Morgunblaðið - 21.09.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.09.2021, Qupperneq 9
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ef horft er til síðustu ára og ára- tuga þá hefur orðið samdráttur í saltfiskframleiðslu hérlendis. Marg- ir framleiðendur hafa dregið úr söltun en hjá öðrum er lífið enn að stórum hluta saltfiskur, t.d. í Vinnslustöðinni í Eyjum og Vísi hf. í Grindavík, enda talsvert átak að framleiða um 25 þúsund tonn af söltuðum afurðum eins og gert var hérlendis í fyrra. Í heimsfaraldri kórónuveikinnar hefur verið við ýmsar áskoranir að glíma hvað varðar saltaðar afurðir. Veitingastaðir lokuðu og ferðamenn sáustu varla í helstu markaðs- löndum. Fólk hætti þó ekki að borða saltfisk og sala jókst í smá- sölu, en það er ódýrari markaður heldur en veitingahús. Stöðugleika virðist hafa verið náð að nýju og lífið færst í eðlilegra horf. Rík hefð fyrir saltfiski Síðustu ár hefur útflutningur saltaðra afurða gjarnan numið 24- 26 þúsund tonnum á ári, en fyrsta áratug aldarinnar nam framleiðslan oft hátt í 40 þúsund tonnum og fór í 41 þúsund tonn 2004. Helstu markaðslöndin eru við Miðjarð- arhafið og þar vega Spánn, Ítalía og Portúgal þyngst. Rík hefð er fyrir neyslu á saltfiski í þessum löndum og er hún gjarnan tengd jóla- og páskaföstu. Litur og yfirbragð fisksins skipta höfuðmáli. Á Spáni og Ítalíu vilja neytendur að fiskurinn sé mjög hvítur og er hann sprautusaltaður til að viðhalda upprunanlega lit fisksins og koma í veg fyrir að hann gulni við langa geymslu. Hefðbundnar aðferðir eru notaðar við framleiðslu fyrir Portúgal og fiskurinn er að jafnaði stærri. Þar setja neytendur litinn ekki fyrir sig og það jafnvel talið gæðamerki að hann sé gulleitur. Verkunarstig og þykkt fisksins skipta gjarnan meira máli en litur. Aukning í ferskum afurðum Aukning í útflutningi á ferskum afurðum á síðustu árum hefur að hluta verið á kostnað saltfisksins. Í upphafi þessarar aldar voru ferskar afurðir um 10% af útflutningsverð- mætum þorskafurða í heild. Tíu ár- um síðar voru þær um fjórðungur en á undanförnum árum hafa þær að jafnaði vegið rúm 35%, sam- kvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Breytingar á úthlutun aflaheimilda milli ára og ýmsar að- stæður á hverjum tíma, t.d. sjó- mannaverkfall og kórónuveikin, hafa haft áhrif á framleiðslu hvers árs. Útflutt kíló af ferskum þorsk- afurðum er talsvert verðmætara en almennt af öðrum þorskafurðum, en á móti hafa fyrirtækin þurft að fjárfesta í hátæknibúnaði fyrir vinnslu og kælingu. Meiri fjárbind- ing fylgir vinnslu á saltfiski og hann er birgðafrekur, en á móti hefur kaupendahópurinn verið tryggur í áratugi. Söltun hentar vel þegar mikið berst á land á skömm- um tíma, t.d. á vetrarvertíð. Þekk- ing og hefð innan fyrirtækja, tæknibúnaður, kvótasamsetning, staðsetning, áhersla í veiðum og viðskiptasambönd jafnvel í áratugi ráða miklu um vinnsluaðferðir. Saltfiskur er saltfiskur Nýverið hleyptu Norðmenn af stokkunum herferð til að kynna norskan saltfisk og á hún að standa í þrjú ár. Uppruni og gæði verða í forgrunni og sókninni stefnt að eldri íbúum Norður-Spánar, sem þekkja raunveruleg gæði og hefðir sem tengjast neyslu saltfisks. Vopnin verða meðal annars auglýs- ingar og matreiðsluþættir frægra kokka í sjónvarpi og þeim meðal annars beint að saltfiski frá Íslandi. