Morgunblaðið - 20.09.2021, Page 2

Morgunblaðið - 20.09.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. 595 1000 n fy rir vaTenerife .A th . st á 29. september í 12 nætur 12 nátta ferð Flug & hótel frá 93.225 12 nætur Verð frá kr. 116.950 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verði ekki komið betur til móts við nemendur sem kunna að vera í vanda eða brugðist við því að víða vantar til starfa kennara með starfs- menntun er slíkt uppskrift að vanda- málum í framtíðinni. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann kveðst sakna þess að nú fyrir alþing- iskosningar skuli ekki vera meiri umræða meðal frambjóðenda um skóla- og menntamál, svo mikilvæg sem þau séu. Hvetjandi aðgerðir Á líðandi kjörtímabili hefur verið efnt til ýmissa hvetjandi aðgerða í því skyni að fjölga grunnskólakenn- urum. Þetta segir Ragnar Þór hafa skilað ágætum árangri og afstýrt því að meiri vandi skapaðist. Úr ýmsu þurfi þó að bæta. Á Austur- landi, Vestfjörð- um og Suðurnesj- um stefni í að um þriðjungur þeirra sem sinna fræðslu í grunnskólum hafi ekki tilskilda menntun. „Með fjarnámi, staðlotum og fleiri aðgerðum, þar sem reynt er að koma til móts við kennaranema, hefur nokkur árangur náðst. Á mörgum svæðum er þorri þeirra sem sinna kennslu með menntunina sem þarf. Svo eru líka svæði eins og Suðurnes- in, þar sem innviðir skólastarfs hafa ekki fylgt fjölgun íbúa og nemendum í grunnskólum þar með talið,“ segir formaður KÍ. Skóli án aðgreiningar og efling læsis hafa verið áhersluatriði í skóla- starfi síðustu árin. Þeim málum seg- ir Ragnar að fylgja þurfi betur eftir. Hann minnir einnig á menntastefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu menntamálaráðherra sem Alþingi samþykkti nýlega. Fimm helstu stoðir hennar eru jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. „Þessi atriði og stefnan almennt er nokkuð sem ég vil kalla heilbrigða skynsemi. Stefnumótun og góðum vilja þarf að fylgja raunverulegur vilji og pening- ar til aðgerða. Einnig þróað og vel markað starf sem dugar í fjölmenn- ingarsamfélagi sem breytist hratt,“ segir Ragnar. Innviðirnir ekki fylgt íbúafjölgun - Nemendum sé betur sinnt - Fólk án menntunar sums staðar þriðjungur þeirra sem sinna kennslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Stapaskóli í Njarðvík. Gera þarf betur í skólamálum á Suðurnesjum með fjölgun menntaðra kennara, að mati formanns KÍ. Ragnar Þór Pétursson hafði endurgerð glermyndanna og uppsetningu nú með höndum ásamt samstarfsfólki. „Þessum viðgerðum hefur fylgt talsvert umstang, sérstaklega nú vegna vesturglugganna en taka þurfti orgel kirkjunnar niður vegna þessa. Það var gert í maí sl. og því hefur allt helgihald sem vera átti í kirkjunni farið fram í safnaðarheim- ilinu síðustu mánuði og annars stað- ar eftir atvikum. En nú sér fyrir endann á þessu mikilvæga verkefni sem ýmsir lögðu lið með margvís- legum hætti,“ segir sr. Sigurður Arnarson að síðustu. „Glerið í myndunum var unnið upp og hreinsað, svo nú sjást í skýr- ara ljósi ýmis tákn og helgimyndir sem Gerður vildi hafa með. Þarna má nefna hringinn, sem er tákn ei- lífðar, og hið alsjáandi auga sem nefnt er í trúarbrögðunum,“ segir sr. Sigurður. Myndir Gerðar Helgadóttur eru frá 1962 og voru komnar í glugga Kópavogskirkju á aðventunni það ár. Sjálf kom hún að uppsetningu og með henni voru glergerðarmeist- ararnir, þýsku bræðurnir Ludvicus og Fritz Oidtman. Þeirra nýtur ekki lengur við, en barnabarn Ludvicusar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verk Gerðar eru djásn bygging- arinnar. Nú þegar endurgerð þeirra er lokið er mikilvægur áfangi í höfn,“ segir sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur við Kópavogskirkju. Þýskir glermeistarar luku um helgina uppsetningu viðgerðra steindra glermynda Gerðar Helga- dóttur sem eru í gluggunum í bogum kirkjunnar á Kársnesi. Hringurinn tákn eilífðar Fyrstu myndirnar voru teknar niður 2018 og fluttar til endurgerðar í glersmiðju svonefndra Oidtmann- bræðra í borginni Linnich í Þýska- landi. Svona hafa gluggar úr hverri hliðinni eftir aðra verið teknir – nú síðast á vesturhlið. Glermyndir Gerðar úr þeim gluggum voru tekn- ar ofan í maí og farið með til Þýska- lands. Komið svo með aftur til Ís- lands og þeir settir upp að nýju sl. laugardag. Þá var búið að hreinsa glerið og setja í nýja ramma, svo meira öndunarrými er milli mynda og rúðuglersins sem er því að baki. Hve lítið þetta bil var áður olli því að glerið í myndunum góðu þandist út og varð mun brothættara fyrir vikið. En nú er allt komið í betra lag og sömuleiðis búið að endurnýja gluggapóstana sem glerið er sett í. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tilfæringar Iðnaðarmenn bera glermyndirnar inn gólf kirkjunnar, þar sem þeim var komið fyrir á sínum stað. Glermyndir Gerðar nú aftur í gluggunum - Tákn og helgimyndir skýr í kirkjunni á Kársnesinu Guðshús Vinnupöllum var slegið upp við kirkjuna svo iðnaðarmenn kæmust vel að vegna uppsetningar glermyndanna góðu, sem var mikið vandaverk. Eldgos hófst á eyjunni La Palma í gær en undanfarna viku hafa mælst mörg þúsund skjálftar á svæðinu. Þeir stærstu voru beint undir húsi Hafsteins Helga Hall- dórssonar og Guðrúnar Öglu Egilsdóttur. „Við erum að fylgjast með hvar gosið kemur niður. Eignir okkar og akurinn eru líklega sloppin,“ segir Hafsteinn en á tímabili var það mjög tvísýnt. Eiga þau þriggja hektara landareign þremur kílómetrum frá eldgosinu, þar sem þau rækta lár- perur, papaja og mangó. „Þetta er í raun allt sem við eig- um, við erum búin að gróðursetja þúsund ávaxtatré, gera upp rústir og setja upp sólarsellukerfi,“ segir Hafsteinn. Þróun gossins núna bendir til þess að það muni ekki fara inn í þéttustu byggðina en hraunið skríður niður að sjónum og gleypir allt sem á vegi þess verður. Fjöl- mörg hús hafa orðið hrauninu að bráð en unnið hefur verið að því að rýma húsin niðri við ströndina. Hafsteinn og Guðrún eru búin að bjóða húsið sitt að láni fyrir þá sem geta ekki verið heima hjá sér. Ekkert manntjón hefur orðið og Hafsteinn telur ólíklegt að svo verði, enda lítið samfélag. „Það fer ekki fram hjá neinum ef einhvern vantar.“ thorab@mbl.is Eldgos rétt hjá ávaxtabúgarði - „Þetta er í raun allt sem við eigum“ Bændur Guðrún og Hafsteinn rækta ávexti á La Palma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.