Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Heilabilun er regn-
hlífarhugtak sem nær
yfir um 200 mismun-
andi sjúkdóma. Alz-
heimer er algengastur
og um það bil 60-70%
þeirra sem fá heilabil-
un greinast með
alzheimersjúkdóminn.
Á heimsvísu er gert
ráð fyrir verulegri
fjölgun fólks með heila-
bilun og með hækkandi
aldri aukast líkurnar á að þróa með
sér heilabilunarsjúkdóm, þótt heila-
bilun sé ekki talin eðlileg öldrun.
Í dag eru 55 milljónir manns á
heimsvísu með heilabilun og um 10
milljónir nýrra tilfella greinast ár-
lega. Engar tölur eru um hversu
margir eru með heilabilun á Íslandi,
en það má áætla að það séu 5.000
manns, og um 300 manns greinast
undir 65 ára aldri, sem er skilgreint
sem snemmgreind heilabilun. Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
skilgreinir heilabilun sem sjöundu
algengustu dánarorsök allra sjúk-
dóma og eina helstu or-
sök fötlunar eldra fólks
á heimsvísu. Oft er tal-
að um heilabilun sem
fjölskyldusjúkdóm því
áhrifin eru líkamleg,
sálræn, félagsleg og
efnahagsleg, ekki að-
eins fyrir einstakling-
inn með sjúkdóminn,
heldur einnig fyrir
umönnunaraðila, fjöl-
skyldur og samfélagið í
heild.
Við hefjum fræðslu-
dagskrá haustsins á
málþingi í tilefni af alþjóðlegum alz-
heimerdegi 21. september 2021. Yf-
irskrift málþings er „Af hverju ég?“
Erfðir – rannsóknir – greining.
Fjallað verður um heilabilun frá
mörgum sjónarhornum. Kári Stef-
ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, mun ræða um erfðir. Jón
Snædal öldrunarlæknir um rann-
sóknir og greiningar. Ása Dýradótt-
ir menningarstjórnandi um listir og
að vera aðstandandi. Svavar Knútur
tekur svo lagið í lokin. Opnun mál-
þings er í umsjón undirritaðrar og
setning/fundarstjórn málþings í
höndum Ragnheiðar Ríkharðsdóttur
formanns Alzheimersamtakanna.
Spennandi dagskrá og athugið
breytta staðsetningu, við höfum síð-
astliðin ár verið með málþing á
Grand hóteli en í þetta skiptið verð-
um við á Icelandair hóteli Natura á
Nauthólsvegi 52, Reykjavík. Hugað
verður að sóttvörnum en við verðum
einnig með streymi á Facebook fyrir
þá sem komast ekki á staðinn.
Alzheimersamtökin voru stofnuð
1985 og vinna meðal annars að hags-
munamálum fólks með heilabilunar-
sjúkdóma með stuðningi, ráðgjöf og
fræðslu. Okkar hlutverk er einnig að
auka þekkingu almennings, aðstand-
enda, fagfólks og stjórnvalda á þeim
verkefnum sem einstaklingur með
heilabilun og aðstandendur eiga við
að etja. Aðild að félaginu er opin öll-
um þeim sem hafa áhuga á og láta
sig varða málefnið. Fræðslufundir
eru haldnir reglulega og auglýstir í
viðburðadagatali okkar á www.alz-
heimer.is. Sá langþráði draumur sam-
takanna að koma á fót þjónustu-
miðstöð fyrir einstaklinga með
heilabilun er að verða að veruleika.
Í lok árs er áætlað að þjónustu-
miðstöð samtakanna verði opnuð á
3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafn-
arfirði. Þjónustumiðstöðin er ætluð
fyrir einstaklinga með væg einkenni
heilabilunar og aðstandendur þeirra
og er hugsuð sem fyrsta úrræðið
eftir greiningu áður en til sérhæfð-
ar dagþjálfunar kemur. Starfsem-
inni er ætlað að koma til móts við
þarfir þessa hóps með einstaklings-
bundnum áherslum og að viðhalda
líkamlegum, andlegum og félags-
legum þáttum ásamt því að stuðla
að sjálfstæði og aukinni virkni. Að-
staðan er um 340 m2 og munu sam-
tökin einnig flytja skrifstofu og
fræðslu- og stuðningshópa í hús-
næðið. Starfsemi þjónustu-
miðstöðvar er byggð á hugmynda-
fræði iðjuþjálfunar þar sem lögð er
áhersla á að unnið sé með styrkleika
einstaklingsins, skapaðar aðstæður
til að hann geti stundað sína iðju og
styrkt sín félagslegu tengsl. Í þjón-
ustumiðstöðinni verða ýmsar starfs-
stéttir, s.s. iðjuþjálfi, sálfræðingur
og aðstoðarmenn, ásamt sjálfboða-
liðum. Einnig höfum við hug á að fá
til liðs við okkur félagsráðgjafa, tal-
meinafræðing, sjúkraþjálfara og
fleiri fagstéttir svo þjónustu-
framboð verði sem fjölbreyttast.
