Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u
A
h
ð
ð
595 1000
Kanarí
u.
At
h.
a
t 18. október í 11 nætur
11 nátta ferð
Flug & hótel frá
99.325
11 nætur
Verð frá kr.
114.850
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Úrslit alþingiskosninga virtust koma
ýmsum á óvart og var þá jafnan vísað
til kannana í liðinni viku, sem sýndu
að ríkisstjórnarmeirihlutinn væri
fallinn. Þær kannanir sýndu hins
vegar aðeins hvernig staðan var á
hverjum tíma og drógu ekki fram
hvert óákveðnir leituðu.
Fylgishreyfingar í lokavikunni
gáfu hins vegar skýrt til kynna hvert
stefndi. Til hliðar gefur að líta fylgis-
þróun hvers flokks í þremur síðustu
könnunum MMR, sem teknar voru í
lokavikunni fyrir kosningar, auk
kosningaúrslita. Þar má yfirleitt
greina þær hreyfingar á fylgi, sem á
daginn komu í talningunni.
Þannig virðist fylgi Sjálfstæðis-
flokks haldið áfram að aukast línu-
lega fram á kjördag, en fylgisaukn-
ing Framsóknar hélt áfram þótt hún
hægði ögn á sér. Helstu undantekn-
ingar eru Viðreisn, sem virðist hafa
fatast flugið á lokametrunum, og
Vinstri græn, sem augljóslega áttu
inni um 3,5% umfram það sem kann-
anir gáfu til kynna.
Skoðanakannanir á réttu róli
Fylgishneigð í könnunum MMR og kosningaúrslit
Þrjár síðustu kannanir MMR í síðustu viku fyrir kosningar (15.-17., 21.-22. og 22.-23. september) og kjördagur 25. september
0%
5%
10%
15%
20%
25%
JPVSFCMBD
Sjálfstæðisflokkur Framsókn Miðflokkur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylking Vinstri græn P Sósíalistaflokkur
K
ö
n
n
u
n
M
M
R
1
5
.9
.-
17
.9
K
ö
n
n
u
n
M
M
R
2
1
.9
.-
2
2
.9
K
ö
n
n
u
n
M
M
R
2
2
.9
.-
2
3
.9
Kosningar 25.9.
- Velflestar kannanir gáfu góða mynd af fylgishreyfingum - Óákveðnir höfðu sitt að segja um úrslitin
- Misgóð mæling eftir flokkum - Kannanir í lokavikunni sýndu fylgishneigð flestra flokka ágætlega
Eftir að lokatölur voru birtar úr öll-
um kjördæmum varð ljóst að ríkis-
stjórnin heldur velli með 37 þing-
menn af 63 og getur hún þakkað
góðu gengi Framsóknarflokksins
fyrir það. Allir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar náðu aftur inn á þing.
Það var að vonum gott hljóðið í
Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni
Framsóknarflokksins, þegar blaða-
maður náði af honum tali í gær.
Hann sagði þá að viðbúið væri að
nýr þingflokkur kæmi saman í dag.
Sigurður sagðist þó hafa rætt við
alla þingmenn flokksins einslega.
„Ég er búinn að tala við alla þing-
menn, nýja sem gamla, og fara yfir
stöðuna.“ Það mætti segja að Fram-
sókn hafi verið sigurvegari kosning-
anna en flokkurinn bætti við sig
fimm þingmönnum frá síðasta kjör-
tímabili og er því með 13 talsins.
Spurður hvernig stjórnarmynd-
unarviðræður blasi við honum segir
Sigurður: „Oddvitar núverandi rík-
isstjórnar munu setjast niður, það
var það sem við sögðum fyrir kosn-
ingar og munum standa við. Við
munum gera það næstu daga og
taka það samtal, enda eru skila-
boðin úr þessum kosningum þannig
að þessir þrír flokkar hafa starfað
saman í rík-
isstjórn og að
þessir þrír flokk-
ar njóti mest
trausts almenn-
ings. Skilaboðin
eru býsna sterk
um að fólk vilji
það að við látum
á það reyna að
halda áfram sam-
starfi en auðvitað
þá á nýjum grunni og það er það
sem við munum kanna næstu daga.“
Katrín vaknaði ánægð
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, vaknaði ánægð í gær-
morgun að eigin sögn. Hún segir
það stórmerkilegt að Vinstri græn
séu áfram stærsti vinstriflokkurinn.
