Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og
lögaðila á árinu 2019 og virðisaukaskattsskrá
vegna tekjuársins 2018 eru lagðar fram í dag,
mánudaginn 27. september 2021
Skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2019 vegna
tekjuársins 2018 ásamt virðisaukaskattsskrá eru til sýnis dagana 27. september
til 11. október 2021 að báðum dögum meðtöldum á almennum starfsstöðvum
Skattsins utan Reykjavíkur en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.
Auglýsing þessi er birt, skv. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt,
og 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Reykjavík, 27. september 2021
Ríkisskattstjóri
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Kjörsókn í alþingiskosningum 2021
var aðeins lakari en í kosningunum
fyrir fjórum árum. Alls greiddu
201.792 atkvæði í ár eða 80,1% kosn-
ingabærra manna en 81,2% greiddu
atkvæði í alþing-
iskosningunum
2017. Kjörsókn
var nokkuð jöfn á
milli kjördæma. Í
Norðvest-
urkjördæmi var
hún mest, þar
kusu 82%.
Dræmust var hún
í Reykjavík-
urkjördæmunum
tveimur og Suð-
urkjördæmi þar sem 79% greiddu
atkvæði. Kjörsóknin er örlítið betri
en árið 2016 þegar 79,2% kosn-
ingabærra manna kusu.
Minnkað tvisvar í röð
„Við höfum verið í kringum þessi
80% í nokkrar kosningar í röð en ef
maður horfir yfir á lengri tíma þá
hefur kosningaþátttakan smám
saman verið að minnka. Hún var
lengi í kringum 90%. Vonandi heldur
hún ekki áfram að minnka, hún hef-
ur ekki gert það tvennar kosningar í
röð. Þannig maður vonar að hún
standi í stað, eða aukist,“ segir Eva
Heiða Önnudóttir, dósent í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, og
bætir við að það sé erfitt að spá fyrir
um framtíðina. Síðast var kjörsókn
90,1% árið 1987.
„Í alþjóðlegum samanburði er
kosningaþátttaka hér tiltölulega há
en hún er líka tiltölulega há á flest-
um Norðurlöndunum. En á al-
þjóðavísu hefur kosningaþátttaka al-
mennt farið lækkandi,“ segir Eva.
Ekki er auðvelt að skýra af hverju
kosningaþátttaka fer minnkandi
með árunum en Eva segir að rann-
sóknir sýni að það sé ekki vegna
minnkandi áhuga á stjórnmálum.
Yngri kynslóðirnar hafi breyst og
taki ekki ákvarðanir á sama hátt og
kynslóðirnar á undan.
Ekki eins og var áður
„Yngri kynslóðin hefur minni
tengingu við stjórnmálaflokka, hún
er ekki eins flokksholl eins og yngri
kynslóðir hér áður fyrr,“ segir Eva.
Það er ekki breytan sem getur haft
áhrif á kjörsókn yngri kynslóða
heldur einnig að ungt fólk byrjar
seinna að taka þátt í stjórnmálum
„Ungt fólk hefur alltaf verið ólík-
legra til að kjósa, en áður fyrr kom
það yfirleitt inn í kringum 25 ára
aldurinn. Rannsóknir á Íslandi og í
Finnlandi sýna að breytingin er sú
að þessi yngsta kynslóð sé ekki að
koma inn með sama hætti og áður,“
segir Eva.
„Ein skýringin er líka seinkun á
lífsþroska, það er ungt fólk í dag býr
lengur í foreldrahúsum, er lengur í
námi og kemur seinna út á vinnu-
markað. Þar af leiðandi verður það
seinna þátttakendur í samfélaginu.“
Næstlægsta kjörsókn sögunnar
- Kjörsókn dalaði um 1,1% frá alþingiskosningum árið 2017 - Munur á kosningaþátttöku kynslóða
- Yngri kynslóðir ekki jafn flokkshollar og áður - Kosningaþátttaka minnkað um 10% á 34 árum
Kosningaþátttaka í alþingiskosningum frá 1946 til 2021
95%
90%
85%
80%
75%
70%
'46 '49 '53 '56 '59 '59 '63 '67 '71 '74 '78 '79 '83 '87 '91 '95 '99 '03 '07 '09 '13 '16 '17 '21
87,4%
92,1%
91,4%
90,1%
84,1%
87,7%
79,2%
81,2%
80,1%
Heimild: Hagstofa Íslands
Eva Heiða
Önnudóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þótt tillaga um sameiningu Ása-
hrepps, Rangárþings ytra, Rangár-
þings eystra, Mýrdalshrepps og
Skaftáhrepps á Suðurlandi hafi ver-
ið felld af íbúum fyrstnefnda sveitar-
félagsins er ástæða til þess að for-
svarsmenn hinna fjögurra kanni
hvort grundvöllur sé fyrir samein-
ingu þar. Þetta segir Anton Kári
Halldórsson, formaður samstarfs-
nefndar um sameiningarmál.
