Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 SMARTLAND SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 28. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt Smartlandsblað föstudaginn 1. október. Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. 1. OKT. 40 ÁRA Gunnhildur fæddist á Hvamms- tanga og ólst upp í Reykjavík og Mos- fellsbæ. Hún er með BA-próf í sagnfræði og meistarapróf í kynjafræði og kennararétt- indi, allt frá HÍ. Gunnhildur er kennari í Réttarholtsskóla og kennir samfélags- greinar. Gunnhildur hefur áhuga á þjóðfélags- málum, hannyrðum og útivist og hreyfingu. „Jafnréttismálin brenna á mér í víðum skiln- ingi, bæði kynjajafnréttisbarátta og barátta fatlaðs fólks fyrir mannréttindum, en ég á fatlaða dóttur. Hundauppeldi er líka áhuga- mál hjá mér og eigum við 12 vikna border collie-hvolp sem heitir Flóki.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Gunnhildar er Einar Björn Magnússon, f. 1981, íslenskufræðingur og kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Börn þeirra eru Úlfhildur, f. 2004, Grímur, f. 2006, og Steindór, f. 2010. Foreldrar Gunnhildar eru Steinunn Björk Eggertsdóttir, f. 1960, vörustjóri veitinga hjá N1, búsett í Kópavogi, og Sigurhans Karlsson, f. 1960, smiður og vinnur við mælingar hjá Byggiðn. Kona Sigurhans er Þórey Jónsdóttir. Þau eru bú- sett í Kópavogi. Gunnhildur Sigurhansdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum. 20. apríl - 20. maí + Naut Hláturinn lengir lífið, á því leikur enginn vafi. Farðu til læknis ef þú ert ekki sátt/ur við heilsufarið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ættir að ganga úr skugga um heilindi fólks áður en þú trúir því fyrir einhverju sem þú vilt ekki að fari lengra. Taktu hugmyndum annarra með opnum huga. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Eitthvað mun hugsanlega koma þér á óvart á heimilinu eða innan fjöl- skyldunnar í dag. Barnalán er það besta. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ef þú ert óörugg/ur um stöðu mála skaltu gefa þér tíma til að endurskoða þau. Gott ástarsamband er ekki byggt á sandi. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur haft í mörgu að snúast og þarft eiginlega að læra að annast þig betur. Vinur kemur í neyð og þú getur hjálpað. 23. sept. - 22. okt. k Vog Notaðu daginn til þess að gera lang- tímaáætlanir tengdar börnum. Þú ferð í boð þar sem þú hittir áhugaverða per- sónu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú virðist ekki ráða við að- stæður lengur, en það er enn tími til að snúa hlutunum við. Hafðu í huga að ekki er allt gull sem glóir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Fylgstu náið með heilsufarinu svo þú sért undir það búin/n að mæta áskorunum vikunnar. Láttu fjölskylduna hafa forgang. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Einhver þér náinn er að reyna að ná athygli þinni en þú gefur viðkom- andi engan gaum. Gerðu þér dagamun. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Sestu niður með þeim sem þú elskar og ræddu málin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Á þessu stigi lífsins áttar þú þig á því hvað gengur upp og hvað ekki. Reyndu að finna þér stund í einrúmi svo þú getir slakað á. móður Jóhönnu og Maríu systur hennar í byggingu veitingahússins í Nauthólsvík og ráku það saman í nokkur ár. umfjöllunar um landbúnaðarmál. Um tíma starfaði hann á byggingardeild borgarverkfræðings. Árið 1999 réð- ust Jóhanna og Óskar ásamt Siggu Ó skar Bergsson fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1961 en foreldrar hans voru þá búsettir í Bogahlíð 14, en Bogahlíð 12-18 var byggð af húsnæðis- samvinnufélagi ungra framsóknar- manna í Reykjavík. Seinna byggðu Bergur og Björg sér hús við Glæsibæ 19, á hluta af sumarbústaðarlóð for- eldra Bergs, sem vék fyrir íbúða- byggðinni. „Þá var Árbæjarhverfið í byggingu og nýi og gamli tíminn tókust á,“ segir Óskar. „Byggðamynstrið samanstóð af gamla Árbænum þar sem nú er safn, gömlum sumarhúsum með hesta-, kinda- og kartöflukofum, og fjöldanum öllum af nýbyggingum. Mæðurnar flestar heimavinnandi og aragrúi af börnum sem mest léku sér úti. Leiksvæðin voru hálfbyggð hús, fisktrönur á Ártúnsholti og áin. Áin hafði mikið aðdráttarafl og auðvelt var að ná sér í afgangsbyggingarefni til að smíða fleka og sigla um ána í mikilli óþökk foreldranna sem horfðu á ósynd börnin leika sér að hættunni. Víða voru beitarhólf fyrir hesta og auðvelt að stelast á bak ef snæris- spotti var í vasanum. Aðalsamkomu- hús hverfisins var kofi KFUM og K á horni Hlaðbæjar og Rofabæjar.“ Óskar ólst líka upp á Kleppsveg- inum og í Breiðholtinu. Eftir grunn- skóla hóf hann nám í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík, eftir námssamning hjá Kristni Sveinssyni byggingarmeistara. Eftir sveinspróf var Óskar virkur í starfi Trésmiðafélags Reykjavíkur og starfaði þar í trúnaðarmannaráði og varastjórn. Framhaldið í félags- málum var á vettvangi borgar- stjórnar Reykjavíkur, fyrst með Reykjavíkurlistanum og seinna sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Óskar starfaði fyrst í nefndarstörfum, var varaborgarfulltrúi, formaður bygg- ingarnefndar Reykjavíkur, seinna borgarfulltrúi og formaður borgar- ráðs. Óskar var formaður skipulags- nefndar miðhálendis frá 1999-2010. Óskar var blaðamaður á Tímanum 1993-1995 sem þingfréttaritari auk Óskar lauk meistaraprófi í húsa- smíði 1987, diplómu í rekstrarfræði frá HR 2006, löggildingu fast- eignasala 2017 og starfar nú sem framkvæmdastjóri og eigandi Eigna- borgar. Sveitin og náttúran toga fast í Ósk- ar og áhugamálin tengjast því fyrst og fremst. „Á eftir fjölskyldunni er hestamennska og ferðalög um landið aðaláhugamálið. Nýjasta „dellan“ er söfnun íslenskra lækningajurta og tilraunir með þær. Brids, skák, saga og stjórnmál eru líka í miklum met- um.“ Fjölskylda Eiginkona Óskars er Jóhanna Björnsdóttir, f. 19.9. 1958, grunn- skólakennari. Þau eru búsett í Selja- hverfi í Reykjavík. Foreldrar Jó- hönnu voru hjónin Sigríður Jóhanns- dóttir, hannyrðakona og leiðsögu- maður, f. 8.3. 1923 á Búðum í Fáskrúðsfirði, S-Múl, d. 21.12. 2019 í Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali – 60 ára Borgarfulltrúinn Við myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í ágúst 2008. Sveitin og náttúran toga fast Hjónin Óskar og Jóhanna um sumarnótt á Fossi á Rangárvöllum. Til hamingju með daginn Njarðvík Karítas Helga Hafþórsdóttir fæddist 25. október 2020 í Keflavík. Hún vó 4.200 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Hafþór Ægir Vil- hjálmsson og Margrét Lára Harðar- dóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.