Morgunblaðið - 22.09.2021, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.09.2021, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 _ Kjartan Henry Finnbogason sókn- armaður úr KR og Þórður Ingason varamarkvörður Víkings voru í gær úrskurðaðir í þriggja leikja bann vegna stimpinga undir lok leiks lið- anna í úrvalsdeild karla í fótbolta á sunnudaginn. Þeir verða því í banni í lokaumferðinni um næstu helgi og líka í tveimur fyrstu leikjum sinna liða á næsta tímabili. Þá fékk Haj- rudin Cardaklija aðstoðarþjálfari Vík- ings tveggja leikja bann. _ Þá voru tíu leikmenn úr úrvals- deild karla úrskurðaðir í eins leiks bann og verða ekki með í loka- umferðinni um næstu helgi. Það eru Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki, Hörð- ur Ingi Gunnarsson úr FH, Ragnar Bragi Sveinsson og Þórður Gunnar Hafþórsson úr Fylki, Birnir Snær Ingason og Ívar Örn Jónsson úr HK, Finnur Tómas Pálmason og Kennie Chopart úr KR, Björn Berg Bryde úr Stjörnunni og Kári Árnason úr Vík- ingi. _ Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knatt- spyrnu, er kominn til sænska félags- ins Östersund. Þar aðstoðar hann Per Joar Hansen, sem er nýtekinn við sem aðalþjálfari, en Östersund situr á botni sænsku úrvalsdeild- arinnar. Hansen var aðstoðarþjálfari norska karlalandsliðsins þegar Lars var þar við stjórnvölinn frá 2017 til 2020. _ Ísland heldur sæti sínu í A-deild undankeppni Evrópumóts stúlkna í knattspyrnu 19 ára og yngri eftir sig- ur á Serbíu, 2:0, í Stara Pazova í Serbíu í gær. Ísland varð í þriðja sæti riðilsins, á eftir Frökkum og Svíum, en Serbar falla niður í B-deild. Hildi- gunnur Ýr Benediktsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir skoruðu mörk Íslands í seinni hálfleik. Seinni hluti undankeppninnar fer fram næsta vor, og Ísland er þá áfram meðal 28 þjóða í A-deild sem spila um sæti í lokakeppninni. Eitt ogannað Í LAUGARDAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Það er langt til Ástralíu og Nýja- Sjálands. Ekki bara í kílómetrum. Möguleikarnir á að veita Evrópu- meisturum Hollendinga alvöru- samkeppni um sigur í C-riðli und- ankeppninnar fyrir heimsmeistara- mót kvenna í fótbolta sem haldið verður í Eyjaálfu árið 2023 eru strax orðnir takmarkaðir eftir 0:2-ósigur gegn þeim á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Vissulega er aðeins einn leikur bú- inn af átta og enn 21 stig eftir í pott- inum. En Hollendingar tapa varla mörgum fyrir utan þau sem þeir misstu óvænt til Tékka í jafnteflis- leik liðanna síðasta föstudag og það er því rétt að búa sig undir slag við tékkneska liðið um annað sæti riðils- ins og að komast á þann hátt í um- spilið. Næsti leikur Íslands er einmitt heimaleikur við Tékka á Laugar- dalsvellinum 21. október. Eftir rúm- ar fjórar vikur. Það gæti reynst mik- ilvægasti leikurinn – lykillinn að framhaldinu. Það verður allavega nokkurs konar úrslitaleikur fyrir framhaldið þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina fyrir íslenska liðið. Langmestar líkur eru á að það verði leikirnir tveir við Tékka í þess- um riðli sem ráði úrslitum um annað sætið. En að sjálfsögðu þarf líka að ná í stigin gegn Hvít-Rússum og Kýpurbúum. Leikirnir tveir við Kýpur fara fram í október og nóv- ember en hinir fjórir leikir riðilsins á næsta ári. Og Ísland mun leika í Morgunblaðið/Eggert Laugardalur Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir horfa á eftir boltanum í vítateig Hollendinga eftir hættulega sókn íslenska liðsins. lokakeppni EM á Englandi næsta sumar, áður en þessi riðlakeppni verður til lykta leidd. Sigur Hollendinga á Laugardals- vellinum í gærkvöld var mjög sann- gjarn. Það er gæðamunur á þessum tveimur liðum og það var svo sem vitað fyrir fram. Hollenska liðið er geysilega vel mannað, sérstaklega á miðju og í framlínu og var einfald- lega of sterkt fyrir það íslenska að þessu sinni. Úrslitin voru í raun ráð- in þegar Jackie Groenen skoraði seinna markið með glæsilegu skoti um miðjan síðari hálfleik. En fram að því átti íslenska liðið þokkalega möguleika og virtist lengi vel líklegt til að skora. Það náði mörgum góðum sóknum í fyrri hálf- leik og kom hollensku vörninni nokkrum sinnum í talsverð vand- ræði. Fyrst og fremst í þau skipti sem Sveindís Jane Jónsdóttir lék vinstri bakvörð Hollendinga grátt og átti hættulegar sendingar inn í víta- teiginn. Þar vantaði hins vegar að reka endahnútinn á sóknirnar. En Þorsteinn Halldórsson, sem stýrði landsliðinu í fyrsta skipti í mótsleik