Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Barna- og fjölskyldu- myndatökur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er gaman að sjá þetta loksins verða að veruleika,“ segir Bjarni Jónsson leikskáld um stuttverk sitt Út að borða með Ester í leik- stjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur sem frumsýnt er í Leikhús- kjallaranum í hádeginu í dag. Í kynningu segir að verkið fjalli um Hauk og Ester, sem hafa verið bú- sett á Kanarí en eru nú strand á Íslandi. Þau fara saman út að borða í hádeginu, sem reynist snúið þar sem Ester er orðin vegan. Með hlutverk Hauks og Esterar fara Sigurður Sigurjónsson og Guðrún S. Gísla- dóttir. Leikmynd og búninga hannar Eva Signý Berger. Fagnar nýjum farvegi Út að borða með Ester er fyrsta sýningin af fjórum í vetur undir merkjum hádegisleikhúss Þjóðleikhússins. Hádegisleikhúsið átti að hefja göngu sína haustið 2020, en var frestað út af Covid. Fyrr það sama ár auglýsti Þjóð- leikhúsið eftir handritum og hugmyndum að styttri verkum fyrir hádegisleikhús og bárust alls 254 verk eftir 194 höfunda. Verkin verða sýnd í Leikhúskjallaranum í hádeginu á virk- um dögum og í framhaldinu tekin upp og sýnd í Sunnudagsleikhúsi RÚV. „Ég hef aðeins einu sinni áður tekið þátt í leikritasamkeppni og ákvað þá að gera það aldrei aftur,“ segir Bjarni kíminn og tekur fram að aldrei skyldi maður segja aldrei. Rifj- ar hann upp að umrædd leikritasamkeppni hafi verið fyrir um þrjátíu árum og hans verk valið til uppsetningar, en svo aldrei ratað á svið. „Þá ákvað ég að gera þetta aldrei aftur. En svo var ég milli verkefna vorið 2020 út af Covid og fannst spennandi að skrifa stuttverk þannig að ég lét slag standa. Það gefast svo fá tækifæri til að sýna stuttverk að ég gat ekki látið þetta framhjá mér fara,“ segir Bjarni og tekur fram að ekkert skáld langi til að skrifa fyrir skúffuna. „Það fylgir því óskapleg ófull- nægja að sjá á eftir leiktexta ofan í skúffuna. Maður leggur því ekki í að skrifa stuttverk ef það er enginn farvegur til uppsetningar,“ segir Bjarni og fagnar af þeim sökum hádegisleik- húsi Þjóðleikhússins. Stuttverkið spennandi áskorun „Það er svo gefandi og gaman fyrir höfunda að fá tækifæri til að takast á við ólík form og vinna styttri verk í bland við lengri. Stutt- verkaformið gerir aðrar kröfur til manns sem höfundar, sem er spennandi,“ segir Bjarni og tekur fram að það felist ákveðin áskorun í því að fanga athygli áhorfenda í styttri verkum. „Takmarkaður tímaramminn kallar á það að það sé eitthvað í verkinu sem sogi áhorfendur til sín. Í framhaldinu býðst þeim að liggja á gægjum í um hálftíma og að verki loknu fá þeir ekki að vita meira um hagi persóna, en geta þá haldið áfram að velta verkinu fyrir sér,“ segir Bjarni og bendir á að í Út að borða með Ester séu persónurnar ómeðvitað að veita áhorfendum sífellt nýjar upplýsingar sem breyti fyrra sjónarhorni áhorfenda á þeim. „Ég trúi því að þegar áhorfendur mæta í leikhúsið séu þeir sjálfir með svo mikinn far- angur að maður megi ekki vera að segja þeim of mikið. Frekar að gefa þeim tækifæri til að fara í leik með sitt eigið farteski út frá því sem þeir sjá og heyra á sviðinu. Ég vona að áhorf- endur hafi fengið að vita heilmikið um Ester og Hauk, en geti líka velt vöngum eftir á,“ seg- ir Bjarni og bendir á að okkur sé eðlislægt að hafa áhuga á öðru fólki og aðstæðum þess. „Við erum sífellt að bera aðstæður annarra og reynslu saman við okkar eigið líf.“ Róa ekki í sömu átt Spurður hvernig hann myndi lýsa persónum verksins og aðstæðum þeirra segir Bjarni erf- itt að svara þeirri spurningu án þess að gefa of mikið upp. „Ég get þó sagt að persónur verks- ins eru komnar yfir sextugt og staddar á þeim stað í lífi sínu að þær eru að reyna að brjótast út úr einhverjum viðjum. Þau eru bæði að reyna að gera eitthvað nýtt komin á sjötugs- aldurinn. Þau eru bæði mörkuð af fortíð sinni og áföllum sem kalla á ákveðnar breytingar, en þau eru hins vegar ekki samstiga. Það má segja að þau rói ekki alveg í sömu áttina.