Morgunblaðið - 22.09.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
DVERGARNIR R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti
„ÉG SÉ AÐ HANN „VINNUR“ ENN HEIMA.“
„ÉG GÆTI TVÖFALDAÐ
RÁÐSTÖFUNARTEKJURNAR EF ÉG ÆTTI
SEX METRA LANGAN STIGA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja helst stöðva
tímann þegar þið eruð
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVÍ
BÍTA HUNDAR BLAÐBERA?“
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
ÞEIR BRAGÐAST
EINSOG KJÚLLI
HEYRÐU! ÞÚ GETUR EKKI MÆTTÓVINUNUM
SVONA Í FRAMAN!
VERTU MEIRA EINSOG NÝI GAURINN!
MEINARÐU MEÐ HÖKUNA UPP,
BRJÓSTKASSANN ÚT OG HEIMSKUR?
LÁNADEILD
partíganga með útidansleik og ég
hlakka svakalega mikið til.
Ég þarf líka að eiga langar og góð-
ar stundir með sjálfum mér og hef
farið einn í langar ferðir innanlands
og erlendis. Minnisstæðar eru göng-
ur frá Reykjavík til Ísafjarðar og
þegar ég gekk alla Austfirðina, það
var líka skemmtilegt að fara Jakobs-
stíginn á Spáni.
Fyrir dyrum stendur einmitt ferð
í lok ársins í tilefni afmælisins, þar
sem ég ætla að ferðast einn míns liðs
í nokkrar vikur. Vegna ástandsins
þá ákvað ég að bíða með að ákveða
hvert ég fer eða hvað ég geri en það
fer að líða að því að ég taki ákvarð-
anir.“
Fjölskylda
Synir Einars eru 1) Gabríel Gauti
Einarsson, f. 11.10. 1996, starfs-
maður Sorpu og nemi, býr í Reykja-
vík. Móðir Gabríels Gauta er Heiður
Reynisdóttir; 2) Steinn Ingi Einars-
son, f. 1.10. 2001, vinnur við gæslu
hjá Sky Lagoon, býr í Reykjavík.
Maki: Alexandra Von Athena Gunn-
arsdóttir nemi. Móðir Steins Inga er
Friðrika Hjörleifsdóttir; 3) Emil
Skúli Einarsson, f. 15.7. 2003, nemi,
býr í Reykjavík. Móðir Emils Skúla
er Jóhanna Vígdís Guðmundsdóttir.
Systkini Einars eru Hákon Skúla-
son, f. 24.9. 1973, sölustjóri, býr í
Reykjavík, og Sigrún Huld Sigrún-
ar, f. 18.8. 1979, listamaður, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Einars eru Bóthildur
Steinþórsdóttir, f. 5.5. 1947, ljós-
móðir, býr á Seyðisfirði ásamt eig-
inmanni sínum, Emil Theódór Guð-
mundssyni, þau giftust árið 2007; og
Skúli Jóhannsson, f. 8.9. 1948, verk-
fræðingur, býr í Reykjavík. Bóthild-
ur og Skúli skildu árið 1989.
Einar Skúlason
Jóhanna Þórey Daníelsdóttir
húsmóðir í Hvalfirði og Reykjavík
Þórir Þorsteinsson
verkstjóri í Hvalfirði og Reykjavík
Hulda Þórisdóttir
ráðskona í Hvalfirði og Reykjavík
Steinþór Ingimarsson
bifvélavirki á Miðhúsum í
Innri-Akraneshreppi. Stjúpfaðir
Bóthildar var Magnús Maríasson,
stöðvarstjóri í Hvalfirði
Bóthildur Steinþórsdóttir
ljósmóðir, bús. á Seyðisfirði
Bóthildur Jónsdóttir
húsmóðir á Akranesi
Ingimar Magnússon
trésmíðameistari á Akranesi
Sesselja Þórðardóttir
húsmóðir í Sauðanesi
Páll Jónsson
bóndi í Sauðanesi á Ásum,
A-Hún.
Sigrún Pálsdóttir
kennari í Reykjavík
Jóhann Pétur Einarsson
iðnverkamaður í Reykjavík
Bergljót Guðmundsdóttir
húsmóðir í Litlu-Gröf
Einar Guðmundsson
bóndi í Litlu-Gröf í Borgarhreppi í Borgarfirði
Úr frændgarði Einars Skúlasonar
Skúli Jóhannsson
verkfræðingur, bús.
í Reykjavík
Guðmundur Þorsteinsson skrif-
aði á Boðnarmjöð á sunnudag:
„Við nýorðna atburði í Afganistan
rifjaðist upp fyrir mér vísa sem
varð til þegar George Walker Bush
hafði sent drengina sína til Írak að
kenna þarlendum Ameríku-
mannasiði:
„Að hantéra heiðingja kunnum.
Og heimsstríðin bæði við unnum.
Þar sem við erum stödd
eru vopn ekki kvödd.“
sagði Vilhjálmur Georg frá Runnum.“
Philip Vogler Egilsstöðum segir,
að sér þyki gaman að göngum en
verði stundum vonsvikinn af ár-
angrinum:
Kind ef smáa smugu sér
smellir sér í felur.
Smölum öllum framhjá fer,
feit við beit þar dvelur.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
og kallar „Töðugjöld“:
Við töðugjöldin alltaf er
einhver veislukostur.
Þá kemur best í kjafti mér;
krækjó ber og ostur.
Hér yrkir Hallmundur og kallar
„Þjáníngar“ :
Jónmundur þjáðist nú í nótt
og næstum missti allan þrótt.
Því það tekur á
að þurfa að sjá;
- Þuríði Báru með léttasótt.
Það er komið hausthljóð í Haf-
stein Reykjalín Jóhannesson:
Þrestir hafa þagnað hér,
það má segja um fleiri.
Margur landinn lagstur er,
í ljúfa sól og meiri.
Kristján Helgi keikur sér,
í kjörstað þeirra á Spáni.
Ég sem staðfugl ekkert fer,
en óska að hitinn skáni.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir:
Engan fugla heyri hljóm
horfið geislabrosið.
Sumar kveður blikna blóm
og bráðum verður kosið.
Gylfi Þorkelsson orti á sunnudag:
Blessuð sólin gyllir grund,
grámann burt nær sverfa.
Mér er gefin morgunstund
milli lægðakerfa.
Ármann þorgrímsson um „Stjórn-
mál“:.
Ýmislegt fer úrskeiðis
ágirnd fær að dafna
sumir fara margs á mis
meðan aðrir safna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er komið haust-
hljóð í hagyrðinga