Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 21
það sem eftir er og er ég svo
þakklát fyrir þann dag sem við
áttum þar saman.
Ég mun líka minnast þíns
mikla húmors, þú varst óhemju
fyndinn og alltaf með húmorinn í
lagi. Það sem ég mun sakna þess
að hlæja með þér.
Sem barn var ég svo ánægð að
eiga þig sem föður, þú vildir allt
fyrir mig gera og sýndir mér
mikla þolinmæði. Þú tókst mér
eins og ég var, reyndir aldrei að
breyta mér og fann ég það alla tíð
hversu stoltur þú varst af mér og
fjölskyldunni allri. Að halda
áfram lífinu án þín er óhugsandi
og verður ekki eins en í huga mín-
um og hjarta áttu alltaf stað. Þú
verður aldrei gleymdur, við mun-
um ávallt minnast þess hve æð-
islegur og góður maður þú varst.
Þú gafst af þér og sýndir fjöl-
skyldu þinni ávallt skilyrðislausa
ást. Ég efaðist aldrei um að þú
elskaðir mig og fann alltaf að þú
varst tilbúinn að gera allt fyrir
stelpuna þína. Ég gæti þulið
endalaust meira upp, en þær
minningar á ég í huga mínum og
hjarta.
Þú ert sigurvegari. Þú vannst
lífið en ekki lífið þig. Takk fyrir
allt pabbi.
Ég sakna þín og elska þig
ávallt.
Þangað til næst.
Þín eina pabbastelpa,
Klara Dögg Baldvinsdóttir.
Fallinn er frá langt fyrir aldur
fram mikill vinur og félagi í
Græna bindinu, sem er veiðifélag
innan lögreglunnar. Baldvin var
virkur félagi og einstaklega gam-
an að vera með honum í veiðiferð-
um. Það er dásamlegt að vera
með veiðistöng í hendi við fallegt
fjallavatn og þar var Baldvin í
essinu sínu. Hann var bráðflinkur
með flugustöngina og veiddi jafn-
an vel. Baldvin vildi ekki skemma
þá upplifun með áfengi við hönd,
eins og hann tók til orða. Þá gerði
hann góðlátlegt grín að okkur
hinum sem vorum ekki eins sta-
bílir. Að veiða með letingja var
ekki hans háttur og sagðist hann
eins geta keypt sér fisk í næstu
verslun og lagst með hann milli
þúfna með bjórdós í hendi. Í okk-
ar veiðiferðum er hefð að elda
siginn fisk með hamsatólg fyrra
kvöldið fyrir þá sem það kjósa.
Baldvin fékk vatn í munninn þeg-
ar fiskilyktin sveif um húsið. Eins
gerði hann mikið grín að þeim
sem ekki vildu þiggja þessar
kræsingar. Seinna kvöldið í veiði-
ferðunum eru lambalæri grilluð
og mikið nostur lagt í þá elda-
mennsku. Menn keppast við að
segja sögur og þar var Baldvin
liðtækur því hann var góður
sögumaður. En hann átti erfitt
með að skálda frá grunni því að
hann var hreinskiptinn og sann-
orður. Ef hann hnikaði sannleik-
anum til þá kom hann upp um sig
með stríðnisglotti. Baldvin var
mikill bridgemaður og hló dátt ef
menn spiluðu illa. Það kom okkur
félögum á óvart hversu létt hann
átti með að setja saman vísur.
Hvað eftir annað var hann hvatt-
ur til að gefa út ljóð sín á bók, en
var ófáanlegur til þess. Við vitum
að eftir hann liggur talsvert safn
ljóða.
Það var okkur öllum mikið
áfall er Baldvin greindist með
krabbamein fyrir áratugum síð-
an. En hann var strax ákveðinn í
því að hann myndi sigra þennan
vágest og gerði hann það í mörg
skipti. Baldvin var mikið hraust-
menni og mjög fylginn sér. Hann
breytti lífsstíl sínum og þar áttu
andleg málefni og líkamleg
hreyfing allan hans hug. En aftur
og aftur bankaði þessi óvelkomni
gestur að dyrum. Margur hefði
löngum lagt árar í bát en okkar
maður barðist ótrauður áfram.
