs síns fund
og upp rennur þín hinsta stund.
Sjálft lífið svo örstutt er
svo láttu það eftir þér
að njóta þess, þakka samt ber
þeim herra sem alráður er.
(SHL)
Það slær þögn og hugurinn
fer á flug þegar harmafregn
um hann Ísleif mág minn barst
okkur hjónum. Ekki datt okkur
í hug að hans lífsklukka myndi
Ísleifur
Þorbjörnsson
✝
Ísleifur Þor-
björnsson
fæddist 9. sept-
ember 1951. Hann
lést 28. ágúst 2021.
Ísleifur var jarð-
sunginn 9. sept-
ember 2021.
stöðvast svo
snöggt.
Ísleifur ólst upp
á Skagaströnd í
stórum systkina-
hópi og fór ungur
til Reykjavíkur að
læra bifvélavirkj-
un, snyrtimennska
og faglegur fram í
fingurgóma og allt-
af voru bílarnir
hans best bónaðir.
En misjöfn eru verkefni lífsins
og þurfti Ísleifur að kveðja
fyrri konu sína hana Petu og
son þeirra Hjalta Þór langt um
aldur fram. En með æðruleysi
og Hafdísi sér við hlið ásamt
dætrum þeirra Sveinlaugu og
Hrefnu Dröfn náði hann lífs-
gleðinni að nýju.
Ísleifur var töffari og alltaf
flottur en með sínu hæverska
fasi kom hann systkinahópnum
og vinum í stuð bæði með gít-
arspili og söng og átti sín uppá-
haldslög sem gott verður að
ylja sér við. Þau Hafdís voru
búin að finna sér sælureit í
sveitinni þar sem fjölskyldan
hefur átt gæðastundir sl. ár og
„sjaldan féll honum verk úr
hendi“ þar, alltaf að smíða og
gera fínt og hafði að leiðarljósi
allt það besta fyrir fjölskyld-
una.
Hann var farinn að sjá enda-
lok á vinnumarkaðnum og ætl-
uðu þau hjónin að njóta ævi-
kvöldsins saman, en kallið kom
alltof fljótt og 70 ára afmæl-
isdagurinn verður nú með öðr-
um hætti þar sem Ísleifur er
farinn í sína hinstu ferð.
Með söknuði og þökk fyrir
samfylgd í gegnum lífið kveðj-
um við kæran bróður og mág
og hlustum á „Teach your
children“ sem hann söng og
spilaði af einstakri innlifun og
var eitt af hans uppáhaldslög-
um.
Elsku Hafdís, Sveinlaug og
Maggi, Hrefna Dröfn og Kári,
Dagbjört og Lovísa, ykkar
missir er mikill og megi algóð-
ur Guð styrkja ykkur. Öðrum
aðstandendum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Björg Lárusdóttir (Böggý),
Sigurður Þorbjörnsson
(Siggi).
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
Kæri vinur! Að
leiðarlokum sendi
ég þér bestu þakkir
fyrir okkar góðu
stundir. Öll þau
góðu samtöl er við áttum á liðn-
um vetri mun ég geyma mér í
huga allar stundir. Ég mun
kveðja þig með ljóðlínum eftir
Þröstur
Guðbjartsson
✝
Þröstur Guð-
bjartsson fædd-
ist 23. október
1952. Hann lést 17.
júlí 2021.
Útförin fór fram
26. júlí 2021.
Herdísi Andrésdótt-
ur frá Flatey á
Breiðafirði.
Og seinna, þar sem
enginn telur ár
og aldrei falla nokkur
harmatár,
mun herra tímans,
hjartans faðir vor,
úr hausti tímans gera
eilíft vor.
(H.A.)
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Reynimel, 465 Bíldudal
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF KRISTMUNDSDÓTTIR,
Lóló,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
sunnudaginn 5. september.
Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 16. september
klukkan 14.
Ólafur Einar Samúelsson Laufey Marta Einarsdóttir
Berglind Samúelsdóttir Örn Logi Hákonarson
Sigrún Jóna Samúelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG BJÖRGVINSDÓTTIR,
Lillý,
Frumskógum 6,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Hjúkrunar-
heimilinu Ási í Hveragerði að morgni föstudagsins
3. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 17. september klukkan 11.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Áss fyrir einstaka umönnun
og hlýhug.
Jónatan Karlsson Anning Wei Karlsson
Ingi Björgvin Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Miðnætursólin
teygir anga sína yfir
æfingasvæði Golf-
klúbbs Garðabæjar
og Kópavogs. Kyrrðin er mikil,
það hreyfir ekki vind og við erum
einir á svæðinu enda klukkan orð-
in margt. Hlynur er að rembast
við að kenna mér golf. Eftir
nokkrar mislukkaðar tilraunir til
þess að fá boltann til að fljúga al-
mennilega í loftið tekur Hlynur
sig til og heldur sýnikennslu.
