Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
110
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eitt mikilvægasta hlutverk há-
skóla er, þegar kennslu og rann-
sóknum sleppir, að vera sterkt afl í
samfélaginu. Miðla þekkingu til al-
mennings. Þannig berjumst við
gegn bullinu,“ segir dr. Ragnhild-
ur Helgadóttir, nýr rektor Háskól-
ans í Reykjavík. „Mér finnst alveg
aðdáunarvert hvað fólk í heil-
brigðisvísindum til dæmis hefur
verið virkt að segja okkur frá kór-
ónuveirunni og rannsóknum
tengdum henni. Vissulega gæti
vegið þyngra, samkvæmt akadem-
ískum viðmiðum, að segja frá
málavöxtum í vísindagrein, en að
segja frá mikilvægum efnum svo
almenningur skilji er ekki síður
nauðsynlegt.“
Mikill frumkvöðlaandi
Ragnhildur Helgadóttir á að
baki langan feril við HR. Var pró-
fessor við lagadeild og forseti sam-
félagssviðs skólans. Því tilheyra
sálfræði-, viðskipta-, laga- og
íþróttafræðideild. Undir tæknisvið
falla verkfræði-, tölvunar- og iðn-
og tæknifræðideildir – en alls eru
nemendur í HR um 3.500 talsins.
„Ég kom hingað til starfa árið
2002 og var þá einn af fyrstu
starfsmönnum nýstofnaðrar laga-
deildar. Á nítján árum hefur auð-
vitað margt breyst og skólastarfið
þróast og orðið að sumu leyti fast-
mótaðra og formlegra. Þetta er þó
misjafnt, til dæmis er mikill frum-
kvöðlaandi í minnstu deildunum,“
segir Ragnhildur.
Galdurinn við að stýra stórri
stofnun er sá, segir Ragnhildur, að
velja sér gott fólk til samstarfs og
horfa á stóru myndina. Einnig að
halda vel utan um kjarnaþættina,
sem í starfi HR eru kennsla og
rannsóknir, þar sem tekist hafi að
halda dampi allan covid-tímann.
Svo þurfi alltaf og endalaust að
fylgjast með staðsetningu skólans
gagnvart samfélaginu og atvinnu-
lífi, og láta rödd menntunar og vís-
inda berast. „Starfi rektors fylgir
að vera í stöðugum samskiptum
við fólk og halda uppi virku sam-
tali um ýmis mál. Þá reyni ég alltaf
að taka einn vinnudag í viku við
eldhúsborðið heima, setja mig inn í
mál, lesa og pæla í hlutum.“
Upplýsingar beint af kúnni
Á síðustu árum hefur verið
mikil eftirspurn eftir fólki með
menntun í verkfræði og tækni-
greinum, og margir hafa aflað sér
menntunar á því sviði. Miklu máli
skiptir þó, segir Ragnhildur, að
fólk velji nám samkvæmt áhuga-
sviði sínu og nái þannig að
blómstra. Stærðfræðistelpur eigi
fullt erindi í verkfræði. Námsval
megi ekki ráðast af steríótýpum
sem geti verið varasamar.
„Þetta gildir raunar um allar
námsgreinar; fólk á einfaldlega að
velja fagið sem hugur þess stendur
til. Nám, sama hvert er, opnar allt-
af möguleika,“ segir Ragnhildur
og áfram: „Hér í HR tökum við al-
varlega að vera ljósleiðari þekk-
ingar frá útlöndum. Oft eru þekkt-
ir erlendir vísindamenn hér með
fyrirlesta; bæði á staðnum og yfir
netið. Það er einfaldlega frábært
að fá þekkingu og upplýsingar
beint af kúnni eins og til dæmis
stafrænt nám gefur möguleika á.“
Rannsóknir hafa mikil áhrif
Á nýjum lista Times Higher
Education yfir bestu háskóla
heims fyrir árið 2022 er Háskólinn
í Reykjavík, þriðja árið í röð, efst-
ur allra í mati á hlutfallslegum
áhrifum rannsókna. Áhrif þessi
eru metin út frá fjölda tilvitnana í
vísindagreinar, það er hversu oft
aðrir vísindamenn vitna í nið-
urstöður fræðimanna skólans. Þá
er HR áfram efstur íslenskra há-
skóla á lista yfir bestu háskóla
heims og er í sætum 301-350.
„Núgildandi rannsóknar- og
matskerfi hér í HR hefur gilt frá
2007 og gefist vel, eins og listinn
góði sýnir. Starf okkar hefur líka
áhrif víða í samfélaginu, því við
höfum sérfræðinga á mörgum
sviðum. Fulltrúar til dæmis laga-
deildar HR eru oft kallaðir fyrir
þingnefndir vegna ýmissa mála,
svo sem vegna bankahruns, Ice-
save og stjórnarskrár. Sjálf hef ég
oft gefið þingnefndum álit á ýms-
um málum og verð aldrei vör við
annað en þingmenn, hvar sem þeir
í flokki standa, séu jafnan að leita
bestu upplýsinga til að skilja mál
og taka skynsamlega ákvörðun.
