Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 19
verkunum eins og í nokkuð þekktum verkum hennar Geð- læknar í partíi og Geðlæknar í jarðarför. Oft mátti þekkja frægt fólk í portrettverkum hennar og hafði hún þá gaman af að kanna hvort við þekktum persónuna á myndinni. Allt fram á síðasta dag var Gígja að vaxa og dafna sem lista- maður og einstaklingur. Heiðarleikinn var Gígju í blóð borinn og hún sagði það sem henni fannst umbúðalaust. Listaverkin hennar Gígju, ásamt minningu um góða og bjarta konu, munu lifa áfram í hjörtum þeirra sem voru svo lán- samir að kynnast henni. Við kveðjum Gígju með sökn- uði og þakklæti. Hvíl í friði. Við sendum Ástu, Bolla, börn- um þeirra og barnabörnum, ásamt öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og hlýjar hugsanir. Fyrir hönd starfsfólks íbúðar- kjarnans í Starengi 6, Eva Dögg Júlíusdóttir. Stjórn og starfsfólk Listahá- tíðarinnar List án landamæra votta ástvinum Gígju Guðfinnu Thoroddsen innilegustu samúð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að starfa með Gígju á vett- vangi hátíðarinnar allt frá árinu 2006 og þökkum fyrir hennar stóra framlag til hátíðarinnar og íslenskrar myndlistar. Fráfall hennar er mikill missir fyrir ís- lenskt menningarlíf. Gígja Guðfinna Thoroddsen, sem gekk undir listamannsnafn- inu Gía, var valin listamaður há- tíðarinnar árið 2017 en þar á und- an hafði hún tekið þátt í hátíðinni frá því árið 2006 þegar hún hélt einkasýningu í miðborg Reykja- víkur. Sjálfsmynd Gígju prýddi forsíðu dagskrárbæklings hátíð- arinnar árið 2006 þar sem hún túlkaði sjálfa sig sem pönkara með bláan hanakamb og aftur prýddu verk Gígju allt dagskrár- efni hátíðarinnar árið 2017. Gía stundaði nám hjá Hring Jóhannessyni listmálara í Mynd- listaskóla Reykjavíkur 1975, Vallekille-lýðháskólanum í Dan- mörku 1975 og sótti þriggja mán- aða teikninámskeið í Árósum 1976 og leiklist hjá Helga Skúla- syni leikara 1977. Gía hélt einka- sýningar og tók í samsýningum. Verk hennar eru í eigu aðila líkt og Safnasafnsins, Landspítalans, Krabbameinsfélagsins, Friðar- setursins Höfða og fyrrverandi og núverandi borgarstjóra í Reykjavík. Meðal einkasýninga GÍU var sýning á Safnasafninu á Svalbarðsströnd árið 2016 og hlutu verk hennar mikið lof. Verk Gíu hafa sterka skírskot- un í listasöguna, samtímann og samfélagið. Mörg verka hennar byggjast á hennar eigin reynslu að vera kona og þess að vera not- andi geðheilbrigðiskerfisins. Hún gerði málverk og teikningar með fjölbreyttu myndefni, m.a. af þekktu fólki úr samtímanum og mannkynssögunni. Gía notaðist við óhefðbundna liti í málverkum sínum á borð við gull, silfur og kopar. Það er með mikilli virðingu og þakklæti sem við kveðjum Gígju Guðfinnu Thoroddsen. Blessuð sé minning þessarar einstöku listakonu. Núverandi stjórn og starfsfólk votta innilega samúð, jafnframt fyrir hönd fyrrverandi stjórnar- fólks, forstöðufólks og starfsfólks hátíðarinnar frá árinu 2006 og til dagsins í dag. Stjórn og starfsfólk Listar án landamæra 2021, Steinunn Guðný Ágústsdóttir, Ásta Sóley Haraldsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Guðríður Ólafs- og Ólafíudóttir, Jónína Rósa Hjartardóttir, Margrét M. Norðdahl, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 ✝ Þorsteinn Vals- son rafmagns- verkfræðingur fæddist 9. sept- ember 1967. Hann lést á Landspít- alanum 8. