Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 13

Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI Nýr borgarstjóri Kabúl í Afganist- an, Hamdullah Nomany, hefur fyr- irskipað að allir kvenkyns borgar- starfsmenn haldi sig heima, að þeim undanskildum er sinna störfum sem karlmenn geta ekki sinnt. Eftir að talíbanar tóku yfir höfuð- borgina í ágúst hafa ýmis kvenrétt- indi verið lögð til hliðar í samræmi við bókstafstúlkun talíbana á ísl- ömsku sjaríalögunum svonefndu. Þá hafa talíbanar lokað kvenna- málaráðuneyti landsins og sett á fót nýja stofnun í þess stað, sem hefur að markmiði að trúarlegum gildum sé fylgt í landinu. Skólahald hófst í grunnskólum landsins um helgina en einungis karlkyns nemendum og kennurum var heimilt að mæta. Talíbanar hafa þá gefið út að þeir hugi að opnun grunnskóla fyrir stúlkur. Mótmæli fyrir utan kvennamálaráðuneytið Alls um þriðjungur borgarstarfs- manna Kabúl er kvenkyns en borg- arstjórinn hefur lýst því yfir að ein- hverjar konur muni enn geta sinnt störfum á vegum hins opinbera: „Til dæmis geta konur unnið á kvennaklósettum í borginni, þar sem körlum er meinaður aðgangur,“ hef- ur fréttastofa BBC eftir honum. „En karlmenn munu ganga í þær stöður kvenna sem þeir geta sinnt þar til greitt verður úr aðstæðum,“ sagði hann. Fámenn mótmæli fyrir utan kvennamálaráðuneytið fóru fram í gær, þar sem áformum stjórnvalda var mótmælt. veronika@mbl.is AFP Kabúl Áformunum var mótmælt fyrir utan kvennamálaráðuneytið. Konum sagt að halda sig heima - Kvenréttindi lögð til hliðar í Kabúl Borgarstjóri Jó- hannesarborgar, Jolidee Matongo, lést í bílslysi í gær, 46 ára að aldri. Bifreið Mat- ongos lenti á annarri bifreið sem þurfti að nauðhemla vegna vegfaranda sem sagður er hafa hlaupið út á götu, með þeim af- leiðingum að vegfarandinn og öku- maður hinnar bifreiðarinnar létu lífið en lífverðir Matongos voru fluttir á sjúkrahús. Cyril Ramaphosa, forseti Suður- Afríku, hefur vottað aðstandendum og borgarbúum samúð sína. Matongo, sem var ættaður frá Simbabve, barðist gegn aðskiln- aðarstefnunni sem ríkti í Suður- Afríku frá þrettán ára aldri. Hann varð síðar þingmaður fyrir hönd afríska þjóðarráðsins. SUÐUR-AFRÍKA Borgarstjóri Jóhann- esarborgar látinn Jolidee Matongo Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, vísar því á bug að Ástralía hafi gengið á bak orða sinna þegar stjórnvöld hættu við að festa kaup á kafbátum frá Frakklandi fyrir milljarða dala, í ljósi nýs öryggissáttmála við Bandaríkin og Bretland, sem hefur verið nefndur Aukus-sáttmálinn. Frönsk stjórnvöld telja Aukus- sáttmálann hafa leitt til alvarlegrar kreppu milli bandamannanna en samkvæmt honum mun Ástralía fá tæknibúnað til að byggja kjarn- orkuknúna kafbáta sem leið til að vinna gegn áhrifum Kína á spennu- svæði í Suður-Kínahafi. Þá mun Emmanuel Macron Frakklands- forseti funda með Joe Biden Banda- ríkjaforseta um Aukus-bandalagið bráðlega. ÁSTRALÍA Ástralía tekur til varnar vegna Aukus Scott Morrison Veronika S. Magnúsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Oddur Þórðarson Eldgos hófst á eyjunni La Palma, einni Kanaríeyja, á þriðja tímanum í gær en mörg þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna viku. Gossvæðið er í návígi við íbúabyggð og var hraun þegar tekið að flæða yfir vegi eyjunnar í gær. Mikill gos- mökkur steig til himna klukkan kort- er yfir þrjú um miðjan dag í gær þegar gosið hófst í þjóðgarðinum Cumbre Island á suðurhluta eyjar- innar en rétt áður en gosið hófst höfðu stjórnvöld í La Palma komið fjörutíu manns með skerta hreyfi- getu, sem bjuggu í nágrenni við gos- svæðið, í öruggt skjól. Forseti Kanaríeyja, Angel Victor Torres, sagði á blaðamannafundi í gær að fimm þúsund manns hefðu þurft að yfirgefa heimili sín vegna gossins en engum orðið meint af. Herinn aðstoðar við rýmingu Herinn var þá fenginn til að aðstoða við rýmingu á svæðinu að sögn varnarmálaráðuneytisins á Kanaríeyjum og er von á því að nær- liggjandi bæir verði rýmdir í fram- haldinu. Áður en gosið hófst hafði mikil skjálftahrina riðið yfir svæðið og mældist stærsti skjálftinn 3,8 stig samkvæmt Jarðvísindastofnuninni á Spáni. Fyrsta eldgosið á La Palma varð árið 1430 en síðast gaus þar 1971 og lést þá einn við ljósmyndun á svæðinu. Fjölmörg hús á svæðinu hafa þeg- ar orðið hrauni að bráð. Hefur ekki áhrif á áætlunarflug Eldgosið hefur ekki áhrif á flug- áætlun Icelandair eins og stendur en flugfélagið, sem er með reglulegar flugferðir til Tenerife, fylgist þó grannt með gosinu. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við mbl.is í gær að óhjákvæmilegt væri að hraun flæddi yfir íbúabyggð þar og bætti við að mögulega gæti aukin hætta skapast ef miklir skógareldar bryt- ust út vegna gossins. Þegar mbl.is ræddi við hann var hann staddur ofarlega í byggðinni á La Palma og gat séð gosmökk leggja upp úr fjalls- hlíð á eyjunni, sem er nokkuð dreif- býl. Ekki hefur enn komið til rým- ingar þar sem Þórarinn býr og sagði hann Íslendinga á svæðinu nokkuð rólega í ljósi aðstæðna. Enginn hefur hingað til leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneyt- isins vegna eldgossins að því er Sveinn H. Guðmarsson, upplýsinga- fulltrúi ráðuneytisins, staðfesti við mbl.is í gær. Hann segir gosið virð- ast í minna lagi og aðdragandi þess nokkuð langur og þess vegna hafi flestir getað komið sér í burtu í tæka tíð en auk þess séu fremur fáir Ís- lendingar búsettir á La Palma í sam- anburði við aðrar eyjar í klasanum. Eldgos hafið í La Palma - Hraun flæðir yfir vegi og fjölmörg hús þegar orðið eldgosinu að bráð - Enginn leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis - Fimm þúsund yfirgefa heimili sín Rýming Þegar hafa 5.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna gossins, sem hófst um þrjúleytið í gær. AFP Gos Hraun er þegar tekið að flæða yfir íbúabyggð á La Palma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.