Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 12
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á
lag á innviði og umhverfi
í þjóðgarðinum á Þingvöll-
um vegna fjölgunar gesta
jókst mikið á árunum áður
en heimsfaraldurinn braust út og að-
sóknarmet voru slegin. Árið 2018
komu t.a.m. 2,3 milljónir ferðamanna
til landsins og 65% þeirra heimsóttu
Þingvelli. Ári síðar var heildarfjöldi
gesta samkvæmt gönguteljara í Al-
mannagjá 1.313.936 manns. Þá
gengu að meðaltali 3.600 manns í
gegnum Almannagjá á dag. Örfáum
árum fyrr eða á árinu 2015 komu
700.000 gestir á Hakið við gestastof-
una á Þingvöllum og þeim fjölgaði
svo ár frá ári og náði gestafjöldinn
toppi 2017 þegar 1,5 milljónir heim-
sóttu Hakið.
Nú er gert ráð fyrir því, ef mið
er tekið af spá Alþjóðaferðamála-
stofnunarinnar um þróun ferðaþjón-
ustu í heiminum, að ferðamannafjöldi
á Þingvöllum muni aukast á ný á
næstu tveimur til fjórum árum.
Þessi þróun hefur vakið áleitnar
spurningar um hver þolmörk þjóð-
garðsins eru, hver þörfin er á frekari
uppbyggingu innviða í þjóðgarðinum
vegna fjölgunar gesta og jafnvel
hvort að því gæti komið að setja þurfi
aðgangstakmarkanir á Þingvöllum.
Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir,
starfsmaður þjóðgarðsins, varði ný-
lega meistararitgerð sína við Land-
búnaðarháskóla Íslands, þar sem
hún skoðar hvort nýta megi upplýs-
ingar í þjóðgarðinum um gestakom-
ur og notkun innviða, ásamt viðhorfs-
könnunum, til að spá um þörfina á
uppbyggingu og hvaða áhrif fjölgun
ferðamanna hafi á þolmörk innviða
og upplifun gesta.
Hún bendir á að staðið hefur
verið í ströngu í þjóðgarðinum við
uppbyggingu innviða til þess að geta
tekið á móti þeim mikla fjölda sem
sótt hefur staðinn heim. M.a. var haf-
ist handa við stækkun gestastofu á
Hakinu 2016, bílastæði hafa verið
stækkuð, göngustígar lagðir og út-
sýnispallar byggðir. Lítill vafi virðist
þó vera á því að frekari uppbygg-
ingar er þörf.
Umferðarþunginn og nýting
bílastæða er mikil á mestu álags-
tímum. Á árinu 2019 var t.d. heild-
arfjöldi fólksbíla á bílastæðinu á
Hakinu 165.801 og að meðaltali óku
þar inn 454 bílar á dag. Rúturnar
voru tæplega 14 þúsund. Mest komu
á einum degi 88 rútur á stæðið.
Gengið er út frá því að reikna
megi með 2% eða 4% fjölgun ferða-
manna í þjóðgarðinum á ári á næstu
tíu árum. „Prófanir á því að reikna
2% og 4% fjölgun gesta á ári miðað
við árið 2019 benda til þess að á milli
1,5 til 2 milljónir gesta muni ganga
um Almannagjá árið 2028,“ segir í
ritgerðinni.
Ef fjölgunin verður 4% á ári
mætti t.a.m. reikna með að fólksbílar
á stæðinu á Haki verði allt að 176
þúsund á árinu 2024 og fjöldi þeirra
verði kominn upp í tæp 214 þúsund á
árinu 2029.
Bent er á að á bílastæðinu á
Haki eru í dag stæði fyrir um 360
fólksbíla. Umferðin dreifist mismun-
andi yfir daginn og er umferðin mest
milli kl. 10 og 12 skv. teljurum. Fram
kemur að fjölgunin gæti bent til þess
að á einhverjum tímapunkti suma
daga ársins muni bílastæði og salerni
ekki ná að anna þeim fjölda sem sæk-
ir Þingvelli heim.
Einnig gerði Jóna Kolbrún
könnun meðal gesta í þjóðgarðinum í
fyrra til að kanna upplifun þeirra en
þá voru mun færri þar á ferð á tímum
heimsfaraldursins. Svörin benda til
þess að langflestir gestanna hafi ver-
ið mjög ánægðir með upplifun sína í
þjóðgarðinum og með flest sem sneri
að innviðum á svæðinu.
Tvær milljónir um
Almannagjá 2028?
