Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 26

Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 26
FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Víkingur úr Reykjavík er einu skrefi frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í knattspyrnu í karlaflokki í 30 ár eftir dramatískan sigur á KR, 2:1, í Frostaskjóli í gærkvöldi. Víkingi nægir að sigra Leikni úr Reykjavík á heimavelli í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Víkingar fóru erfiðu leiðina í gær- kvöldi því Kjartan Henry Finn- bogason kom KR yfir strax á níundu mínútu. Atli Barkarson jafnaði á 16. mínútu með stórglæsilegu marki og varamaðurinn Helgi Guðjónsson skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Dramatíkin var hins vegar rétt að byrja því KR fékk víti í uppbótar- tíma. Kjartan Henry fékk beint rautt spjald þegar sauð upp úr í kjöl- farið og þeir Þórður Ingason, vara- markvörður Víkinga, og markvarð- arþjálfarinn Hajrudin Cardaklija fengu einnig rautt spjald. Þegar loks tókst að róa leikmenn og þjálfara fór Pálmi Rafn Pálmason á punktinn en Ingvar Jónsson varði glæsilega, í sínum 100. úrvalsdeildarleik hér á landi, og tryggði Víkingi dísætan sigur. „Það ætlaði síðan allt að sjóða upp úr í uppbótartíma þegar brot virtist eiga sér stað í vítateig Víkinga. Dómari virtist byrja á að dæma hornspyrnu en sá dómur endaði í vítaspyrnu. Mikill ágreiningur átti sér stað milli leikmanna meðan á þessu stóð og virtust hnefar fara á loft,“ skrifaði Hólmfríður María Ragnhildardóttir m.a. um leikinn á mbl.is. Árna brást bogalistin Breiðabliki hefði nægt jafntefli á útivelli gegn FH til að vera í topp- sætinu og í góðum málum fyrir loka- umferðina. Pétur Viðarsson skoraði hins vegar sigurmark FH á 38. mín- útu í 1:0-sigri Hafnarfjarðarliðsins. Árni Vilhjálmsson fékk kjörið tækifæri til að jafna fyrir Breiðablik á 77. mínútu en hann skaut hátt yfir úr vítaspyrnu sem hann hafði náð í sjálfur. Breiðablik fékk fleiri góð færi en tókst ekki að koma boltanum fram hjá Atla Gunnari Guðmunds- syni sem varði mark FH í fjarveru Gunnars Nielsen. Breiðablik verður nú að vinna granna sína í HK í lokaumferðinni og treysta á að Víkingar misstígi sig á síðustu hindrun gegn Leikni úr Reykjavík. „Breiðablik náði ekki nema á köfl- um upp sínu leiftrandi spili en FH- ingar útfærðu sína leikaðferð nánast fullkomlega þar sem þeim tókst að loka á Kópavogsliðið á löngum köfl- um, nokkuð sem engu liði hefur tek- ist í margar vikur,“ skrifaði Víðir Sigurðsson m.a. um leikinn á mbl.is. KA fór illa með meistarana KA vann 4:1-stórsigur á útivelli gegn Íslandsmeisturum Vals. Vals- menn hafa verið í frjálsu falli síðustu vikur og tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá KA og eru norðan- menn komnir í kjörstöðu í barátt- unni um þriðja sætið. KA gulltryggir þriðja sætið og mögulegan þátt- tökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð með sigri á FH í lokaumferð- inni. „Valsmenn voru þá nýbúnir að klúðra tveimur dauðafærum þegar Nökkvi Þeyr kom inn á sem vara- maður. Því var það sem blaut tuska í andlit heimamanna þegar hann skoraði nánast um leið,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is. ÍA upp úr fallsæti ÍA fór upp úr fallsæti í fyrsta skipti í nokkurn tíma er liðið fór illa með Fylki á heimavelli í miklum botnslag, 5:0. Margir spekingar voru búnir að dæma ÍA niður í 1. deild fyrir nokkrum vikum, en tveir sigrar í röð hafa gert það að verkum að Skagamenn eru komnir upp úr fall- sæti. Örlögin eru ekki alveg í hönd- um ÍA, því liðið verður að treysta á að HK vinni ekki tvo síðustu leiki sína til að halda sæti sínu í deildinni. HK á leik til góða gegn Stjörnunni í kvöld og sendir ÍA aftur í fallsæti með sigri. Fylkir þarf að vinna Val í lokaumferðinni og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að bjarga sér. Mikilvægur sigur Keflavíkur Keflavík vann mikilvægan 1:0- útisigur á Leikni. Með sigrinum fór Keflavík upp í 21 stig. Tapi HK fyrir Stjörnunni í kvöld er Keflavík örugg með sætið sitt í deildinni að ári. Ástralski markahrókurinn Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur en hann hefur sannarlega verið betri en enginn í sumar. Víkingur í kjörstöðu fyrir lokaumferðina - Víkingar á toppinn eftir ótrúlega dramatík - Dýrkeypt tap Breiðabliks Morgunblaði/Arnþór Birkisson Toppsætið Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason sækir að Theódóri Elm- ari Bjarnasyni í leik Víkings og KR í gær. Víkingur er kominn á toppinn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Pepsi Max-deild karla Leiknir R. – Keflavík ............................... 