Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 14

Morgunblaðið - 22.09.2021, Page 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Eftir að ég flutti aft- ur til Vestmannaeyja 2012 tók ég eftir því svo illþyrmilega að ef Herjólfur sigldi í Þor- lákshöfn í stað Land- eyjahafnar þá hátt í þrefölduðust far- gjöldin. Þetta var mér og fleirum algjörlega óskiljanlegt. Land- eyjahöfn er aðalhöfn skipsins en ef veður versnaði og til- kynnt var að skipið sigldi í Þorláks- höfn þá gilti ekki sama fargjaldið. Þetta þótti Eyjamönnum algjörlega óviðunandi. Þrýsti ég og fleiri Eyjamenn á þá ráðherra sem fóru með samgöngu- mál og voru þeir þrír úr sama stjórnmálaflokknum frá 2013, flokki sem ég hafði stutt lengi, en ekkert gerðist. Stuttu eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson varð samgöngu- ráðherra núverandi ríkisstjórnar breytti hann þessu snarlega. Sama gjald fyrir farþega hvort sem siglt væri í Þorlákshöfn eða Landeyja- höfn og gjaldið tæki mið af því sem kostaði að sigla í Landeyja- höfn. Þetta eru mestu kjarabætur sem við Eyjamenn höfum feng- ið í mörg ár. Ég segi fyrir mig að aldrei fékk ég svona góðar kjarabætur á einu ári þegar ég starfaði í lög- reglunni. Sigurður Ingi hafði aldrei lofað því í kosningabarátt- unni fyrir síðustu al- þingiskosningar að ganga þessa leið. Nei, hann bara framkvæmdi það. Svona gera alvöru stjórnmála- menn! Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur lyft grettistaki í málefnum barna, sem vakið hefur mikla athygli. Þing- heimur samþykkti lagafrumvarpið hans, enda algjör umskipti í þjón- ustu við börn, sama hvar þau eru stödd á lífsleiðinni. Þetta var skö- ruglega og myndarlega að verki staðið. Nú hefur hann gefið það út, fái hann til þess umboð, að hann hyggist taka myndarlega á mál- efnum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Ég treysti honum til að koma þeim málum á þann stað sem við öll væntum, sem því miður hefur setið á hakanum. Val mitt er auðvelt: Ég kýs Framsóknarflokkinn og hvet aðra til að gjöra slíkt hið sama. Sér- staklega vil ég hvetja kjósendur í Reykjavík norður til að tryggja Ásmundi Einari gott kjörfylgi. Sama hvar við búum á landinu þurf- um við á honum að halda. Eftir Geir Jón Þórisson » Sigurður Ingi hafði aldrei lofað því í kosningabaráttunni fyrir síðustu alþing- iskosningar að ganga þessa leið. Nei, hann bara framkvæmdi það. Svona gera alvöru stjórnmálamenn! Geir Jón Þórisson Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn, búsettur í Vestmannaeyjum. Ég kýs Framsóknarflokkinn Hinn 3. september skrifaði Ragnar Ön- undarson grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Sveigj- anlegt gengi er jafn- aðartæki“. Ég sendi inn svargrein með titlinum „Sveigjanlegt gengi er siðlaus svika- mylla“ 9. september. Blaðið birti svargrein mína fyrst nú, í helgarblaðinu, 18.