Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 15

Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 Grunlaus Kind á beit á Suðurlandi á dögunum sem beið örlaga sinna. Eggert Miðflokkurinn er afl sem hefur lagt áherslu á að ríkið hagræði, minnki flækjustig og geri skattborgara að bestu eftirlitsaðilum með ríkisvaldinu. Það er markmiðið með því að bjóða fólki upp á þátttöku í góðum ár- angri í rekstri rík- issjóðs. Besti vörslu- aðili fjármagns er og verður ávallt almenningur og íslensk fyrirtæki, því viljum við lágmarka skatta. Lækkun skatta hvetur, hækkun letur. Við í Miðflokknum köllum eftir því að báknið minnki. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur ríkið stækkað og það hressilega. Á 138. löggjaf- arþingi 2009-2010, sbr. þingskjal nr. 659, svarar þáverandi fjár- málaráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon, fyrirspurn frá núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. Fyrsta spurning þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, flokks sem nú hefur starfað of lengi í meirihluta með Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, gekk út á það að fá upp- lýsingar um fjölda stöðugilda á aðalskrifstofum ráðuneyta á ár- unum 1995 til og með 2009. Til að gera langa sögu stutta fjölgaði í forsætisráðuneytinu um 40% frá 1998 til og með 2008. Á sama tímabili fjölgaði um 43% í utanríkisráðuneytinu, 52% í fé- lags- og tryggingaráðuneytinu, 40% í heilbrigðisráðuneytinu, 64% í samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytinu og 39% í umhverf- isráðuneytinu svo eitthvað sé nefnt. Hér er aðeins um að ræða fjölgun stöðugilda á aðal- skrifstofum ráðuneyta rétt fyrir hrun fjármálakerfisins þegar allt eftirlit hins opinbera virkaði ekki. Hverjir voru þá í stjórn á þessu tímabili? Framsókn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn. Þetta voru og eru enn kerfisflokkar. Sé litið á ríkisreikn- ing og mannauðsmál ráðuneyta á Íslandi kemur í ljós að stöðu- gildum fjölgaði milli 2019 og 2020 um 2% en launakostnaður jókst á sama tíma um 22%. Hvað kemur til? Fundu menn gull? Sé litið til fram- angreindrar fyrirspurnar Krist- jáns Þórs Júlíussonar voru stöðu- gildi umhverfisráðuneytisins um 30 árið 2009. Stöðugildi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í dag, reyndar ásamt undirstofnunum, eru orðin, m.v. 2020, 592. Það eru fleiri stöðugildi en hjá forsætis- ráðuneytinu og utanríkisráðuneyt- inu. Stöðugildum milli þessara ára hjá félags- og barnamálaráðherra fjölgaði um 24% og launakostn- aður hefur aukist þar um 31%. Hér ætti vel við glænýtt kjörorð fyrir Framsókn: Kjósum B fyrir báknið en ekki BUGL! Sólkonungurinn Loðvík 14, sá er byggði Versali fyrir utan París og lifði í vellystingum þar, hefði tæp- ast gert betur. Elítan fylgdi svo öll með enda þurfti einhvern til að dansa við. En kæru kjósendur, er ekki tími til kominn að taka á þessu? Báknið burt. Börn og BUGL eiga betra skilið. Eftir Danith Chan »Hér ætti vel við glæ- nýtt kjörorð fyrir Framsókn: Kjósum B fyrir báknið en ekki BUGL! Danith Chan Höfundur skipar 2. sæti á lista Mið- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur. Með LLM-meistarapróf í lögfræði frá HÍ og MBA í viðskiptafræði frá HR. Almenningur njóti ávaxtanna Samtökin Frjálst land, Heimssýn og Ork- an okkar spurðu fram- boðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. Í svörunum við spurningum 2 og 3 (sjá www.frjalstland.is) kom í ljós að af þeim níu sem svöruðu voru tvö, Miðflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem tóku afdráttarlausa afstöðu með full- veldi og sjálfstæði og endurskoðun eða uppsögn EES-samningsins. Flokkur fólksins, Vinstri-grænir og Sósíalistaflokkurinn höfðu ekki full- mótaða afstöðu. Framsókn svaraði ekki. Í svörum annarra flokka kom fram misskilningur um EES- samninginn: Samfylkingin svaraði m.a.: „Land og þjóð nýtur góðs af þeim fjölmörgu réttindum og viðskiptatækifærum sem með samningnum hlýst. Með EES-samningnum fæst miklu meira en fengist með fríverslunarsamningi. EES-samningurinn hefur m.a. tryggt ýmsar réttarúrbætur hér á landi og opnar fyrir aðgengi Íslend- inga að fjórfrelsi Evrópusambands- ins sem tryggir Íslendingum aukið frelsi og aðgang að mörkuðum og at- vinnutækifærum í hinu stóra sam- félagi þjóða sem Evrópusambandið spannar.