Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Það er svo margt að
minnast á
frá morgni æsku
ljósum
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skarti af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta
hver saga forn er saga ný
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Þín dóttir,
Sigrún.
Fram yfir miðja öldina sem leið
þótti snjallræði að senda kaup-
staðakrakka í sveit, sem kallað
var. Það reyndist mörgum ung-
lingsmanni mikið lán.
Í Eystra-Geldingaholti voru
íbúðarhús, fjós og hlaða sam-
byggð utan í hæð og bæjarstétt
Margrét
Eiríksdóttir
✝
Margrét Ei-
ríksdóttir
fæddist 12. desem-
ber 1925. Hún lést
29. ágúst 2021.
Útför Margrétar
fór fram 14. sept-
ember 2021.
fyrir framan. Hjón-
in Ólafur og Pálína
og dótturdóttir í
gamla bænum; Jón,
sonur þeirra, bú-
fræðingur og Mar-
grét, kona hans frá
Steinsholti, í nýja
húsinu með börnin
fjögur (frú Sigþrúð-
ur þá ófædd); – og
gengt á milli heim-
ilanna um afar fjöl-
farnar dyr. Um-
hverfið fagurt, fjallasýn
óviðjafnanleg, og hafði verið ráð-
ist í ræktun túna á góðu búfjár-
landi ættaróðalsins, fénaðarhús
af torfi og grjóti með timburþili, í
gættunum ilmur af sauðataði og
gömlu heyi. Tvö slík voru hvort
sínum megin við traðirnar heim
að bænum eins og hluti af lands-
laginu, þó líkust hliði á ósigrandi
virki; það austara kallað Hesta-
rétt. Eitt túnið hét Lambhústún,
annað Ærhústún. Í sólarátt
Hamrar, með fjárhúsum og hlöðu
í þeim gamla stíl, menjar frá forn-
um tíma, þegar vetrarbeit sauð-
fjárins var við lýði.
Fyrsta sumarið svaf strákur í
stofunni og þar var bókaskápur
og hann las í Horfnum góðhestum
eftir hinn ritsnjalla Ásgeir frá
Gottorp, en Jón bóndi hestamað-
ur sjálfur. Foreldrar drengsins
litu í heimsókn og höfðu komið
sér upp kvikmyndatökuvél og
Nonni var myndaður, þar sem
hann tók til kostanna víðfrægan
og margverðlaunaðan vekring
sinn, Gulltopp, á þræðingnum að
Hestaréttinni. Snati gamli var í
sólskinsskapi og sentist á eftir
hrossinu teitur, og á þessu mynd-
skeiði, sem við skoðuðum aftur og
aftur fyrir sunnan, er Nonni á
skeiðsprettinum alltaf að líta um
öxl og sveia hundinum og segja
honum að þegja og skammast sín
og fara heim til sín.
Geðvernd er í því fólgin að búa
með kýr; maður veit að maður er
ekki að fara neitt. Magga sagði
fjósamönnum, að því ágætari við-
tökur sem mjólkin fengi við flokk-
un á Selfossi, þeim mun betur yrði
gert við þá, og reyndist hún fyrsta
flokks, yrði dekrað við þá; þannig
mætti segja að þeir væru „upp á
prósentur“, og þetta varð til þess
að farið var að kalla mjólkina
„prósentur“. Seinna fundu ís-
lenskir útgerðarmenn og atvinnu-
rekendur upp, án þess að vera
hlátur í hug, álíka fyrirkomulag á
launagreiðslum – nefndu þetta
„afkastahvetjandi bónuskerfi“, og
töluðu um það í sjónvarpinu,
áhyggjufullir framan í.
Hjónin í Geldingaholti tóku
tryggð við vinnuhjú sín, hringdu
þau upp að spyrja tíðinda, mátu
mikils gestakomur; fögnuðu
stórum, þegar gamla kaupafólkið
kom í heimsókn.
Magga var hvellskýr og stál-
minnug, þar eftir gamansöm, að
ekki sé talað um hvað hún var
flink eftirherma; hún var músík-
ölsk, kunni allar milliraddirnar í
sálmabókinni, söng með í útvarps-
messunni meðan hún var að mat-
búa. Það orð lék á, að hún hefði
kennt kaupamönnum að tóna – og
ekki lakar en það, að dr. Róbert
vildi leigja undir þá þyrlu og
senda um landið að kenna prest-
um raddbeitingu; sjálf söng hún
við messu á Stóra-Núpi tveimur
fátt í nírætt.
