Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 1
.Stofnað 1913 . 226. tölublað . 109. árgangur . M Á N U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 2 1 HRÁAR OG TORRÆÐAR LÝS- INGAR Í SENN ÍSLANDSMEISTARAR ÁNÆGJULEGAST AÐ NJÓTA ÁVAXTA NÁTTÚRUNNAR 30 ÁRA BIÐ 26 BJÖRN STEINAR 60 ÁRA 24 Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnarflokkarnir juku þing- meirihluta sinn í alþingiskosningun- um á laugardag og stjórnarand- stöðuflokkarnir fengu engan veginn það fylgi, sem þeir höfðu talið innan seilingar. Framsóknarflokkur vann mikinn sigur og hefur nú 13 þing- menn, en Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fóru nærri því að halda fyrri styrk. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagst ætla að ræða saman, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir blasa við að stjórnar- flokkarnir ræði saman um áfram- haldandi samstarf. Nýjar kosningar marki þó alltaf nýtt upphaf og það þurfi allir flokkar að ræða sín á milli. Uppnám vegna endurtalningar Töluverð uppstokkun varð á út- hlutun jöfnunarþingsæta í gær eftir endurtalningu atkvæða í Norðvest- urkjördæmi. Engin breyting varð á heildarfjölda þingsæta hvers flokks, en hins vegar breyting á skipan jöfn- unarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Óskað hefur verið endurtalningar í Suðurkjördæmi og nýfallinn þing- maður vill að endurtalið verði á land- inu öllu. Breytingin veldur því m.a. að þrír karlar náðu kjöri í stað þriggja kvenna eins og áður var talið. Þar með verða 30 konur á þingi og 33 karlar. Sú frétt var sögð víða um heim í gær að í fyrsta sinn væru kon- ur í meirihluta á þjóðþingi í Evrópu, en sú virðist ekki raunin. Ræða endurnýjað samstarf - Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig og fær 13 þingmenn MAlþingiskosningar »2, 4, 6, 8, 10, 11, 12, 13 og 16 - Stjórnarflokkarnir héldu velli við aukinn stjórnarmeirihluta - Endurnýjað samstarf kallar á nýjan stjórnarsáttmála Nýbakaðir og örþreyttir þingmenn Vinstri grænna komu saman í þing- flokksherbergi sínu í gær eftir langa vökunótt og örlítinn lúr, þar sem drukkið var lútsterkt kaffi og farið yfir stöðuna. Í þingflokki Vinstri grænna eru nú átta þingmenn, þremur færri en eftir kosningarnar 2017, en síðan höfðu að vísu tveir gengið til liðs við aðra flokka. Í honum sitja nú fjórir vanir þingmenn og fjórir nýliðar. Nýr þingflokkur Vinstri grænna beið ekki boðanna Morgunblaðið/Ari Páll Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Þrjátíu konur voru kjörnar til Al- þingis um helgina. Lengi var útlit fyrir að 33 konur kæmust inn en eftir endurtalningu í Norðvest- urkjördæmi varð ljóst að þær yrðu aðeins 30. Þrátt fyrir að konur séu ekki í meirihluta eru þær jafn margar og í kosningunum árið 2016, en þá voru flestar konur kjörnar á Alþingi frá upphafi. Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, seg- ir gleðitíðindi að hlutfallið hafi ver- ið jafnað. Fyrstu tíðindi voru henni þó betur að skapi þegar konur voru í meirihluta. Silja segir vendipunkt- inn vera í Sjálfstæðisflokknum en sjö þingmenn af sextán þingmönn- um flokksins eru konur. Áður sátu aðeins fjórar konur á þingi fyrir flokkinn þó að þing- mannafjöldinn hafi verið sá sami. Silja segir það ekki sjálfgefið að stjórnmálin verði femínískari á ein- hvern hátt eða betri. Konurnar sem kjörnar voru eru úr ólíkum flokk- um með ólík stefnumál. Hlutfall kvenna er hæst í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en lægst í Suðvesturkjördæmi. Hlutfall kvenna er hæst í þing- flokki Samfylkingar, þar sem 67% þingmanna eru konur. Fyrir Mið- flokkinn sitja þó aðeins karlar á þingi. Aðeins einn flokkur er með jafnt kynjahlutfall. Það er flokkur Pírata með þrjár konur og þrjá karla. »16 Jafn margar konur á Alþingi og í kosningunum árið 2016 - Þrjár konur úti eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Oddvitar Inga Sæland, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jak- obsdóttir leiddu í sínum kjördæmum. _ Kjörsókn var 80,1% í alþingis- kosningunum sem fram fóru um helgina. Kosningaþátttakan dalaði um 1,1% milli ára en kosningaþátt- taka almennt hefur farið minnk- andi á undanförnum áratugum. Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, seg- ir kjörsókn á Íslandi almennt vera mikla í alþjóðlegum samanburði þótt hún hafi dalað. Yngri kynslóðir hafa alltaf verið ólíklegri til að skila sér á kjörstað, en yfirleitt skilað sér um 25 ára ald- urinn. Rannsóknir benda nú til þess að yngri kynslóðir séu farnar að skila sér seinna inn á lífsleiðinni, meðal annars vegna þess að ungt fólk býr lengur í foreldrahúsum, er lengur í námi og skilar sér seinna inn á vinnumarkað. Þá halda yngri kynslóðir ekki jafn mikilli tryggð við einn flokk og áður. Um miðbik 20. aldar var kjör- sókn í alþingiskosningum alltaf yfir 90% en hún var síðast yfir 90% árið 1987. Í undanförnum kosningum hefur hún verið í kringum 80% og vonar Eva Heiða að hún aukist á næstu árum. Erfitt sé þó að spá í framtíðina og hvort kjörsókn verði enn dræmari á næstu árum. »6 Yngri kynslóðir ekki jafn flokkshollar og kjósa seinna á lífsleiðinni en áður Morgunblaðið/Eggert Minnkandi Kjörsókn hefur minnkað um 10 prósentustig á 34 árum, niður í 80,1%. TANNTAKA bbbbm 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.