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru Þráinn Valur Ingólfsson húsa- smíðameistari, f. 9. september 1941, og Anna Pála Þorsteinsdóttir, f. 19. mars 1947. Systkini Þorsteins eru Vala Bára, f. 29. mars 1970, Ingólfur, f. 24. október 1981, og Valur, f. 13. nóvember 1982. Þorsteinn kvæntist 2. ágúst 1997 eftirlifandi eiginkonu sinni, Mínervu Gísladóttur, f. 4. júlí 1973. Hún er dóttir hjón- anna Gísla Sæmundssonar smiðs, f. 25. desember 1947, og Snjólaugar Kristinsdóttur, f. 31. júlí 1946. lauk þar rafmagnsverkfræði. Þorsteinn hóf sinn starfsferil á Sauðárkróki hjá Byggingafyr- irtæki Knúts með skóla. Hann vann svo um tíma hjá Rafsjá og hóf svo störf hjá rafmagnsverk- stæði KS og með þeirri vinnu starfaði hann einnig sem héraðslögreglumaður á Sauð- árkróki þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Lengstan hluta ævi sinnar starfaði hann sem rafmagnsverkfræðingur hjá Rafteikningu sem sameinaðist svo í verkfræðistofuna Verkís þar sem hann vann til síðasta dags. Þorsteinn átti fjölbreytt áhugamál, á yngri árum var hann virkur í björgunarsveitar- og skátastarfi á Sauðárkróki. Einnig var hann mikill áhuga- maður um Formúlu 1. En fátt átti hug hans líkt og körfubolti, sem hann stundaði á meðan heilsan leyfði. Útför Þorsteins fer fram í Seljakirkju í dag, 21. september 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Börn Þorsteins og Mínervu eru: 1) Anna Pála, f. 2. apríl 1995, sam- býlismaður henn- ar er Guðmundur Ingi Hammer Kjartansson, f. 11. júní 1993. 2) Gísli Þráinn, f. 21. mars 1997, sambýlis- kona hans er Sara Atladóttir, f. 10. ágúst 1999. 3) Snjólaug, f. 6. maí 2002. Þorsteinn ólst upp á Sauð- árkróki og lauk hefðbundinni skólagöngu þar. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra og hlaut þar raf- virkjamenntun. Hann fluttist svo suður og kláraði tæknistúd- ent við tækniskólann í Reykja- vík. Fjölskyldan fluttist til Dan- merkur þar sem hann hóf nám við háskólann í Álaborg og Elsku yndislegi Þorsteinn minn, ég er svo stolt að hafa getað kallað þig eiginmann minn. Nú var tíminn þinn kominn að kveðja þessa jarð- vist, takk fyrir öll árin, ævintýrin og fallega lífið okkar saman. Við bjugg- um okkur til fallegt heimili og eign- uðumst þrjú falleg og yndisleg börn sem ég mun hugsa vel um þar til við hittumst á ný. Við ræddum oft um kveðjustundina á þeim árum sem við vorum í þessu erfiða verkefni. Við vorum alltaf mjög samrýnd og náin. Það reyndi vel á sambandið okkar í þessi fimm ár sem við börð- umst við þennan illvíga sjúkdóm, en okkur tókst með elju og þrautseigju að klára þetta til enda. Svo hinn 8. september kom dagurinn sem við vorum búin að kvíða mikið fyrir og auðvitað stóðum við okkur eins og hetjur þá líka. Síðustu mínúturnar okkar saman töluðum við um allt sem við gerðum í gegnum lífið þegar þú dróst síðasta andardráttinn í faðmi mínum, þá minningu mun ég eiga í hjarta mínu til æviloka. Nú ert þú kominn til allra þeirra sem eru líka farnir í sumarlandið og ert laus undan öllum þjáningum. Minning þín mun lifa í hjarta mínu til ævi- loka, þar til við hittumst á ný. Elska þig ástin mín, þín eigin- kona Mínerva. Elsku pabbi okkar, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir fimm ára baráttu við veikindi. Nú sitjum við hérna og yljum okkur við allar góðu minning- arnar sem munu lifa með okkur. All- ar góðu samverustundirnar á þeim ótal stöðum sem við höfum kallað „heima“. Allir stærðfræðitímarnir koma helst upp í hugann, þar sem við sátum við eldhúsborðið og