Fylgist með framgangi mála á
www.alzheimer.is um opnun á nýrri
þjónustumiðstöð sem áætlað er í lok
árs 2021.
Leggjum okkar af mörkum,
breiðum út þekkingu um heilabilun
og hjálpumst að við að brjóta niður
þá fordóma sem fylgja greiningu.
Tökum virkan þátt í að hjálpa fólki
með heilabilun og aðstandendum
þeirra til að eiga innihaldsríkt líf þar
sem samfélagið mætir þeim af virð-
ingu, skilur vanda þeirra og að-
stoðar eftir besta megni, því með
stuðningi er hægt að lifa góðu lífi
þrátt fyrir sjúkdóminn.
„Af hverju ég?“ Erfðir – greining – rannsóknir
Eftir Sigurbjörgu
Hannesdóttur » Leggjum okkar af
mörkum, breiðum út
þekkingu um heilabilun
og hjálpumst að við að
brjóta niður þá fordóma
sem fylgja greiningu.
Sigurbjörg
Hannesdóttir
Höfundur er fræðslustjóri
Alzheimersamtakanna og iðjuþjálfi.
sibba@alzheimer.is
Píratar, Sósíalistar,
Viðreisn, Samfylking
ESB, öll þið ríkisómag-
arnir, llögðuð þið til
milljarða á milljarða of-
an til kaupa á fiski-
skipaflotanum, byggð-
uð þið upp frystihúsin,
netagerðirnar og önnur
störf tengd sjávar-
útvegi og skaffið þið
þúsundum manna
störf? Nei, þið gerðuð það ekki en er-
uð tilbúin að eyðileggja þetta allt því
þið teljið ykkur geta gert betur, en
svo er ekki.
Einhver lélegustu stjórnmál sem
til eru viljið þið stunda, en það er að
taka frá einum til handa öðrum. Það á
enginn fiskinn í sjónum, en þeir sem
hafa sótt hann hafa byggt hér upp.
Svo komið þið með glampandi glyrn-
urnar af öfund af því að þeir græða
líka, en auðvitað má það ekki á Ís-
landi. Svo að ykkur líði betur, farið þá
og sækið sjálf þessa auðlind ykkar.
Gunnar Smári, þú yrðir góður á einu
fiskiskipi Samherja. Á hverju hafið
þið lifað í gegnum árin ef ekki á sjáv-
arútvegi? Hver hefur lagt fé í Lána-
sjóð námsmanna svo að þið gætuð
menntað ykkur og komið síðan sem
blaðrandi sérfræðingar á öllum svið-
um lífsins nema lífinu sjálfu? Það er
allt í óreiðu hjá okkur vegna misvit-
urra blaðrandi sérfræðinga og auðvit-
að þarf að taka af vinnandi höndum til
að viðhalda blaðrinu. Það er eins og
þið haldið að peningar verði til í
skjalatösku á leið í banka.
Þið, sem þykist hafa vit á sjávar-
útvegi og viljið uppboð á kvóta,
hvernig ætlið þið að banna EES og
ESB að vera með? Ég veit að þið
hættið ekki fyrr en þið hafið eyðilagt
allt, því til þess menntuðuð þið ykkur
– og svo að það sé vitað og sagt þá
hafið þið ekkert meira
vit eða getu en verka-
fólkið okkar. Það fólk
veit og skilur meira en
sérfræðingarnir um lífið
sjálft.
Af hverju borgar
Landsvirkjun ekki auð-
lindagjald fyrir vatns-
föllin eða þeir sem vilja
land undir vindmyllur,
eða eigið þið ekki landið,
bara miðin?
Mikið er stjórnmála-
umræðan léleg. Stóru
málin ekki rædd, sala á landinu til út-
lendinga, leyfi til gullleitar, orkumál,
útlendingamál, vindmyllur, glæpa-
klíkur, innviðir, öryrkjar, langveik
börn og hægt að nefna fleira.
Til þín Katrín: Þér gengur vel að
eyðileggja land þitt og þjóð og þín
verður minnst fyrir að íslamsvæða
þjóð þína og land. Börn framtíðar
munu þurfa að kljást við íslam. Fólkið
sem þú sækir til búsetu hér veit að það
eru villidýr í skóginum öfugt við það
sem íslenskum börnum er innrætt; að
allir í skóginum séu vinir. Þú og Guð-
laugur Þór dælið fé úr ríkissjóði, þið
misnotið 300 þúsund manna þjóð til að
lappa upp á milljóna manna þjóðir í
Afganistan, Sýrlandi, Líbanon, Jem-
en, Túnis, Palestínu, svo ekki sé talað
um Afríku, utan þess sem fer til Rauða
krossins og til þróunarsamvinnu. Af
hverju gerið þið okkur hér ábyrg fyrir
hörmungum heimsins? Mikið sem við
erum rík – en samt ekki nóg til að ís-
lenskum öryrkjum líði vel og svo
grotna allir innviðir.
