Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
Árangur landgræðsluflugsins
Við upphaf landgræðsluflugsins
var ástand gróðurs og jarðvegs
landsins víða mjög slæmt eins og
áður er vikið að. Heimalönd og
afréttir, sérstaklega á eldfjalla-
svæðunum, eru hart leikin af ofbeit
og gróður-
eyðingu.
Uppblástur
var víða í
algleymingi og
moldrok og
sandfok byrgðu
mönnum fjalla-
sýn á vorin og
síðsumars.
Verkefnin við endurheimt land-
kosta voru því nær óþrjótandi um
miðja síðustu öld.
Á þessum árum var þó verið að
byggja upp rekstur stórbús í Gunn-
arsholti á landi sem áður var sand-
auðn. Jörðin fór í eyði árið 1925
sökum gróðureyðingar og sandfoks.
Þá var hvergi nokkurs staðar
stingandi strá á landi jarðarinnar.
Eftir að Sandgræðsla Íslands eign-
aðist jörðina ári síðar voru smátt
og smátt byggð húsakynni og bú-
rekstur hófst að nýju.
Frá 1965 til 1980 var þar rekið
stærsta bú sem nokkurn tíma hefur
verið á Íslandi og allt á landi sem
var svo skömmu áður auðnin ein.
Það kom sér því vel að fá afkasta-
miklar flugvélar til að bera tilbúinn
áburð á túnin. Landgræðsluverk-
efnin vógu þó alltaf þyngst í verk-
efnum flugvélanna en fyrst á vorin
voru flugvélar notaðar til áburðar-
dreifingar á túnin í Gunnarsholti.
Það kom strax í ljós þegar farið
var að nota landgræðsluflugvél-
arnar sumarið 1958 að afköst við
uppgræðslustarfið jukust til muna.
Þá varð unnt að sá grasfræi og
bera tilbúinn áburð á svæði sem
voru erfiðari yfirferðar og voru á
þeim tíma ófær fyrir litlar dráttar-
vélar og áburðardreifara á hjólum.
Talið var að flugvélarnar væru
mun hagkvæmari kostur til að
dreifa áburði og grasfræi en þeirra
tíma dráttarvélar, enda miklu
afkastameiri. Þegar flugvélarnar
stækkuðu og burðargeta þeirra
jókst urðu þær langódýrasti dreif-
ingarmátinn vegna mikilla afkasta
og tiltölulega lítils rekstrarkostn-
aðar. Gæði dreifingar áburðar og
grasfræs með flugvélunum voru
mjög mikil og jöfn. Fræið bland-
aðist jafnt og vel við áburðinn, sem
var þýðingarmikið. Einnig var auð-
velt að stilla nákvæmlega magn
áburðar og grasfræs á hvern hekt-
ara lands. Yfirleitt spíraði grasfræ-
ið vel þó það væri ekki fellt niður í
jörðina eins og gert er t.d. í tún-
rækt. Flugvélarnar flugu mjög
nálægt jörðinni þegar þær voru að
dreifa og því var lítil hætta á að
grasfræið aðskildist frá áburðinum
þó einhver hliðarvindur væri. Það
var mjög þýðingarmikið því gras-
fræ á rýru landi á litla lífsmögu-
leika án áburðar. Það er því óhætt
að fullyrða að nýting landgræðslu-
flugvélanna til landgræðslu hér á
landi hafi markað tímamót í land-
græðslustarfinu.
Bændur út um allt land tóku þátt
í kostnaðinum við að dreifa áburði
á sína heimahaga og stundum
afrétti.
Það jók uppskeru heimalandanna
og ábornu svæðin drógu að sér
sauðfé, sem leiddi til minna beitar-
álags á aðliggjandi svæði sem oftar
en ekki voru röskuð af gróður-
eyðingu og þoldu illa beit.
Árangur af landgræðslustarfinu
má sjá víða um land, ekki aðeins í
Gunnarsholti heldur einnig víða um
land á landgræðslusvæðum. Þegar
víði- og birkikjarr var í nágrenni
mela og sanda á landgræðslu-
svæðum þá tóku fræ þeirra að
nema land á svæðunum þar sem
áburður og grasfræ hafði undirbúið
landið.
Þegar leið á níunda áratug síð-
ustu aldar fóru áherslur að breyt-
ast í landgræðslustarfinu. Vaxandi
áhersla var lögð á að fá bændur og
aðra umsjónarmenn landsins til liðs
við landgræðslustarfið. Þeir áttu
orðið öflugri dráttarvélar en áður
sem komust yfir torsóttara land og
tóku að sér æ fleiri verkefni í upp-
græðslu. Enn fremur var lögð
meiri áhersla á notkun melgresis til
að hefta sandfokið á mun stærri
sandfokssvæðum en áður, en
melfræið verður að herfa niður til
þess að það festi rætur. Þar með
dró úr landgræðslufluginu og verk-
efnin færðust til íbúa landsbyggð-
arinnar og stuðluðu að öflugri
búsetu víða um land.
Óþrjótandi
verkefni við
endurheimt
landkosta
Ljósmynd/Páll Halldórsson
Gosaska Ekkert var til sparað þegar askan var bundin með landgræðslu á Heimaey 1975. Hér er verið að dreifa áburði með Piper Pawnee, TF-TUN.
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Gróðurvin Á liðnum áratugum hefur Landgræðslan unnið þrotlaust starf við endurheimt landgæða í Mývatnssveit,
en þar hafði ágangur sandsins ógnað byggðinni. Þar komu landgræðsluflugvélarnar mikið við sögu.
Bókakafli | Bókin Landgræðsluflugið – Endur-
heimt landgæða, eftir þá Svein Runólfsson og
Pál Halldórsson, rekur sögu frumkvöðlastarfs
Landgræðslunnar og flugmanna hennar við
endurheimt landgæða á árunum 1958 til 1992.