Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021 50 ÁRA Herdís Pála fæddist í Reykjavík, en ólst upp víða á land- inu, lengst af á Ólafsfirði. Hún er með MBA-gráðu frá Háskóla í New Haven í Bandaríkjunum og hefur einnig lokið B.Ed.-kennara- prófi frá HÍ og námi í stjórnenda- markþjálfun frá HR. Hún hefur verið framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs og mannauðsstjóri Deloitte frá nóvember 2019. „Við erum sjö framkvæmda- stjórar auk forstjóra, en Deloitte er með 260 starfsmenn. Deloitte er endurskoðunar- og ráðgjafar- fyrirtæki, ég held utan um innra starfið í fyrirtækinu, en undir rek- starsvið heyra mannauðsmál, markaðsmál, upplýsingatæknimál, fjármál og þjónusta.“ Áhugamál Herdísar eru sjó- sund, náttúruhlaup og hjólreiðar. „Svo byrjaði ég í golfi í sumar svo það er að færast upp listann.“ Herdís hefur líka mikinn áhuga á lestri og skrifum enda kom út bók eftir hana og dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur núna í september. Bókin heitir Völundarhús tækifæranna, og fjallar um breytingar á vinnumarkaði og verkefnadrifið hagkerfi. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Herdísar er Jón Ágúst Sigurðsson, f. 1963, sér- fræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Kristmundur Ágúst, f. 1991, Jóhannes Geir, f. 1992, og Jökull, f. 1999. Barnabarn er Emilíana Ágústa Kristmundsdóttir, f. 2021. Móðir hennar og eiginkona Kristmundar er Hólmfríður Elvarsdóttir. Foreldrar Herdísar eru Rósamunda Þórðardóttir, f. 1945, fyrrverandi skólaliði, og Páll Pálsson, f. 1943, d. 2010, endurskoðandi skattamála. Stjúpfaðir Herdísar er Jóhannes Borgarsson, f. 1941, fyrrverandi verkstjóri. Rósamunda og Jóhannes eru búsett í Reykjavík. Herdís Pála Pálsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyr- ir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú getur lært ýmislegt af öðrum í dag. Flýttu þér ekki um of. Segðu fjöl- skyldunni hvað þér þykir vænt um hana og þér líður betur eftir á. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú vilt skipuleggja umhverfi þitt en um leið kannt þú að fá félaga þinn eða einhvern nákominn upp á móti þér. Settu þér markmið í einkalífinu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Varfærni og umburðarlyndi fleyta manni langt. Með góðra manna hjálp tekst þér að breyta hlutunum þér í hag. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Varastu að eyða peningum í óþarfa í dag. Gerðu langtímaáætlanir varðandi sparnað. Taktu frá tíma til að sinna ung- viðinu. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú ferðu að uppskera árangur erfiðis þíns bæði í einkalífi og starfi. Gefðu eldra fólki af tíma þínum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Farðu þér hægt í því að stinga upp á nýjum hlutum í dag og gakktu heldur frá öllum lausum endum. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það hefur ekkert upp á sig að berjast gegn því sem er óhjákvæmi- legt. Þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það hjálpar ótvírætt að sjá jafnan skoplegu hliðarnar á tilverunni. Eitthvað er að naga þig, reyndu að ganga frá því máli sem fyrst. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gerðu ekki meira úr hlut- unum en nauðsynlegt er. Leitaðu leiða til auka frítíma þinn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ýmsum spurningum er ósvar- að. Finndu út hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu og fylgdu henni eftir. Þér eru allir vegir færir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Einhver þér eldri og reyndari gef- ur þér hugsanlega ráð í dag eða þá að þú tekur að þér hlutverk ráðgjafans. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. um, Georgs Guðna Haukssonar, vann hjá Orkustofnun og fékk okkur í vina- hópnum gjarnan í íhlaupaverkefni fyrir stofnunina við flutninga, sigtun á aurburðarsýnum og afleysingar ýmsar. Ég var staddur á Orkustofnun á Grensás þegar aðvífandi kom Davíð Egilsson jarðfræðingur og bráðvant- aði mann í lágtíðni- og segulmælingar við Sandafell og Búðarháls. Ég sló til og var skömmu síðar staddur í kol- svartri eyðimörk á hálendinu. Þetta var sumarið eftir Heklugosið 1981 og mælisvæðið var í miðjum öskugeira gossins. Þessar kringumstæður höfðu þannig áhrif á mig að einhvers konar upphafning hreif mig með hléum. Þetta sumarið og næstu vann ég við rannsóknir við Kvíslaveitur, Þórisvatn, Skagafjarðaröræfi, Blöndu, Vatnsfell,Tungnaá, Þjórsá og Sultartanga, sem sagt um hálendið konungagersemi sem ung hirðfífl höfðu þarna komist í. Þetta voru mín fyrstu kynni af vinnuumhverfi lista- manns. Í Vörðuskóla tók ég myndlist sem val hjá Skarphéðni Haraldssyni. Hann sýndi okkur nemendum sitt- hvað af því sem hann fékkst við og meðal annars teikningar af fjöru- grjóti sem hann nálgaðist nánast vís- indalega með ljósmæli sem mældi gráskala grjótsins og tónaðist teikn- ingin af ljósmælingunum. Þessi nálg- un höfðaði mjög til mín þar sem í mér sjálfum gerjaðist vísinda- og sköp- unarþrá.