Guð blessi minningu Mar-
grétar Eiríksdóttur. Hann verndi
og styrki ástvini hennar alla.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Margrét Eiríksdóttir var
hrein og bein. Hún var skarp-
greind kona, mikil búkona og
húsmóðir. Öll hennar störf voru
innt af hendi af alúð og trúfesti.
Hún var vönduð kona til orðs og
æðis, hreinskilin, hispurslaus,
umburðarlynd, heilsteypt og
traust. Það var alltaf gaman að
koma í Geldingaholt. Það var
glaðvært heimili, Magga og Jón
voru miklir höfðingjar heim að
sækja, afar gestrisin hjón og oft
var mikill gestagangur þar.
Stundum þurfti að tvídekka
borðstofuborðið, það var svo
margt um manninn. Ég hef aldrei
kynnst eins veisluglöðu fólki og
þau voru. Magga og Jón nutu
þess út í ystu æsar þegar húsið
var fullt af gestum. Möggu og
Jóni búnaðist vel, þau hugsuðu
vel um allar sínar skepnur. Ég
sagði líka einu sinni að það væri
gott að vera kind í Geldingaholti.
Þegar börn þeirra hjóna tóku við
búinu var sami myndarskapurinn
við lýði og þau höfðu alist upp við.
Við vorum stundum saman í slát-
urgerð, Magga, dæturnar og ég.
Þá var oft mikið fjör. Þá kom
Magga með sérríflösku og staup.
Þá var skálað, en þess gætt að
sérríið færi ekki ofan í sláturbal-
ann, það var of dýrmætt til þess.
Magga var mikil fjölskyldumann-
eskja, hún var mjög artarsöm og
ól upp afkomendur sína af mikl-
um myndarskap. Afkomendur
þeirra Möggu og Jóns eru mikið
sómafólk. Það var mikill og góður
samgangur á milli Ásbrekku, þar
sem ég bjó, og Geldingaholts alla
tíð. Geldingaholtsfjölskyldan var
alltaf hjálpleg þegar við þurftum
á að halda. Ég þakka elsku
Möggu minni fyrir allar okkar
skemmtilegu og góðu samveru-
stundir. Afkomendum hennar,
sem og Guðbjörgu systur henn-
ar, sem er ein eftir á lífi af systk-
inahópnum, votta ég mína dýpstu
samúð. Guð blessi minningu
hennar.
Bjarney G. Björgvinsdóttir.
Ég kom fyrst sem unglingur að
Eystra-Geldingaholti. Þá var
Ólafur tveggja mánaða gamall og
Eiríkur fallegur hrokkinkollur,
tveggja ára. Ungu hjónin Jón og
Margrét bjuggu í nýja hluta bæj-
arins, en eldri hjónin, Ólafur og
Pálína, í þeim gamla.
Þarna var gott að vera. Hús-
móðirin unga, hún Margrét, hafði
metnað fyrir sitt heimili. Hún
leiðbeindi mér og fræddi um ým-
islegt. Lét mig t.d. einu sinni sníða
og sauma á mig kjól.
Í nágrenni Geldingaholts er
ekki berjaland, svo að dag einn
fórum við tvær ríðandi upp í sveit-
ina þar sem berin voru og komum
klifjaðar til baka. Svo var unnið úr
þessu til vetrarforðans.
Svo liðu árin. Samskiptin voru
jólakort, en svo hættu þau. En svo
fyrir röð skemmtilegra, ótrúlegra
tilviljana endurnýjuðust þessi
kynni fyrir mörgum árum. Síðan
þá höfum við talað reglulega sam-
an í síma og heimsótt hvor aðra.
Við höfum rifjað upp samveru
okkar, þegar ég var kaupakona
no. 2, eins og hún sagði.
Henni þótti vænt um kirkjuna
sína að Stóranúpi og söng þar í
kirkjukórnum frá unglingsaldri.
