Morgunblaðið - 21.09.2021, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Í vetur fær tónlistarhúsið Harpa til
sín fjóra evrópska einleikara til að
taka þátt í nýrri tónleikaröð sem
ber yfirskriftina Heimssviðið. Í röð-
inni koma fram nokkrir bestu hljóð-
færaleikarar og
söngvarar ungu
kynslóðarinnar,
fjórir íslenskir og
fjórir erlendir.
Austurríski
hörpuleikarinn
Elisabeth Plank
verður fyrst
þessara erlendu
einleikara til þess
að sækja Hörpu
heim. Tónleikar
hennar verða í Norðurljósum annað
kvöld, miðvikudaginn 22. september
kl. 19.30. Tónleikarnir marka upp-
haf haustdagskrár á 10 ára afmæl-
isári Hörpu.
Elisabeth Plank, sem fæddist árið
1991, lék sína fyrstu einleiks-
tónleika 17 ára gömul í Konzerthaus
Vínarborgar og hefur verið eft-
irsóttur hörpuleikari um víða veröld
síðan. Hún leggur mikla áherslu á
fjölbreytta nálgun í hörpuleik sín-
um, bæði hvað varðar tegundir tón-
listar og túlkun hennar.
Ævintýraleg efnisskrá
„Elisabeth Plank er ein af flott-
ustu hörpuleikurum í heiminum í
dag og okkur fannst viðeigandi að
hún væri fyrsti gesturinn því Harpa
heitir jú Harpa meðal annars eftir
hljóðfærinu. Hana langar að kynna
hörpuna í sögulegu ljósi og breidd-
ina sem þetta hljóðfæri býr yfir,“
segir Melkorka Ólafsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Hörpu.
Melkorka segir að efnisskrá tón-
leika Plank sé bæði fjölbreytt og
ævintýraleg. Hún mun leika gamla
tónlist í bland við glænýja, þar sem
ríkir ákveðið náttúruþema. „Það
mun koma áheyrendum á óvart
hvað er hægt að gera á þetta hljóð-
færi. Þetta er ekki bara englaplokk,
þetta er rosalega töff líka.“ Fimmtu
bekkjum grunnskóla verður boðið á
sérstaka barnatónleika í dag,
þriðjudaginn 21. september. Plank
hefur útbúið sérstaka dagskrá til
þess að kynna hörpuna fyrir krökk-
um sem eru 10 ára eins og Harpa.
Tónleikaröðin Heimssviðið er
styrkt af samtökum tónlistarhúsa í
Evrópu, ECHO, og er hluti af al-
þjóðlega verkefninu Classical Fut-
ures. Mörg stærstu tónlistarhús
Evrópu koma að verkefninu og má
þar til dæmis nefna Elbphilharm-
onie í Hamburg, Concertgebouw-
tónlistarhúsið í Amsterdam, Barbic-
an í London, Tónlistarhúsið í Vín og
Fílharmónían í París.
„Hugsunin er að húsin hjálpist að
við að vekja athygli á tónlistarfólki,
35 ára eða yngra, sem er að gera
það gott. Húsin mæla með fólki á
þessum aldri og fá að bjóða til sín
tónlistarfólki til að koma fram í sín-
um húsum. Við fengum stuðning til
þess að bjóða fjórum erlendum
gestum í toppklassa,“ segir Mel-
korka. „Svo af því við eigum svo
mikið af frábæru íslensku tónlist-
arfólki á svipuðum aldri sem gengur
rosalega vel þá ákváðum við að
blanda þessu saman og bæta ís-
lensku tónlistarfólki af sama kalí-
beri í röðina.“
Mikill heiður fyrir Hörpu
Tónlistarfólkið sem stígur á svið í
Hörpu er frá Portúgal, Austurríki,
Þýskalandi, Finnlandi og Íslandi.
„Það er þess virði fyrir fólk að reyna
að sjá sem flesta af tónleikunum til
þess að sjá breiddina og sjá hvað er
að gerast í Evrópu án þess að þurfa
að þvælast í gegnum flugvelli.“
Auk Elisabethar Plank verða
gestir Heimssviðsins þau Andri
Björn Róbertsson bass-barítón, Jo-
hannes Piirto píanóleikari, Dúó
Edda, Joao Barradas harmónikku-
leikari, ARIS strengjakvartett og
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
sópransöngkona.
„Í rauninni var mjög mikil lukka
að detta inn í þetta verkefni,“ segir
Melkorka. Það sýni þó líka hvað
Harpa þyki einstök, byggingin fal-
leg, staðsetningin góð og salirnir í
háum gæðaflokki. Hún segir að það
hafi meðal annars verið þess vegna
sem tónleikaröðin hafi fengið yfir-
skriftina Heimssviðið, Harpa sé á
pari við önnur tónleikahús í heims-
klassa. „Það er náttúrlega mjög
mikill heiður og það var skemmti-
legt að fá þá viðurkenningu á
afmælisárinu.“
Heimssviðið „Það mun koma áheyrendum á óvart hvað er hægt að gera á þetta hljóðfæri,“ segir Melkorka Ólafs-
dóttir um tónleika hörpuleikarans Elisabeth Plank. Hún er fyrst fjögurra erlendra gesta sem sækja Hörpu heim.