“ Mælitæki á smæð mannsins Árið 1977 fór Húbert Nói í Menntaskólann við Sund og útskrif- aðist af náttúrufræðibraut 1981. Þá um haustið hóf hann nám í líffræði og jarðfræði við Háskóla Íslands. „Faðir æskuvinar míns úr Árbæn- H úbert Nói Jóhannesson fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 21. sept- ember 1961. „Þaðan fór ég á heimili ömmu minnar Kristínar á Norðurbraut 23 í Hafnarfirði og sex vikum síðar á Lauf- ásveg 19 í Reykjavík. Með stuttu stoppi á Tjarnargötu 39 fluttum við á síðan á Brávallagötu 8 og skólaganga hófst á Tjarnarborg.“ Útlaginn fyrsta upplifunin Leiðin á Tjarnarborg frá Brávalla- götu skóp fyrstu upplifun Húberts Nóa af listaverki. „Sú upplifun var mjög djúpstæð því á þessari leið er Útlagi Einars Jónssonar og nánast í hvert skipti sem verkið fangaði mig og þráspurði móður mína um líf í líkama konu útilegumannsins sem hann bar á öxlinni, ég gat illa sætt mig við annað en hún væri sofandi. Þessi upplifun út- skýrði seinna fyrir mér af hverju Einar Jónsson vildi ekki að börn kæmu í Listasafnið á Skólavörðuholti Um svipað leyti upp úr 1965 var sýnd í Háskólabíói Söngvaseiður – Sound of Music þar sem nunnur voru í stóru hlutverki. Ég upplifði myndina sterkt því á þessum tíma voru nunnur á Landakoti oft á göngu í hverfinu, vingjarnlegar en agaðar. Nunnurnar og söngur með krökkum á leikskól- anum skaraði minn veruleika og sögu- efni myndarinnar. Lögin héldu lífi í þessari upplifun minni og gera reyndar enn. Fimm ára flyt ég með foreldrum mínum í Árbæjarhverfið sem var þá nýjasta hverfi borgarinnar sem þó einnig innihélt mjög fornt andrúms- loft á Árbæjarsafni sem var í þá tíð mjög aðgengilegt hverfisbúum. Við hlaðna veggi var borðað nesti og tugð- ar hundasúrur. Á safninu var ég fermdur í torfkirkju verandi nútíma- barn. Árbærinn var barnmargt hverfi svo að ekki var til húsnæði fyrir níunda bekk Árbæjarskóla svo við vorum send í Vörðuskóla veturinn 1975/76, það átti líka við um krakka úr Mos- fellsbæ. Sú atburðarás varð til þess að ég fann mig þann vetur í stúdíói Dieters Roth á Bala þar sem Björn Roth, sonur Dieters, gangsetti fjöl- rása upptökutæki sem í þá daga var þvert og endilangt þar sem kortarýn- ing, mælitæki og mælipunktar mörk- uðu daginn. Inn á milli ruddist síðan fram ægifegurð hálendisins og sjálfur varð ég þarna mælitæki á smæð mannsins. Niðurstöður mælinganna sem ég gerði þarna á sjálfum mér voru mögulega þær að ég hætti í raunvísindanámi haustið 1982 og fór með föður mínum sem var einnig mikill félagi minn til Mexíkó þar sem hann sótti ráðstefnu. Þegar heim kom hóf ég undirbún- ing á inntökuprófi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands hvaðan ég út- skrifaðist úr nýlistadeild 1987. Loka- verkefni mitt voru staðsetningar í Reykjavík málaðar eftir minni og málverk sem kom þar í kjölfarið á Elliheimilinu Grund sem er stórt og með yfirgnæfandi sjónarhorn sem ég uppgötvaði ekki alls fyrir löngu er sjónarhorn sem ég hafði á bygging- una sem fimm ára drengur þegar ég átti heima við Brávallagötu. Árið 1987 held ég mína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu á Vatnsstíg 3. þar sem ég og deild- arfélagi úr nýlistadeild, Þorvaldur Þorsteinsson, deildum safninu. Ég sýndi þar verk af staðsetningum inn- an- og utanhúss útfærðar eftir minni. Upphafið andrúmsloft sem var með- vitað í nánast öndverðum dialog við hugmyndalistina (conceptual art) sem var þá ráðandi. Mín nálgun inni- hélt þó anga af hugmyndalist, það var ekki umflúið. Í kjölfar sýningarinnar í Nýlista- safninu hefst mitt ævistarf sem myndlistarmaður. Nýlistasafnið var Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður – 60 ára Mæðginin Ingveldur og Húbert Nói stödd í Alþingisgarðinum. Þankar listamanns á tímamótum Myndlistarmaðurinn Lokaverkefni Húberts Nóa frá MHÍ. Afmælisbarnið Húbert Nói. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.