Hann rífur hlífina af dævern-
um, stillir golfkúlunni vandlega
upp og svo byrja herlegheitin.
Þreklegur skrokkurinn stillir
sér fullkomlega upp fyrir framan
kúluna. Aftursveiflan er bæði
hröð og takföst en um leið og hún
nær hæsta punkti fylgir á eftir
ótrúleg samhæfing af krafti og
nákvæmni sem skila sér í fram-
sveiflu sem virðist fara á ljós-
hraða í átt að golfkúlunni sem
flýgur á loft eins og lítil fallbyssu-
kúla.
Hlynur snýr sér að mér og seg-
ir mér að ég verði að horfa betur á
boltann þegar ég er að slá. Agn-
dofa hlæ ég mig máttlausan yfir
þeirri athugasemd - það vanti að-
eins meira upp á en það.
Hlynur var nefnilega með ein-
dæmum högglangur kylfingur.
Þetta var sumarið 2003, þegar
Hlynur Þór
Haraldsson
✝
Hlynur Þór
Haraldsson
fæddist 31. ágúst
1985. Hann lést 2.
september 2021.
Útförin fór fram
10. september
2021.
hvorugur okkar
hafði náð 18 ára
aldri. Við Hlynur
höfðum kynnst vet-
urinn áður í Fjöl-
brautaskóla Garða-
bæjar og á milli
okkar þræddust
saman sterk vina-
bönd. Áhugamál
okkar voru svipuð
og þá sérstaklega
enski boltinn þar
sem hann hélt með Arsenal og ég
Chelsea.
Framhaldsskólaárin hjá ungu
fólki einskorðast af mikilli
skemmtun og var það raunin hjá
okkur Hlyni og öðrum vinum.
Þegar háskólaárin taka við fer
fólk oft í aðrar áttir og við Hlynur
hittumst minna, sérstaklega eftir
að hann fluttist til útlanda. En um
stutta hríð tókst okkur þó að vera
nágrannar í Brekkubyggðinni í
Garðabænum, sem gladdi okkur
mikið. Á þeim tíma byrjaði Hlyn-
ur aftur að kenna mér golf, enda
orðinn sprenglærður golfkennari.
Það litla sem ég kann í dag á ég
honum að þakka.
Oft er talað um að fólk sé með
smitandi hlátur. Hlynur hafði
þann eiginleika að geta látið alla
aðra hlæja í kringum sig, ef hann
hló að brandaranum, þó hló restin
af hópnum - jafnvel þó viðkom-
andi hefði ekki fattað brandarann.
Ég mun sakna þessa smitandi
hláturs mikið.
Sorgin í kringum fráfall Hlyns
er óbærileg á alla kanta. Missir-
inn er þó mestur hjá Fríði og
drengjunum þeirra tveimur, þeim
Flóka og Daða - ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
styrk á þessum erfiðu tímum.
Elsku Hlynur, ég mun sakna
þín.
Þinn vinur,
Jóhann (Jói).
Elsku Hlynur. Samband okkar
nær langt aftur og minningarnar
hellast yfir. Ég var bara þrettán
ára þegar ég elti Ástu upp á golf-
völl til að fara á golfnámskeið. Við
komum askvaðandi inn í golfskála
og þar lást þú, einn af leiðbein-
endunum, í sófanum með bros
sem lýsti upp allt húsið. Árin á eft-
ir tóku við skemmtilegir tímar á
golfvellinum, óteljandi skammtar
af frönskum og Sprite Zero og
alltaf gerðir þú jafn mikið grín að
okkur. Trúðu mér, þú varst aðal-
atriðið á þessum golfvelli. Ég hef
aldrei spilað heilan hring.
Þú varst svo skemmtilegur og
hlýr. Ólíkur öllum öðrum sem ég
þekkti, dálítill furðufugl, djúpvit-
ur og með gamla sál. Ég heyri
ennþá einlægan hláturinn. Ég
held að við höfum alltaf vitað að
við ætluðum að verða kærustupar
en þú beiðst þolinmóður þangað
til ég kláraði grunnskólann enda
þremur árum eldri. Annað hefði
verið óviðeigandi. Ég var á leið-
inni í Verzló en skipti yfir í FG til
að geta verið með ykkur Ástu.
Það var líka frekar töff að eiga
eldri kærasta með bílpróf og
svona. Þú kenndir mér og sýndir
svo margt sem maður lærir á
þessum árum. Annars eyddum
við tímanum aðallega uppi í rúmi
að spjalla, fíflast og horfa á spól-
ur. Eina nýja og eina gamla af víd-
eóleigunni. Við hlustuðum líka á
Bob Marley. Svo fylgdirðu mér
alltaf heim því það kom nefnilega í
ljós að þú varst alls ekki með bíl-
próf. Stundum stálumst við inn til
mömmu þinnar og pabba til að
kíkja á myndina af konunni sem
fæddi þig. Þú hefðir ekki getað
verið heppnari með foreldra og
elskaðir þau svo mikið.