Söng millirödd sem ekki er á færi
allra. Þegar kirkjan var máluð
fyrir nokkrum árum bauð hún
mér að koma og skoða hana. Þau
Jón fóru víða um landið og hittu
bændur í samtökum þeirra. Eftir
að Jón dó ferðaðist hún með Ár-
dísi dóttur sinni og fleirum víða
um ástkæra landið sitt. Eftir áfall-
ið sem hún fékk á 90 ára afmæli
sínu breyttist allt. En hugsvölun
hennar var útsýnið úr herbergis-
glugga hennar, þar sem hún
horfði yfir fallega túnið heima og
víðsýnið suður úr með Þríhyrning
í fjarska. Margbreytilegt í ís-
lenskri veðráttu.
Ég kveð Margréti með þökk
fyrir áralanga vináttu.
Helga Þórðardóttir.
✝
Sigríður Þóra
Ingadóttir
fæddist í Reykja-
vík 23. október
1942. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 14.
september 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Rósa Kar-
ítas Eyjólfsdóttir,
f. 18.6. 1919, d.
28.10. 1999, og
Ingi Hallbjörnsson, f. 9.4.
1919, d. 28.1. 1991.
Bróðir Sigríðar er Þórður
Ingason, f. 1954.
Hinn 25.2. 1961 giftist Sig-
ríður Grétari Sigurðssyni, f.
2.2. 1938, d. 5.8. 2010. For-
kvæntur Svandísi Geirsdóttur,
þau eiga þrjú börn og þrjú
barnabörn.
Sigríður ólst upp í Reykja-
vík og bjó þar allan sinn ald-
ur. Hún stundaði ballett og
fimleika hjá Fimleikafélaginu
Ármanni.
Sigríður og Grétar hófu
eigin búskap 1968 þegar þau
flutti í eigið húsnæði á Hjalta-
bakka 14, þar sem þau bjuggu
alla tíð. Fram að því höfðu
þau búið hjá foreldrum Sig-
ríðar, fyrst á Karlagötu 3 og
síðan á Brekkustíg 14.
Mestan sinn starfsaldur
starfaði Sigríður við versl-
unarstörf, í Sunnubúðinni,
Sunnukjöri og Leikbæ, síðan
rak hún um tíma sjoppu á
Suðurgötu í Hafnarfirði og á
Laugavegi 71. Síðustu starfs-
árin vann hún hjá Póstinum.
Útför Sigríðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 22. sept-
ember 2021, klukkan 13.
eldrar hans voru
Sigurður Einar
Hannesson, f. 7.9.
1909, d. 21.9.
1969, og Laufey
Ósk Benedikts-
dóttir, f. 26.8.
1910, d. 10.11.
1983.
Börn Sigríðar
og Grétars eru:
1) Rósa Dagný, f.
1959, gift Guðna
Þór Arnórssyni, þau eiga
þrjú börn og fjögur barna-
börn. 2) Óskírður drengur, f.
1961, d. 1961. 3) Laufey, f.
1962, gift Eyþóri Harðarsyni,
þau eiga tvö börn og fimm
barnabörn. 4) Ingi, f. 1967,
Kær tengdamóðir mín kvaddi
hinn 14. september eftir baráttu
við illvígan sjúkdóm sem hafði
dregið hana hægt og sígandi á
endastöð í rúma sjö mánuði frá
því staðan varð ljós. Allan þann
tíma tókst hún á við sjúkdóminn
af ótrúlegu æðruleysi og kvart-
aði ekki, og bar harm sinn í
hljóði. Ég hef þekkt Sísí frá því
1982 þegar ég kynntist Laufeyju
í Eyjum og hefur hún þ.a.l. verið
tengdamóðir mín í næstum 40
ár. Minning um hve umhugað
henni var um fjölskylduna, börn
og afkomendur, er sterk. Amma
Sísí stóð fyllilega undir nafni og
eiga börnin mín ömmu Sísí og
afa Grétari mikið að þakka frá
uppvaxtarárum sínum þar sem
umhyggja og væntumþykja var í
forgrunni.
Sísí var glæsileg kona og lagði
áherslu á að fjölskyldan væri al-
mennilega til fara á mannamót-
um. Hún kom því alveg til skila
ef maður var eitthvað krump-
aður eða illa greiddur. Ég hafði
gaman af því þegar brúðar-
myndirnar af okkur Laufeyju
komu úr framköllun, þar sem ég
var eitthvað hvítari en Laufey
eftir sólarlampa og meik fyrir
myndatökuna. Sísí horfði á
myndirnar með áhyggjusvip og
spurði: „Er ekki hægt að dekkja
Eyþór eitthvað?“ Ég þverneitaði
því og sagði að þessar myndir
yrðu ekki blöffaðar á neinn hátt
– ennþá er ég næpuhvítur á
brúðkaupsmyndunum!