Því miður fylgdi líkami ekki sál.
Fjölskylda Baldvins stóð þétt
upp við hann í öllu þessu ferli og
veitti honum ómetanlegan stuðn-
ing. Eiginkona hans Kristín
Snorradóttir, konan í lífi hans,
var hans klettur ásamt börnum
þeirra og barnabarni. Kristín og
Baldvin voru dugleg að rækta
hjónaband sitt og skapa minn-
ingar sem Kristín getur nú yljað
sér við. Á handlegg Baldvins er
hann með húðflúrað á sig
„Stína“.
Djúpt skarð er höggvið í okkar
vinahóp og það mun enginn geta
fyllt upp í. Við munum ávallt
minnast Baldvins, svo mikið er
víst. Án efa verður mikið vitnað í
þann góða mann og ljúfar minn-
ingar rifjaðar upp. Baldvins er og
verður sárt saknað. Við félagar í
Græna bindinu sendum Kristínu
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi þau finna
styrk til að takast á við þessa
miklu sorg.
Elsku vinur, hvíl þú í friði.
Fyrir hönd Græna bindisins,
Benedikt Lund.
mömmu sem var mín helsta fyr-
irmynd í svo mörgu. Í rúm tvö ár
bjó mamma á hjúkrunarheimilinu
Eir og undi hag sínum ágætlega.
Umönnun starfsfólks á 2B var góð.
Starfsfólk vinsamlegt og mamma
eignaðist í því marga góða vini. Að
öðrum ólöstuðum var besta vinkon-
an Nína Lovísa sem reyndist
mömmu einstaklega vel. Vináttu
hennar gleymum við aldrei og
geymum ávallt í hjarta okkar.
Elsku mamma, minning þín er ljós
í lífi okkar.
Stefanía Björg
Sæmundsdóttir.
Elsku amma mín. Þú varst svo
skemmtileg persóna. Ákveðin,
fyndin og magnaður karakter. Ég
leit alltaf upp til þín. Þú hafðir trú á
öllu sem ég tók mér fyrir hendur
og studdir mig í því. Ég hafði gam-
an að því að tala við þig, ræða um
allt milli himins og jarðar.
Skemmtilegast var þó að vera
ósammála þér, því þá fórstu á flug.
Stundum gerði ég það bara til þess
að stríða þér. Þú elskaðir skilyrð-
islaust og af mikilli ástríðu. Ég var
heppin að fá allan þennan tíma með
þér. Takk fyrir að kenna mér að
konur megi hafa rödd, að það sé í
lagi að taka pláss. Heimurinn er
tómlegri án þín.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Þín nafna
Arna Vígdögg Einarsdóttir.
Það barst gleðikliður úr stofunni
- mamma hafði lagt mig í rúmið og
sagt eina kvöldsögu - ég vakti þó
áfram og hlustaði á útskriftarhollið
spjalla saman yfir glæsiveitingum.
Það tók móður mína marga daga
að baka og útbúa smárétti þegar
von var á „Hollinu“ í heimsókn en
það voru hjúkrunarkonur sem út-
skrifuðust úr Hjúkrunarkvenn-
askóla Íslands, fyrir nú rúmum
sextíu árum. Mamma sagði mér frá
því fyrir nokkrum árum að þegar
„Hollið“ hafi verið á ferðalagi um
Snæfellsnes og til að heimsækja
eina hollsystur, sem bjó í Stykk-
ishólmi, að í rútu á leið vestur hafi
ein ókunn kona sagt við þær: „Ó!