Hættið að eyða fé og tíma í þetta
endalausa kynjatal og kynbundið of-
beldi. Þú, Katrín, átt að vita að konur
beita líka ofbeldi, sem er oftar en ekki
að brjóta niður annað fólk. Þetta
kynjatal þitt er farið að kljúfa þjóðina
og veistu, Katrín, þú skalt ekki voga
þér að taka frá mér að vera kona, móð-
ir og dóttir.
Mesta ofbeldið sem þið konur beit-
ið er að þiggja störf ykkar með laga-
setningu en ekki einstaklingsgetu.
Værirðu góður stjórnmálamaður
myndir þú ekki hlaupa eftir öllu frá
SÞ. Þú skrifar og skrifar undir hvort
sem hentar þjóð þinni eða ekki og
skuldbindur okkur eins og við værum
milljón manna þjóð en við erum ör-
þjóð. Er engin girðing til varnar Al-
þingi hvað vitsmuni varðar? Vestfirð-
ir, Norður-, Austur- og Suðurland og
Vestmannaeyjar, það færi best á að
hver fjórðungur réði sér sjálfur með
sitt fé og það sem þarf til sjálfstæðis,
við þurfum ekki Alþingi sem veður í
villu. Hver fjórðungur hefði sitt þing
en Reykjavík gæti þá staðið ein sem
fjölmenningarborg og eytt sínum
peningum.
Þið sem viljið niðurrif og stjórnmál
sem byggjast á því að taka frá einum
til handa öðrum, sem er einhver lé-
legasta hugsun stjórnmálamanna,
kjósið þá auðvitað Pírata, Sósíalista
og ESB-flokkana.
Þetta er mín skoðun, ég má hafa
hana og það þarf enginn að vera mér
sammála, ég skulda heiminum ekki
neitt og ber ekki ábyrgð á þjóðum
sem ná ekki sýn á lífið.
Er hægt að fá íslensk stjórnvöld til
að huga að sinni þjóð og landi og
hætta að reyna að stjórna heiminum?
Ísland farsælda frón – ekki?
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur »Hver hefur lagt fé
í Lánasjóð náms-
manna svo að þið gætuð
menntað ykkur og kom-
ið síðan sem blaðrandi
sérfræðingar á öllum
sviðum lífsins nema
lífinu sjálfu?
Stefanía Jónasdóttir
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Það var mikið áfall
fyrir mig þegar Daði
Már Kristófersson
hætti að vera fræðimað-
ur og gerðist stjórn-
málamaður í framboði.
Maður sem ég hafði
tekið mikið mark á,
enda snjall fræðimaður
á sviði auðlindastjórn-
unar. Maður sem hefur
hampað frábæru fisk-
veiðistjórnunarkerfi og
verið framarlega í að út-
skýra yfirburði íslensks
sjávarútvegs, sem sé
markaðsdrifinn og skili
meiri verðmætum en
þekkist nokkurs staðar
annars staðar í heim-
inum. Nú í einni svipan
á að þjóðnýta auðlindina
með því að ríkið taki
veiðiheimildir og setji á
uppboð.
Þetta hefur reyndar verið reynt áð-
ur í fiskveiðum, með hörmulegum af-
leiðingum. Eignarréttur á veiðiheim-
ildum er einmitt forsenda þess að
fyrirtæki fjárfesti, auki framleiðni og
þannig verðmætasköpun, sem er okk-
ur Íslendingum svo mikilvægt. Upp-
boð á þessum heimildum, þótt það sé
gert í mörgum skrefum, er ómöguleiki
sem verður útskýrt hér seinna.
En hvers vegna skyldi nú stjórn-
málamaðurinn leggja þessi ósköp til?
Hann hefur útskýrt það með því að alls
ekki sé verið að tala fyrir meiri skatt-
heimtu á útgerðina, bara að tryggja
sátt til framtíðar. En spurningin er sú;
hver er sáttin ef annar aðilinn er alger-
lega á móti breytingunum? Sjávar-
útvegurinn yrði þannig ósáttur, en sá
hluti landsmanna sem er á móti kvóta-
kerfinu yrði sáttur!
