Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 11

Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Nýjar haustvörur Einnig er nýkomið klútar, húfur, ponsjo, töskur, skart, silkislæður og klemmueyrnalokkar Kjólar • Bolir • Blússur • Peysur Vladimír Pútín Rússlandsforseti sat í gær fjarfund um efnahagsmál með nokkrum af sínum helstu sérfræðingum. Er Pútín í Vafalaust er Pútín þó með hugann við Moskvu, a.m.k. ef marka má skjámynd á tölvu hans sem sýnir Kreml í öllu sínu veldi. hans innsta hring. Smitið virðist vera nokkuð útbreitt en ekkert bendir til annars en að for- setinn hafi sjálfur sloppið með skrekkinn. forsetabústaðnum Novo-Ogaryovo fyrir utan Moskvu, en hann er þar í tveggja vikna ein- angrun eftir að kórónuveirusmit kom upp í AFP Stjórnar frá forsetabústaðnum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað flughershöfðingja að fara yfir niður- stöður rannsóknar á nýlegri dróna- árás Bandaríkjahers í Kabúl í Afgan- istan. Tíu almennir borgarar, þar af sjö börn, létu lífið í árásinni, en hún var gerð á lokametrum brotthvarfs Bandaríkjanna frá Afganistan. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Á yfir- ferðin að leggja hlutlaust mat á rannsóknina og þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við vinnuna. Bandaríkin hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir árásina og hefur varnarmálaráð- herrann þegar beðist afsökunar á henni opinberlega. Vottaði ráð- herrann um leið aðstandendum lát- inna sína dýpstu samúð. „Við mun- um læra af þessum hræðilegu mistökum,“ sagði hann þá. Fær 45 daga til vinnunnar John Kirby, talsmaður varnar- málaráðuneytisins, segir yfirferðina eiga að beinast að sjálfri rannsókn- inni og hversu vandlega hún var unn- in á sínum tíma. Dreginn verður lær- dómur af árásinni sem mun hafa áhrif á aðgerðir hersins til framtíðar. Eins á þessi yfirferð að meta hvort og þá hvar hugsanleg ábyrgð liggur. Lloyd Austin óskaði eftir háttsett- um flughershöfðingja í verkið, ein- hverjum með minnst þrjár stjörnur. Eftir að búið er að velja viðkomandi hefur hann að hámarki 45 daga til að ljúka yfirferð sinni. Frank McKenzie hershöfðingi hefur sagt árásina vera „sorgleg mistök“. Hún hafi verið gerð í þeirri trú að skotmarkið ógnaði öryggi þeirra hermanna sem unnu að því að flytja fólk á brott frá Kabúlflugvelli. „Sem herstjórnandi ber ég fulla ábyrgð á þessari árás og þeirri sorg- legu útkomu sem hún skilaði,“ er haft eftir McKenzie hershöfðingja. Drónaárásin skoðuð aftur - Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill að farið verði yfir rannsókn á árás sem kostaði tíu almenna borgara lífið í Afganistan - Háttsettur hershöfðingi fær málið Lloyd Austin Hópur fólks kom saman við háskól- ann í rússnesku borginni Perm í gær til að minnast þeirra sex sem myrtir voru í skotárás sl. mánudag. Var það nemandi í skólanum sem hóf skot- hríð og eru tugir til viðbótar særðir, sumir þeirra alvarlega. Nemendur og foreldrar lögðu blóm, kerti og ljósmyndir af hinum látnu við minn- ingarreit á skólasvæðinu. Allt í kringum hópinn mátti sjá vopnaða lögreglumenn sem gættu öryggis. „Háskólinn er heimili okkar,“ hef- ur fréttaveita AFP eftir einum þeirra sem viðstaddir voru athöfn- ina. „Enginn á von á svona löguðu. Það er algjört áfall að fá vopnaðan mann inn á heimilið sem ógnar fjöl- skyldunni,“ bætti hann við. Árásir í skólum fátíðar Árásarmaðurinn er 19 ára piltur sem á samfélagsmiðlum hafði boðað ódæðið með fyrirvara. Hann særðist alvarlega í átökum við lögreglu. Skotárásir í skólum Rússlands eru afar fátíðar. Eftir eina slíka í maí sl. kallaði Vladimír Pútín Rússlands- forseti eftir hertum reglum um byssueign almennings. AFP Sorg Blóm og kerti eru á meðal þess sem fólk stillti upp á athöfninni. Minntust þeirra sem létust í Perm - „Háskólinn er heimili okkar“ Frjálslyndi flokkur Justins Trudeaus, for- sætisráðherra Kanada, bar sig- ur úr býtum í þingkosningum þar í landi en náði þó ekki hreinum meiri- hluta. Trudeau, sem boðaði til kosninganna í síðasta mánuði, verð- ur því áfram forsætisráðherra landsins. „Þið eruð að senda okkur aftur til starfa með skýrt umboð til að komast í gegnum þennan far- aldur og yfir í bjartari daga fram undan,“ sagði Trudeau í gær. KANADA Trudeau áfram forsætisráðherra Justin Trudeau

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.