“ Hér kemur röð af misskilningi: Mikilvægasti hluti hinna fjölmörgu réttinda var þegar umsaminn við ým- is lönd V-Evrópu löngu fyrir EES og hefði þróast áfram án EES. Við- skiptatækifærin voru líka flest löngu komin, aðallega með fríverslunar- samningnum 1972 sem er enn í fullu gildi og tryggir tollfrjálsan aðgang að markaði ESB með helstu útflutnings- vörur landsins. Aftur á móti spillti EES ýmsum viðskiptatækifærum við alþjóðamarkaði með viðskiptahindr- unum (NTB) og refsiaðgerðum gegn mikilvægum viðskiptalöndum eins og Rússlandi. Að EES hafi tryggt rétt- arúrbætur er öfugmæli; hann hefur valdið þarflausum og skaðlegum áhrifum á frelsi lands- manna. EES-tilskipanafjöldinn og meðfylgjandi eft- irlitsskrifræði hamlar framtaki, fram- kvæmdum og fram- förum. EES hefur m.a. spillt orkugeiranum, fyrirtækjamarkaðnum, komið á óþörfum kvöð- um og álögum og spillt fjárhag fyrirtækja, rík- isins og sveitarfélaga. Að Íslendingar hafi „að- gengi“ að fjórfrelsinu er misskiln- ingur á hugtakinu. „Fjórfrelsi“ geng- ur í báðar áttir og er ein af fyrir- mælum ESB í EES-samningnum um að aðildarlönd EES setji ekki hömlur á vöru- og þjónustuviðskipti, fjár- magnsflutninga og fólksflutninga milli aðildarlanda. ESB setur þó sjálft miklar hindranir á viðskipti. Fjórfrelsisákvæði ESB hafa valdið miklum skaða hérlendis og litlu gagni. ESB-fyrirtæki hafa ekki fjár- fest mikið í uppbyggingu á Íslandi, þeir sem fjárfesta hér eru aðallega enskumælandi. Frjálst flæði fjár- magns fór nærri því að setja Ísland í ruslflokk í hruninu þegar inn í landið voru fluttar „frjálst“ gífurlegar fjár- hæðir. „Frjáls“ innflutningur fólks er stjórnlaus og löngu kominn úr bönd- unum. Frjálst flæði þjónustu hefur m.a. gert að EES-fyrirtæki hafa keypt upp íbúðablokkir til þess að leigja út og gera ungt fólk að leigulið- um andstætt íslenskri eignamenn- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn svaraði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill því áfram byggja samskipti sín við Evrópusam- bandið á EES-samningnum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins er furðu lífseig; EES er ekki nein for- senda aðgangs að mörkuðum ESB, sem sést m.a. á viðskiptum Sviss og Bretlands auk t.d. Suður-Ameríku, Kanada o.fl. sem standa utan „innri markaðarins“. Fríverslunarsamn- ingnum frá 1972 þarf ekki að segja upp þótt Ísland yfirgefi EES. Að EES-samningurinn sé um „sam- skipti“ er villandi; EES er að mestu um valdsvið ESB og hvernig á að koma tilskipanavaldi (löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi) og dómsvaldi ESB í framkvæmd á Íslandi. Píratar svöruðu m.a.: „Við fáum aldrei betri samning við ESB en EES-samninginn.“ Þetta er ein helsta bábiljan um EES; mörg viðskiptalönd ESB, utan EES, hafa svipaða eða betri samn- inga en Ísland. Sviss og Bretland hafna EES-samningnum alfarið, standa utan „innri markaðarins“ en hafa verslunarsamninga við ESB, Sviss er með uppfærðan fríversl- unarsamning frá 1972 eins og Ísland. Viðreisn svaraði m.a.: „Viðskipta- hagsmunum Íslands – og margvís- legum öðrum hagsmunum – væri mun verr þjónað með hefðbundnum fríverslunarsamningi en með þeirri aukaaðild að innri markaði Evrópu sem EES-samningurinn færir okkur, með fullri þátttöku í fjórfrelsinu svo- nefnda (frjálsri för vara, þjónustu, fólks og fjármuna), að meðtalinni þátttöku í rannsóknasjóðum, starfs- þjálfunar- og skiptinámsáætlunum.