Morgunblaðið/Eggert
Á útsýnisstað á Þingvöllum Gestum fækkaði mikið í fyrra á tímum veiru-
faraldursins en eftir sem áður sóttu 300 þúsund þjóðgarðinn heim yfir árið.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslendingar
hafa lengi vit-
að að þeir geta
aldrei gengið að
óskaveðurskil-
yrðum vísum. For-
feður okkar og
-mæður héldu sínar
mestu samkomur á
helgum stað og
völdu fundartíma af kostgæfni
og löguðu svo að fenginni
reynslu. Framan af var sam-
komudagurinn um miðjan júní
og stóð þingið í tvær vikur. Síð-
ar var samkomudagurinn færð-
ur aftur um eina viku og náði
samkoman fram yfir byrjun
júlí. Fyrstu nokkur hundruð ár-
in var mun hlýrra en síðar varð,
en vitringunum sem sögurnar
greina frá þótti heimshlýnunin
notaleg þá, og báðu ekki um
aukinn gjóst, né höfðu þroska
til að fagna stækkandi jöklum
og meðfylgjandi hungri.
Nú var reynt að nýta sept-
ember fyrir kjördag og var
ágæt ákvörðun, enda sept-
ember um flest notalegur mán-
uður og góður fyrir jákvæðar
umræður. En spár segja nú að
hann ætli að sýna á sér lakari
hlið hinn 25. en mátti ætla. Það
hefur þó verið ágætur gangur í
kynningu frambjóðenda ein-
stakra flokka og framboða á
helstu áherslum og um leið að
láta fylgja nauðsynlega aðvör-
un yfir því sem pólitískir and-
stæðingar bjóða upp á. Þetta er
til þess fallið að auðvelda kjós-
endum að meta
kosti sína og hafa
þeir því minni af-
sökun kroti þeir X-
ið í „vitlausan“
dálk.
En kjósandinn á
svo einstæða trún-
aðarstund með
kjörseðlinum í fá-
einar mínútur í kjörklefanum á
upp gefnum kjörstað. Þar er
hin eiginlega birtingarmynd
lýðræðisins. En eftir að seðl-
inum er rennt niður um rifuna
verður ekki aftur tekið. Sjálf-
sagt eru þeir til sem telja ekki
útilokað að virkni lýðræðisins
aukist eftir því sem flokkum
fjölgar á þingi. En hvorki „vís-
indalegar“ rannsóknir né feng-
in reynsla benda þó til þess.
Sennilegri er sú tilgáta til að
standast sem leggur upp með
að stjórnmálaleg óreiða fari
vaxandi eftir því sem flokkum
fjölgar á þingi. Ekki er þó hægt
að benda á óskeikula „rann-
sókn“ í þeim efnum.
En vísbending er þekkt sem
hugsanlega mætti draga álykt-
un af í þessu samhengi. Eftir
áratuga athugun virðast þeir
sem véla um kennslu barna í
skólum landsins sammála um
að árangur á þeim stað fari
batnandi eftir því sem tekst að
fækka börnum í skólastofum.
Og þar sem andrúmsloftið á Al-
þingi mun ekki ósvipað og er í
fyrrnefndum stofum má senni-
lega taka mark á því.
Frambjóðendur hafa
ekki sparað krafta
sína í aðdraganda
kjördags og kjós-
endum því fátt að
vanbúnaði}
Úrslitastundin nálgast
Nýjar reglur
hafa verið
settar um að taka
skuli sérstakt gjald
fyrir einnota
plastílát undir mat
og drykk og tóku
þær gildi í sumar. Þessar regl-
ur eru hluti af átaki til að
draga úr notkun einnota um-
búða og er það verðugt mark-
mið.
Eins og venjulega er gengið
til verks með því að demba
kostnaðinum á neytendur.
Breki Karlsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir í
Morgunblaðinu á mánudag að
það sé synd að neytendur séu
alltaf látnir bera byrðarnar og
bætir við: „Það væri eflaust
hægt að ná meiri árangri með
markvissari aðgerðum sem
væru minna íþyngjandi fyrir
neytendur.“ Í þessu tilfelli get-
ur hins vegar verið erfiðara
fyrir neytendur að bregðast við
en til dæmis þegar plastpokar
voru teknir úr umferð í versl-
unum. Neytendur geta ekki
ávallt haft meðferðis umbúðir
af ýmsum toga undir það sem
kaupa skal hverju sinni.
Þá má ekki
gleyma því að ein-
nota umbúðir hafa
síður en svo verið
ókeypis til þessa.
Það hefur alltaf
verið rukkað fyrir
plastílátin. Kostnaðurinn við
þau hefur einfaldlega verið
reiknaður inn í það verð, sem
neytendur greiða, hvort sem
það er í ísbúðinni eða á mat-
sölustaðnum.
Það er því furðulegt að lesa
líkt og fram kom í Morgun-
blaðinu á mánudag að í ótil-
greindri ísbúð hefðu bæst allt
að hundrað krónur við verðið á
mjólkurhristingi fyrir box og
plastlok.
Eini kostnaðurinn fyrir veit-
ingamenn og söluaðila er fólg-
inn í því að sundurliða kostn-
aðinn vegna umbúðanna.
Strangt til tekið ætti þessi
breyting ekki að leiða til neinn-
ar hækkunar á verðlagi. Nær
væri að umbuna þeim sem
kæmu með eigin ílát og spör-
uðu veitingamönnum og selj-
endum útlát vegna einnota
plastumbúða, og láta þá borga
aðeins minna.
