Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
N
ý ljóðabók Hauks
Ingvarssonar, Menn
sem elska menn, skipt-
ist í þrjá hluta sem
hvern um sig mætti kalla
sjálfstæðan ljóðabálk. Hvað stílinn
varðar eru hlutarnir þrír allir
nokkuð svipaðir. Stök orð, stuttir
setningarhlutar og einstaka setn-
ingar mynda heilar hugsanir. Sömu
tákn og sömu minni koma fyrir aft-
ur innan hvers bálks fyrir sig.
Hvað efnistök varðar eru ljóða-
bálkarnir þrír hins vegar nokkuð
ólíkir, þótt vissan skyldleika megi
kannski finna, sé vel að gáð.
Sá fyrsti nefnist „Laumufarþeg-
ar“. Þar segir af ferðalagi ljóðmæl-
anda til Noregs þar sem ýmsir
laumufarþegar eru með í för.
Laumufarþegarnir eru rithöfundar
og listamenn úr arkívi norrænnar
menningar. Íslensku höfundarnir
Bragi Ólafsson og Steinar Bragi
koma við sögu, auk Norðmannanna
Edvards Munchs, Sigurds Hoels,
Karls Oves Knausgaards og Har-
alds Griegs. Ljóðið hverfist einna
helst um heimsóknir á norskt
bókasafn svo laumufarþegar sem
þessir eiga vel við. Þessar vísanir í
norrænt menningarlíf halda uppi
ljóðinu, sem er að öðru leyti nokk-
uð flatt. Þessi fyrsti ljóðabálkur
gerir safninu í heild raunar engan
greiða. Þeir tveir sem á eftir koma
eru langtum betri.
Í næsta ljóðabálki, titilljóðinu
„Menn sem elska menn“, kveður
við annan tón. Þar vinnur Haukur
með bréfaskriftir Fjölnismannanna
Jónasar Hallgrímssonar og Tóm-
asar Sæmundssonar. Í þeim bréf-
um kemur fram að vinskapurinn
var mikill og kærleikurinn þeirra á
milli fær að vera í forgrunni hjá
Hauki. Auk þess veltir höfund-
urinn upp spurningum um það að
koma hugsunum í orð, að segja
hug sinn. Í þessu samhengi skýtur
grænlandshákarlinn upp kollinum
og vekur áhuga lesandans.
Þriðji og síðasti ljóðabálkurinn,
„Úr höfði himinn“, er líklega sá
forvitnilegasti. Hann hefst á orð-
unum:
leggjum
á ísilagða
tjörn
örþunna skurn
milli þess sem líður
og himinsins fyrir ofan
leggjum (47)
Í þessu ljóði nær Haukur, með
sama stíl og hafði einkennt fyrri
ljóðin tvö, góðu
flugi. Honum
tekst að skeyta
saman ólíkar
myndir sem
mynda góða
heild.
Fjölskyldubönd
og ættarsaga
koma fyrir í
ýmsum myndum, bæði tekin úr
sagnaheimi norrænu goðafræð-
innar og eitthvað sem virðist per-
sónulegra. Himinhvolf og höf-
uðkúpur kallast á í lýsingum
höfundar á ástinni og náin sam-
bönd og samskipti eru sett í
áhugaverðan búning meitlaðs orða-
lags og grípandi lýsinga.
Viss skyldleiki er milli annars og
þriðja ljóðabálks. Þar er lögð
áhersla á kær sambönd fólks en
eitthvert myrkur liggur samt yfir
ljóðunum, einhver ógn. Það er ógn-
in sem fylgir því að elska einhvern,
því ef maður elskar á maður stöð-
ugt á hættu að missa.
Í „Menn sem elska menn“ er það
sú almenna vitneskja að Tómas og
Jónas látast báðir fyrir aldur fram
sem svífur yfir vötnum. Í þriðja
ljóðabálkinum eru það hins vegar
úlfurinn, hraunið og vökin sem
verða nokkurs konar tákn þessarar
ógnar og skjóta þau upp kollinum
aftur og aftur.
Menn sem elska menn er ljóða-
safn sem fer hægt af stað, en
stefnir sífellt hærra og nær undir
lokin langt á leið til stjarnanna.
Hoel, hákarlar og himinhvolf
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ástin „Himinhvolf og höfuðkúpur kallast á í lýsingum höfundar á ástinni,“ segir um einn ljóðabálk Hauks.
Ljóðabók
Menn sem elska menn bbbmn
Eftir Hauk Ingvarsson.
Mál og menning, 2021. Kilja, 76 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Hljómsveitin BSÍ, sem Sigurlaug
Thorarensen og Julius Pollux
Rothlaender skipa, hefur í dag tón-
leikaferðalag til Englands og Evr-
ópu og mun á því hita upp fyrir
bresku hljómsveitina The Vaccines
á tónleikaferðalagi síðarnefndu
sveitarinnar í Englandi, auk þess að
halda eigin tónleika í London. BSÍ
mun einnig koma fram á tónlistar-
hátíðinni Reeperbahn Festival í
Hamborg. Fyrstu tónleikar fara
fram í dag í Exeter og tónleikarnir
á Reeperbahn 22. september. Það-
an verður svo haldið aftur til Bret-
lands og leikið í Stoke on Trent,
Northampton, Bexhill, Bedford,
Cambridge og fleiri stöðum. Sein-
ustu tónleikarnir á Englandi fara
fram í Bournemouth og verður þá
haldið aftur til Þýskalands og leikið
í Dortmund og Köln.
Ljósmynd/Berglind Erna Tryggvadóttir
BSÍ Tvíeykið Sigurlaug og Julius Pollux.
BSÍ hitar upp fyrir
The Vaccines
Blýantsteikning
af niðurbrotnum
gömlum manni
sem ekki var vit-
að hver hefði
teiknað hefur nú
verið eignuð Vin-
cent van Gogh,
að því er fram
kemur á vef The
Guardian. Van
Gogh-safnið í Amsterdam tilkynnti
þetta í nýliðinni viku og að þetta
væri merk uppgötvun sem varpaði
frekara ljósi á fyrra hluta ferils
listamannsins. Þykir hún líkjast
annarri í safninu sem nefnd er
„Worn Out“, eða Uppgefinn. Talið
er að van Gogh hafi teiknað mynd-
ina í nóvember 1882.
Teikning eftir van
Gogh uppgötvuð
Teikning van Gogh