Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
auka framboð sitt á hjólum á næst-
unni, segir hann inntur eftir því.
„Við gætum lent í álíka stöðu aftur
í kringum áramótin og í byrjun
næsta árs því framleiðendur hafa
boðað minna framboð af hjólum þar
til í júní á næsta ári.“
Ýmsir þættir hafa áhrif á eftir-
spurn eftir bifhjólum hér á landi, svo
sem gengi krónunnar og veðurfar,
að sögn Karls. Í heimsfaraldrinum
hafi árferði þó verið óvenjulegt og
fólk eytt meiri peningum innanlands.
„Okkar áskynjan er klárlega sú að
fólk sé bara frekar heima að leika
sér í nærumhverfinu og salan hafi
þess vegna aukist. Fólk er minna að
ferðast og þá frekar að kaupa sér ný
hjól eða taka mótorhjólapróf, leyfa
sér eitthvað meira innanlands.“
Bifhjólaframleiðendur hafa boðað
verðhækkanir á sínum vörum frá
fyrsta ársfjórðungi, að sögn Karls.
Spurður segist hann ekki eiga von
á að verðhækkanir muni hafa merkj-
anleg áhrif á verðlagningu og sölu á
hjólum hér á landi. „Viss hjól hjá
KTM eru framleidd í Indlandi eða í
Asíu og verðið á þeim hefur tvisvar
hækkað á þessu ári; annars vegar
um 9% á öðrum ársfjórðungi og hins
vegar 7% á þriðja ársfjórðungi.
Þessar verðhækkanir eru beinar af-
leiðingar af gríðarlegri hækkun sem
hefur orðið á flutningskostnaði,“
segir hann. „Aðalsöluvaran okkar er
þó framleidd í Evrópu svo ég á ekki
von á að sjá neinar verulegar verð-
hækkanir á þeirri vöru. Við sjáum
fram á í mesta lagi 2-5% hækkun á
henni.“
Sveiflukenndur bransi
Líklegra er að eftirspurn eftir bif-
hjólum fari minnkandi þegar fólk fer
að ferðast að nýju eftir faraldurinn,
að sögn Karls.
„Maður sér alveg að fólk hefur
uppsafnaða þörf fyrir að ferðast.
Mánaðamótin maí-júní var mikil já-
kvæðni í þjóðfélaginu og fólk farið
að huga að utanlandsferðum. Þá
fannst mér eftirspurnin eftir okkar
vörum minnka aðeins. Svo þegar
það varð uppsveifla í faraldrinum í
júlí jókst eftirspurnin aftur,“ segir
hann. „Mótorhjólamennska er jað-
arsport og þegar hagurinn er góður
er uppgangur hjá okkur en þegar á
bjátar kreppir mjög fljótt að hjá
okkur líka. Það fer rosalega eftir
hagsveiflunni hvernig bransinn er
hjá okkur, enda eru þetta ekki nauð-
synjavörur.“
Roksala á bifhjólum í ár
Ljósmynd/KTM á Íslandi
Bifhjól KTM 890 Adventure er mest selda bifhjólið hjá KTM á Íslandi.
- Eftirspurn eftir nýjum hjólum jókst í kófinu - Faraldurinn hefur haft neikvæð áhrif
á framboð - Færri fengu hjól en vildu - Framleiðendur hafa boðað verðhækkanir
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Vinsældir bifhjóla hafa aukist til
muna hér á landi undanfarin ár og
hefur salan á þeim haldist vel síðan
2019. Í kórónuveirufaraldrinum hafa
bifhjólaframleiðendur þó átt undir
högg að sækja og þeim gengið erf-
iðlega að anna eftirspurn. Þetta seg-
ir Karl Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri KTM-umboðsins.
KTM-umboðið er með tæplega 50%
markaðshlutdeild í sölu á mótor- og
torfæruhjólum á Íslandi.
Löng bið eftir nýjum hjólum
„Salan síðastliðin tvö ár hefur ver-
ið mjög góð en hún hefur svolítið
einkennst af því að framboðið frá
framleiðendum hefur verið minna en
eftirspurnin. Það sem af er ári höf-
um við selt tæplega hundrað bif- og
torfæruhjól en hefðum getað af-
greitt 150 hjól hefðum við fengið þau
frá framleiðendum. Við áttum ansi
góðan lager um áramót af nýjum
hjólum en ástandið hefur verið mjög
slæmt undanfarið. Viðskiptavinir
eru búnir að vera á biðlista eftir
hjólum meira og minna síðan í lok
maí,“ segir Karl. Umboðið á þó von á
stórri sendingu í lok september sem
Karl segir koma til með að „taka
kúfinn“ ofan af biðlistanum. Ekki er
þó útlit fyrir að framleiðendur nái að
6. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.84
Sterlingspund 175.44
Kanadadalur 101.19
Dönsk króna 20.253
Norsk króna 14.661
Sænsk króna 14.807
Svissn. franki 138.65
Japanskt jen 1.1536
SDR 180.95
Evra 150.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.6424
« Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur
skráð Nasdaq First North-markaðinn á
Íslandi sem vaxtarmarkað lítilla og
meðalstórra fyrirtækja (e. SME growth
market).