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að Íslendingar ráði saltfiskmark- aðnum á og því vilja norskir breyta. Framleiðandi sem rætt var við sagðist rólegur yfir tíðindunum. Auglýsingar á norskum saltfiski myndu alveg eins koma Íslend- ingum til góða. Saltfiskur væri salt- fiskur og gæði þess íslenska væru löngu viðurkennd, þess vegna væri staðan sterk. Útflutningur á söltuðum fiskafurðum Útflutningsverðmæti eftir vinnslugreinum 50 40 30 20 10 40 30 20 10 0 8 6 4 2 0 '02 '04 '06 '08 '10 '12 '14 '16 '18 '20 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020 Nígería Ítalía Þýskaland Spánn Portúgal 88% af verðmæti útflufnings á söltuðum fiskafurðum árið 2020 var saltaður þorskur, þurrkaður og blautverkaður Þurrkaður saltfiskur 377 Blautverkaður saltfiskur 11.115 Saltfiskflök, bitar o.fl.4.495 Söltuð hrogn 581 Fyrstu 7 mán. 2021,m.kr. 1,9 3,5 8,5 9,4 Helstu viðskiptalönd Útflutningur á þorskafurðum 2002-2020, ma.kr. á föstu verðlagi 2020 Verðmæti útflutnings árið 2020 Ma.kr. Þús. tonn og ma.kr. á föstu verðlagi 2020 0,8 Útflutningur á söltuðum þorski 2002-2020, þús. tonn og ma.kr. 30,3 17,5 28,4 23,2 25,2 41,0 Heill og hausskorinn* Frystar afurðir Ferskar Saltaðar Þurrkaðar Fiskimjöl og lýsi *F er sk u r eð a fr ys tu r H ei m ild :S am tö k fy ri rt æ kj a ís já va rú tv eg i Þús. tonn Ma.kr. Áskoranir á mörkuðum í faraldrinum - Samdráttur í saltfiskframleiðslu - Víða snýst lífið enn um saltfiskinn Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Herramannsmatur Á matarmarkaði við Römbluna í Barcelona er saltfiskur áberandi, en íslenskur gæðafiskur er í hávegum hafður víða á Spáni. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum vinnuföt fást einnig í Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta eins og kostur er vinnu við ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna til þess að takast betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aka undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðarslys sem varð á Reykjanes- braut við Dalveg á síðasta ári þegar farþegi í bíl lést en ökumaður bílsins var undir áhrifum lyfja, réttindalaus og hafði ítrekað gerst brotlegur við umferðarlögin. Rannsóknarnefndin vísar í skýrslu sem gerð var um banaslys sem varð á Öxnadalsheiði í júní 2016 en þar birti nefndin fyrrnefnda til- lögu í öryggisátt. Niðurstöður nefnd- ar sem skipuð var í kjölfar tillögunn- ar hafi enn ekki verið birtar. Í slysinu á Dalvegi lentu þrír bílar saman og einn þeirra rakst utan í ljósastaur. Farþegi í aftursæti VW- bíls hlaut banvæna höfuðáverka þeg- ar hægri hlið bílsins rakst harkalega utan í ljósastaurinn. Ökumaður bíls- ins hlaut litla áverka en farþegi í framsæti slasaðist alvarlega. Öku- menn hinna bílanna tveggja sakaði ekki. Áfengis- og lyfjarannsókn á öku- manni VW-bílsins leiddi í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Þá var hann ekki með ökuréttindi þegar slysið varð og hafði ítrekað gerst brotlegur við um- ferðarlög, m.a. ekið ítrekað undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Í skýrslu nefndarinnar segir að akstur undir áhrifum áfengis, vímu- efna og lyfja sé verulegt vandamál. Af sjö banaslysum sem urðu á Ís- landi árið 2020 voru ökumenn í þremur slysum undir slíkum áhrif- um. Vill sjá ný úrræði gegn ölvunarakstri - Tillögur nefndar frá 2016 enn óbirtar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferðarslys Sjö banaslys á síðasta ári eru rakin til vímuefnaaksturs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.