- 19. september. Í dag, mánudaginn 20. sept- ember, degi seinna, er komið svar frá Ragnari í blaðinu, en þar sem mánudagsblaðið er prentað aðfara- nótt mánudags virðist mikið hafa legið við hjá Ragnari að koma greininni inn til að reyna að leið- rétta eða bæta sinn málflutning. Nokkuð athyglisverð framganga og atburðarás það og segir hún nokkuð til um það írafár sem virð- ist hafa gripið þennan ágæta við- skiptafræðing og fyrrverandi bankastjóra. Reyndar er hraðinn á birtingu þessarar svargreinar svo mikill að hann verður vart skilinn, heldur ekki af fagmönnum í blaða- útgáfu. Skammaði einhver kannski Ragnar blessaðan í millitíðinni fyr- ir að hafa sagt sannleikann um krónuna og „sveigjanlegt gengi“, líka það hvernig stjórnvöld og framámenn útflutn- ingsatvinnuveganna, ásamt með stjórn- endum Seðlabanka – með Bjarna Ben. fremstan í flokki síð- ustu árin – hafa hirt umsamdar launa- hækkanir af umbjóð- endum ASÍ, BSRB og annarra launþega- samtaka með því að fella gengi krónunnar þegar henta þótti? Í inngangi síðari greinar Ragnars segir hann: „Hann (Ole Anton) virðist aðeins hafa lesið fyrri hluta greinar minnar …“ Svo: „Vegna þessarar fljótfærni fellur stór hluti greinar Ole Antons um sjálfan sig.“ Það er rétt að ég kom með bein- ar tilvitnanir í fyrri hluta greinar Ragnars frá 3. september, í minni grein frá 9. september, þó að ég hafi auðvitað verið að vitna í heild- armálflutning hans. Ekki var mér mögulegt að endurtaka allar hans helstu fullyrðingar. Hver hefði nennt að lesa slíkt? Það góða við þessi skoðanaskipti okkar Ragnars er það að við greinum krónuna og „sveigjanlegt gengi“ með nákvæmlega sama hætti, og ég tel greiningu Ragnars á „sveigjanlegu gengi“ í fyrri grein hans ljómandi góða og fag- lega. Það sem okkur greinir á um er hins vegar það hvort krónan og „sveigjanlegt gengi“ sé af hinu góða eða illa. Ragnar telur það mikinn kost að með krónunni megi hirða af launamönnum og öðrum umsamdar launahækkanir, standi útflutningsatvinnuvegirnir ekki undir þeim, svona eftir dúk og disk, og að þegar betur ári og krónan styrkist megi kannski skila einhverju til baka. M.ö.o. eigi ríkisstjórn og Seðlabanki að geta fært fjármuni fram og til baka að eigin mati og vild, skv. eigin henti- stefnu, og þar með rústað gildandi kjarasamninga og gefið aðilum vinnumarkaðarins, einkum laun- þegum landsins, langt nef. Ragnar lýsir því fjálglega hvílíkar hörm- ungar myndu ganga hér yfir ef evra yrði tekin upp og ekki mætti spila lengur með krónuna og gengið. Gætu menn haldið að það myndi leiða til ragnaraka. Nú vill svo til að árið 2008 urðu öll vestræn ríki fyrir svipuðu efna- hagslegu áfalli, í formi banka- kreppu, og má bera saman hvern- ig áfallið bitnaði á ýmsum löndum og þjóðríkjum álfunnar. Öll ESB- og evrulöndin stóðu af sér áfallið, mest án þess að almenningur og almenn fyrirtæki fyndu mikið fyrir því. Ég bjó og starfaði í Þýska- landi, þar fóru tveir eða þrír bank- ar á hausinn af mörgum hundr- uðum banka, sem kostaði þýska ríkið allmikið fé, en að öðru leyti var þetta eins og óveður sem gengur yfir án þess að valda miklu tjóni. Nokkur evrulönd, eins og Ír- land, Portúgal, Spánn og Grikk- land, komu fyrst verr út úr þessari bankakreppu, en þökk sé stuðningi aðallega ESB og Evrópska seðla- bankans, svo og styrk og stöð- ugleika evrunnar, náðu þessi lönd sér fljótt á strik. Ísland hrundi hins vegar. Hjálp- arhellan, sem átti að vera Banda- ríkin, trúði ekki á krónuefnahag landsins. Sömu sögu var að segja um flesta aðra aðila sem hefðu getað hjálpað; enginn trúði á krónuefnahaginn. Í rauninni var