þú áttaðir þig ekki á því hvernig okkur tókst ekki að skilja þessi einföldu reikningsdæmi. Allir klukkutíma- rnir sem við sátum saman fyrir framan sjónvarpið flesta sunnudaga að horfa á Formúlu 1. Einnig eru jólin ofarlega í huga okkar systkin- anna þar sem við tókum fram púslið og hlustuðum á þín uppáhaldslög. Á aðfangadag varst þú fyrstur á fætur til að hefja undirbúning að jólamatn- um og ekki má gleyma setningunni sem kom ár hvert: „Ég sé um mat- inn milli jóla og nýárs og mamma ykkar milli nýárs og jóla.“ Við erum einnig þakklát fyrir hjónaband ykk- ar mömmu, þið kennduð okkur mik- ið og voruð klárlega sköpuð hvort fyrir annað. Síðustu fimm ár voru erfið, það var erfitt að sjá veikindin taka yfir og urðu þau miðpunktur lífs okkar í langan tíma. En það sem við erum þakklát fyrir er að hafa fengið þessi fimm ár, allir dagarnir sem við átt- um, hliðin á þér uppi á spítala að tala um lífið og það sem var nýjast í fréttum. Í hvert skipti sem við kom- um í heimsókn sagðirðu alltaf „segðu mér eitthvert slúður“ og þá hófust klukkustunda samræður um slúðrið. En á endanum var þetta komið gott; eins eigingjarn og mað- ur gæti verið þá var tími til kominn að sleppa takinu. Við trúum því að þú sért kominn á betri stað í sum- arlandinu þar sem þú getur aftur spilað körfubolta og borðað allan þann góða mat sem þú getur í þig látið. Elsku pabbi, við munum passa upp á mömmu og við höldum minn- ingu þinni á lífi. Við elskum þig og munum sakna þín meira en orð fá lýst. Anna Pála, Gísli Þráinn og Snjólaug. Elsku besti Þorsteinn. Við gátum ekki beðið um betri tengdapabba en þig. Alltaf jafn rólegur, yfirvegaður og góður. Ef við áttum í vandræð- um með eitthvað, hvað sem er, þá gátum við alltaf leitað til þín. Hvort sem það tengdist skólanum, íbúðar- kaupum eða einfaldlega að setja upp ljós. Okkur þykir ótrúlega vænt um þig og erum þakklát fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem feng- um með þér. Elskum þig. Guðmundur og Sara. Nú hefur Þorsteinn bróðir okkar þurft að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómi sem hann barðist hetjulega við síðustu ár. Það er sárt að þurfa að kveðja hann svona snemma. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir Þorstein, en sama hvað á gekk var alltaf notalegt að hitta hann. Hann var hvers manns hugljúfi sem hafði afar þægilega nærveru. Alltaf var stutt í brosið og ljúfmennskuna sem hann fékk í vöggugjöf. Nú er hann farinn frá okkur en eftir sitja minningar um ljúfan bróður sem okkur þótti öllum svo óendanlega vænt um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Vala Bára, Ingólfur og Valur. „Viltu kaupa fiskirotara?“ Þetta er byrjunin á fyrstu en ekki síðustu sögunni um Þorstein frænda okk- ar. Hann hafði fengið kústskaft „lánað“ heima hjá sér, sagað það niður, borað göt í endana og þrætt spotta í gegn til að gera handfang. Svo gekk hann milli húsa á Forn- ósnum með bros á vör og seldi. Þetta var í kringum 1975 og stykk- ið kostaði 25 krónur. Heima hjá Muna og Dóru var þessi fiskirotari til í mörg ár og sagan sögð af hand- lagna uppátækjasama frændanum í húsinu á ská á móti. Það var samheldinn hópur systkinabarna sem ólst upp á Sauð- árkróki og Hofsósi, mörg á svip- uðum aldri og samverustundir margar. Þorsteinn hélt oft uppi stuðinu, hann kunni endalausar auglýsingar og söng þær fyrir okk- ur við mikla kátínu viðstaddra, ásamt því að kunna heilu áramóta- skaupin utan að. Við