Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Það er ekki hægt að neita því að heimsfar- aldurinn hefur haft áhrif á okkur á marg- víslegan hátt. Heima- vinnan hefur sem dæmi gert auknar kröfur til okkar og aukið streitu hjá sum- um. Og jafnvel þótt við stefnum hægt og rólega í átt að nýju „eðlilegu“ ástandi sem líkist næst- um því gamla lífi okkar gætu ný afbrigði af Covid ógnað þeirri stöðu enn á ný. Með þessa óvissu í loftinu hefur verið áskorun fyrir suma að við- halda jákvæðu viðhorfi. Á nýlegu Happify-vefnámskeiði ræddi Stella Grizont, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði, fyrirlesari og stjórn- endamarkþjálfi, hvernig hægt sé að þrífast á þessu umbreytinga- tímabili. Hér fyrir neðan eru fjög- ur af ráðum hennar. 1. Temjum okkur jákvætt hug- arfar gagnvart hinu óþekkta Þegar við mætum óvissu höllum við okkur oft of mikið að náttúrulegri eðl- ishvöt okkar, sem er að veita öllu því at- hygli sem er hugs- anlega slæmt, rangt eða ógnandi, að sögn Grizont. Til að koma í veg fyrir að við verðum þessari nei- kvæðu hlutdrægni að bráð mælir hún með að við lítum á hið óþekkta sem eitthvað nýtt og spennandi. Auðveldasta leiðin til að rækta þetta hugarfar er að endurskoða hvernig við tölum við okkur sjálf. Í stað þess að segja „Ég verð að (mæta í ræktina)“ er betra að segja „Ég fæ að (mæta í rækt- ina).“ Og í stað þess að gera ráð fyrir því að hlutirnir muni klúðrast er betra að velta fyrir sér hvað muni koma manni á óvart eða hvað maður gæti lært af því að takast á við nýja hluti. 2. Leitum stuðnings Það er miklu auðveldara að bregðast við hinu óþekkta þegar maður upplifir stuðning frá öðrum. Við getum leitað stuðnings á marg- an hátt, t.d. með því að skipuleggja líkamsræktaræfingu með vinum, finna mentor eða ræða við samstarfsmenn um áþreifanlegar leiðir til að vera til staðar fyrir okkur. Stuðningur getur líka komið innan frá, t.d. með því að sjá fyrir okkur þann stuðning sem við þurf- um, sérstaklega þegar hlutirnir eru okkur ofviða eða þegar okkur finnst við vera ein. Bara með því að skynja stuðning upplifum við hlutina sem minna krefjandi. Lok- aðu augunum og gefðu þér smá stund til að sjá fyrir þér ein- stakling sem þykir vænt um þig og trúir á þig. Ímyndaðu þér að hann segi við þig: „Þú ert með þetta. Þú getur þetta.“ Þessi sjón- sköpun getur gert gæfumuninn. 3. Fögnum afrekum okkar Stundum er auðvelt að líða eins og maður sé ekki að gera nóg, sérstaklega þegar maður vinnur að stóru verkefni eða stendur and- spænis mikilli óvissu. Að taka saman litla sigra og framfarir get- ur hjálpað til við að setja hlutina í samhengi. Með því minnum við okkur á að við höfum val, tökum ákvarðanirnar og getum haft áhrif á líf okkar og veruleika. Við öðl- umst sjálfstraust þegar við gríp- um til aðgerða og tökum ákvarð- anir um það sem er mikilvægt fyrir okkur. 4. Hægjum á okkur Á óvissutímum sem þessum hröðum við okkur oft í gegnum líf- ið án þess að huga að raunveru- legum þörfum okkar. Grizont mælir með því að taka okkur tíma til að viðurkenna innri átökin sem við stöndum frammi fyrir í stað þess að byrgja þau inni eins og þau skipti ekki máli. Því ef við streitumst á móti hugsunum og tilfinningum geti það valdið því að þær styrkist. Að þykjast vera hamingjusamur þegar maður er það ekki geti sem dæmi gert van- líðanartilfinninguna sterkari. Gri- zont mælir með því að við gerum nokkurs konar úttekt á öllum þeim mismunandi röddum sem við tökum eftir innra með okkur og spyrjum okkur síðan spurninga eins og: „Hvernig líður mér?