Morgunblaðið - 22.09.2021, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Gengið hefur verið frá sam-
komulagi um starfsemi og fjár-
mögnun Grænvangs til ársins 2026.
Grænvangur er samstarfsvett-
vangur atvinnulífs og stjórnvalda
um loftslagsmál og grænar lausnir
og var stofnaður fyrir tveimur ár-
um. Við sama tækifæri var tilkynnt
um fimm nýja bakhjarla vettvangs-
ins, þ.e. Brim, Icelandair Group, Ís-
landsbanka, KPMG og Kviku.
Forsætisráðherra, Katrín Jak-
obsdóttir, opnaði við þetta tilefni
fyrsta áfanga nýrrar margmiðl-
unarsýningar sem ber heitið Græn
framtíð. Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra var einnig við-
staddur.
Sýningin verður fullbúin í októ-
ber en hún er tileinkuð framlagi Ís-
lands í loftslagsmálum. Græn fram-
tíð er staðsett á fjórðu hæð í Grósku
– hugmyndahúsi innan veggja nýrr-
ar skrifstofu Íslandsstofu og Græn-
vangs.
Sýningin er sögð varpa ljósi á ár-
angur og sögu Íslands við hagnýt-
ingu grænna orkugjafa, segja frá
framtíðarmarkmiðum Íslands í
loftslagsmálum, og draga fram þær
fjölmörgu lausnir sem íslenskir
frumkvöðlar hafa fram að færa á
erlendum mörkuðum, að því er seg-
ir í fréttatilkynningu.
Samið um
Grænvang
til 2026
- Samstarf atvinnu-
lífs og stjórnvalda
Grænvangur Gengið frá sam-
komulaginu um vettvanginn.
Guðlaugur J. Albertsson
Guðni Einarsson
Framtíðarsýn í fiskeldi á Vest-
fjörðum var efni funda á Patreks-
firði í fyrrakvöld og Ísafirði í gær-
kvöldi. Þar var m.a. rætt um
samfélagssáttmála sveitarfélaga á
Vestfjörðum sem eru með fiskeldi
innan sinna marka. Streyma átti
síðari fundinum á heimasíðu og
facebooksíðu Vestfjarðastofu
(vestfirdir.is) og þar verður hægt
að sjá upptöku.
Guðrún Anna Finnbogadóttir,
sjávarútvegsfræðingur og verk-
efnastjóri hjá Vestfjarðastofu,
sagði að KPMG hefði gert skýrslu
fyrir sveitarfélögin um fiskeldið
síðastliðinn vetur. Síðan var gerð
viðhorfskönnun og málið rætt við
sveitarstjórnir á Vestfjörðum.
Sveitarfélögin fóru svo yfir við-
fangsefni vegna fiskeldis.
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísa-
fjarðarbær, Strandabyggð, Súða-
víkurhreppur, Tálknafjarðar-
hreppur og Vesturbyggð undir-
rituðu samfélagssáttmála um
fiskeldi 15. júlí sl. Tilgangur hans
er að standa sameiginlega að hags-
munagæslu í fiskeldi og tengdum
atvinnugreinum á Vestfjörðum með
það markmið að efla atvinnu og
mannlíf með heildarhagsmuni Vest-
fjarða að leiðarljósi.
Guðrún sagði að framtakinu
hefði verið vel tekið á fundinum á
Patreksfirði. Þar töluðu fulltrúar
sveitarfélaga, fiskeldisfyrirtækja
og Sjótækni sem veitir fiskeldinu
fjölbreytta þjónustu.
Framtíðarsýn fiskeldisins
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Patreksfjörður Fundurinn var mjög vel sóttur og þar var farið yfir málin.
- Fundir á Patreksfirði og Ísafirði - Samfélagssáttmáli
Hæstiréttur hef-
ur hafnað áfrýj-
unarbeiðni Sig-
urjóns Árna-
sonar, fv. banka-
stjóra Lands-
bankans, í máli
LBI ehf., slita-
stjórnar gamla
Landsbankans,
gegn honum, en
Sigurjón var í
Landsrétti dæmdur til að greiða
slitastjórninni 50 milljónir, auk 21
milljónar í málskostnað. Var um
að ræða skaðabætur sem slita-
stjórnin hafði farið fram á vegna
vanrækslu sem tengist ábyrgð
vegna lánveitingar til félags í eigu
Björgólfs Guðmundssonar, fyrr-
verandi stjórnarformanns Lands-
bankans.
Sigurjón fær
ekki að áfrýja
Sigurjón Þ.
Árnason