Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. DAGMÁL Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Hver kynslóð mótar sér eitthvað sem er óhugsandi. Það hefur verið alveg óhugsandi fyrir okkur að staðan væri þannig í stjórnmálum að það væri möguleiki á því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi undir tuttugu prósent í kosningum,“ segir Einar Karl Haraldsson, ráð- gjafi, fyrrverandi ritstjóri, vara- þingmaður og aðstoðarmaður ráð- herra. Einar Karl, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði, og Karen Kjartans- dóttir, ráðgjafi í almannatengslum og fyrrverandi framkvæmdastjóri og fjölmiðlakona, eru gestir Kar- ítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem staðan er tekin á stjórn- málunum, nú aðeins nokkrum dög- um fyrir alþingiskosningar. Í þættinum er farið yfir póli- tíska landslagið, rýnt í skoðana- kannanir og fylgisbreytingar og lagt mat á kosningabaráttur. Klofningur skýri fylgistap Hannes Hólmsteinn segir klofn- ing innan Sjálfstæðisflokksins skýra fylgistap hans og að fylgið hafi leitað bæði til Miðflokksins, til hægri, og til Viðreisnar, til vinstri. Hann segir svipaða stöðu uppi á meðal jafnaðarmannaflokka annars staðar á Norðurlöndunum. Einar segir stöðuna í könnunum benda til spennandi kosninga- nætur enda séu tveir flokkar sem gætu dottið út af þingi, sem öllu getur breytt þegar kemur að þing- mannafjölda flokkanna og stjórn- armyndunarmöguleikum. Skítaveður hafi áhrif „Vandinn er sá að það verður skítaveður. Það spáir austanhvass- viðri og það er spurning hvort það verði hægt að spila úrslitaleikinn í knattspyrnunni, en ég myndi segja fólki að kjósa utan kjör- fundar,“ segir Einar og vísar til síðustu umferðarinnar í Íslands- meistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fer um helgina. Segja fjölbreytta sögu Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Athygli, segir að líklega hafi aldrei áður verið beðið með jafn- mikilli eftirvæntingu eftir atkvæð- um úr utankjörfundaratkvæða- greiðslum. „Þau geta sagt svo fjölbreytta sögu því að fólk er farið að nýta sér þetta meira en áður var þann- ig að þetta mun ekki fylgja því trendi sem er í gangi akkúrat þennan dag. Við vitum að íhaldssömustu at- kvæðin, fólkið sem bara kýs og lít- ur á það sem sína borgaralegu skyldu, mætir á kjörstað. Ég myndi hafa áhyggjur ef ég til- heyrði flokki sem væri að byggja upp nýtt fylgi,“ segir Karen og bætir við að staðan gæti verið áhyggjuefni fyrir Sósíalistaflokk- inn. Formkröfur til kosninga Einar telur að vanda þurfi mjög til verka við framkvæmd atkvæða- greiðslu þeirra sem eru í sóttkví og einangrun, svo að dómstólar dæmi kosningarnar ekki ólögleg- ar. Til dæmis geti það reynst flókið fyrir fólk sem ekki hefur aðgang að bíl og býr í fjölbýlishúsi. „Hæstiréttur hefur gert miklar formkröfur til alþingiskosninga, eins og sjálfsagt er, svo að ég held að menn þurfi að passa sig mikið þarna,“ segir Einar. Hann segir að fjöldi flokka skapi þá stöðu að stór mál falli á milli skips og bryggju þegar kem- ur að stjórnarmyndun og að ekki verði hægt að semja um umfangs- miklar kerfisbreytingar fyrr en flokkar bjóði sig saman í samfloti, með ámóta framtíðarsýn. Fleiri einsleitir flokkar Karen bendir á að þrátt fyrir að fjöldi flokka sé meiri nú en nokkru sinni fyrr og möguleiki á að níu flokkar nái inn á þing séu þeir einsleitari en áður. „Það er miklu minni munur á því sem þeir eru að