Ég vildi ég væri ein af ykkur. Þið
eru svo skemmtilegar og lífsglað-
ar.“
Það voru þrjár hollsystur sem
ég kynntist best en það voru guð-
móðir mín, Magdalena Jórunn
Búadóttir (Magga Búa), Vígdögg
Björgvinsdóttir (Dögg) og svo auð-
vitað mamma (Nóna). Þessar kon-
ur dekruðu við mig alla tíð en
hugsuðu einnig vel um hverjar
aðrar. Þær höfðu stöðug sam-
skipti, þessar þrjár hollsystur, með
heimsóknum, símaspjalli og svo
fóru þær í kaffihús, smábæjarferð-
ir, leikhús eða á listasöfn. Þegar
Magga Búa veiktist þá studdu þær
Dögg og móðir mín hana síðustu
árin fyrir andlát hennar. Og þegar
móðir mín tvíbrotnaði á lærlegg,
komin á níræðisaldur, þá kom
Dögg af miklum krafti inn í að und-
irbúa heimkomu mömmu af
sjúkrahúsi - skipulagði að „Hollið“
keypti sjúkrarúm og góðan hæg-
indastól handa mömmu. Hún var
vakandi yfir öllu og verkstýrði af
röggsemi mér í húsverkum og
einnig þeim flutningamönnum sem
að komu.
Vígdögg Björgvinsdóttir, eigin-
maður hennar Sæmundur Örn
Sveinsson og börn þeirra hjóna
þau Sveinn, Arna og Stefanía
komu oft á mínum æskudögum í
gagnkvæmar heimsóknir og urðu
þau öll mín bestu vinir. Æsku-
minningar mínar frá heimsóknum
heim til Vígdaggar hrannast oft að
mér - einkum um jól og áramót.
Það voru í gildi góðar íslenskar
bændahefðir á heimili Vígdaggar
og kvöldmatur var snemma eða
klukkan átján. Þá var alltaf borðað
í eldhúsi og vel raðað á borð en ein-
ungis borðað í borðstofu við hátíð-
leg tækifæri. Og þvílíkar veislur!
Þá kom það til miklu síðar að ég
átti þess kost að kynnast henni í
starfi sem hjúkrunarfræðingi, þeg-
ar ég starfaði um skeið sem gæslu-
maður á Kleppsspítala. Og er það
minnisstætt að hversu mikilli hlýju
hún kom fram við geðsjúklinga
sem leið betur í hennar sterku ná-
vist.
Vígdögg hafði glæsilegan per-
sónulegan fatasmekk og hafði
gaman af því að vera vel klædd og
vakti athygli hvar sem hún kom í
tízkuklæðum. Þá bar hún gjarnan
fagra dömuhatta af ýmsum gerð-
um - kona með stíl.
Það sem einnig tengdi okkur
saman var að Vígdögg var mikil
bókamanneskja og las merkilega
flóru af klassískum og nýstárlegum
skáldverkum.
Þegar móðir mín dó fyrir rúmu
ári var það mitt fyrsta verk að að
hringja í Vígdögg til að segja henni
frá andlátinu. Við hittumst síðast
við jarðaför mömmu frá Digranes-
kirkju sem mörkuð var af þeir
heilsuógn sem enn ríkir og sagði
Vígdögg við mig: „Halldór - ég vildi
að ég gæti faðmað þig. Mér þótti
svo vænt um hana mömmu þína.
Hún var mín besta vinkona.“
Halldór Eiríkur Sigur-
björnsson Jónhildarson
Fyrir rúmlega 68 árum hittust í
Reykjavík nokkrar ungar stúlkur
víðsvegar að af landinu, allar
komnar til að hefja nám í hjúkrun.
Ein úr hópnum vakti strax athygli
mína vegna glæsileika, en seinna
komst ég að því að hennar innri
fegurð var ekki minni, þetta var
hún Dögg.
Allur hópurinn náði vel saman
og bundumst við ævarandi vináttu-
böndum, bönd sem héldust áfram
þótt við færum í ólíkar áttir eftir að
námi lauk. Það að vináttan hélst
var ekki síst Dögg og Magdalenu
Búadóttur að þakka en þær voru,
að öðrum ólöstuðum, duglegastar
við að halda hópnum saman.