í gærkvöld, er með spenn- andi og efnilegt lið í höndunum. Lið sem hefur alla burði til að taka mikl- um framförum. Sex af þeim sem tóku þátt í leiknum eru á aldrinum 18-22 ára, þær eru allar hjá sterkum félagsliðum og eiga bara eftir að verða betri. Reynsluboltanir Glódís Perla Viggósdóttir, Dagný Brynj- arsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir spila í þremur af sterkustu deildum heims og liðið í heild er í góðri stöðu til að ná lengra. Næsti áfangi á þeirri leið verður hinn 21. október. Löng leið til Eyjaálfu - Undankeppni HM 2023 hófst á 0:2-ósigri gegn Evrópumeisturunum á Laugardalsvellinum - Leikurinn við Tékka er lykilleikur fyrir framhaldið Íslensku körfuboltalandsliðin hefja leik í undankeppni HM og undan- keppni EM í nóvember á þessu ári en þar sem Laugardalshöll er ónot- hæf er óvíst hvar heimaleikir lið- anna munu fara fram. „Við höfum þurft undanþágu frá FIBA til þess að spila í Laugardalshöllinni und- anfarin ár og við gætum því þurft að spila heimaleikina okkar í nóv- ember á hlutlausum velli, í Dan- mörku eða jafnvel Færeyjum,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en ítarlegt viðtal við Hannes má sjá á mbl.is/sport/korfubolti. Landsliðin án heimavallar Ljósmynd/FIBA Fyrirliði Hörður Axel Vilhjálmsson, leiðtogi karlalandsliðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er strax búinn að semja við nýtt félag eftir að hann lét af störfum hjá Melsungen í Þýska- landi á mánudag. Danska úrvals- deildarfélagið Fredericia tilkynnti í gær að félagið hefði samið við Guð- mund um að taka við liðinu næsta sumar, 2022, og stjórna því næstu þrjú árin. Jesper Houmark hættir með liðið næsta vor eftir að hafa stjórnað því í sex ár en á leið í ann- að starf hjá félaginu og vinnur því væntanlega náið með Guðmundi. Guðmundur fer til Danmerkur AFP Danmörk Guðmundur Þ. Guð- mundsson tekur við Fredericia. ÍSLAND – HOLLAND 0:2 0:1 Daniëlle Van De Donk 23. 0:2 Jackie Groenen 65. M Sandra Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Lið Íslands: (4-3-3) Mark: Sandra Sig- urðardóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísla- dóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir (Karitas Tómasdóttir 90), Alex- andra Jóhannsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 63), Dagný Brynj- arsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jóns- dóttir (Amanda Andradóttir 90), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Kar- ólína Lea Vilhjálmsdóttir 63), Agla María Albertsdóttir. Lið Hollands: (4-3-3) Mark: Sari van Veenendaal. Vörn: Sippie Fol- kertsma, Stefanie van der Gragt, An- iek Nouwen, Dominique Janssen. Miðja: Jackie Groenen, Jill Roord (Li- neth Beerensteyn 63), Sherida Spitse. Sókn: Daniëlle Van De Donk, Vivi- anne Miedema (Victoria Pelova 90), Lieke Martens (Shanice van de Sand- en 79). Dómari: Rebecca Welch, Englandi. Áhorfendur: 1.737. _ Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn 120. landsleik fyrir Íslands hönd. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir (136), Katrín Jónsdóttir (133) og Mar- grét Lára Viðarsdóttir (124) eiga fleiri A-landsleiki að baki. _ Amanda Andradóttir, leikmaður Vålerenga í Noregi, kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik undir lok leiksins. KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Vivaldi-völlur: Grótta – ÍBV................ 17.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – ÍBV ....................... 18 Í KVÖLD! Evrópudeild karla 2. umferð, fyrri leikir: Valur – Lemgo ..................................... 26:27 - Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk fyrir Lemgo. RN Löwen – Benfica ........................... 31:31 - Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyr- ir Löwen. Arendal – Aix....................................... 27:27 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Aix. GOG – Mors .......................................... 30:24 - Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekkert inn á hjá GOG. Kadetten – Granollers ........................ 36:33 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. Frakkland Deildabikarinn, 32ja liða úrslit: Cesson Rennes – Nancy ...................... 33:23 - Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Nancy. Bikarkeppnin, 1. umferð: Villeurbanne – Nice ............................ 28:31 - Grétar Ari Guðjónsson er markvörður hjá Nice. .$0-!)49,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.