0:1 ÍA – Fylkir ................................................ 5:0 FH – Breiðablik........................................ 1:0 KR – Víkingur R. ..................................... 1:2 Valur – KA ................................................ 1:4 Staðan: Víkingur R. 21 13 6 2 36:21 45 Breiðablik 21 14 2 5 52:21 44 KA 21 12 3 6 34:18 39 KR 21 11 5 5 33:19 38 Valur 21 11 3 7 31:26 36 FH 21 9 5 7 37:24 32 Stjarnan 20 6 4 10 24:33 22 Leiknir R. 21 6 4 11 18:30 22 Keflavík 21 6 3 12 21:35 21 ÍA 21 5 3 13 26:42 18 HK 20 4 5 11 20:36 17 Fylkir 21 3 7 11 18:45 16 Lengjudeild karla Fram – Afturelding.................................. 6:1 Grindavík – Víkingur Ó. .......................... 2:4 Selfoss – Fjölnir ....................................... 0:1 Þróttur R. – Þór........................................ 2:3 ÍBV – Vestri .............................................. 1:2 Staðan: Fram 22 18 4 0 58:17 58 ÍBV 21 14 2 5 40:20 44 Fjölnir 22 13 3 6 38:21 42 Kórdrengir 21 11 5 5 36:25 38 Grótta 21 11 2 8 50:37 35 Vestri 21 11 2 8 35:36 35 Grindavík 22 7 5 10 38:45 26 Selfoss 22 7 3 12 35:44 24 Þór 22 6 5 11 33:37 23 Afturelding 22 6 5 11 37:54 23 Þróttur R. 22 4 2 16 39:53 14 Víkingur Ó. 22 2 2 18 28:78 8 2. deild karla Fjarðabyggð – Leiknir F......................... 0:3 Haukar – KF............................................. 2:2 KV – Þróttur V. ........................................ 2:0 Magni – Kári ............................................. 3:1 Njarðvík – Völsungur .............................. 0:1 ÍR – Reynir S............................................ 4:3 Lokastaðan: Þróttur V. 22 12 6 4 43:22 42 KV 22 12 5 5 40:29 41 Völsungur 22 12 4 6 44:35 40 Magni 22 10 7 5 45:36 37 KF 22 10 5 7 42:33 35 Njarðvík 22 8 8 6 45:29 32 Reynir S. 22 9 5 8 49:45 32 ÍR 22 8 7 7 40:36 31 Haukar 22 8 5 9 46:41 29 Leiknir F. 22 7 3 12 31:45 24 Fjarðabyggð 22 2 5 15 17:62 11 Kári 22 1 6 15 27:56 9 3. deild karla Einherji – Víðir......................................... 0:0 Elliði – ÍH.................................................. 1:2 Höttur/Huginn – Ægir ............................ 1:2 KFG – Sindri............................................. 4:2 KFS – Tindastóll ...................................... 4:3 Lokastaðan: Höttur/Huginn 22 13 3 6 38:28 42 Ægir 22 12 5 5 42:29 41 KFG 22 11 8 3 37:24 41 Sindri 22 11 3 8 44:34 36 Elliði 22 11 1 10 46:38 34 KFS 22 11 1 10 38:47 34 Dalvík/Reynir 22 8 5 9 37:31 29 Víðir 22 7 8 7 31:34 29 Augnablik 22 7 5 10 38:43 26 ÍH 22 5 5 12 35:48 20 Einherji 22 6 2 14 36:51 20 Tindastóll 22 4 6 12 39:54 18 England C-deild: Doncaster – Morecambe......................... 1:0 - Jökull Andrésson lék allan leikinn í marki Morecambe. Holland Heracles – AZ Alkmaar .......................... 3:2 - Albert Guðmundsson lék fyrstu 86 mín- úturnar með AZ Alkmaar og skoraði. Danmörk Köbenhavn – Midtjylland ....................... 0:1 - Ísak B. Jóhannesson kom inn á á 68. mínútu hjá Köbenhavn og Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður. Há- kon Arnar Haraldsson var ekki í hópnum. - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll- and. SönderjyskE – Bröndby.......................... 1:0 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á í uppbótartíma hjá SönderjyskE. Lettland Bikarkeppnin, undanúrslit RFS – Riga....................................... (frl.) 1:3 - Axel Óskar Andrésson kom inn á sem varamaður á 106. mínútu hjá Riga. Tyrkland Adana Demirspor – Rizespor................. 3:1 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Adana Demirspor og skoraði. Bandaríkin Cincinnati – New York City ................... 1:2 - Guðmundur Þórarinsson lék í 84 mín- útur með New York og lagði upp mark. Noregur B-deild: Åsane – Aalesund .................................... 1:6 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund og skoraði. 