Ómöguleiki uppboða
á veiðiheimildum
En hvers vegna virka ekki upp-
boðin? Ef við tökum 5-10 % af afla-
heimildum árlega og setjum á uppboð
munu útgerðir bjóða í þær. Myndi það
tryggja rétt verð á kvótanum? Fyrir
útgerð sem hefur fjárfest í skipi og
búnaði og búið að taka 10% af heim-
ildum af þeim, þá standa þeir frammi
fyrir ákveðnu vandamáli. Þeir sem ein-
hvern tímann hafa komið nálægt
rekstri þekkja hugtök eins og fastur
kostnaður og breytilegur. Fyrir flug-
félag sem er að selja miða lítur dæmið
út þannig að þegar búið er að selja
dýra miða og komið er fyrir breyti-
legum kostnaði getur borgað sig að
bjóða miða á verði sem aldrei myndi
duga til rekstursins, en
skila þó einhverju upp í
fastan kostnað. Sama
gildir með útgerð sem
þarf að leigja kvóta af
ríkinu; til að fá hann get-
ur borgað sig að bjóða
verð sem dugar fyrir
breytilegum kostnaði og
skilar einhverju upp í
fastan kostnað. Útgerðin
sem slík myndi hins veg-
ar aldrei bera sig með
slíku veiðigjaldi, þannig
að það verð endurspeglar
á engan hátt hvaða veiði-
gjald er raunhæft. Er
samt hægt að halda því
fram að leiguverðið end-
urspegli getu útgerð-
arinnar til að taka á sig
hækkun á veiðigjöldum?
Þekking á
sjávarútvegi
Þegar ég sé hug-
myndir margra stjórn-
málamanna um veiði-
gjöld finnst mér einhvern veginn að
þeir hafi bara ekki hugmynd um um
hvað þeir eru að tala! Svona álíka og ég
skrifaði greinar um sinfóníuhljómsveit
með sterkum skoðunum um hvort
fjölga ætti fiðluleikurum eða senda
trommuleikarann heim. Þetta skín
reyndar í gegn frá bæði formanni og
fyrrverandi formanni í flokki Daða
Más; en ég geri bara miklu meiri kröf-
ur til hans. Fyrir fólk sem vill kynna
sér sjávarútveg vil ég benda á nýlega
skýrslu sem heitir: „Staða og horfur í
Íslensku sjávarútveg og fiskeldi“, sjá
https://tinyurl.com/
Uppboð ríkisins á veiðiheimildum er
ekkert annað en sósíalismi þar sem
horfið er frá markaðsbúskap til ráð-
stjórnar. Hvernig halda menn að
brugðist verði við því þegar eitt sjáv-
arpláss tapar veiðiheimildum ár eftir
ár, þar sem útgerðir þar hafa ekki
sama bolmagn og öflugustu útgerð-
irnar til að bjóða hátt verð? Verður þá
brugðist við því með sértækum að-
gerðum? Sendir sérfræðingar til að
ráða bót á vandanum og leysa hann?
Það er ráðstjórn! Ástæða þess að
veiðigjald er reiknað sem hlutfall af
hagnaði er einmitt hugsuð til að verja
veikari útgerðir gagnvart þeim öflugu.
Íslenskur sjávarútvegur er vel rek-
inn og á eðlilegum grunni. Þegar búið
er að taka rúmlega 30% af hagnaði í
veiðigjöld er hann á pari við önnur vel
rekin fyrirtæki með rekstrarhagnað
en greiðir sér heldur minni arð af
hlutafé.
Viðreisn ráðstjórnar
Eftir Gunnar
Þórðarson
Gunnar Þórðarson
»Uppboð rík-
isins á veiði-
heimildum er
ekkert annað en
sósíalismi þar
sem horfið er
frá markaðs-
búskap til
ráðstjórnar.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
silfurtorg1@simnet.is
Hví eru kosningar ekki notaðar til að útkljá
fleiri mál? Það væri beint lýðræði og myndi
spara pening, enda kosta svona kosningar
200-300 milljónir. Má þar nefna mál eins og:
1. Gera landið að einu kjördæmi, sem
myndi jafna endanlega vægi atkvæða eins
og gerist í forseta- og sveitarstjórnarkosn-
ingum.
2. Hefja viðræður við Evrópusambandið.
3. Aðskilja ríki og kirkju.
4. Alþingismenn skulu eingöngu semja
lög, enda kosnir til þess, en ekki vera jafn-
framt æðstu yfirmenn framkvæmdarvalds
og í einu tilfelli æðsti yfirmaður dómsvalds
sem ræður dómara, sýslumenn og lög-
reglumenn. Nefna má utanríkisráðherra,
sem ræður alla sendiherra en var kosinn
eingöngu til að semja lög.
Svo er spurt hvort það sé ekki tímabært
tækninnar vegna að vera með rafrænar
kosningar til að minnka kostnað við þær.
Ragna Garðarsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Kosningafyrirkomulag
Kosningar Eru rafrænar al-
þingiskosningar framtíðin?