Morgunblaðið - 27.09.2021, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Olaf Scholz, kanslaraefni SPD,
þýska Sósíaldemókrataflokksins,
lýsti því yfir í gærkvldi að flokkurinn
hefði unnið mikinn sigur í þingkosn-
ingum, sem fóru fram í Þýskalandi í
gær.
„Kosninganóttin verður löng, það
er ljóst,“ sagði Scholz í ávarpi á
kosningavöku flokksins í Berlín. „En
þetta liggur fyrir: Margir borgarar
hafa sett krossinn við SPD vegna
þess að þeir vilja breytingar og einn-
ig vegna þess að þeir vilja að næsti
kanslari heiti Olaf Scholz.“
Kosningaspár bentu til þess í gær-
kvöldi, að SPD hefði fengið 26% at-
kvæða en í kosningum fyrir fjórum
árum fékk flokkurinn um 20%.
Kristilegum demókrötum, CDU,
flokki Angelu Merkel, fráfarandi
kanslara, var spáð 24,5% en flokk-
urinn fékk 33% í síðustu kosningum.
Verði þetta niðurstaðan yrðu það
verstu kosningaúrslit fyrir CDU frá
lokum síðari heimsstyrjaldar en
flokkurinn hefur ásamt systur-
flokknum CSU aldrei fengið undir
30% atkvæða í þingkosningum. Paul
Ziemiak, framkvæmdastjóri CDU,
viðurkenndi að það stefndi í sárt tap
flokksins. En Armin Laschet, kansl-
araefni CDU, sagði í gærkvöldi að
hann myndi gera allt sem í hans valdi
stæði til að mynda ríkisstjórn undir
forystu CDU.
Græningjar í lykilstöðu
Þótt loftslagsmál hafi verið ofar-
lega í huga þýskra kjósenda í að-
draganda kosninganna skilaði það
sér ekki í mikilli fylgisaukningu
Græningja. Samkvæmt kosninga-
spám þýskra fjölmiðla fékk flokkur-
inn um 14% atkvæða. Flokkurinn
gæti þó leikið lykilhlutverk þegar
kemur að því að mynda nýja ríkis-
stjórn. Kvöldið fyrir kjördag lýsti
Scholz því yfir, að hann vildi helst
mynda samsteypustjórn með Græn-
ingjum og hvatti kjósendur til að
veita honum brautargengi til þess.
Frjálslyndir demókratar, FDP,
gætu einnig komið að borðinu þegar
viðræður hefjast um myndun nýrrar
ríkisstjórnar. Christian Lindner,
leiðtogi flokksins, hefur gefið kynna
að hann sé reiðubúinn til slíkra við-
ræðja, hvort heldur það verði við
CDU eða SPD. Útlit var fyrir það í
gærkvöldi, að flokkurinn fengi 13,9%
atkvæða.
Það stefndi í að flokkurinn Al-
ternative für Deutschland fengi
11,5% atkvæða og Die Linke um 5%.
Ljóst þykir, að stjórnarmyndun-
arviðræður muni taka langan tíma,
hvort sem SPD eða CDU leiði þær.
Í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi
voru þeir Armin Laschet og Olaf
Scholz spurðir hvenær búast mætti
við að ný ríkisstjórn yrði mynduð.
„Örugglega fyrir jól,“ sagði Las-
chet og bætti við að ný stjórn yrði að
liggja fyrir áður en Þýskaland tekur
við forsæti í G7-ríkjahópnum um
áramótin.
Scholz var orðvarari og sagðist
ekki vilja nefna tiltekna dagsetningu
en að sjálfsögðu yrði allt reynt til að
ljúka stjórnarmyndun fyirr jól.Stóru
flokkarnir tveir, CDU og SPD, sitja
nú saman í ríkisstjórn en sú stjórn
var ekki mynduð fyrr en hálfu ári
eftir kosningar sem fóru fram haust-
ið 2016.
Erfið verkefni
Nýr kanslari Þýskalands þarf að
takast á við erfið verkefni, bæði
heima fyrir og á alþjóðasviðinu.
Hann þarf að finna leiðir til að gæða
efnahag landsins nýju lífi og takast á
við kórónuveirufaraldurinn sem enn
geisar í landnu. Á alþjóðavettvangi
þarf ný stjórn að móta stefnu í sam-
skiptum Þýskalands við Evrópusam-
bandið og afstöðu til alræðisríkja á
borð við Kína.
AFP
Sigurviss Olaf Scholz veifar til flokksmanna í höfuðstöðvum SDP í Berlín.
Sósíaldemókratar fagna sigri
- Kanslaraefni Sósíaldemókrata í Þýskalandi segir kjósendur hafa lýst vilja til að hann leiði næstu ríkisstjórn
- Verstu úrslit hjá Kristilegum demókrötum frá styrjaldarlokum - Stjórnarmyndun gæti reynst erfið
KNM Gnist, korvetta norska sjóhers-
ins, er meðal norskra herskipa sem
sést hafa á rússneskum hafsvæðum á
skipaferðasíðunni Marine Traffic auk
hernaðarlegra sjófara frá fleiri
NATO-ríkjum.
Í júní voru KNM Gnist og korvett-
an KNM Storm á siglingu meðfram
strandlengju nokkurra Norður-Evr-
ópuríkja. Sjóförin héldu 43 hnúta
hraða og stefndu á pólsku hafnar-
borgina Gdynia 14. júní, steinsnar
vestan við rússneska fylkið og borg-
ina Kalíníngrad. Aðfaranótt 16. júní
urðu svo þau ólíkindi að norsku skipin
sigldu inn á rússneskt hafsvæði.
