Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Pepsi Max-deild karla
HK – Stjarnan .......................................... 1:0
Staðan:
Víkingur R. 21 13 6 2 36:21 45
Breiðablik 21 14 2 5 52:21 44
KA 21 12 3 6 34:18 39
KR 21 11 5 5 33:19 38
Valur 21 11 3 7 31:26 36
FH 21 9 5 7 37:24 32
Stjarnan 21 6 4 11 24:34 22
Leiknir R. 21 6 4 11 18:30 22
Keflavík 21 6 3 12 21:35 21
HK 21 5 5 11 21:36 20
ÍA 21 5 3 13 26:42 18
Fylkir 21 3 7 11 18:45 16
Spánn
Barcelona – Granada................................ 1:1
Staðan:
Real Madrid 5 4 1 0 15:7 13
Atlético Madrid 5 3 2 0 7:4 11
Valencia 5 3 1 1 10:4 10
Real Sociedad 5 3 1 1 6:4 10
Athletic Bilbao 5 2 3 0 4:1 9
Sevilla 4 2 2 0 5:1 8
Barcelona 4 2 2 0 8:5 8
Osasuna 5 2 2 1 6:6 8
Mallorca 5 2 2 1 3:3 8
Rayo Vallecano 5 2 1 2 8:5 7
Real Betis 5 1 3 1 6:6 6
Elche 5 1 3 1 3:3 6
Cádiz 5 1 2 2 6:8 5
Villarreal 4 0 4 0 2:2 4
Levante 5 0 4 1 6:7 4
Espanyol 5 0 3 2 3:5 3
Granada 5 0 3 2 3:8 3
Celta Vigo 5 0 1 4 4:10 1
Getafe 5 0 0 5 1:8 0
Alavés 4 0 0 4 1:10 0
Danmörk
Silkeborg – AGF ...................................... 0:2
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 74
mínúturnar fyrir Silkeborg
- Mikael Anderson lék fyrstu 88 mínút-
urnar og skoraði fyrir AGF og Jón Dagur
Þorsteinsson lék allan leikinn.
Staðan:
Midtjylland 9 7 0 2 16:5 21
København 9 6 2 1 19:6 20
AaB 9 5 3 1 13:7 18
Randers 9 5 2 2 13:10 17
Nordsjælland 9 4 1 4 13:11 13
Silkeborg 9 2 5 2 8:9 11
OB 9 2 4 3 11:15 10
Viborg 9 2 3 4 12:16 9
AGF 9 2 3 4 8:12 9
Brøndby 9 1 5 3 11:13 8
SønderjyskE 9 2 2 5 5:11 8
Vejle 9 0 2 7 5:19 2
Svíþjóð
AIK – Gautaborg ..................................... 3:1
- Kolbeinn Sigþórsson er áfram utan leik-
mannahópsins hjá Gautaborg.
Hammarby – Varberg............................. 1:0
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr-
ir Hammarby.
Staðan:
AIK 19 12 4 3 29:15 40
Djurgården 19 11 5 3 31:15 38
Elfsborg 19 11 3 5 34:20 36
Malmö 19 10 5 4 39:23 35
Norrköping 19 9 3 7 28:19 30
Hammarby 19 8 6 5 31:26 30
Kalmar 19 8 6 5 21:20 30
Varberg 19 7 5 7 23:24 26
Sirius 19 7 5 7 20:28 26
Häcken 19 6 5 8 29:29 23
Gautaborg 19 5 7 7 24:26 22
Halmstad 19 4 8 7 13:17 20
Degerfors 19 5 3 11 19:35 18
Mjällby 19 3 8 8 13:19 17
Örebro 19 3 4 12 12:37 13
Östersund 19 3 3 13 19:32 12
Rúmenía
CFR Cluj – Univ. Craiova ....................... 1:0
- Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi CFR Cluj.
Þýskaland
C-deild:
Wehen – Dortmund II ............................. 0:1
- Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik-
inn fyrir Dortmund II.
