Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Drulla Mikil úrkoma var á landinu öllu síðastliðna viku þegar haustlægðir gengu yfir landið. Eggert NEW YORK | Nú, þegar Joe Biden hefur setið við stjórnvölinn í hálft ár, er tímabært að líta á hvernig honum hefur farnast hagstjórnin í samanburði við Donald Trump fyrrverandi for- seta og fyrri stjórnir undir merkjum demó- krata og repúblikana. Þversögnin er sú, að „trúboð Bidens“ er meira í ætt við stefnu Trumps en stjórnarlið Barack Obama, sem núverandi forseti til- heyrði þó. Sú nýlýðhyggja, sem spratt fram hjá Trump, dafnar nú og þroskast í höndum Bidens, vissulega tilbrigði við þá nýfrjálshyggju sem loddi við alla Bandaríkjaforseta frá Bill Clinton til Obama. Trump rak sitt framboð undir merkjum lýðhyggju og höfðaði þar helst til hvíts fólks úr verkalýðsstétt þrátt fyrir að stjórnarhættir hans hafi einkennst af auðvaldsstefnu með skattalækkunum til fyrirtækja, sem gerðu lítið fyrir hinar vinnandi stétt- ir. Engu að síður má kalla að Trump hafi verið lýðhyggjunni trúr á vissum sviðum, ekki síst þegar litið er til fylgispektar repúblikana við velferð atvinnulífsins fyrirtækjamegin ára- tugum saman. Drógu úr reglufargani Þrátt fyrir að stjórnartímabil Clin- tons, George W. Bush og Obama hafi verið æði ólík innbyrðis var hagstjórn þeirra keimlík. Allir aðhylltust þeir til dæmis frjálsræði á sviði alþjóðlegra viðskiptasamninga og sterkan gjaldmiðil í þágu lægri innflutningskostn- aðar í þágu verkafólks á tímum vaxandi ójafnaðar. Stjórnir þessara þriggja forseta studdu enn fremur sjálfstæði seðlabanka landsins og stefnu hans um verðlags- stöðugleika ásamt hóf- legri hagstjórnarstefnu með skattalækkanir og aukin útgjöld hins op- inbera að markmiði til mótvægis við kreppur. Eins má geta þess, að Clinton, Bush og Obama voru allir hallir undir hátækni- og stórfyr- irtæki að ógleymdum hlutabréfamarkaðnum. Allir drógu þeir úr reglufargani í vöru- og þjón- ustugeira og lögðu þannig grunninn að hagsæld fyrirtækja, til að mynda í hátækni- og fjármálastarfsemi. Varð þessi viðleitni forsetanna til þess að fyrirtæki græddu mörg hver á tá og fingri á meðan laun lækkuðu og ójöfnuður blómstraði. Bandarískir neytendur högnuðust vissulega á því að vel stödd fyrirtæki leyfðu sum hver viðskiptavinum sínum að njóta góð- ærisins sem fylgdi auknu markaðs- frelsi, en þar með er það í raun upp talið. Clinton, Bush og Obama studdust allir við nýfrjálshyggjulega hagstjórn í grundvallaratriðum með óbilandi trú á brauðmolahagkerfi. Undir stjórn Trumps fékk andi nýlýðhyggjunnar hins vegar byr undir báða vængi og hefur síst dregið úr þeirri stefnu undir stjórn Bidens. Trump rak nokkuð grimma vernd- arstefnu á sinni tíð, en í raun er ekki fjarri sanni, að Biden sé á svipuðum slóðum með sína heimakæru við- skiptastefnu. Hann tók við keflinu af Trump hvað viðskiptahindranir gagn- vart Kína og fleiri löndum áhrærir og hefur haldið uppi merkjum „veljum amerískt“-stefnunnar án þess að blikna, auk þess að styðja við innlenda iðnaðarframleiðslu. Þótt Biden hafi ekki fylgt alfarið í fótspor forvera síns, og þar með gert ríkissjóði að greiða reikninga eigin stefnumála, hafa Bandaríkjamenn mátt horfa upp á auknar skuldbreytingar, framhald þess sem Trump og Jerome Powell seðlabankastjóri hófu á sínum tíma. Dýrir björgunarpakkar Verðbólgu, jafnvel aðeins hóflega, í