50$99(/:+0$ sagður á förum frá þýska félaginu. Melsungen hefur ekkert staðfest í þeim efnum en staðarmiðillinn HNA greinir frá. Í frétt miðilsins er einnig greint frá því að Svíinn Ro- bert Hedin taki við Melsungen af Guð- mundi. Guðmundur tók við Melsungen í mars á síðasta ári og fór með liðið í bikarúrslit í vor þar sem liðið tapaði fyrir Lemgo. _ Real Madrid skaust upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Valencia í gærkvöldi. Hugo Duro kom Valencia yfir á 66. mínútu en Viníc- ius Júnior jafnaði metin á 86. mín- útu. Aðeins tveim- ur mínútum síðar skoraði Karim Benzema sigur- markið. Real er með 13 stig, tveimur stigum á undan Atlético Madrid. _ Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er kominn aftur á gjörgæslu á Al- bert Einstein-spítalanum í São Paulo í heimalandinu. Pelé var útskrifaður af spítalanum á dögunum eftir skurð- aðgerð vegna æxlis í ristli. Hinn átt- ræði Pelé hefur hins vegar verið lagð- ur inn á nýjan leik vegna öndunarerfiðleika. Pelé, sem varð heimsmeistari með Brasilíu 1958, 1962 og 1970, greindi frá á samfélags- miðlum um helgina að hann væri á batavegi. _ Norðmanninum Åge Hareide bauðst að taka við íslenska karla- landsliðinu í fótbolta á síðasta ári. Hareide greindi frá í viðtali við Aften- posten. Hareide fékk boðið eftir að Svíinn Erik Hamrén lét af störfum í nóvember á síðasta ári. Að lokum var Arnar Þór Viðarsson ráðinn í starfið, sem hann gegnir enn. Hareide var áður landsliðsþjálfari Dana og Norð- manna en stýrir nú norska liðinu Ros- enborg. Hann var nýkominn til Rosen- borg þegar tilboðið frá Knattspyrnu- sambandi Íslands barst. Eitt ogannað _ Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta mátti þola 0:2-tap gegn Frakklandi í öðrum leik sínum í und- ankeppni Evrópumótsins. Louna Riba- deira, leikmaður París FC, skoraði bæði mörk Frakka. Fyrra markið kom á 38. mínútu og seinna markið á 48. mínútu. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð í fyrsta leik og er því án stiga eftir tvo leiki. _ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta og þjálfari Melsungen í Þýskalandi, er 26 ÍÞRÓTTIR KR – VÍKINGUR R. 1:2 1:0 Kjartan Henry Finnbogason 9. 1:1 Atli Barkarson 16. 1:2 Helgi Guðjónsson 87. M Kjartan Henry Finnbogason (KR) Theódór Elmar Bjarnason (KR) Kristinn Jónsson (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR) Ingvar Jónsson (Víkingi) Pablo Punyed (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Kári Árnason (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Helgi Guðjónsson (Víkingi) Rautt spjald: Kjartan Henry Finnboga- son (KR) 90., Þórður Ingason (Víkingi) 90. Hajrudin Cardaklija (Víkingi/aðstoð- arþjálfari) 90. Dómari: Þorvaldur Árnason – 7. Áhorfendur: 1202. VALUR – KA 1:4 1:0 Birkir Már Sævarsson 6. 1:1 Sebastiaan Brebels 25. 1:2 Nökkvi Þeyr Þórisson 63. 1:3 Sebastiaan Brebels 76. 1:4 Elfar Árni Aðalsteinsson 81. MM Mark Gundelach (KA) M Birkir Heimisson (Val) Birkir Már Sævarsson (Val) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Sebastiaan Brebels (KA) Steinþór Már Auðunsson (KA) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: 423. ÍA – FYLKIR 5:0 1:0 Steinar Þorsteinsson 13.(v) 2:0 Hákon Ingi Jónsson 50. 3:0 Jón Gísli Eyland 76. 4:0 Ingi Þór Sigurðsson 84. 5:0 Eyþór Aron Wöhler 90. M Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Alexander Davey (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Dagur Dan Þórhallsson (Fylki) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Rautt spjald: Þórður Gunnar Hafþórs- son (Fylki) 12. Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 9. Áhorfendur: 776. FH – BREIÐABLIK 1:0 1:0 Pétur Viðarsson 38. MM Pétur Viðarsson (FH) M Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Atli Gunnar Guðmundsson (FH) Alexander H. Sigurðarson (Breiðab.) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Damir Muminovic (Breiðabliki) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7. Áhorfendur: 1.369. LEIKNIR R. – KEFLAVÍK 0:1 0:1 Joey Gibbs 23. M Emil Berger (Leikni) Manga Escobar (Leikni) Jón Hrafn Barkarson (Leikni) Hjalti Sigurðsson (Leikni) Joey Gibbs (Keflavík) Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Nacho Heras (Keflavík) Ástbjörn Þórðarson (Keflavík) Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 5. Áhorfendur: Um 300. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.