Ungir einleikarar í heimsklassa
- Hörpuleikarinn Elisabeth Plank heldur einleikstónleika í Norðurljósum - Harpa kynnir nýju tón-
leikaröðina Heimssviðið - Hluti af samstarfi við nokkur af stærstu tónleikahúsum Evrópu
Melkorka
Ólafsdóttir
Átta nýjar kvikmyndir verða sýndar í Vitrunum og keppa um
Gullna lundann, aðalverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík, RIFF, í ár. Myndirnar eru frá jafnmörgum löndum
og „spanna allt litróf mannlegs veruleika, allt frá glæpamynd-
um yfir í mikið drama“, svo vitnað sé í tilkynningu frá hátíðinni.
Koma þar við sögu grái fiðringurinn, bankaglæpir, dulrænar
upplifanir, morð og horfnar ástir.
„Þetta eru vel gerðar framsæknar myndir sem oft ögra við-
teknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistar-
innar til framtíðar. Marga þyrstir í að sjá myndir sem eru ekki
gerðar eftir sömu formúlunni en það þarf snillinga til að brjóta
upp hefðirnar þannig að það gangi upp. Myndirnar eiga það all-
ar sameiginlegt að ögra forminu án þess að missa athygli áhorf-
andans. Virkilega spennandi kvikmyndir sem keppa í ár og það
var úr vöndu að velja,“ er haft eftir Hrönn Marinósdóttur,
stjórnanda hátíðarinnar.
Kvikmyndirnar átta eru eftirfarandi:
Azor
Svissneskur bankamaður fer í sendiför til Argentínu til að
leysa af hólmi samstarfsmann sem hefur horfið sporlaust.
Leynilegt samfélag peningaaflanna leiðir hann á hættubraut. 6
tilnefningar, meðal annars á Berlínarhátíðinni og Kvikmynda-
hátíðinni í London. Leikstjóri er Andreas Fontana.
Bruno Reidal, játning morðingja
Ungur guðfræðinemi myrðir dreng árið 1905 og gefur sig
fram við yfirvöld. Læknar skipa honum að skrifa æviminningar
sínar til þess að reyna að skilja hvaða kenndir lágu að baki
ódæðisverkinu. Leikstjóri er Vincent Le Port.
Clara Sola / Alein
Hæglát fertug kona í Kostaríku verður fyrir kynferðislegri
og dulrænni vakningu og hefur vegferð til að losna úr viðjum
afturhaldssamra trúar- og félagslegra hefða. Leikstjóri er
Nathalie Álvarez Mesén.
Drottning dýrðar / Queen of glory
Bráðgáfuð dóttir ganískra innflytjenda er í þann mund að
kasta menntun sinni fyrir bí og elta kvæntan elskhuga sinn
þvert yfir landið, er móðir hennar fellur frá og eftirlætur henni
bókabúð í Bronx-hverfinu. Leikstjóri er Nana Mensah.
Tungl. 66 spurningar / Selene 66 Questions
Ung kona sem býr í París þarf að snúa aftur til Aþenu til að
annast föður sinn, sem hún hefur fjarlægst. Yfir tilfinninga-
samt sumar kemst hún að ýmsu leyndu í hans fari og sam-
band þeirra grær fyrir vikið. Leikstjóri er Jacqueline
Lentzou.
Hvað sjáum við þegar við lítum til himna?/
What do we see when we look in the sky?
Sumarástin liggur í loftinu í smábæ einum í Georgíu. Áform
Lísu og Giorgi um stefnumót breytast á augabragði er þau
vakna umbreytt og hafa þar með enga leið til að þekkja hvort
annað. Leikstjóri er Alexandre Koberidze.
Systur / Sisterhood
Vinátta tveggja unglingsstúlkna, sem eru óaðskiljanlegar,
mætir þolraun þegar þær flækjast í morð á bekkjarsystkini
sínu. Leikstjóri er Dina Duma.
Villimenn / Wild Men
Til að losna við gráa fiðringinn hefur Martin flúið úr sið-
menningunni í skóglendið til að lifa eins og villimaður. Þar
rekst hann á dópmangara sem hristir upp í leit hans að sjálfinu.
Leikstjóri er Thomas Daneskov.
Játning Úr kvikmyndinni Bruno Reidal, játning morðingja.
Vakning Alein segir af kynferðislegri og dulrænni vakningu.
Drottning Úr kvikmyndinni Drottning dýrðar, Queen of Glory.
Fiðringur, glæpir, upplifanir og ástir
Villimaður Wild Men segir af Martin sem flýr siðmenninguna.
- Kvikmyndir frá átta löndum verða sýndar í Vitrunum, aðalkeppnisflokki RIFF - Ögra forminu
án þess að missa athygli áhorfandans, að sögn stjórnanda hátíðarinnar, Hrannar Marinósdóttur