boða. Mark- miðið virðist vera það sama þó að það sé mismunandi aðferðafræði. Við höfum séð auglýsingar sem eru nánast alveg eins frá Sam- fylkingu og Sjálfstæðisflokknum, og þegar maður tekur þessi kosn- ingapróf sér maður þetta mjög skýrt; maður getur verið jafn sammála einhverjum fjórum flokkum í einu. Sjaldan höfum við verið jafnmikið að kjósa fólk fyrst og fremst,“ segir Karen Kjartans- dóttir. Karen bendir á að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist lágt sé Miðflokkurinn að gera það líka, svo að fylgið er ekki augljóslega að leita þangað. Hins vegar fékk Miðflokkurinn betri kosningu síðast en mælingar bentu til. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé fylgi sem gefur sig ekki upp,“ segir Karen. Framsókn í sókn Hún segir Framsókn hafa náð til fólksins sem ekki endilega brennur fyrir pólitík með slagorð- inu sínu sem frægt er orðið: „Er ekki bara best að kjósa Fram- sókn!“ „Það er ekkert hægt að panta sér framtíðina í kjörklefunum,“ segir Hannes og útskýrir að fólk sé tilbúið í ýmis loforð um aukin útgjöl í almannaþjónustu og aukna skattheimtu þeirra ríku þegar afleiðingar þess liggi ekki fyrir. „Það er hægt að kjósa yfir sig fátækt og það er hægt að kjósa yfir sig vondar ríkisstjórnir en það er ekki hægt að kjósa yfir sig auðlegð, annars væri búið að gera það fyrir löngu.“ Hannes og Karen eru sammála um að of fáir ræði um aukna verð- mætasköpun fyrir kosningarnar. Spennandi kosninganótt fram undan - Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki augljóslega að fara annað - Telja veðrið munu spila inn í kosn- ingaþátttöku - Flókið að framkvæma atkvæðagreiðslur í sóttkví og einangrun - Mikil einsleitni Morgunblaðið/Ásdís Dagmál Hannes Hólmsteinn, Einar Karl og Karen fara yfir stöðuna þegar aðeins nokkrir dagar eru í kosningar. Fyrir komandi kjörtímabil telja 79% kjósenda að heilbrigðismálin séu mikilvægasti málaflokkurinn og um- hverfismálin koma þar næst, með 42% svörun. Þetta er meðal niður- staðna þjóðmálakönnunar Félags- vísindastofnunar, sem fram fór dag- ana 2. til 17. september og Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í fé- lagsfræði, vann úr. 1.282 þátttakend- ur svöruðu, 18 ára og eldri. Svarendur í könnuninni voru beðnir að merkja við allt að þrjá málaflokka sem þeir töldu mikilvæg- asta. Nokkrir málaflokkar fengu svipaða niðurstöðu, allt frá skatta- málum til skuldamála heimilanna. Áberandi minnst áhersla er á byggðamál, Evrópumál og málefni landbúnaðar, sem 6,4% svarenda töldu mikilvægast. Sambærileg könnun Félagsvís- indastofnunar frá 2013 sýnir mikla breytingu á hug kjósenda. Heil- brigðis- og umhverfismál eru þeim hugleiknari nú en mun færri nefna málaflokka eins og atvinnumálin og skuldir heimilanna. Hvaðamálaflokka telur þúmikilvægasta* Samanburður á svörum fyrir alþingiskosningarnar 2013 og 2021 2013 2021 Breyting Heilbrigðismál 54,8% 79,1% +24,3% Umhverfismál 8,6% 42,4% +33,8% Skattamál 25,8% 24,2% -1,6% Atvinnumál 42,6% 22,4% -20,2% Stjórnarskrármál 15,8% 20,3% +4,5% Samgöngumál 7,8% 19,8% +12% Sjávarútvegsmál 10,8% 18,2% +7,4% Menntamál 13,7% 17,0% +3,3% Skuldamál heimilanna 65,6% 16,6% -49% Byggðamál 6,8% 9,3% +2,5% Evrópumál 19,5% 8,5% -11% *Gefinn var kostur á að merkja við allt að 3 málaflokka H ei m ild : F él ag sv ís - in d as to fn u n Heilbrigðismálin talin mikilvægust - Umhverfismálin þar skammt á eftir 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.