“ Ekki er hægt að sleppa Bjarna án þess að forvitnast um hvort hann sé búinn að fylgjast mikið með æfingum, en því svarar hann neit- andi. „Ég hef lítið getað fylgst með æfingum þar sem ég er alltaf með annan fótinn í Nor- egi,“ segir Bjarni sem var staddur erlendis þegar samtalið átti sér stað. „Ég hef því aðeins getað fylgst með úr fjarlægð,“ segir Bjarni, sem vonast til þess að sjá sýninguna næst þeg- ar leiðin liggur til Íslands. Hádegi Sigurður Sigurjónsson og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkunum sem Haukur og Ester. Gaman að fást við nýtt form - Út að borða með Ester eftir Bjarna Jónsson fyrsta frumsýning hádegisleikhúss Þjóðleikhússins - Höfundurinn ætlaði aldrei aftur að taka þátt í leikritasamkeppni en gat ekki sleppt tækifærinu Bjarni Jónsson skilnað en heilt yfir þótti mér þessar útlistanir eiginlega vera of nákvæm- ar og of mikið einblínt á skilnaðinn. Það er eflaust mismunandi í lífi hvers einstaklings fyrir sig en mér fannst ekki trúverðugt hve ofboðs- lega mikið aðalpersónan hugsaði um skilnað foreldra sinna. Skilnaður í augum barnsins Veruleiki Steinunnar er nefnilega meira spennandi en það. Á sama tíma og Steinunn þarf að takast á við það að fjölskyldu hennar verði brátt kollvarpað er hún á fullu við að upp- götva bæði lífið og sjálfa sig. Sjálfri þótti mér miður að fá ekki að skyggnast meira inn í þennan prívatheim Steinunnar, sem foreldr- A ð eilífu ég lofa er einlæg frásögn af Steinunni, ungri stúlku sem neyðist til að taka þátt í tímamót- um í lífi foreldra sína, hinum marg- umtalaða skilnaði. Bókin er upplýs- andi rit sem miðar að því að hjálpa börnum að átta sig á öllu því sem fylgir þessu flókna fyrirbæri. Sigríði Dögg Arnardóttur, eða Siggu Dögg, höf- undi bókarinnar, tekst vel að gera lesandanum grein fyrir öllum þeim fjölbreyttu tilfinningum sem geta komið upp við þessar aðstæður sem geta verið bæði framandi og ógnvekjandi. Í bókinni er sagt frá ýmsu sem börn í sporum Steinunnar ættu að geta tengt við. Jafnvel þykir mér lík- legt að fullorðin skilnaðarbörn kom- ist aðeins við við lesturinn, ég gerði það í það minnsta. Bókin útlistar nokkuð nákvæmlega margt af því sem getur komið upp á í lífi barna þegar foreldrar þeirra eru í þann mund að fara hvort í sína áttina. Til- gangurinn er eflaust að reyna að svara einhverjum spurningum um arnir áttu ekki með henni. Með því hefði mögulega verið hægt að byggja upp meiri spennu og eftir- væntingu en raunin varð. Að eilífu ég lofa er auðlesin bók prýdd skemmtilegum og fjölbreytt- um persónum. Siggu Dögg tekst einkar vel upp með að kortleggja þetta undarlega fyrirbæri, skilnað, og sýna lesandanum það út frá aug- um barnsins. Bókin getur eflaust gagnast ýmsum hópum barna, ekki einungis skilnaðarbörnum. Skiln- aður er svo útbreitt fyrirbrigði í íslensku samfélagi að það gæti hjálpað mörgum ungmennum að skyggnast betur inn í þann veru- leika, til þess að skilja bæði sinn heim og annarra betur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplýsandi Bók Siggu Daggar er upplýsandi rit sem miðar að því að hjálpa börnum að átta sig á öllu því sem fylgir hinu flókna fyrirbæri skilnaði. Að skilja skilnað Skáldsaga Að eilífu ég lofa bbbnn Eftir Siggu Dögg. Kúrbítur slf. 2020. Kilja, 142 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Íslandsdeild IBBY veitti á sunnu- daginn var sínar árlegu viðurkenn- ingar fyrir framlög til barnamenn- ingar, Vorvinda. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir að hafa sl. áratug sannað sig sem einn okkar fremsti barnabókahöfundur og hefur einnig skipað stóran sess á sviði barnabókmennta með lestrar- hvatningu ýmiss konar og er öflug talskona barnabókmennta í umræðunni á Íslandi, eins og segir í tilkynningu. Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rithöfundur, hlaut Vor- vinda fyrir framlag sitt til bók- mennta fyrir yngstu kynslóðina og þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! Kristín Ragna Gunnars- dóttir, mynd- og rithöfundur, hlaut viðurkenn- ingu fyrir að miðla goðsögum til barna í gegn- um bækur sínar og myndlýsingar sem og með töfrandi og fræðandi barnasýn- ingum. Nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla hljóta loks Vorvinda fyrir bókaklúbb og tímaritsútgáfu en þriðja veturinn í röð eru nem- endur í 7. bekk með bókaklúbb og gefa út tímarit með bókaumsögnum sínum. Fjórar Vorvinda-viðurkenningar veittar Áslaug Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.