Í tilkynningu segir að það sé ný teg-
und af markaðstorgi sem komið hafi til
sögunnar með MiFID II-Evrópu-
regluverkinu. Hafa þessar reglur þegar
tekið gildi á öðrum mörkuðum Nasdaq
á Norðurlöndunum.
„Flest fyrirtæki hér á Íslandi sem og
annars staðar í Evrópu flokkast sem
smá og meðalstór fyrirtæki en þau eru
hvað mikilvægust fyrir vöxt og atvinnu-
sköpun í hverju samfélagi fyrir sig,“
segir Magnús Harðarson, forstjóri Nas-
daq Iceland, í tilkynningunni.
Magnús segir skráninguna mikilvæga
breytingu fyrir íslensk fyrirtæki sem
huga að vexti, þar sem nú sé búið að
sníða regluverkið betur að þörfum
þeirra og draga úr skriffinnsku, án þess
að það komi niður á fjárfestavernd.
„Þetta er því mjög jákvætt skref í átt að
betra fjármögnunarumhverfi fyrir slík
fyrirtæki og við erum þess fullviss að
þetta geri markaðinn að enn betri vett-
vangi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að
afla fjármagns og vaxa.“
Þá segir Magnús í tilkynningunni að
ESB hafi verið að stíga skref í þá átt að
gera skráningu á almenningsmarkaði
meira aðlaðandi fyrir lítil og meðalstór
fyrirtæki, með vísan til þeirra jákvæðu
áhrifa sem fylgja því að fleiri vaxtarfyr-
irtæki noti hlutabréfamarkaði til að
sækja sér fjármagn. Vaxtarmarkaðir
séu ein varða á þeirri vegferð.
Nasdaq First North
skráður sem
vaxtarmarkaður
Viðskipti Breytingin er skref í átt að
betra fjármögnunarumhverfi.
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alcoa-Fjarðaál mun skila hagnaði í
ár en tapið nam samtals um 16,7
milljörðum árin 2019 og 2020, miðað
við núverandi gengi. Álverð hefur
hækkað um 45% í ár og er nú um tvö-
falt hærra en það var lægst í fyrra.
Tor Arne Berg, forstjóri Alcoa-
Fjarðaáls, segir hins vegar lítið hafa
breyst í rekstrinum hjá Fjarðaáli
þrátt fyrir að verð á áli hafi hækkað.
„Það er lítið svigrúm í starfsemi
álvers að eiga við framleiðslumagn
eftir því hvert markaðsvirðið er,
hvort sem sveifl-
urnar eru upp á
við eða niður. Við
fögnum þessari
breyttu stöðu
sem er uppi núna
en öll okkar orka
hefur upp á síð-
kastið farið í að
viðhalda stöðug-
leika í framleiðslu
eftir óvenju hlýtt
sumar og tryggja að vörurnar okkar
skili sér á markað í Evrópu í þeim
gæðum sem viðskiptavinir okkar
þurfa,“ segir Berg. Krefjandi sé að
starfa í álveri þegar heitt er í veðri.
Spurður um áhrif hærra álverðs á af-
komuna kvaðst hann ekki geta tjáð
sig um það á þessu stigi.
Umhverfið nú afar hagfellt
„Það er þó óhætt að segja að ef ál-
ver getur ekki skilað góðri afkomu í
þessu markaðsumhverfi þá er ekki
um mjög lífvænlegan rekstur að
ræða,“ sagði Berg.
Loks sagði hann aðspurður að
stærstur hluti viðskiptanna færi
fram í öðrum gjaldmiðlum en krónu
og því hefði veiking krónu óveruleg
áhrif á lokaniðurstöðuna.
Fjarðaál skilar aftur hagnaði
- Umskipti í rekstrinum eftir tæplega 17 milljarða króna tap árin 2019 og 2020
Morgunblaðið/ÞÖK
Alcoa-Fjarðaál Reksturinn er á
uppleið eftir að álverðið hækkaði.
Tor Arne
Berg