“ EES er ekki forsenda aðgangs að mörkuðum ESB. Hinn margumtalaði „innri markaður“ ESB hrörnar hratt meðan alþjóðamarkaðir eflast, að- ildin að EES stendur í vegi fyrir frjálsum viðskiptum Íslands við al- þjóðamarkaði vegna viðskiptahindr- ana ESB. „Þátttaka“ í fjórfrelsinu (þ.e. blind hlýðni) tók nauðsynleg stjórntæki frá íslenskum stjórnvöld- um og hefur valdið stórskaða. Að- gangur að rannsóknafé, þjálfunar- og skiptinemakerfum er á forsendum ESB og til þess fallið að afla sam- bandinu stuðnings. „Styrkir“ gefa Ís- landi yfirleitt lítinn ávinning en tíma- bundin störf við áhugamál ESB, styrkir eru fáanlegir frá ýmsum öðr- um lömdum. Eftir Friðrik Daníelsson »Misskilningur um EES-samninginn stendur í vegi fyrir sókninni til fullveldis. Friðrik Daníelsson Höfundur situr í stjórn Frjáls lands. Afstaða flokkanna til fullveldis Það blasir orðið við að stofna verði á ný sjálfstæðan garð- yrkjuskóla á Reykj- um í Ölfusi til að ljúka seinni tíma óvissu- og raunasögu Garðyrkjuskóla rík- isins sem starfað hafði sjálfstætt frá stofnun 1939, en sam- einaðist Landbún- aðarháskóla Íslands árið 2005. Við sameininguna fór að fjara undan innviðum starfs- menntanáms í garðyrkju á Reykj- um og nú er svo komið að þetta skólaár gæti orðið hið síðasta í yf- ir 80 ára sögu skólahalds á þess- um stað. Starfsfólki fækkar, húsa- kosti er ekki haldið við og fleiri feigðarmerki í starfseminni blasa við. Sögulokin skrifa sig sjálf haldi svo fram sem horfir. Ætlum við að láta þetta gerast þegjandi og hljóðalaust? Garðyrkjubændur og hags- munasamtök garðyrkjunnar vör- uðu á sínum tíma við afleiðingum sameiningarinnar fyrir 16 árum. Því miður hafa öll þeirra varn- aðarorð gengið eftir. Núverandi menntamálaráð- herra ákvað svo að taka mark á sjónarmiðum Sambands garð- yrkjubænda og margra fleiri og færa starfsmennta- nám í garðyrkju og skyldum greinum frá Landbúnaðarháskól- anum til Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Og hvað svo? Spyr sá er ekki veit. Ekkert er að frétta af fyrirhug- uðu fyrirkomulagi garðyrkjunáms í ranni Fjölbrautaskól- ans og að því er ég best veit hefur hvorki verið leitað ráða hjá forystusveit garðyrkjubænda né sérfræðinga á Reykjum í málefnum garðyrkju- náms. Slík sniðganga væri hrein- lega óhugsandi ef í hlut ættu aðr- ar iðn- og starfsmenntagreinar. Það fullyrði ég. Samráði ábótavant Það var greinilegt á við- brögðum stjórnenda Fjölbrauta- skóla Suðurlands að þar hafi sam- ráði í aðdraganda ákvörðunar verið ábótavant. Ég sé fyrir mér að í endur- reistum, sjálfstæðum garðyrkju- skóla á Reykjum verði sérhæft iðn- og starfsmenntanám í garð- yrkju og tengdum greinum á framhaldsskólastigi, endur- menntun og námskeið fyrir fag- fólk og almenning, rannsóknir og tilraunir í samstarfi við háskóla og stofnanir. Garðyrkjuskólinn gæti auðvitað átt náið samstarf við til dæmis Fjölbrautaskóla Suðurlands um fræðslu í um- hverfismálum í víðu samhengi og fleira. Garðyrkjan þarf á fagskóla að halda og grænn lífsstíll kallar sömuleiðis eftir því að garð- yrkjunám á Reykjum verði styrkt og eflt en ekki að horft sé upp á að stoðirnar þar bresti og stað- urinn grotni niður. Við skulum ekki eyða tíma í að velta okkur upp úr þeirri stað- reynd að sameining Garðyrkju- skóla ríkisins og Landbúnaðarhá- skólans mistókst á sínum tíma og var misráðin eins og að henni var staðið. Lærum því af reynslunni og tryggjum að kjarnastarfsemi garðyrkjunáms á framhalds- skólastigi verði áfram á Reykjum. Rætur námsins og skólans eru á Reykjum og þar verður best tryggð farsæl framtíð garðyrkju- menntunar í landinu. Hefjum garðyrkjunám á Reykj- um á ný til vegs og virðingar Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur » Garðyrkjan þarf á fagskóla að halda og grænn lífsstíll kallar sömuleiðis eftir því að garðyrkjunám á Reykj- um verði styrkt. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.