Rússland
CSKA Moskva – Spartak Moskva.......... 1:0
- Hörður Björgvin Magnússon hjá CSKA
er frá keppni vegna meiðsla.
>;(//24)3;(
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 16-liða, seinni leikur:
Skövde – Hallby................................... 33:26
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
átta mörk fyrir Skövde sem sigraði 66:55
samanlagt.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM kvenna:
Laugardalsv.: Ísland – Holland .......... 18.45
HANDKNATTLEIKUR
Evrópudeild karla, 2. umferð, fyrri leikur:
Origo-höllin: Valur – Lemgo ............... 18.45
Í KVÖLD!
Landsliðsmaðurinn Mikael And-
erson var á skotskónum hjá AGF
annan leikinn í röð þegar hann
skoraði annað mark liðsins í 2:0-
sigri gegn Silkeborg í dönsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu karla í
gærkvöldi.
Mikael skoraði einnig í sínum
fyrsta leik fyrir félagið um þarsíð-
ustu helgi, sem reyndist sigur-
markið í 1:0-sigri gegn Vejle.
Áður en Mikael gekk til liðs við
AGF hafði það ekki unnið leik í
deildinni en hefur nú unnið báða
leikina með hann í sínum röðum.
Draumabyrjun
Mikaels hjá AGF
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Sprækur Mikael Anderson gæti
vart hafa byrjað betur með AGF.
Aldís Kara Bergsdóttir tekur þátt í
úrtökumóti í listhlaupi á skautum
sem hefst í dag í Nebelhorn í Þýska-
landi og stendur til laugardags.
Um er að ræða síðasta úrtöku-
mótið fyrir vetrarólympíuleikana í
Peking á næsta ári og í fyrsta sinn
sem íslenskur keppandi fer á slíkt
mót sem margir af þeim bestu í
íþróttinni í heiminum taka þátt í.
Aldís er á fyrsta ári í flokki full-
orðinna og á að baki góðan feril í
unglingaflokki, en hún keppti fyrst
Íslendinga á HM unglinga á list-
skautum á síðasta ári.
Fyrst Íslendinga
á úrtökumót
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tækifæri Aldís Kara mun reyna að
komast á vetrarólympíuleikana.
ur betur sett stórt strik í reikninginn
ef þeir hefðu skorað úr vítinu. Ætli
þetta segi ekki bara að við þurfum
að fá VAR hérna á Íslandi eins og
annars staðar til að skera úr um
svona risastór atvik.“
Spurði Pálma hvar
hann ætlaði að skjóta
Rétt áður en Pálmi tók vítaspyrn-
una fyrir KR sást að hann og Ingvar
skiptust á einhverjum orðum og
Ingvar staðfesti það.
„Í mínum undirbúningi skoða ég
alltaf vítaskyttur andstæðinganna
og horfi á það sem þær hafa verið að
gera. Ég var því búinn að skoða
Pálma vel og það var búin að vera
mikil umræða hjá okkur um að hann
skjóti alltaf í sama hornið. Við töl-
uðum einmitt um það inni í klefa fyr-
ir leik hvort hann myndi virkilega
skjóta enn og aftur í sama hornið.
Ég spurði Pálma að því rétt áður
en hann tók vítið hvað hann ætlaði
að gera, svona til að komast inn í
hausinn á honum. Hvort hann myndi
skjóta í sama horn. Hann svaraði nú
engu! Maður reynir alltaf einhverja
sálfræði og ég setti höndina á púls-
inn á honum til að reyna að finna
hvort hann væri hár.
Mig langaði að fara í hitt hornið
því ég hélt að hann myndi breyta til.
Svo hugsaði ég með mér að ég
myndi ekki fyrirgefa sjálfum mér ef
hann myndi svo skjóta í sama horn
og vanalega og ákvað því að fara
þangað. Hann myndi þá bara skora
ef hann skyti í hitt hornið. Ég tók
sénsinn og sem betur fór heppnaðist
þetta.
Pálmi tekur yfirleitt mjög góð víti,
alveg út við stöng, þannig að ég gat
ekkert beðið. Ég tók sénsinn strax
og var mættur alla leið út í hornið.