slíku ástandi yrði seðlabankinn ein- faldlega að hunsa. Hinn valkosturinn væri snúnari, að grípa til aðgerða gegn verðbólgu, sem óhjákvæmilega hefðu í för með sér markaðshrun og djúpa kreppu. Sú staða bandaríska seðlabankans er enn ein breytingin frá tímabilinu 1991 til 2016. Ofan á þetta allt saman hafa Biden og stjórn hans gefist upp á að standa við bak síns elskaða dollara, eins og Trump gerði, jafnvel þótt dagljóst sé að veikur gjaldmiðill gerir fátt annað en að skadda samkeppnisstöðu lands- ins og auka á viðskiptahalla. Til að draga úr misskiptingu tekna hefur Biden lagt áherslu á að lækka skatta hinna tekjulægstu, atvinnu- lausra og fólks í hlutastörfum auk þeirra, sem af einhverjum sökum hafa setið eftir. Ég ítreka þó, að þar er á ferð aðferðafræði sem Trump hóf á sínum tíma með milljarða dala fjár- veitingum vegna kórónuveirufarald- ursins að ógleymdri lagasetningu um 900 milljarða dala fjárveitingu til örv- unar atvinnulífsins. Undir stjórn Bi- dens hefur annar björgunarpakki, með verðmiðanum 1,9 billjónir [e. tril- lion] farið í loftið og hann íhugar nú að verja fjórum billjónum að auki í styrkingu innviða, í víðasta skilningi þess hugtaks. Biden vill hrinda umbótum skatt- kerfisins í framkvæmd, en hefur tak- markaða möguleika á að hækka skatta. Nákvæmlega eins og á tíma Trumps mun halli í ríkisrekstrinum verða réttur af með skuldbreytingum Seðlabankans og eins mun Biden draga úr þeim stuðningi við há- tæknigeirann og stórfyrirtæki sem Trump hóf og hefur stjórn Bidens þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt með laga- og reglugerðabreytingum á þeim vettvangi. Í tilfellum beggja er markmiðið að deila sneið þjóðartekna til vinnandi fólks á kostnað gróða fyr- irtækja landsins. Borgarastyrjöld eða bylting Útkoman verður nýlýðhyggjuleg nálgun við hagstjórnina, sem í tilfelli Bidens heggur mun nær stefnu Trumps á sama vettvangi en Obama- stjórnarinnar á sínum tíma og kemur raunar ekkert á óvart. Stjórn- málamenn, hvort sem er á hægri eða vinstri væng, grípa iðulega til lýð- hyggjunnar þegar misskipting þjóð- félagsins keyrir úr hófi fram. Valkost- urinn er að aðhafast ekki, með tilheyrandi þrautagöngu vinnandi fólks og, í verstu tilfellum, borg- arastyrjöld eða byltingu. Óhjákvæmilegt var að pendúll bandarískrar hagstefnu sveiflaðist frá nýfrjálshyggju til nýlýðhyggju. Slík sveifla er nauðsynleg, en á sama tíma ekki hættulaus. Háar skuldir op- inbers sem einkageira hneppa Seðla- bankann í skuldaprísund samhliða því sem hagkerfið verður berskjaldaðra gagnvart vöruþurrð af völdum sam- dráttar í hnattvæðingu, minnkandi viðskipta Bandaríkjanna við Kína, hækkandi aldurs þjóðarinnar, skorða við fólksflutninga, reglufargans á fyrirtæki, netárása, loftslagsbreyt- inga og kórónuveirufaraldursins. Vel má vera, að losaraleg hags- tjórnarstefna skammti vinnandi stétt- um stærri sneið af kökunni um stund- arsakir. Er fram líða stundir má þó reikna með afleiðingum í formi verð- bólgu eða jafnvel auknu atvinnuleysi í samfloti við hækkandi verðbólgu (komi til þeirrar vöruþurrðar, sem áð- ur er nefnd). Leiði tilraunir til að draga úr ójöfnuði til ósjálfbærrar aukningar opinberra og einkaskulda gæti næsti kaflinn orðið skuldakreppa samfara atvinnuleysi og verðbólgu, eins og ég varaði við í skrifum mínum snemmsumars. © Project Syndicate, 2021. Eftir Nouriel Roubini » Á