Mér er minnisstætt þegar ég
fór með mömmu og pabba til
Spánar og fékk 90 þúsund króna
símreikning þegar ég kom til
baka. Ég saknaði þín svo mikið og
stalst til að tala við þig alla ferð-
ina. Þá var gott að eiga ferming-
arpeninginn og honum var mun
betur varið í samtöl við þig en
stærra sjónvarp eða hljómflutn-
ingsgræjur. Síðar fórum við sam-
an í sólarlandaferðir eins og full-
orðið fólk.
En þetta voru líka mikil mót-
unarár og við gengum bæði í
gegnum erfiðleika sem við reynd-
um að hjálpa hvort öðru með. Þú
ákvaðst að verða golfkennari og
ég fékk mér vinnu með skóla til að
geta heimsótt þig til Noregs þar
sem skólinn var. Símanúmerið
þitt er ennþá aðgangsnúmerið
mitt inn á RÚV og víðar.
Það er skrítið að kveðja ein-
hvern sem var í mörg mikilvæg ár
manns nánasti en var það ekki
lengur. Mér líður eins og þetta
hafi allt gerst í fyrradag en samt
er langt síðan við hittumst. Þú
hélst áfram að heimsækja
mömmu og pabba enda löngu orð-
inn fjölskylduvinur. Mamma
keypti sólblómafræ fyrir þig í
Bandaríkjunum og þú passaðir
Kiljan. Þið áttuð alveg sérstakt
samband og nutuð þess báðir jafn
mikið að vera saman. Mér þótti
svo vænt um að fylgjast með þér
eignast þína fallegu fjölskyldu og
blómstra í leik og starfi.
Kæru Fríður, Flóki Þór, Daði
Þór, Elín, Halli, Helga Lucia og
fjölskyldan öll. Missir ykkar er
ólýsanlega mikill og sár. Minning
Hlyns lifir í okkur öllum sem
þekktum hann og hann mun alltaf
eiga sinn stóra sess í hjarta mínu.
Takk fyrir allt.
Edda Sif Pálsdóttir.
✝
Guðný Egils-
dóttir fæddist á
Akureyri 5. apríl
1945. Hún lést 18.
ágúst 2021 á líkn-
ardeild Landspít-
alans.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Lárusdóttir, f. 18.
mars 1925, d. 28.
desember 2011, og
Egill Sigurðsson, f.
24. janúar 1919, d. 27. desember
2011.
Systkini Guðnýjar eru Rakel,
f. 12. mars 1946, Kristín, f. 17.
júní 1952, og Sigurður, f. 28.
ágúst 1958.
Guðný giftist Lárusi Hjalte-
sted Ólafssyni, f. 7. september
1945. Foreldrar hans voru Ólaf-
ur Beinteinsson, f. 1911, d. 2008,
og Sigurveig Hjaltested, f. 1923,
d. 2009. Þau slitu
samvistir. Sonur
þeirra er Ólafur, f.
29. ágúst 1965,
maki Christiane
Grossklaus, f. 8.
ágúst 1961. Börn
þeirra eru Anna
Sigurveig, f. 20.
september 2000, og
Klara Sól, f. 16. jan-
úar 2003.
Guðný ólst upp á
Akureyri til sjö ára aldurs og
síðar í Reykjavík. Hún gekk í
Laugarnesskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi.
Hún vann mestallan sinn
starfsaldur við matreiðslu á
ýmsum stöðum, meðal annars
hjá Íslandsbanka og fleiri
stórum mötuneytum.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey.
Við fráfall þitt, elsku systir, er
höggvið stórt skarð í systkina-
hópinn. Við eigum margar góðar
minningar gegnum lífið. Þú áttir
fallegt heimili og það var alltaf
gott að heimsækja þig. Alltaf
kræsingar á borðum enda af-
burðakokkur og -bakari. Þú hafð-
ir líka einstakt lag á allri handa-
vinnu, svo eftir var tekið og liggja
eftir þig falleg handverk. Kett-
irnir þínir voru þér einstaklega
kærir fram á síðasta dag.
Eins og hjá mörgum voru oft
slæmir tímar og erfiðleikar í líf-
inu sem þú þurftir að takast á við.
Síðast núna í veikindum þínum,
þar sem þú barðist hetjulega við
krabbameinið með jákvæðni og
auðmýkt.
Við þökkum þér samfylgdina,
kæra systir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Rakel, Kristín
og Sigurður.
Guðný Egilsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar