Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 13

Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Haustjafndægur Haustið skall á af fullum þunga í gær með alvörulægð. Haustjafndægur eru í kvöld kl. 19.21 þegar dagur og nótt verða jafnlöng. Hér er gengið um úfið Eldhraun á Suðurlandi. Eggert Ef þú ert í framboði til Alþingis og nærð kjöri sem þingmaður á laugardaginn þá vona ég að eitt af þínum fyrstu verkum verði að lesa bréf sem þér mun berast frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í bréfinu er ítarlega farið yfir stöðu sveitar- stjórnarstigsins í stjórnskipan landsins en einnig og ekki síður er þar farið yfir áherslur sveitarstjórnarstigsins í samskipt- um ríkis og sveitarfélaga. Er það von okkar að alþingismenn hafi þessar áherslur til hliðsjónar í störf- um sínum og muni um leið að þessar áherslur voru mótaðar af fulltrúum allra sveitarfélaga og hafa því mikið vægi við stefnumörkun í landinu. Í kosningabaráttunni vakti það at- hygli mína hversu mörg af þeim verkefnum sem þið, komandi þing- menn, hafið hvað mest rætt tilheyra sveitarstjórnarstiginu. Rætt er um fráveitur, sorphirðu, grunnskól- ann, læsi og náms- árangur, leikskóla, lóðamál, fjárhags- aðstoð og margt fleira. Allt mikilvæg verkefni í nærumhverfi íbúanna og því ánægjulegt að verða vitni að áhuga ykkar frambjóðenda á þeim málaflokkum sem sveitarfélögin sinna. Í flestum tilfellum eru þetta verkefni þar sem Alþingi setur lagarammann. Ramma sem skilyrðislaust og ávallt ber að kostn- aðarmeta með tilliti til þess út- gjaldaauka sem af lagasetningu get- ur hlotist. Kostnaðarmat laga er nauðsynlegt Við sveitarstjórnarmenn þekkjum það best hversu erfiðlega hefur oft gengið að kostnaðarmeta lög og reglugerðir með tilheyrandi út- gjaldaauka fyrir sveitarfélögin. Við slíkt er ekki hægt að una enda hefur Sambandið beitt sér af krafti gegn ýmsum þeim breytingum sem komn- ar hafa verið á rekspöl ef ekki hefur legið fyrir ítarlegt kostnaðarmat og viðbótarfjármunir, hafi þeir reynst nauðsynlegir. Sveitarstjórnarmenn geta treyst því að Samband íslenskra sveitar- félaga vaktar allar þær breytingar á starfsumhverfi sem geta haft skað- leg áhrif á sveitarfélögin. Traust í samskiptum lykill að árangri Á liðnu kjörtímabili var samstarf Sambandsins við ríkisstjórn með miklum ágætum og fyrir það ber að þakka. Teknir voru upp reglulegir fundir formanns og starfsmanna Sambandsins með ráðherrum margra ráðuneyta og þeirra lykil- fólki. Hafa þessir fundir án vafa orð- ið til þess að dýpka skilning á stöðu sveitarstjórnarstigsins og jafnframt orðið til þess að auka traust á milli manna sem er afar mikilvægt. En enn er hægt að gera betur og mála- skráin tæmist aldrei. Þvert á móti þá lengist listinn sífellt yfir þau mál sem nauðsynlegt er að eiga samstarf um við ríkisvaldið. Ríki og sveitarfélög verða að vera samstíga Það er mikilvægt að allir ráða- menn þjóðarinnar geri sér grein fyr- ir því að Samband íslenskra sveitar- félaga er ekki almennur hagsmuna- aðili sem velja má að sniðganga að vild heldur er Sambandið lögform- legur samskiptaaðili milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru stjórnsýslustig og veita ásamt ríkinu íbúum mikilvæga þjónustu. Í ljósi þessa verða samskipti ríkis og sveit- arfélaga að vera góð og þessi tvö stjórnsýslustig verða að vera sam- stiga við þróun og veitingu opin- berrar þjónustu sem stenst gæða- samanburð við það besta sem gerist í nágrannalöndum okkar. Ég vænti þess að í nýjum ríkis- stjórnarsáttmála sjáist þess merki að alþingismenn hafi lesið og kynnt sér áherslur sveitarstjórnarstigins. Ég ætla einnig að trúa því að allir þingmenn geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að sveitarfélögum séu tryggðir nauðsynlegir tekju- stofnar svo þau geti veitt þá þjón- ustu sem lögboðin er. Öflug sveitarfélög eru hryggjar- stykkið í stjórnsýslu landsins og ein meginstoð velferðar, lýðræðis og mannréttinda í