Neytendur eiga ekki
að gjalda fyrir reglu
sem bætir engum
kostnaði við vöruna}
Rukkað fyrir plastílát
K
omandi kosningar snúast um
stöðugleika. Allar kosningar snú-
ast um það, alltaf. Það er hins
vegar ekki nóg að henda bara
orðinu „stöðugleiki“ inn í um-
ræðuna og halda að það dugi. Samhliða stöð-
ugleika þurfum við einnig aðlögun, til þess að
viðhalda stöðugleika í síbreytilegu umhverfi.
Við megum nefnilega ekki gera þau mistök
að halda að stöðugleiki þýði kyrrstaða, eins og
íhaldið reynir eftir mesta megni að viðhalda.
Kyrrstaða fyrir þá sem eiga og þá sem mega er
stöðugleiki þeirra – en ekki stöðugleiki fyrir
alla aðra.
Það er hægt að spyrja stórra spurninga og
svarið við þeim öllum er nei. Til dæmis: er auð-
veldara að eignast húsnæði í dag en áður? Nei.
Eru tækifæri yngra fólks betri í dag en áður?
Nei, í rauninni ekki því ungt fólk á erfiðara með að koma
undir sig fótunum en fyrri kynslóðir ungs fólks. Eru lífs-
kjör lífeyrisþega betri en áður? Nei, í rauninni ekki því
kjör þeirra dragast alltaf meira og meira aftur úr almenn-
um lífskjörum. Lífeyrir almannatrygginga hefur til dæmis
fengið andvirði þriggja launahækkana á kjörtímabilinu á
meðan vinnumarkaðurinn hefur fengið fjórar launahækk-
anir.
Hvað með sjávarútveginn, skilar hann meira til sam-
félagsins í dag en áður? Nei, því þótt verðmætasköpun
hafi vissulega aukist á undanförnum árum þá dreifast þau
verðmæti mjög ójafnt milli byggða og fólks. Hvað með
uppfærslu á stjórnarskrá? Nei, ekkert gerst þar heldur
þrátt fyrir loforð um uppfærslur í smáum
skrefum.
Það er kominn tími til þess að við áttum okk-
ur á því að öll loforðin um breytingar snúast
ekki um að efna þau heldur til að tefja út í hið
óendanlega, ef íhaldið fær að komast upp með
það. Á meðan breytist heimurinn allt í kring-
um okkur hvort sem okkur líkar það betur eða
verr. Við þurfum aðgerðir í loftslagsmálum
hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við
þurfum að efla varnir gegn spillingu þótt það
ógni stöðugleika þeirra sem treysta á að geta
starfað innan afskiptaleysis. Við þurfum rót-
tækar breytingar í sjávarútvegi til þess að búa
til ný tækifæri út um allt land til atvinnu-
uppbyggingar og verðmætasköpunar fyrir
alla, ekki bara suma.
Framtíðin ræðst í nýsköpun. Ekki bara fyrir
suma, heldur alla. Nýsköpun í vísindum, tækni, skapandi
listum og stjórnsýslu – út um allt land. Fleiri stoðir undir
hagkerfið auka stöðugleikann. Við viljum byggja upp að-
stöðu fyrir nýsköpun og þjónustu alls staðar því forsenda
þess að byggð blómstri er aðgengi að þjónustu, samveru
og tækifærum. Hugsum okkur hvernig landi við viljum
búa í þegar hér býr milljón manns og tökum markviss
skref þangað. Þannig byggjum við upp stöðugleika fyrir
alla, út um allt land. Með því að horfa fram á veginn og
ganga hann jafnóðum – saman. Píratar vilja framsýni,
ekkert kjaftæði. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Stöðugleiki fyrir alla
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í tillögu sem er í vinnslu í
tengslum við nýtt deiliskipu-
lag fyrir vesturhluta þjóð-
garðsins á Þingvöllum er gert
ráð fyrir rafskutlum. Þær
munu hafa nokkrar stoppi-
stöðvar í þjóðgarðinum að því
er fram kemur í ritgerð Jónu
Kolbrúnar. „Þannig geta þeir
gestir sem koma á einkabíl
lagt bíl sínum til dæmis við
gestastofuna á Haki og síðan
hoppað á/af með rafskutlum
sem munu stoppa á fyrirfram
ákveðnum stöðum […],“ segir
um þetta. Í deiliskipulags-
tillögunni er einnig m.a. gert
ráð fyrir fjölgun gönguleiða,
uppbyggingu reiðhjólaleiða og
að hægt sé að komast um
meginreiðleiðir stóran hluta
árs. Ennfremur er gert ráð
fyrir fjölgun bílastæða ofan
við Langastíg við nýja þjón-
ustumiðstöð norðan við
gestastofuna á Haki, sem
rúmi 300 bíla. Frá henni eru
svo hugmyndir um stíg niður í
þinghelgina.
Á rafskutlum
á Þingvöllum
NÝTT DEILISKIPULAG