Flokknum hafði verið spáð tæplega
tíu prósentum í skoðanakönnunum
fyrir kosningar, en stóð svo uppi
með 12,6 prósenta fylgi eftir að
lokaniðurstöður kosninga lágu fyr-
ir.
Vinstri græn ná þannig inn átta
þingmönnum, en munaði litlu að
þeir yrðu níu. Þótt fylgi flokksins
hafi reynst meira en skoðanakann-
anir gáfu til kynna er það töluvert
minna en í síðustu kosningum og
flokkurinn missir þannig þrjá þing-
menn frá þeim kosningum. Í þætt-
inum Sprengisandi á Stöð 2 í gær
sagði Katrín flokkinn í raun hafa
misst einn þingmann miðað við nú-
verandi stöðu en tveir þingmenn yf-
irgáfu flokkinn á kjörtímabilinu,
eða þau Andrés Ingi Jónsson og
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Katrín
bendir á að Vinstri græn hafi unnið
afbragðsgóðan sigur í síðustu kosn-
ingum. Flokkurinn sé engu að síður
áfram stærsti vinstri flokkur lands-
ins. „Það er stórmerkilegt að við
séum áfram stærsti vinstri flokk-
urinn á Íslandi eftir að við tókum
ákvörðun um þetta stjórnarsam-
starf.“
Katrín segir ríkisstjórnina hafa
fengið mjög góðan stuðning í kosn-
ingunum og minnir á að fyrir kosn-
ingar hafi stjórnin lýst því yfir að
hún myndi ræða saman, næði hún
meirihluta. Næstu skref verði því
að funda hver með sínum flokki og
svo muni ríkisstjórnarflokkarnir
funda um framhaldið.
Spurð í þættinum Sprengisandi
hvort verra gengi í þessum kosn-
ingum miðað við þær síðustu hafi
áhrif á stöðu hennar sagði hún að
þegar hún hafi farið inn í rík-
isstjórnina hafi því verið spáð að
flokkurinn hennar myndi hverfa.
Sagðist hún því hafa tekið mikla
pólitíska áhættu. „Þegar ég horfi á
þessa niðurstöðu held ég að þessir
ágætu aðilar sem spáðu mér tortím-
ingu, ég held að þeir hafi ekki haft
rétt fyrir sér,“ sagði Katrín.
„Þetta var töluvert betra en
flestar kannanir“
„Þetta er nokkurn veginn sama
niðurstaða og síðast hjá okkur, við
erum innan við einu prósenti frá
niðurstöðunni hvað hlutfallið varðar
en með sama þingmannafjölda og
áþekk niðurstaða í flestum kjör-
dæmum,“ sagði Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gær.
Flokkurinn heldur sínum þing-
mannafjölda, með 16 þingmenn, og
er því enn stærsti flokkurinn á
þingi.
„Þetta var töluvert betra en flest-
ar kannanir, við elskum að vinna
þessar kannanir, það hleypir kappi í
okkur.“ Hann bendir þá á að könn-
un Gallup sem kom á föstudag, degi
fyrir kjördag, hafi ekki staðið langt
frá lokatölum flokksins. „Það er allt
annað mál að svara könnunum en að
mæta í kjörklefann og svo eru nú
ekki allir sem taka þátt í þeim.“
Bjarni sagði síðan í þættinum
Sprengisandi niðurstöðu kosning-
anna vera skýra. Stuðningur við
ríkisstjórnina sé mikill og að honum
þætti „eðlilegt að flokkar sem hafa
starfað saman í fjögur ár og átt
ágætis persónuleg samskipti“ láti
reyna á áframhaldandi samstarf.
Spurður hvort gott gengi Fram-
sóknarflokksins og slakara gengi
Vinstri grænna muni hafa áhrif
sagði Bjarni það hafa áhrif inn í
samtalið með einhverjum hætti.
Sömuleiðis sagði Bjarni það slæmt
að missa Brynjar Níelsson af þingi.
Sigurður Ingi tók þá undir með
Bjarna varðandi framhaldið og
sagði eðlilegast að þessir þrír flokk-
ar settust niður og ræddu málin.
Eðlilegt að stjórnar-
flokkarnir ræði saman
- Ríkisstjórnin heldur velli þökk sé Framsóknarflokki
Framhald Flokkarnir gáfu út að þeir muni setjast niður og ræða málin.
Bjarni
Benediktsson
Katrín
Jakobsdóttir
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigurvegarar Framsókn fagnaði góðu gengi í kosningunum um helgina.