Í Ásahreppi, þar sem íbúar eru
271, voru 79% kjósenda á móti sam-
einingu. Í Skaftáhreppi voru hins
vegar 75% þeirra sem atkvæði
greiddu fylgjandi tillögunni sem fyr-
ir var lögð. Í Rangárþingi ytra
sögðu 51% já í Mýrdal og í Rang-
árþingi eystra var einnig meirihluti
fyrir málinu, það er 52% á hvorum
stað. Afstaða Áshreppinga réð því
að sameiningartillagan var felld,
þótt 1.313 (52%) greiddu með henni
en 1.187 (48%) væru á móti. Virkj-
anir á hálendinu eru nokkrar innan
landamæra Ásahrepps og þess hef-
ur sveitarfélagið notið í fasteigna-
gjöldum. Hefur því getað haldið
álögum á íbúa mjög lágum. „Fólk
vill halda í lága skatta og niður-
greidd þjónustugjöld eins og hér
bjóðast. Þess vegna meðal annars
held ég að tillaga um sameningu hafi
verið felld,“ segir Ásta Berghildur
Ólafsdóttir oddviti Ásahrepps um
niðurstöðu kosninganna.
Spinna má út frá mynstrum
„Niðurstaðan er skýr. Tillagan
var felld en eftir standa ákveðin
mynstur sem spinna má út frá,“ seg-
ir Anton Kári. Í aðdraganda kosn-
inganna hafi verið tekin margvísleg
greiningarvinna um kosti og galla
sameiningar og línur lagðar út frá
upplýsingum. Á þeim megi byggja
og hugsanlega setja fram nýja til-
lögu um sameiningu, án Ásahrepps.
Þá væri í pakkanum tillaga að 5.000
manna sveitarfélagi, sem næði frá
Holtum í Rangárvallasýslu og aust-
ur að Skeiðarársandi. Á þessu svæði
eru fjórir þéttbýlisstaðirnir, það er
Hella, Hvolsvöllur, Vík og Kirkju-
bæjarklaustur – og svo víðfeðm
landbúnaðarhéruð þar sem vega-
lengdir eru oft mikilar. Því var í um-
ræðu um sameiningu lögð áhersla á
vegamál, sem heimamenn hafa lýst
áhuga sínum á að taka yfir að ein-
hverju leyti.
„Við í sameiningarnefndinni þurf-
um að ljúka okkar starfi formlega þó
tillagan sem fyrir lá hafi verið felld.
Komum saman nú strax eftir
helgina. Þar mun ég setja fram það
sjónarmið að í þeim sveitarfélögum
þar sem meirihluti var málinu sé
æskilegt að ekki verði látið staðar
numið,“ segir Anton Kári.
Í Mýrdal, þar sem sameiningartil-
lagan var samþykkt, hafði Einar
Freyr Elínarson oddviti á fyrri stig-
um lýst yfir að hann styddi málið
ekki. Almennt væri staða sveitarfé-
lagsins góð, það er stjórnsýslan í
lagi og fjárhagur góður. Margir
möguleikar væru á frekari uppbygg-
ingu – og þá væri til bóta að í Vík
væri haldið utan um stjórnsýslu
svæðisins. Í sameinuðu sveitarfélagi
væri ekki endilega víst að nægileg
áhersla yrði lögð á brýn hagsmuna-
mál sem vinna þyrfti að í náinni
framtíð, það er byggingu nýs leik-
skóla og hjúkrunarheimilis, skipu-
lagningu nýrra hverfa í Vík og al-
mennri hagsmunagæslu.
Samtals verði óskað
Í ljósi þess að ¾ þeirra sem at-
kvæði greiddu í Skaftárhreppi voru
fylgjandi sameiningu segir Sandra
Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri
mjög trúlegt að óskað verði eftir
samtali við fulltrúa þeirra sveitarfé-
laga þar sem einnig var meirihluti
fyrir sameiningu. Þetta verði vænt-
anlega rætt frekar og ákvörðun tek-
in á næsta fundi sveitarstjórnar,
sem verður síðari hlutann í október.
Tillagan var felld en umræður haldi áfram
- Kosið var samhliða alþingiskosningum - Ásahreppur á móti sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hvolsvöllur Meirihluti var fyrir
sameiningu sveitarfélaga þar.
Sandra Brá
Jóhannsdóttir
Anton Kári
Halldórsson
Inga Sæland, oddviti Flokks fólks-
ins, er hæstánægð með framgang
flokksins í kosningum þetta árið.
Flokkurinn bætti við sig 1,9% á
landsvísu og endaði með 8,8% fylgi.
Hlaut flokkurinn sex kjördæma-
kjörna frambjóðendur inn á þing.
Flokkurinn var fyrir kosningar með
tvo þingmenn. „Ég er bara enda-
laust ánægð og þakklát. Þetta er
bara dásamlegt.“
Bíður á kantinum
Inga vildi ekki svara því hvort hún
vildi fara í ríkisstjórn. Hún væri
tilbúin að fara í samstarf með Sjálf-
stæðisflokki og Framsókn, en þó
með skilyrðum.
„Ef það yrðu afnumdir hér skatt-
ar og skerðingar að 350.000 krónum
og þessir flokkar færu í það að
brjóta niður múrana í kringum fá-
tæktargildrurnar og fátækt fólk, þá
fór ég í stjórnmál til þess. En ég
held það sé ekki tímabært að vera að
tala um það þessa stundina,“ sagði
Inga sem kveðst hafa farið í stjórn-
mál til þess að gera gott og vinna
fyrir þau sem treysta hennar flokki.
Inga Sæland hæst-
ánægð með fylgið
- Flokkur fólksins margfaldast á þingi
Morgunblaðið/Eggert
Ánægð Inga Sæland sá ekki á bak
neinum þingmanni um helgina.