“, „Hvert er sjónarhornið hér?“, „Hvaða tilfinningar tengjast því?“ Mikilvægt er að hlusta á sjálfan sig af heilum hug og í fullri vit- und. Að staldra við er nauðsynlegt fyrir andlega heilsu okkar, sér- staklega á álagstímum. Því meira sem við reynum að bæla hluta af okkur sjálfum, þeim mun háværari verður bældi hlutinn, að sögn Gri- zont. Við ættum því að nefna og viðurkenna neikvæðu tilfinning- arnar frekar en ýta þeim frá. Aukin meðvitund Með því að nota ofangreindar leiðir verðum við meðvitaðri um þarfir okkar og árangur og betur í stakk búin til að þrauka í gegnum umbreytingatíma. Að þrífast á umbreytingatímum Eftir Ingrid Kuhlman »Með því að nota ofangreindar fjórar leiðir verðum við með- vitaðri um þarfir okkar og betur í stakk búin til að þrauka í gegnum um- breytingatíma. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistara- gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. ingrid@thekkingarmidlun.is Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 2017 var „lagst gegn því að setja há- mark á fram- leiðslumagn eins rekstrarleyfishafa þar sem mikilvægt er að byggja á stærð- arhagkvæmni rekst- ursins“. Talið var að slíkt ákvæði skapaði fjárhagslega óvissu og yrði erfitt í framkvæmd. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru í stefnu- mótunarhópnum og með því að koma í veg fyrir að sett yrði hindr- un á stærð fiskeldisfyrirtækja gátu þeir tryggt sér meiri fjárhagslegan ávinning. Þingmaður Vestfirðinga lagði til í upphafi umræðunnar á Alþingi að „horft sé til minni aðila í greininni, að þeir hafi möguleika og að þeir sem hafa verið frumkvöðlar á sínu svæði hafi möguleika í samkeppni við hina stóru“. Meira var ekki rætt um þessa tillögu og nið- urstaðan var að valtað var yfir hagsmuni íslenskra fyrirtækja á Alþingi Íslendinga við setningu laga um fiskeldi á árinu 2019. Eitt laxeldisfyrirtæki með öll eldisleyfin? Í stefnumótunarskýrslunni er einnig bent á að „þar sem ekki eru settar skorður við framsali getur einn aðili fræðilega eignast öll gild- andi rekstrarleyfi og stjórnað þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á landi og í sjó“. Nú eru Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi að skoða möguleika á að sameina fyrirtækin og þá væri að- eins eitt laxeldisfyrirtæki á Aust- fjörðum. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu nýlega gæti einnig orðið af sameiningu Arnarlax og Arctic Fish Farm á Vestfjörðum þótt það hafi verið slegið af í bili. Nið- urstaðan gæti síðan verið samein- ing allra fyrirtækjanna og eitt lax- eldisfyrirtæki framleiddi allan eða mestallan lax í sjókvíaeldi hér á landi, fyrirtæki sem væri skráð á erlendan hlutabréfamarkað og væri nær alfarið í eigu erlendra að- ila. Fyrirhugað umfang laxeldisfyrirtækja Arnarlax og Arctic Fish Farm hafa leyfi til að vera með 43.000 tonna hámarks- lífmassa og í umsókn- arferli eru 28.600 tonn, eða samtals 71.600 tonn. Ef öll leyfi fást væri hægt að framleiða árlega rúm 90.000 tonn og gæti verðmætið verið um 75 milljarðar króna. Í tilfelli Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis er leyfi til að vera