Á þessum árum bjuggum við
þröngt í heimavistinni á efstu hæð
Landspítalans og hugsa ég að það
hafi átt sinn þátt í að styrkja vin-
áttuböndin. Síðustu tvo mánuðina á
heimavistinni fengum við úthlutuð
sérbýli í nýja Hjúkrunarskólanum
og var mikil tilhlökkun hjá hópnum
vegna fyrirhugaðs flutnings og
betri vistarvera. Þegar við vorum
komnar í langþráð sérbýlin brá svo
við að þegar við vorum ekki að
vinna vorum við allar í sama her-
bergi og þessi eftirsóttu einbýli
urðu aðeins svefnstaðir. Það segir
margt um það hversu vel okkur
leið í návist hver annarrar.
Dögg starfaði lengst af sem
deildarstjóri á Kleppsspítala og var
hún alla tíð dáð og virt, bæði af
starfsfélögum og sjúklingum, auk
þess sem hún var alltaf reiðubúin
til hjálpar þeim sem voru í erfið-
leikum.
Ég minnist vinkonu minnar með
þakklæti fyrir vináttu hennar og þá
tíma sem við áttum saman og votta
ættingjum hennar samúð mína.
Blessuð sé minning Daggar.
Friðrikka.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
✝
Dagbjört Lára
Sverrisdóttir
fæddist 2. desem-
ber 1974 í Reykja-
vík. Hún lést 28.
desember 2019 á
heimili sínu í San
Diego í Kaliforníu.
Foreldrar Dag-
bjartar Láru eru
hjónin Ragnheiður
Drífa Steinþórs-
dóttir, f. 3. janúar
1948 á Stokkseyri, og Sverrir
Eðvaldsson, f. 8. maí 1952 á
Siglufirði. Þau skildu. Eig-
inmaður Drífu er Logi Hjart-
arson, f. 19. september 1962.
Eiginkonur Sverris síðar voru
Kristín Ása Einarsdóttir, f. 12.
febrúar 1951, og nú Gerd Jor-
unn Christensen frá Noregi.
Systkini Dagbjartar Láru
Hún átti soninn Daníel Mich-
ael Kempf 7. ágúst 1994 með
David Charles Kempf, sjóliða í
bandaríska flotanum og síðar
sjúkraliða á Borgarspítalanum.
David fæddist 7. desember
1966 í Greenfield, Massachu-
setts en þau Dagbjört Lára gift-
ust eftir langa sambúð árið
2000. Daníel ólst upp á Íslandi í
faðmi fjölskyldunnar en fluttist
tólf ára gamall með foreldrum
sínum til Greenfield, þar sem
David tók upp störf. Þar bjó
fjölskyldan í nokkur ár eða þar
til þau hjónin skildu og Dag-
björt flutti ásamt Daníel til San
Diego í Kaliforníu, þar sem
hann og Shakara Thompson
eiga nú saman heimili.
Dagbjört Lára leitaði alla tíð
aukinnar menntunar, aflaði alls
sem þurfti til að stunda störf í
lífeindafræði í Bandaríkjunum
og lauk, þrátt fyrir illvíg veik-
indi, MBA-prófi þar ytra jafn-
hliða vinnu við sjúkrastofnanir.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. sept-
ember 2021, klukkan 13.
eru Björgvin Daði
Sverrisson, f. 6.
janúar 1978, maki
Helena Ketilsdótt-
ir, f. 13. mars
1977, og Ásgerður
Sverrisdóttir, dótt-
ir hans og Krist-
ínar Ásu, f. 5. apríl
1989, maki Hilmir
Þór Kjartansson, f.
12. júlí 1988.
Dagbjört Lára
ólst fyrst upp í Reykjavík en
fluttist fjögurra ára með for-
eldrum sínum til Noregs. Fjöl-
skyldan flutti heim eftir við-
komu í Svíþjóð um sjö árum
síðar. Dagbjört Lára lauk stúd-
entsprófi frá Ármúlaskóla,
nam lífeindafræði við Tækni-
skólann og starfaði á því sviði
æ síðan.