Þetta var náttúrlega ekkert venju-
legt augnablik og það var líka mikið
undir hjá KR. Ég vissi að hann
myndi aldrei skjóta á mitt markið
eða neitt svoleiðis,“ sagði Ingvar og
viðurkenndi að sér hefði liðið af-
skaplega vel eftir að hafa varið
spyrnuna og síðan gómað boltann.
Léttir í andlitum liðsfélaganna
„Já, það fór sælutilfinning um
mig. Ég trúði því varla að þetta væri
að gerast. Svo leit ég upp og sá nán-
ast alla stúkuna á leiðinni inn á völl-
inn. Ég sá líka léttinn á andlitum
liðsfélaganna. Einhverjir þeirra
voru komnir með tárin í augun þeg-
ar vítaspyrnan var dæmd og það var
að vonum mikil gleði eftir leikinn.“
Ingvar hefur átt magnaða inn-
komu í mark Víkinga. Hann við-
beinsbrotnaði í leik gegn Keflavík í
mars, þegar hann varði vítaspyrnu,
og var síðan varamaður fyrir Þórð
Ingason þar til hann kom í markið í
bikarleik gegn KR 12. ágúst. Frá
þeim tíma hafa Víkingar unnið alla
sína sjö leiki í deild og bikar og eru
nú þremur leikjum frá því að verða
bæði Íslands- og bikarmeistarar.
Fékk sjö skrúfur í viðbeinið
„Þetta er búið að vera ansi gaman,
sjö sigrar síðan ég kom inn eftir að
hafa verið á bekknum í allt sumar
og í öðru hlutverki en vanalega.
Svona er þetta fljótt að breytast í
fótboltanum. Ég brotnaði illa í
mars, viðbeinið fór á tveimur eða
þremur stöðum og ég fór í aðgerð
þar sem ég fékk plötu og sjö skrúfur
í beinið. Það gerðist þegar ég skutl-
aði mér eins og ég hafði gert milljón
sinnum áður. Þegar beinið var gróið
og ég var kominn aftur tók það vik-
ur og jafnvel mánuði að vera klár á
ný, og bara að þora að skutla mér
aftur og vera 100 prósent í einvígj-
um. Ég hafði engan rétt til að tuða í
Arnari um að fá sætið til baka. Liðið
spilaði frábærlega og Doddi hélt
hreinu hvað eftir annað. Það var
ekkert annað í stöðunni en að styðja
við bakið á honum og bíða rólegur.“
Doddi er algjör liðsmaður
Samvinna Ingvars og Þórðar hef-
ur vakið athygli og Þórður var
fyrstur til að fagna honum í leikslok.
„Já, við erum frábærir félagar og
höfum unnið þetta gríðarlega vel
saman. Ég stóð við bakið á honum
þegar hann var í markinu og hann
gerir nákvæmlega það sama við
mig. Við erum í þessu saman. Hann
var fyrsti maður til að fagna mér og
rétt á undan fyrsti maður til að
verja liðsfélaga sína! Þetta lýsir
hans karakter vel, Doddi er algjör
liðsmaður fram í fingurgóma og
stóð sig frábærlega þegar hann var
að spila,“ sagði Ingvar og nefndi
líka þátt markvarðaþjálfarans Haj-
rudin Cardaklija.
„Ég er í góðum höndum, mér
skilst að Jackie eigi Íslandsmet í að
verja vítaspyrnur,“ sagði Ingvar en
Cardaklija var einmitt annálaður ví-
tabani á árum áður þegar hann lék
með Breiðabliki og Leiftri í úrvals-
deildinni.
Eigum þrjá bestu miðverðina
Víkingar fara væntanlega í þenn-
an síðasta leik í deildinni án Kára
Árnasonar sem á yfir höfði sér leik-
bann vegna gulra spjalda.
„Það munar vissulega um Kára
en við erum heppnir að þrír bestu
miðverðir landsins skuli vera í okk-
ar röðum. Mér líður ágætlega með
Sölva og Halldór fyrir framan mig,“
sagði Ingvar, sem áður var í stóru
hlutverki í Íslandsmeistaraliði
Stjörnunnar árið 2014.