Þetta er mynd af stjórnmálunum
sem ég veit að margir sjá ekki en
er mikilvægt að hafa.“
Réttlæti er stórt orð
Ragnhildur Helgadóttir segir
að sennilega hafi alltaf átt fyrir sér
að liggja að starfa að skólamálum.
Sjálfri hafi sér fundist gaman að
læra. Strax í menntaskóla hafi hún
byrjað að hjálpa öðrum framhalds-
skólanemum með stærðfræðina.
„Eftir stúdentspróf valdi ég lög-
fræði, sem er bæði skemmtileg og
spennandi. Réttlæti er stórt orð og
við það fæst lögfræðin, þegar tek-
ist er á um grundvallarmál og stór-
ar spurningar. Þar er betri skiln-
ingur á málum mikilvægur og í
háskólum eru kennarar sem hafa
akademískt frelsi til kennslu og
rannsókna. Þannig skapast ný
þekking og viðhorf sem svo seytla
út í samfélagið allt,“ segir Ragn-
hildur að lokum.
Háskólar séu sterkt afl í samfélaginu og berjist gegn bullinu, segir Ragnhildur Helgadóttir, nýr rektor HR
Rektor Akademískt frelsi til kennslu og rannsókna. Þannig skapast ný
viðhorf sem svo seytla út í samfélagið allt, segir Ragnhildur Helgadóttir.
Ljósleiðari þekkingar
- Ragnhildur Helgadóttir
fæddist 1972. Hún lauk emb-
ættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla Íslands 1997 og dokt-
orsprófi frá háskólanum í
Virginíu í Bandaríkjunum
2004. Hefur frá árinu 2019
gegnt stöðu forseta sam-
félagssviðs skólans, en var áð-
ur prófessor og forseti laga-
deildar.
- Formaður vísindanefndar
Vísinda- og tækniráðs, hefur
dæmt mál í Hæstarétti, hér-
aðsdómi og í Mannréttinda-
dómstóli Evrópu, sat í samn-
inganefnd Íslands við ESB og
hefur gegnt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum meðfram
störfum sínum við háskólann,
hér á landi og erlendis. –
Ragnhildur er gift Halldóri
Eiríkssyni arkitekt og þau eiga
þrjú börn.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nauthólsvík Nemendur Háskólans í Reykjavík eru í dag um 3.500 talsins.
Japanskir fánar, sem fólk í landi
hinnar rísandi sólar hafði skrifað á
fallegar kveðjur og þakkarorð til Ís-
lendinga, sáust við athöfn sem efnt
var til á dögunum um borð í Óðni,
varðskipinu gamla í Reykjavíkur-
höfn. Við þá athöfn voru fólki einnig
afhentar handprjónaðar húfur sem
Hollvinasamtök Óðins fengu frá Jap-
an.
Forsaga þessa máls er sú að 11.
mars 2011 riðu jarðskjálftar og flóð-
bylgjur yfir NA-hluta Japans og ollu
mikilli eyðileggingu. Í kjölfarið
beittu japanskar konur hér á landi
sér fyrir því að safna ullarfötum, sem
fékk góðar undirtektir. Um 6.000
flíkur söfnuðust og voru þær flokk-
aðar og pakkað undir forystu
Miyako Þórðarson, prests heyrnar-
lausra. Þá tók pósturinn aftur við og
flutti fatnaðinn utan. Á hamfara-
svæðum í Japan spurðist framtakið
út, svo á komust samskipti sem hafa
haldist. Þar hefur Egill Þórðarson
loftskeytamaður í Hafnarfirði verið í
lykilhlutverki, en hann er kvæntur
japanskri konu, Yoko Arai Þórðar-
son.
Deila húfunum
Hið góða framtak sem fatasöfnun-
in á sínum tíma var snart Takeyoshi
Kidoura, forstjóra Mirai-skipa-
smíðastöðvarinnar í Kesennuma í
Japan. Frá Kidoura barst í sumar
nýtt siglingaljósamastur sem sett
var upp á varðskipinu Óðni, en fyrr-
nefndur Egill Þórðarson er einn af
hollvinum skipsins.
Á dögunum komu frá Japan hand-
prjónaðar húfur, prjónaðar af kon-
um sem tóku sig saman eftir hamfar-
irnar 2011 og prjónuðu og seldu
ullarflíkur. Húfurnar tólf keypti
Kidoura forstjóri til að gefa hollvin-
um Óðins sem vinarvott til viðbótar
við mastrið góða.
„Okkur Óðinsmönnum fannst rétt
að deila húfunum með konunum sem
stóðu að söfnuninni 2011. Rétt að
þær viti að hugsað er með þakklæti
og hlýhug til þeirra af þeim sem áttu
um sárt að binda í Japan,“ segir
Egill Þórðarson. sbs@mbl.is
Þakkir frá Japan
- Fánar og húfur - Íslendingar hjálp-
uðu 2011- Góð sending frá Kesennuma
Tengsl Japanskar konur á Íslandi
með fánana góðu frá heimalandinu.