Dagbjört Lára lést aðeins 45
ára að aldri. Það var reiðarslag
en hún kom meiru í verk og lifði
fyllra lífi en mörg okkar á langri
ævi. Hún lét fátt slá sig út af lag-
inu og var afreksmaður í því sem
hún tók sér fyrir hendur. Ég man
hvar ég sá hana fyrst, á Land-
spítalanum við Hringbraut. Hún
sat þar á biðstofu og ég brosi og
segi: Ertu dóttir hennar Drífu? –
Já, sagði hún brosandi, en vildi
frekar, frétti ég seinna, vera
þekkt af verkum sínum en öðru
fólki. Ég kom svo inn í líf hennar,
bókstaflega talað, ári síðar, þeg-
ar ég flutti inn á gafl til þeirra
Drífu í Mávahlíðinni, þar sem við
Drífa hófum ástarsamband sem
enn stendur. Dabba var lík móð-
ur sinni útlits og samt engum lík,
hún bjó yfir sterkum og djúpum
tilfinningum, sem voru oft lok-
aðar inni í feimni eða hlédrægni
en ögraði sjálfri sér alla tíð með
því að fara út fyrir
þægindarammann. Það er ekki á
hvers manns færi en þetta gerði
hún og opnaði sig jafnvel meira
en við hin. Hún var einstaklega
hreinskilin og orð voru henni
dýr, þú hélst ekkert Döbbu uppi
á snakki. Það gat verið erfitt því
sumum finnst gaman að spjalla.
Líf okkar Drífu næstu árin
skipulögðum við þannig að við
gætum verið sem mest með
Döbbu, Daníel og Dave. Í full-
komnum heimi hefðu þau Bjöggi
bróðir hennar og Hella verið með
okkur líka sunnan heiða og skipt-
in tvö sem við komum öll saman
eru eftirminnileg. Við munum
líka yndislegar samverustundir
með Döbbu í Bandaríkjunum og
Evrópu og þær hefði ég ekki vilj-
að hafa neitt öðruvísi. Það skildi
leiðir í örfá ár en Dabba fór samt
aldrei frá okkur og við ekki frá
henni, ekki heldur núna. Mitt
framlag var að taka utan um
mömmu hennar og gera Döbbu
kleift að halda út í lífið, flytja að
heiman. Í kjölfarið eignaðist
Dabba kærasta, síðar eiginmann
og Daníel, augasteininn. Hún
lauk námi og líf hennar allt bar
uppeldi hennar fagurt vitni, var
henni sjálfri og okkur hinum til
sóma. Dabba er ein af hetjunum
mínum og í minningunni sé ég
hana fyrir mér með sitt fallega
rauða hár. Og hvernig er hún bú-
in? Jú, í fallegum kjól með gull-
band um sig miðja, þar rauður
loginn brann.
Logi Hjartarson.
Fyrir um átta árum var ég rétt
lögð af stað í vinnuna hér í San
Diego þegar ég sá, þar sem ég
var að stoppa á rauðu ljósi, að
bíllinn fyrir framan mig var með
íslenska fánann á afturrúðunni,
svo ég renndi mér við hliðina,
rúllaði niður rúðunni og veifaði.
Við stýrið sat falleg og brosandi
kona, var í símanum og því ekk-
ert spennt að tala við mig í
fyrstu. Ég veifaði aftur svo hún
rúllaði loks niður rúðunni og ég
rétt náði að spyrja: „Ertu ís-
lensk?“ Hún játaði því svo ég
spurði næst hvort hún byggi í ná-
grenninu, sem hún og játaði. En
þá kom grænt ljós og við þurftum
að keyra af stað enda báðar á leið
í vinnu. Ég hugsaði með mér:
jæja, þetta nær þá ekki lengra,
en það hefði verið gaman að geta
spjallað aðeins lengur. Um það
bil tveimur vikum seinna var ég
stödd fyrir utan búð í nágrenninu
þegar ég heyrði kallað á íslensku:
„Ert þetta þú?“ Þar stóð Dag-
björt brosandi út að eyrum. Við
tókum tal saman og fljótt kom í
ljós að við bjuggum ekki bara í
sama hverfinu heldur nánast hlið
við hlið í sömu innkeyrslunni.
