Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Bandaríkin aflétta ferðabanni sínu - Fullbólusettum farþegum verður aftur heimilt að ferðast til Bandaríkjanna frá og með nóvember - Þurfa að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf - CDC falið að ákveða hvaða bóluefni teljist gild Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hygðist aflétta ferðabanni sínu í nóvember á alla farþega sem eru fullbólusettir. Munu ferðalangar til Bandaríkjanna þurfa að sýna nei- kvætt kórónuveirupróf, sem ekki er eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ekki var ljóst í gær hvaða bólu- efni yrðu tekin gild af bandarískum stjórnvöldum, en Jeffrey Zients, sem stýrir samhæfingu Hvíta húss- ins á viðbrögðum gegn kórónuveir- unni, sagði að bandaríska sóttvarna- stofnunin CDC myndi taka af skarið um það hvaða bóluefni teldust full- gild. Grímuskylda verður í öllum flug- ferðum til Bandaríkjanna, og þá verður flugfélögum gert skylt að af- henda bandarískum heilbrigðisyfir- völdum upplýsingar til að aðstoða við smitrakningu. Bandarískir fjölmiðlar birtu fregnir í gærmorgun þess efnis að Bandaríkjastjórn hygðist einungis aflétta ferðabanni sínu á Evrópu- sambandsríkin og Bretland en þeg- ar til kastanna kom reyndist til- kynningin ná til allra farþega, sama hvaðan þeir koma úr heiminum, svo fremi sem þeir séu bólusettir. Sagði Zients að þessi niðurstaða væri studd vísindalegum rökum. Bannið valdið streitu Donald Trump, þáverandi Banda- ríkjaforseti, setti ferðabannið á fyrir um einu og hálfu ári, og hafði verið gert ráð fyrir að Joe Biden myndi aflétta því skömmu eftir embætt- istöku sína. Hann ákvað hins vegar að framlengja það, þrátt fyrir að ferðabannið hafi valdið nokkurri streitu í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Ráðlagði framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins aðildarríkjum sín- um til dæmis í ágúst síðastliðnum að þau settu aftur á ferðatakmark- anir á bandaríska ferðalanga, sem áður höfðu mátt ferðast til Evrópu ef þeir voru fullbólusettir. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem nú er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, fagnaði ákvörðuninni og sagði hana verða til að auka viðskipti yfir Atlantshafið, auk þess sem fjölskyldur og vinir beggja vegna „tjarnarinnar“ gætu nú hist á ný. AFP Ferðabann Flugfarþegum verður aftur heimilt að koma til Bandaríkj- anna frá og með nóvember. Húsleit hófst í gær á heimili Brians Laundries, kærasta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito. Á sunnudag fannst lík í skógi nálægt tjaldsvæði í Wyoming í Bandaríkjunum sem lög- regla tilkynnti á blaðamannafundi að búið væri að bera kennsl á sem Gabr- ielle Petito. Krufning hefur þó ekki farið fram. Laundrie býr hjá foreldrum sínum en lögreglumenn fylgdu þeim út þeg- ar leitin hófst og sæta þeir nú yfir- heyrslu. Laundrie kom einn heim úr ferðalagi sem hann og Petito höfðu lagt af stað í í upphafi sumars á húsbíl í eigu Petito. Hafði fjölskylda hennar þá ekkert heyrt frá henni síðan í ágúst. Yrði ekkert símasamband Fram að því hafði Petito verið í stöðugum samskiptum við þau og deilt efni á samfélagsmiðlum reglu- lega. Síðustu skilaboðin sem Petito sendi móður sinni voru þess efnis að það yrði ekkert símasamband í Yosemite, næsta áfangastað þeirra. Móðirin hef- ur lýst efasemdum um að Petito hafi verið sú sem skrifaði skilaboðin. Þegar Laundrie kom heim neitaði hann að ræða við fjölskyldu Petito og vildi heldur ekki ræða við lögreglu. Þegar ljóst var að hann lægi undir grun vegna hvarfs Petito hvarf hann sjálfur sporlaust og ekkert hefur spurst til hans í viku. Víkka út leitarsvæðið Foreldrar Laundries lýstu því að hann hefði farið með bakpoka og sagst ætla að eyða tíma á náttúru- verndarsvæði í grenndinni. Lögreglan hefur nú þegar kembt það svæði án árangurs og mun því víkka út leitarsvæðið umtalsvert. Tólfta ágúst hafði lögregla haft af- skipti af unga parinu, vegna gruns um ofbeldishegðun þeirra á milli. Tók lögreglan skýrslu af þeim báð- um sem lýstu atvikinu sem smávægi- legum ágreiningi og sögðust vera hamingjusöm og ástfangin en bara þreytt eftir langt ferðalag. Gerðu húsleit á heimili kærastans - Lík fannst í skógi í Wyoming-ríki AFP Lögregla Húsleitin var gerð í gær. Paul Rusesa- bagina, mað- urinn sem varð heimsfrægur með kvikmynd- inni „Hótel Rú- anda“ fyrir þátt sinn í að bjarga rúmlega 1.200 manns frá þjóð- armorðinu í Rú- anda 1994, var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa stofnað hryðjuverkasamtök sem sökuð hafa verið um árásir í landinu árin 2018 og 2019. Beatrice Mukamurenzi, dómari í málinu, sagði sannað að Rusesa- bagina hefði stofnað samtökin og veitt fé til hryðjuverka. Réttar- höldin hafa staðið yfir í sjö mánuði, en fastlega er gert ráð fyrir að Rusesabagina muni áfrýja. Rusesabagina, sem einnig er með belgískt og bandarískt ríkisfang, og fjölskylda hans segja málið sprottið af pólitískum rótum. Carine Kan- imba, dóttir Rusesabagina, for- dæmdi í gær dóminn og sagði að niðurstaða réttarhaldanna hefði verið gefin fyrir fram. Sagðist hún óttast að faðir sinn yrði myrtur í fangelsi að undirlagi yfirvalda. Paul Rusesabagina RÚANDA Fundinn sekur um hryðjuverk Yfirvöld á Kanaríeyjum sögðu í gær að um hundrað heimili hefðu eyðilagst í kjölfar eld- gossins sem hófst þar í fyrradag. Mariano Hern- andez Zapata, sveitarstjóri á Kanaríeyjum, sagði að hrauntungurnar væru að meðaltali um sex metra háar, og að það væri sorglegt að sjá hversu mörg heimili hefðu orðið eldgosinu að bráð, en búið var að flytja um 5.000 manns á brott í gær vegna gossins. Um hundrað heimili undir hraun og ösku AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.