Þetta mátti glöggt sjá af skjám not-
enda Marine Traffic. Rússneskum og
norskum herflugvélum og -skipum
nægir almennt að nálgast landamæri
ríkjanna til að kalla fram fyrirsagnir í
fjölmiðlum þessara landa. Norsku
korvetturnar sigldu hins vegar aldrei
inn á rússneskt hafsvæði.
Talað um draugaskip
Samkvæmt Bjørn Bergman, sem
er sjóferðagreinandi, eða sjøfartsana-
lytiker, hjá samtökunum Skytruth og
Global Fishing Watch, hefur stað-
setning rúmlega hundrað skipa verið
fölsuð síðasta árið, en samtökin, sem
hann starfar fyrir, hafa þróað forrit
sem fylgjast með hvoru tveggju, ólög-
legum fiskveiðum og fölsuðum sjó-
ferðagögnum.
Tæknitímaritið Wired talar um
„draugaskip“ í umfjöllun sinni um
staðsetningarnar fölsuðu, sem það
segir til þess fallnar að vekja tor-
tryggni og viðsjár milli norrænu
ríkjanna og Rússlands. Skýrsla
norsku leyniþjónustunnar, sem
norska ríkisútvarpið NRK hefur
fengið að sjá, sýnir enn fremur að
norsku freigáturnar Roald Amund-
sen og Niels Juel áttu að hafa verið á
siglingu um alþjóðlegt hafsvæði þeg-
ar þær í raun lágu við festar í heima-
höfn. atlisteinn@mbl.is
Falsanir á
Marine Traffic
- Norsk herskip ekki í lögsögu Rússa
Ljósmynd/Norski sjóherinn
Bryndreki Korvettan KNM Gnist
sýndist sigla inn á rússneskt svæði.
Þrír farþegar
lestar frá Amt-
rak-járnbraut-
unum létust og
50 eru slasaðir
eftir að lestin
fór af sporinu í
nágrenni bæj-
arins Joplin í
Montana klukkan 16 að staðartíma
á laugardaginn með þeim afleið-
ingum að nokkrir vagna hennar
ultu á hliðina, en um borð voru 141
farþegi og 16 starfsmenn. „Ég vil
ekki hugsa til þess hvað gerst hefði
ef mér hefði ekki tekist að halda
mér í borðið mitt,“ sagði farþeginn
Megan Vandervest felmtri slegin
við New York Times eftir slysið.
BANDARÍKIN
Mannskætt lestar-
slys í Montana
Lest frá Amtrak.
Átján fyrrverandi nemendur
danskra kostskóla svokallaðra,
skólastofnana, sem uppfóstra börn
og ungmenni, er ratað hafa á refil-
stigu í lífinu, hafa stefnt danska rík-
inu og krefjast samtals 5,4 milljóna
danskra króna, jafnvirði tæplega
110 íslenskra milljóna, í skaðabætur
fyrir harðræði, sem nemendurnir
máttu sæta í skólunum, þar á meðal
kynferðislega misnotkun og ofbeldi.
Byggist skaðabótakrafa nemend-
anna meðal annars á því, að dagljóst
hafi verið hvað viðgekkst í kostskól-
unum Havregården, Gilleleje og
Godhavn, en þrátt fyrir það hafi eng-
inn fullorðinn aðhafst nokkuð til að
koma börnunum til hjálpar.
„Þetta er einn myrkasti kaflinn í
lífi mínu,“ segir Sarah Christensen,
einn stefnenda, um dvöl sína í
Havregården, „mér fannst skelfilegt
að þurfa að lifa við þau skilyrði, sem
þarna voru,“ rifjar hún upp við
danska ríkisútvarpið DR.
Daglegt ofbeldi
Mads Pramming, lögmaður stefn-
endanna, tekur undir þetta og segir
ljóst að ítrekuð og gróf mannrétt-
indabrot hafi átt sér stað í skólunum
um árabil. „Þessi börn bjuggu í fullri
alvöru við daglegt ofbeldi, kynferð-
islega misnotkun, vanrækslu og ein-
elti í mörg ár,“ segir Pramming
ómyrkur í máli.
Afhjúpaðir í útvarpsþáttum
Fordæmi er fyrir að greiða nem-
endum kostskólanna bætur úr rík-
issjóði, en fyrr á þessu ári komst rík-
ið að samkomulagi við annan hóp, 17
nemendur, um að greiða þeim
300.000 danskar krónur hverjum
fyrir sig í bætur fyrir brot gegn
mannréttindum þeirra eins og
danska ríkisútvarpið fjallaði um í út-
varpsþáttaröðinni „Kostskólinn“ á
útvarpsstöð sinni P1 nú á árinu, þar
sem flett var ofan af því hvað í raun
viðgekkst innan veggja skólastofn-
ana ætluðum börnum með „þörf fyr-
ir stuðning og umhyggju“, eins og
það er orðað í leyfisbréfi danskra
stjórnvalda til Havregården-
skólans. atlisteinn@mbl.is
Krefja danska ríkið um milljónabætur
- Kynferðisleg misnotkun og ofbeldi
daglegt brauð í dönskum kostskólum
Ljósmynd/Facebook
Hafragarðurinn Dýrkeypt stoð.