Upp úr þessu hófst síðan vinátta,
sem þrátt fyrir 14 ára aldursmun
varð náin og sterk. Ég sá fljótt að
hér var gegnheil og góð mann-
eskja á ferð og var himinlifandi
að finna íslenska nágrannakonu
og vinkonu í næsta húsi. Við urð-
um fljótt heimagangar hvor hjá
annarri, skiptumst á lyklum,
héldum saman jól, áramót, af-
mæli og aðrar hátíðar. Í heita
pottinum ræddum við allt milli
himins og jarðar. Fljótt trúði hún
mér fyrir því að hafa greinst aft-
ur með brjóstakrabbamein. Hún
hafði upphaflega verið greind að-
eins 29 ára gömul, gekkst undir
erfiðar meðferðir og var upp úr
því talin læknuð. En 10 árum
seinna greindist hún aftur og nú
með fjarlæg meinvörp. Við þær
upplýsingar rann mér bókstaf-
lega kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Ég gerði mér strax grein
fyrir alvöru málsins, þótt ég
reyndi að halda í von um nýjar
rannsóknir og meðferðir. Upp úr
þessu hófst baráttan; Dagbjört
gekkst undir erfiðar meðferðir,
aðgerðir, rannsóknir, alla tíð
ákveðin í ekki aðeins að halda
meininu í skefjum heldur sigrast
á því og læknast og stóð sig eins
og hetja. Tók þátt í nýrri klín-
ískri rannsókn sem um tíma gaf
góða von og ég veit að gaf henni
töluvert meiri tíma. Hún naut
lífsins eftir bestu getu, neitaði að
vera „krabbameinssjúklingur“,
hún var hún sjálf og ákveðin í að
vinna baráttuna. En lét líka
draumana rætast; keypti sér
rauðan blæjubíl, ferðaðist m.a. til
Mið-Austurlanda og síðast til
Kína aðeins tveimur mánuðum
áður en hún kvaddi þessa jarð-
vist. Þetta voru grimm örlög og
erfitt að horfa upp á krabbann
taka völdin hjá þessari fallegu,
góðu konu, með sitt þykka fal-
lega rauða hár, ljúfa bros og spé-
koppa, sem þráði bara að fá að
lifa og njóta lífsins með fjöl-
skyldu og vinum. Það sem hún
hefði notið þess að vera amma
litlu ófæddu sonardótturinnar
sem von er á í febrúar. Það er
sárt til þess að hugsa að hún fékk
ekki að lifa til að sjá hana, en ég
vil trúa því að hún muni vaka yfir
henni á annan hátt. Hvíl í friði
elsku vinkona, þín er sárt saknað
en ljúfar minningar lifa.
Kristrún Þórdís Stardal.
Dagbjört Lára
Sverrisdóttir
Elsku systir okkar, mágkona og frænka,
GÍGJA GUÐFINNA THORODDSEN,
Starengi 6, Reykjavík,
sem lést 8. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 21. september klukkan 15.
Ásta St. Thoroddsen Bolli Héðinsson
Einar Gunnar Guðmundsson Sverrir Bollason
Atli Bollason Brynhildur Bolladóttir
Ólafur E. Thóroddsen
Ólöf Jónína Thoroddsen Hrafnhildur Thoroddsen
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SÍMON SÍMONARSON,
fv. skipstjóri og útgerðarmaður
á Akranesi,
Norðurbrú 6, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans 4. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Bryndís Símonardóttir Ásgeir Guðnason
Hallfreður Óttar Símonarson Laufey Ófeigsdóttir
Edda Símonardóttir Vésteinn Benediktsson
barnabörn og barnabarnabörn