Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 21.09.2021, Síða 32
Sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | litlaprent.is Sími 540 1818 | midaprent@midaprent.is | midaprent.is Litlaprent er umhverfisvottuð alhliða prentþjónustaMyndlistarmaðurinn Ólafur Elí- asson tekur þátt í hönnun vín- smökkunarskála sem mun rísa á landareign Donum í Kaliforníu næsta vor, að því er fram kemur í frétt á vef The Art Newspaper. Verður skálinn í skúlptúragarði og útsýnið þaðan ekki amalegt þar sem hann mun standa uppi á lítilli hæð með vínekrur allt í kring. Stúdíóið Other Spaces sér um hönnunina og var það stofnað af Ólafi og þýska arkitektinum Sebastian Behmann. Eigendur Donum, Mei og Allan Warburg, segjast hafa rætt við Ólaf yfir vínglasi fyrir tveimur árum um hvað hægt væri að gera á svæðinu og varð skálinn niðurstaðan. Landareignin er um 200 ekrur í Sonoma-sýslu. Verður vínsmökkunar- skálinn innblásinn af náttúrunni í kring, þ.e. jarðveg- inum, gróðrinum, vindinum, sólinni, loftslaginu, rign- ingunni og jafnvel þeim tíma sem fer í hverja uppskeru. Í skúlptúrgarðinum má sjá verk þekktra listamanna, m.a. Keiths Harings og Louise Bourgeois. Ólafur hannar vínsmökkunarskála ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ísland mætir gríðarlega sterku liði Hollands, sem er með margar af bestu knattspyrnukonum heims innan- borðs, á Laugardalsvellinum í kvöld en það er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni heimsmeistara- móts kvenna. Þar er fremst í flokki Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, sem hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum. »27 Ísland gegn einu besta liði heims ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hundahald hefur aukist mikið hér- lendis undanfarin ár og hundarækt- endur eru margir. Þar á meðal eru hjónin Sigrún Hulda Jónsdóttir og Atli Ómarsson. Þau fluttu inn fyrstu pudelpointer-veiðihundana til landsins, hafa þjálfað þá síðan, fengu fyrsta gotið í fyrra, 13 hvolp- ar lifðu og þau hafa aðstoðað nýja eigendur þeirra við þjálfun. Hjónin voru með aðra tegund hunda en þegar þeir drápust óvænt vegna veikinda hugleiddu þau al- varlega að hætta í hundaræktun, að sögn Atla. Þau hafi verið fengin ofan af því með þeim rökum að þau væru hundafólk og ættu að halda ótrauð áfram. Augu þeirra hafi beinst að ákveðnum eiginleikum tegunda eins og skapi og veiði- áhuga og eftir að Albert Stein- grímsson hundaþjálfari benti þeim á pudelpointer-veiðihunda hafi þau byrjað að kynna sér þá og spyrjast fyrir. Þau hafi verið á leið í skíða- ferð til Bandaríkjanna og lagt lykkju á leið sína til þess að hitta ræktendur. Langur undirbúningur „Í þessum hundaheimi er eigin- lega ekki tekið mark á þér nema þú sýnir viljann í verki og mætir á svæðið og ræðir við menn,“ út- skýrir Atli. Hann segir þó ekki hafa gengið að fá hunda frá Bandaríkj- unum, því ræktendur þar rækti að- eins veiðieðlið og taki ekki þátt í sýningum. Það falli ekki að lögum Hundaræktarfélags Íslands og því hafi bandaríski hundaræktandinn komið þeim í samband við hunda- ræktanda í Tékklandi, sem hafi að- stoðað Bandaríkjamenn við að við- halda stofninum í um hálfa öld. „Nokkrum mánuðum síðar fengum við póst frá Tékklandi þess efnis að við mættum koma og vera hjá ræktandanum í viku sem og ég gerði.“ Eftir að hafa fengið tík og flutt hana til Íslands hafi hann sett upp síðu á fésbókinni um rækt- unina og í kjölfarið farið að leita að hundi í Þýskalandi. Sú leit hafi að lokum borið árangur, en nokkrir mánuðir hafi liðið þar til þau fengu hann í hendur. „Hundar í löndum þar sem er hundaæði þurfa að vera orðnir fullra sjö mánaða áður en flytja má þá til Íslands og því geymdi ræktandi tíkurinnar hann fyrir okkur í Tékklandi þar til tím- inn var kominn.“ Títtnefndur ræktandi hefur verið þeim innan handar við ræktunina. Þau eru félagar í fuglahundadeild Hundaræktarfélagsins og leggja sitt þar af mörkum. Liður í því er að sinna þjálfun eigin hunda og annarra. Atli bendir á að þjálfunin geti verið tímafrek, taki jafn mikinn tíma og hann hafi eytt í æfingar og keppni í langhlaupum, því að mörgu þurfi að hyggja, þjálfa dýrið við mismunandi aðstæður og sam- stilla æfingar ræktanda og dýrs. Erlendis noti menn bréfdúfur við þjálfunina og hann hafi ákveðið að fara sömu leið. „Ég útbjó dúfna- kofa, er með um 20 bréfdúfur og nota þær á æfingum til þess að kveikja á náttúrulegu stöðvunum í hundinum.“ Til nánari skýringar segir hann að ræktendur leggi áherslu á að æfa lyktarskyn hunds- ins. „Ræktendur vilja að dýrið noti nefið en ekki augun,“ áréttar hann. Hundurinn finni lykt af ýmsu við hlaup í móum, en dúfurnar komi að miklu gagni við æfingar í sam- skiptum manns og dýrs og stytti æfingaferlið til muna. Atli leggur áherslu á að dýra- verndunarlög séu í heiðri höfð á æfingum. „Hundarnir nálgast aldrei dúfurnar og engin þeirra hefur skaðast á æfingum,“ segir hann, en bendir á að ránfuglar hafi komist í nokkrar dúfur á flugi þeirra heim. „Við getum ekki æft lausa hunda með dúfunum á varptíma mófugla og erum því með þessar æfingar á vorin og haustin.“ Nota bréfdúfur við þjálfun hundanna - Atli og Sigrún leggja áherslu á að æfa lyktarskyn þeirra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hundaræktendur Sigrún Hulda Jónsdóttir og Atli Ómarsson með hundana. Æfing Bréfdúfan flýgur heim þegar hundurinn rennur á lyktina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.