Svona var Sísí – hafði skoðun
á flestu sem tengdist fjölskyld-
unni og reyndi að leiðbeina okk-
ur þegar henni fannst eitthvað
vera að fara úr farvegi hennar
hugmynda. Henni var mikið í
mun að fjölskyldan væri sam-
hent og lagði hún mikið upp úr
jöfnuði og vandaði sig mikið
gagnvart börnum og barnabörn-
um að öllum væri gert jafnhátt
undir höfði.
Sísí hélt reisn sinni fram á síð-
ustu andartök lífsins í faðmi fjöl-
skyldunnar og vil ég gera orð
hennar á dánarbeðnum að mín-
um og segi: „Takk fyrir árin sem
við áttum saman!“
Eyþór Harðarson.
Amma Sísi var glæsileg kona
sem gjörsamlega geislaði af,
dagfarsprúð og alltaf vel til
höfð. Elskaði að spila og um-
gangast vini og fjölskyldu. Mik-
ill dansari og elskaði að vera í
sólinni og ófáar Spánarferðir
með fjölskyldu, vinum og ferða-
félögum.
Minningar af Hjaltabakka 14
eru frábærar. Margar gistinæt-
ur í kringum keppnisferðir og
alltaf gaman að stinga spólu í
tækið og horfðum við yfirleitt á
Fornbókabúðina og hlógum
mikið. Ekki skemmdi fyrir ef að
Amma var búin að henda í eitt
stykki svikinn héra með miklu
magni af sultu "on the side".
Ferðirnar sem maður fór með
henni í þvottahúsið voru líka
eftirminnilegar.
Það sem stendur samt upp úr
á Hjaltabakka og það sem ég
mun sakna mest er „vinkið“.
Alltaf stóð hún á svölunum og
kvaddi eins og sjálf Bretlands-
drottningin. Í þau örfáu skipti
sem maður keyrði fram hjá þá
sneri ég einfaldlega við eða
bakkaði til að geta veifað henni
til baka.
Það var einnig frábært að fá
hana í heimsókn til eyja. Þeir
sem þekktu hana vita að hún var
með ákveðna þrifaáráttu. Sem
kom sér oft vel, fyrir mig. Eins
og svo margir unglingar var ég
neyddur í að taka til á föstudög-
um en þegar von var á ömmu
þýddi það ákveðið frí frá þessum
skyldum. Hún tók gjörsamlega
allt í gegn. Takk
Allar þessar minningar og
margar fleiri ylja manni á svona
kveðjustundum. Enn eftir lifa
minningar um konu sem átti
góða ævi, stóra fjölskyldu, ynd-
islegan eiginmann og marga vini.
Núna ertu farin í draumaland-
ið elsku amma og tel ég það ansi
víst að þú og afi séu að taka
rúntinn út á nes og tilbaka áður
enn þið rennið beint til Keflavík-
ur og beinustu leið í sólina á
Benidorm, á ykkar hótel, ykkar
herbergi og gerið það sem ykkur
fannst best að njóta samveru
hvort annars.
Við fjölskyldan heiðrum minn-
ingu þína amma og við hittumst
á Spáni þegar sá tími kemur.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru mér svo þæg og fín,
þangað vil ég fljúga.
(Höf. ók.)
Þinn
Grétar Þór.
Í dag kveð ég Sísí systur mína
með sorg og söknuð í hjarta.
Við vorum bara tvö systkinin
og tólf ára aldursmunur. Þegar
ég var enn óviti að dunda mér í
eigin hugarheimi var Sísí orðin
stálpaður unglingur og við það
að festa ráð sitt. Við fórum þó
ekki á mis við hvort annað á
þessum árum, því að í stað þess
að hún færi að heiman flutti
kærastinn hann Grétar inn á
heimilið til okkar, fyrst á Karla-
götu 3 og svo Brekkustíg 14.
Örlögin virðast hafa raðað
stjörnunum þannig að Sísí og
Grétar ættu að eiga hvort annað.