það því krónan sem olli hruninu! Ég þarf ekki að lýsa því böli og þeim hörmungum sem hrunið olli stórum hluta landsmanna. Sú raunasaga er of vel kunn á eigin skinni margra einstaklinga og flestra fjölskyldna landsins. Ef hér hefði verið evra og við í ESB hefði okkur verið bjargað eins og öllum ESB-þjóðum. Hægt hefði verið að spara mörgum manninum þung- bæra göngu hrunsins. Þetta er sú hagfræðilega að- ferðafræði sem helstu þjóðir Evr- ópu byggja nú á og virkað hefur afar vel: 1. Traustur og stöðugur gjald- miðill. Evra. Fastur grundvöllur og mikill fyrirsjáanleiki, sem hægt er að byggja fjárfestingar á. Lág- marksáhætta. 2. Ársvextir 1-2% og góður að- gangur að lánsfé, sem evran trygg- ir. Lágmarksvextir örva fjárfest- ingar og framsókn, nýsköpun, leit að nýjum lausnum og tækifærum. Styrkir atvinnuvegi og tvíeflir at- vinnumarkað. 3. Frjáls og jafn aðgangur að lykilmörkuðum. Aðkoma að stefnu- mótun og ákvörðunum um mark- aðsreglur og sameiginleg sam- félagsmál. Fæst með fullri ESB aðild. Þannig geta fyrirtæki myndað hagnað og byggt upp varasjóði, treyst innviði sína og tryggt stöðu. Tekið sveiflur með eigin fjármagni og, ef það dugar ekki, með fjár- magni síns banka, á lágmarks- vöxtum, þar til tímar batna. Þetta kerfi er heilbrigt og eðli- legt, ekki krónukerfið þar sem rík- isstjórn og/eða Seðlabanki ráðsk- ast með tekjur manna og gjöld, eignir og skuldir, án þess að spyrja kóng eða prest; fyrir mér siðlaust spillingarkerfi. Nú lá mikið við hjá Ragnari Eftir Ole Anton Bieltvedt »Ragnar telur það kost að með krón- unni megi hirða af launamönnum og öðrum umsamdar launahækk- anir, standi útflutnings- atvinnuvegirnir ekki undir þeim. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Það er mjög líklegt, miðað við skoðana- kannanir um hvernig kosningarnar fara, að Vinstri-grænir verði í lykilaðstöðu um hvers konar stjórn verður mynduð eftir kosning- arnar. Formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, hefur sýnt að hún er af- burðamanneskja í póli- tík. Vandi hennar er hins vegar sá að undir niðri í þessum vinstrisinnaða flokki er mikil óánægja með hversu lítið hefur náðst fram um helstu mál þessa róttæka flokks, t.d. stjórnar- skrármálið, sem hún sem forsætis- ráðherra lagði fram. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn haldi að mestu sínu kjörfylgi en Framsókn tapi nokkru, þannig að þessir þrír flokkar missi meirihluta sinn í komandi kosningum. En þótt núverandi ríkisstjórn tapi meirihluta á Alþingi er líklegt að Katrín verði í lykilaðstöðu til að mynda næstu ríkis- stjórn. Ég tel víst að for- seti landsins óski eftir að hún reyni fyrst að mynda stjórn. Þessi niðurstaða yrði mjög spennandi og er að mínu mati ekki ólíkleg. Þriggja flokka ríkis- stjórn á vinstri væng með Katrínu er hugs- anleg en fjögurra flokka örugg. Sama er með hægri vænginn. Ég tel nokkuð augljóst að tilkoma Sósíalista verði þess valdandi að svo verði sem að framan er spáð. Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson » Líklegt er, miðað við skoðanakann- anir,Vinstri-grænir verði í lykilaðstöðu um hvers konar stjórn verður mynduð. Höfundur er eldri borgari. Komandi kosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.