vorum mörg saman í skátunum og þar var ým- islegt brallað. Nokkur okkar héldu svo áfram í Björgunarsveitina. Síð- an voru það öll afmælin, ferming- arveislurnar og Hofsósferðir til ömmu og afa. Á þessum árum myndaðist vinátta okkar í milli sem heldur enn og gerir sorgina enn meiri. Við höfum grátið og syrgt hér á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Ítalíu. Syrgt frænda okkar og vin Þorstein Valsson, sem barðist eins og hetja við krabba- mein í meira en 5 ár. Svo liðu árin og Þorsteinn varð rafvirki og síðar rafmagnsverk- fræðingur, eftir nám í FNV, Tækniskólanum og í Álaborg í Danmörku. Á yngri árum vann hann við smíðar, rafvirkjun og sem héraðslögregluþjónn. Hann kynnt- ist konunni sinni henni Mínervu á þessum árum og þau eignuðust þrjú yndisleg börn sem hann var alltaf svo stoltur af. Þá var hann vinamargur og vel liðinn, enda sér- lega vingjarnlegur og hlýr, svo ekki sé minnst á skemmtilegur. For- eldrum sínum var hann góður son- ur. Hann var elstur í systkinahópn- um, stóri bróðir Völu, Ingólfs og Vals. Dásamlegur bróðir, þó að hann hafi reyndar pínt Völu sína stundum í æsku – með fantabrögð- um sem hann lærði af Vöndu frænku sinni. Þorsteinn var glaðlyndur, með jafnaðargeð og erum við sammála um að muna ekki eftir að hafa hitt hann án þess að hann brosti, jafn- vel þó að hann væri orðinn mjög veikur. Þannig birtist hann okkur systkinabörnunum, sem gleði- og stríðnisbolti og alltaf stutt í húm- orinn. Við teljum að þetta geðslag hafi hjálpað honum mikið í veikind- unum. Í því sambandi má ekki gleyma Mínervu en henni viljum við þakka einstaka umhyggju. Hún er búin að berjast með Þorsteini þessi 5 ár og hefur staðið eins og klettur við hans hlið. Við frændsystkinin í Páluhúsi kveðjum nú Þorstein, þennan ynd- islega mann sem okkur þykir svo vænt um. Við sendum Mínervu og börnunum, þeim Önnu Pálu, Gísla og Snjólaugu, ásamt tengdabörn- um og tengdaforeldrum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Anna Pála frænka okkar, mikið hefur verið á þig lagt á undanförn- um árum, þetta er þyngra en tár- um taki. Þér, Völu, Ingólfi, Val og fjölskyldum sendum við einnig okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkinabarnanna í Páluhúsi, Vanda Sigurgeirsdóttir. Það er með miklum trega sem við nánir vinnufélagar Þorsteins Valssonar setjum á blað minning- arorð um hann Steina okkar Vals. Hann hafði alltaf verið heilsu- hraustur þegar hann veiktist fyrir rúmum fimm árum af illvígum sjúkdómi. Hann tókst á við þá erf- iðu áskorun af einstakri hugprýði og æðruleysi fram á síðasta dag. Þorsteinn byrjaði sem sumar- starfsmaður hjá Rafteikningu árið 2001 en þá var hann í námi í raf- magnsverkfræði í háskólanum í Álaborg. Að námi loknu kom hann aftur til Rafteikningar, sem seinna varð hluti af Verkís, og vann með okkur allan sinn starfsferil eftir það. Þorsteinn varð meðeigandi í Verkís árið 2008. Hann starfaði fyrst og fremst í jarðvarmaverk- efnum, í byrjun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í Nesjavallavirkjun og síðan einnig frá upphafi við upp- byggingu Hellisheiðarvirkjunar og aðstoð fyrir ON við rekstur beggja virkjananna. Verkefnin hans voru mjög fjölbreytt þar sem reynsla hans, þekking og eljusemi nýttust vel bæði hérlendis og erlendis. Nú þegar hans nýtur ekki lengur við er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Steini var sérlega traustur og góður félagi og alltaf hægt að reiða sig á hans