landinu. Gott sam- starf við ríkisvaldið er mikilvægt og vona ég að nýrri ríkisstjórn, nýjum alþingismönnum, beri gæfa til að eiga við sveitarfélögin farsælt sam- starf á komandi kjörtímabili. Eftir Aldísi Hafsteinsdóttur » Sveitarfélög og ríki verða að vera sam- stiga um þróun og veit- ingu opinberrar þjón- ustu sem stenst samanburð við það besta sem gerist hjá nágrönnum okkar. Aldís Hafsteinsdóttir Höfundur er fomaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þín bíður póstur! Skoðanakannanir geta verið ágæt vís- bending um fylgi stjórnmálaflokka. Á grunni þeirra er hægt að teikna upp mynd af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru við myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Allt með þeim fyrir- vörum að skoðana- kannanir eru ekki niðurstaða kosn- inga. Fyrirsögn á forsíðu Morgun- blaðsins síðasta laugardag – viku fyrir kosningar – var afgerandi: „Vinstri sveifla þegar vika er eftir“. Að baki fyrirsögninni var skoðana- könnun MMR og á grunni hennar og tveggja síðustu kannana upplýsti Morgunblaðið í upphafi vikunnar að enginn möguleiki væri á myndun ríkisstjórnar þriggja flokka, hvað þá tveggja. Tölfræðilega eru sjö 4-flokka ríkis- stjórnir mögulegar og átta 5-flokka stjórnir, flestar yrðu á veikum grunni en margar eru pólitískt útilokaðar. En þótt tölfræði hugsanlegra ríkis- stjórna sé fremur í ætt við samkvæmisleik í aðdraganda kosninga en raunveruleika stjórnmálanna, gefur hún ágæta vísbendingu um þá valkosti sem kjósendur standa frammi fyrir: Fjölflokka vinstri stjórn eða ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfestu. Rússíbanareið Að þessu leyti er valið skýrt á kjördag. Sjálfstæðisflokkur eða fimm flokka vinstri stjórn, eins kon- ar útfærsla á meirihluta borgar- stjórnar í Reykjavík, með þátttöku Framsóknarflokksins sem hefur áð- ur rutt braut fyrir vinstri stjórn. Sá málefnabræðingur sem gera verður til að byggja undir fjölflokka vinstri stjórn getur ekki orðið annað en leiðarvísir að efnahagslegri og pólitískri óvissuferð. Rússíbanareið fyrir fólk og fyrirtæki. Í viðtali við Dagmál á mbl.is fyrir skömmu var- aði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, réttilega við því „að slík stjórn muni missa tökin á efnahagsmálunum, því viðvör- unarmerkin eru þegar komin, t.d. frá Seðlabankanum, um að menn verði að stilla opinberu fjármálin við stöðuna í hagkerfinu“. Þekktir „áfangastaðir“ En til að gæta allrar sanngirni þá býður vinstri stjórn ekki upp á full- komna óvissuferð. Við vitum hvað er í vændum, við vitum hvert verður stefnt. Óvissan er fyrst og fremst um hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Hversu hár reikningurinn verður á endanum fyrir fólk og fyrirtæki í formi verri lífskjara og afkomu. Með hliðsjón af sögunni og stefnumálum þeirra flokka sem gætu tekið höndum saman í fimm flokka vinstri ríkisstjórn, þekkjum við nokkra fyrirfram ákveðna „áfangastaði“ í óvissuferðinni: . Skattar á fólk hækka. . Ráðstöfunartekjur launafólks lækka. . Skattar á fyrirtækin hækka. . Ríkisútgjöld stóraukast. . Fjárfesting dregst saman. . Verðbólga eykst og vextir hækka. . Efnahagslegur óstöðugleiki. . Pólitískur glundroði. Það er undir kjósendum komið hvort farið verður í óvissuferð vinstri flokkanna eða byggt áfram á stöðugleika, lægri sköttum og frjó- um jarðvegi fyrir öflugt atvinnulíf með nýjum landvinningum í ný- sköpun og framþróun. Vilji kjósend- ur fremur fyrri kostinn skiptir í raun litlu hvaða flokk þeir kjósa næsta laugardag. Standi hugur kjósenda hins vegar til þess að tryggja stöðugleika og byggja upp bætt lífskjör fyrir alla er Sjálfstæð- isflokkurinn eina kjölfestan sem er í boði. Eftir Óla Björn Kárason » Vinstristjórn býður ekki upp á full- komna óvissuferð. Við vitum hvert er stefnt. Óvissan er fyrst og fremst um hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Óvissuferð? Já, en þó ekki alveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.