með 36.800 tonna hámarkslífmassa og í umsóknarferli eru 17.000 tonn, samtals 53.800 tonn. Framleiðslan á Austfjörðum gæti því numið um 70.000 tonnum og verðmætið um 55 milljörðum króna. Ef þróunin yrði síðan að öll þessi fyrirtæki samein- uðust í eitt gæti framleiðslan numið um 160.000 tonnum að verðmæti 130 milljarðar króna. Stjórnvöld fyrirhuga að úthluta meiri fram- leiðsluheimildum fyrir laxeldi og geta því sameinuð fyrirtækin orðið enn stærri. Það er sjálfsagt mik- ilvægt að þessi fyrirtæki geti orðið stór, en alþingismenn hefðu átt að setja einhverjar skorður við slíkri ofurstærð. Aðrar reglur fyrir sjávarútveg Í stefnumótunarskýrslunni er fjallað um stærð fyrirtækja í sjáv- arútvegi en þar kemur fram: „Í sjávarútvegi, þar sem samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein- stakra aðila eða í eigu tengdra aðila má ekki nema meira en tilteknu hlutfalli allra aflahlutdeilda eða heildarverðmæti þeirra, er tak- mörkunin einnig byggð á byggða- sjónarmiðum.“ Í þessu samhengi er vert að benda á að laxeldi er einnig byggðamál og uppbyggingin oftast tengd litlum og viðkvæmum sam- félögum. Ef sameiningar ganga eft- ir munu sameinuð laxeldisfyrirtæki vera ráðandi atvinnufyrirtæki á Vestfjörðum og Austfjörðum og hafa mikinn slagkraft til að fá sitt fram bæði gagnvart litlum sveit- arfélögum og ríkisvaldinu. Rökin fyrir takmörkunum í sjávarútvegi Þegar fiskveiðistjórnunarlögin voru innleidd á árinu 1984 var um- ræða um að hafa fá og öflug sjáv- arútvegsfyrirtæki en niðurstaðan var að almenn sátt var um dreifða eignaraðild og auðlindin væri ein- göngu í eigu Íslendinga. Nið- urstaðan var að ekkert fyrirtæki mætti eiga meira en 12% aflaheim- ildanna. Í þessu samhengi er at- hyglisvert að það var engin umræða um stærð laxeldisfyrirtækja á Al- þingi Íslendinga þegar lögin um fiskeldi voru samþykkt á árinu 2019. Niðurstaðan getur verið sú að með því að sameina fjögur laxeld- isfyrirtæki sem nú eru í meiri- hlutaeigu erlendra aðila verði sam- einað fyrirtæki a.m.k. þrisvar sinnum stærra en Brim sem var með um 40 milljarða veltu á árinu 2020. Af hverju ekki sömu reglur? Í þessu samhengi skal haft í huga að á þeim tíma sem lög um fiskeldi voru til meðhöndlunar á Alþingi átti sér stað mikill lobbíismi íslenskra leppa sem héldu fast að alþing- ismönnum ákveðnum sjónarmiðum í þágu erlendra fjárfesta. Það kann að vera ástæða þess að alþing- ismenn misstu fókusinn við með- höndlun þessa máls á þinginu og einnig að umhverfismál laxeldis yf- irgnæfðu umræðuna. Hér er hægt að spyrja sig af hverju sömu reglur eiga ekki að gilda um stærð- artakmörk í tilfelli laxeldisfyr- irtækja eins og í sjávarútvegi. Sjáv- arútvegurinn hefur fengið neikvæða umfjöllum um að þar væri að finna stór og öflug íslensk fyrirtæki. Áhugavert verður að fylgjast með umræðunni á næstu árum um stærð laxeldisfyrirtækja, sem nær alfarið eru í eigu erlendra aðila, og stefna í að vera mun stærri en ís- lensku sjávarútvegsfyrirtækin. Eftir Valdimar Inga Gunnarsson »Niðurstaðan var að valtað var yfir hagsmuni íslenskra fyrirtækja á Alþingi Íslendinga við setningu laga um fiskeldi á árinu 2019. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is Valdimar Ingi Gunnarsson Stór laxeldisfyrirtæki og lítil sjávarútvegsfyrirtæki? Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.