framlag, hvort sem það var vinnutengt eða í því sem við köllum „mjúku málin“. Í verkefna- vinnu ávann hann sér traust og var eftirsóttur af viðskiptavinum og ekki síður af vinnufélögunum, sem einnig sóttust eftir félagsskap hans og jákvæðni. Félagslega var Þor- steinn mjög sterkur, tók iðulega þátt í viðburðum utan vinnutíma og var duglegur að rífa okkur sem unnum í hans nærumhverfi upp af stólunum til að fá sér smá hress- ingu í kaffihorninu. Aldrei var skortur á umræðuefnum, hvort sem það var formúlan, körfubolti eða bara eitthvað sem tengdist vinnunni eða fjölskyldunum. Alltaf var stutt í brosið og hláturinn hjá Steina, alveg fram á síðustu heim- sóknir hans til okkar. Við vinnufélagarnir vottum Mín- ervu, börnunum og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Fyrir hönd vinnufélaga á Verkís, Haukur Geir Guðnason, Snæbjörn Jónsson. Við kveðjum í dag kæran vinnu- félaga okkar Þorstein Valsson. Þor- steinn hóf störf hjá Rafteikningu, sem síðar varð Verkís, í byrjun árs 2002 eftir að hafa lokið meistara- gráðu í rafmagnsverkfræði frá há- skólanum í Álaborg. Fyrstu verk- efni hans hjá fyrirtækinu voru hönnunarverkefni vegna stækkun- ar Nesjavallavirkjunar og upp frá því og allan hans starfsferil var starfið tengt jarðvarmavirkjunum á einn eða annan hátt. Kom hann m.a. að undirbúningi og uppbygg- ingu Hellisheiðarvirkjunar, Þeista- reykjavirkjunar og virkjana í Ken- ýa og í Tyrklandi. Sérsvið Þorsteins voru einkum prófanir og gangsetn- ingar virkjana og var hann orðinn einn af reyndustu sérfræðingum Verkís á þessum sviðum. Þorsteinn gerðist einn af eigendum Verkís ár- ið 2008. Þorsteinn var einstakt ljúfmenni og traustur starfsmaður sem auð- velt var að leita til og starfa með. Meðan á veikindum stóð kom hann reglulega í heimsókn til að upplýsa um stöðu sína og ræða við sam- starfsfélaga. Hann var ávallt æðru- laus, glaður og bjartsýnn á fram- haldið þótt ljóst væri að baráttan var erfið. Hans verður sárt saknað á sviðinu. Fyrir hönd orku- og iðnaðar- sviðs Verkís sendum við fjölskyldu Þorsteins innilegar samúðarkveðj- ur. Páll og Borghildur. Þorsteinn Valsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA FRIÐGEIRSDÓTTIR, Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 16. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 24. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Sigurður Guðmundsson Valgerður Sigurðardóttir Rúnar Guðlaugsson Guðmundur Sigurðsson Sigurborg Gunnarsdóttir Friðgeir Sigurðsson Ragnhildur Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUNNHILDUR JÓSAFATSDÓTTIR, Imba Jós, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 16. september á Lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Útför Imbu fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 27. september klukkan 14. Björgvin Jósafat Sveinsson Gunnar Bragi Sveinsson Sunna Gunnars Marteinsdóttir Atli Freyr Sveinsson Ingibjörg Jenný Leifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og kær vinur okkar allra, HÖRÐUR ÞORSTEINSSON, Vættagili 24, Akureyri, lést þriðjudaginn 14. september í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. september klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Þorsteinn Hjaltason Hrafnhildur Björnsdóttir Hjalti Þorsteinsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Björn Daníelsson Fjóla Guðmundsdóttir frændfólk og vinir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.