„Þetta tímabil minnir mann
vissulega svolítið á 2014. Þá var
engin pressa á okkur, við vorum
alltaf á eftir FH-ingum fram að síð-
asta leiknum. Núna hefur umtalið
verið langmest um Blikana og þeir
hafa verið með fleiri flugeldasýn-
ingar en við. En þetta snýst allt um
að toppa á réttum tíma og nú er
málið hjá okkur að standa í lapp-
irnar og ná þessum frábæra titli á
laugardaginn,“ sagði Ingvar Jóns-
son.
„Þurfum að halda ungu
strákunum á jörðinni“
- Hetja Víkinga úr KR-leiknum reiknar með að muna eftir honum alla ævi
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Bjargvætturinn Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu á örlagaríku augnabliki í
fyrradag og fyrir vikið standa Víkingar vel að vígi fyrir lokaumferðina.
VÍKINGUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Þetta verður spennandi vika og það
verður gaman að sjá hvernig Arnar
þjálfari setur þetta upp,“ sagði Ingv-
ar Jónsson, markvörður og bjarg-
vættur Víkinga í sigri þeirra á KR á
sunnudaginn, en eftir úrslit 21. um-
ferðarinnar geta þeir tryggt sér Ís-
landsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í
30 ár með því að vinna Leikni á
heimavelli í lokaumferðinni.
„Við erum með gríðarlega
reynslumikla menn í okkar liði og nú
er mikilvægt að við eldri leikmenn-
irnir stýrum þessu, reynum að halda
ungu leikmönnunum á jörðinni og
við efnið. Þetta verður gríðarlega
erfiður leikur á laugardaginn, ég á
ekki von á öðru. Engin skemmti-
ganga í garðinum. Leiknismenn eru
með mjög gott lið og hafa staðið sig
frábærlega í sumar. Auðvitað verður
mikið undir og eðlilegt að menn
verði örlítið stressaðir en ég á von á
að við höndlum það,“ sagði Ingvar
við Morgunblaðið í gær þegar hann
var búinn að ná áttum eftir atburða-
rás sunnudagsins þegar hann varði
vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmason-
ar á lokasekúndum uppbótartímans
og tryggði Víkingum 2:1 sigur á
meðan Blikar töpuðu fyrir FH.
Skrifað handritið sjálfir
„Þessi leikur var algjör bilun og
án efa einn þeirra leikja sem maður
á eftir að muna alla sína ævi. Þetta
er nánast ólýsanlegt og eins og við
hefðum skrifað handritið sjálfir.
Fáum á okkur víti þegar nokkrar
sekúndur voru eftir og mér tókst að
verja það. Maður meðtók heldur
ekki úrslitin í Kaplakrika alveg strax
og pældi ekki mikið í því á meðan
okkar leikur var í gangi. En ég
heyrði frá mínum mönnum fyrir aft-
an markið að Blikarnir væru enn
undir og þar með varð maður enn
einbeittari,“ sagði Ingvar.
Ótrúlegt að hann
skyldi dæma víti á þetta
Um atburðarásina í uppbótartím-
anum þegar Þorvaldur Árnason
benti á vítapunktinn eftir langan að-
draganda og rauð spjöld á Kjartan
Henry Finnbogason og Þórð Inga-
son varamarkvörð Víkings sem kom
hlaupandi inn á völlinn sagði Ingvar:
„Hann hlýtur að hafa dæmt hendi
á Kára en hann lá þarna í mark-
teignum og það var fótur við hliðina
á honum. Ég held að boltinn hafi
frekar farið í fótinn á Kristjáni
Flóka en í höndina á Kára. Þetta var
alla vega aldrei augljós hendi eða
viljaverk hjá Kára, hafi hann fengið
boltann í sig. Það var því ótrúlegt að
dómarinn skyldi dæma víti á þetta,
með allt þetta undir. Það hefði held-