hálfu ári hefur Bi- den lokið hagstjórn- arbreytingum sem for- verinn hóf í ringulreið. Þótt hann sé betur til fallinn eru nýjar brautir ekki hættulausar. Nouriel Roubini Höfundur er stjórnarformaður Roub- ini Macro-samstarfsins og var yf- irhagfræðingur alþjóðamála ráðgjaf- aráðs Hvíta hússins á sviði hagfræði á forsetatíð Bills Clintons. Nýlýðhyggjustefna hagstjórnar Bidens Þegar þessi dagur er að kveldi kominn lýkur minni þjónustu við þingræðið. Þjónusta mín við þing- ræðið hófst þann 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi mitt, Suðvesturkjördæmi. Það umboð stóð í fjögur ár og sex mánuði. Frá 27. október 2017 hef ég haft kjörbréf varaþingmanns í kjördæmi mínu. Fjórum sinnum reyndi á kjörbréfið. Þrisvar hafnaði ég þingsetu sem varaþingmaður. Einu sinni sat ég sem varaþingmaður í eina viku. Lýðræðisveisla Ég fór þrisvar í gegnum lýð- ræðisveislu, sem kölluð er próf- kjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formað- ur uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræð- isveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Ein- hverjum til mæðu! Næsta sinni heppnaðist þessum sama for- manni uppstillingarnefndar að færa mig niður um sæti. Það sæti á lista gaf þingsæti því sinni. Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa til- færslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einn- ig ánægju með snillina. Runk með úrslit Runkið með listann skipti þessa menn ekki máli, þeir höfðu loforð um það. En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæð- iskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var nið- urlægður, var fallinn af Alþingi í snemmb- únum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.“ Hið þriðja sinni Hið þriðja sinni í lýðræð- isveislu vegnaði mér ekki vel, enda var ég ekki á „recepti“ þeirra sex efstu í prófkjörinu á liðnu sumri. Talinn hættulegur! Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mos- fellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.“ Niðurlæging Eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 voru mér gefin loforð, sem voru svikin og einskis verð lygi. Stolt Ég er stoltur af þingsetu minni. Ekki vegna fjölda mála sem mér tókst að nudda í gegn. Mér tókst aðeins að fá eitt mál samþykkt, með dyggum stuðn- ingi Vinstri grænna. Annað mál hefði ég getað fengið í gegn með aðstoð núver- andi dómsmálaráðherra, ef ég styddi áfengi í búðir. Miklu fremur er stolt mitt vegna áhrifa minna við að leysa óleysanlega þraut þrotabúa hinna föllnu banka. Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik. Ég leitaðist við að vera ég sjálfur. Þeir, sem ég átti samskipti við, voru þeir sjálfir og sviku mig og niðurlægðu. Göfugt hlutverk Þjónusta við þingræðið er göfugt hlutverk. Ég þjónaði þingræðinu með bestu samvisku. Betur gat ég ekki gert og geri aðrir betur. Ég þakka þeim sem veittu mér umboð til þessarar þjónustu. Þátttöku minni í stjórnmálum er lokið. Svo býð ég minni elskulegu þjóð dús! (Þessi grein var tilbúin til birtingar á kjör- dag. Engu var breytt eftir að úrslit lágu fyrir.) Eftir Vilhjálm Bjarnason »Ég leitaðist við að vera ég sjálfur. Þeir, sem ég átti sam- skipti við, voru þeir sjálfir og sviku mig og niðurlægðu. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Að lokinni þjónustu við þingræðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.