Eitt sinn fór mamma með Sísí,
sem þá var á áttunda aldursári,
að heimsækja pabba sem var að
vinna í síldarvinnslunni á Djúpu-
vík. Á sama tíma var þar Sig-
urður bakarinn á staðnum með
son sinn Grétar sem var tæpum
fimm árum eldri en hún. Þó þau
hafi ekki tekið eftir hvort öðru
er líklegt að leiðir þeirra hafi
skarast, enda plássið ekki
stærra en það. Það var síðan í
Kaupmannahöfn, af öllum stöð-
um, sem Sísí og Grétar kynntust
en þá voru þau unglingar á
keppnisferðalagi hvort með sínu
íþróttafélagi.
Kjallaraíbúðin á Brekkustíg
14 var frekar lítil og til marks
um það var sofið í öllum her-
bergjum nema inni á baði og í
eldhúsinu. Þetta heimili var þó
akkúrat passlegt fyrir þessa fjöl-
skyldu og aldrei skorti neitt sem
ekki var hægt að vera án. Fljót-
lega bættust börn Sísíar og
Grétars í hópinn eitt af öðru,
Rósa, Laufey og Ingi, en þau
voru nær mér í aldri en systir
mín. Það var því eins og ég væri
að eignast sístækkandi systkina-
hóp og hefur sú tilfinning fylgt
okkur frændsystkinunum æ síð-
an.
Sísí gerði ítrekaðar tilraunir
til að hafa áhrif á uppeldið á mér
meðan pabbi var á sjónum og
mamma á nokkurra daga vökt-
um hjá Loftleiðum á Keflavík-
urflugvelli. Ég er sannfærður
um að ég hef meðtekið eitt og
annað af því sem hún var að inn-
prenta mér og hef tileinkað mér
á lífsleiðinni og er ég þakklátur
fyrir það.
Þegar ég var unglingur
reyndi Sísí að kenna mér dans-
sporin án árangurs enda fannst
mér þau gamaldags og hallær-
isleg. Ég dáðist þó alltaf að því
að sjá Sísí og Grétar svífa
óþreytandi um dansgólfið í góðri
sveiflu.
Minningarnar eru margar
sem leita á hugann og rifjast
ýmislegt upp á þessum tímamót-
um, bæði ferðalög og samveru-
stundir. Eftirminnilegt er þegar
Sísí bankaði eitt sinn á dyrnar
hjá okkur Helgu í Álaborg, sem
væri ekki í frásögur færandi
nema af því að hún flaug frá Ís-
landi og til Álaborgar án þess að
gera boð á undan sér og án þess
að vita hvort við værum yfirleitt
heima. En Sísí hafði einmitt
lúmskt gaman af því að birtast
þannig án fyrirvara og sjá undr-
unarsvipinn á heimilisfólki og
þeim mun meira gaman hafði
hún sem ferðalagið hennar var
lengra.
Það einkenndi samband okkar
Sísíar á fullorðinsárum að ef við
heyrðum ekki hvort í öðru í ein-
hvern tíma, þá var það ekki
merki um að eitthvað væri að,
heldur þvert á móti að allt væri í
himnalagi. Ég mat það mikils að
við vorum trúnaðarvinir og gát-
um ávallt leitað hvort til annars
ef þörf var á.
Nú er komið að kveðjustund í
bili, hver veit hvenær við hitt-
umst á ný. Hvíl í friði, mín kæra.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þórður bróðir
Ég kveð þig, elsku Sísí, með
sorg í hjarta.
Vináttan er vegleg gjöf
sem venst með ýmsum hætti,
hún svífur yfir heimsins höf
með hjartans vængjaslætti.
Og vináttan er vönduð gjöf
sem virkjar hjartans strengi,
hún opnast kannski eftir töf
og endist vel og lengi.
Og vináttan er voldug gjöf
með værð svo yndislega,
hún kveikir ljós við kalda gröf
og kveður vin með trega.
(Kristján Hreinsson)
Takk fyrir alla þína vináttu
elsku frænka. Guð geymi þig.
Eygló frænka.
Sigríður Þóra
Ingadóttir
Sofna drótt, nálgast nótt,
sveipar kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt,
Guð er nær.
Hvíl í friði elsku Mæja okkar.
Friðardúfurnar,
Gunnþórunn, Hrafnhildur, Soffía,
Mjöll, Guðrún, Björg og Arna.
María
Frímannsdóttir
✝
María Frímannsdóttir fæddist 22. júní
1940. Hún lést 11. september 2021.
Útför hennar fór fram 17. september
2021.