Morgunblaðið - 27.09.2021, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Listmunir Alfreð Flóki Róska Sverrir Haraldsson (abstract eða sprautumynd) Fjársterkir aðilar eru að leita að lista- verkum eftir framangreinda listamenn. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Hansen í síma 845 0450. fold@myndlist.is Fold uppboðshús ehf. Rauðarárstíg 12-14. Tilboð/útboð Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Félagsvist kl. 13. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handa- vinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13–16. Hádegis- matur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími. 411-2600. Boðinn Bingó kl. 13, myndlist kl. 13, sundlaugin opin frá kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Jóga með Rakel kl. 9.30. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jóns- húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónus-rúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl. 13. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20, Zumba Gold kl. 16.30. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-10.30 botsía- æfing, kl. 9-11.30 postulínsmálun, kl. 10.50-12.05 jóga, kl. 13.15 til ca 15 kanasta, kl. 13-16 opið verkstæðið og handavinnustofan, kl. 16.30 kóræfing hjá Söngvinum. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli 9-11. Jóga með Sirrí kl. 10-11. Samsöngur kl. 13.30, allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir sönginn. Hraunsel Billjard kl. 9-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla jóga kl. 10. Spilum félagsvist alla mánudaga kl. 13. Allir velkomnir. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30 í Borgum. Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og einnig gengið í Egilshöll. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borg- um.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í umsjón Gylfa. Línudans með Guðrúnu kl. 15 í Borgum. Minnum þátttakendur í haustferð Korpúlfa miðvikudaginn 29. september á að greiða inn á reikning Korpúlfa sem allra fyrst. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Leir á Skólabr kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga / leikfimi í salnum kl. 11. Handavinna og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Minnum á stundina í safnaðaheimili kirkjunnar á morgun kl. 12.30. Kótilettur með öllu tilheyrandi. Friðrik verður með nikkuna. Skráningarblað liggur frammi á Skólabraut, verð 2.500 kr. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2021 Mitsubishi Outlander Hybrid Spirit+ Tíglamynstruð leður á sætum. 18” álfelgur. 5 ára evrópsk verksmiðju- ábyrgð. Verð 5.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR ✝ Bjarni Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1945. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Eyri, Ísafirði, sunnudaginn 12. september 2021. Bjarni var sonur hjónanna Kristínar Gunnarsdóttur, f. 17.7. 1931, búsett á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík, og Guðmundar Sö- rens Magnússonar, f. 8.10. 1922, d. 15.12. 2009. Bjarni var elstur fluttist þá að Brekku í Dýrafirði og bjó þar til ársins 1964 og síð- ar á Þingeyri. Bjarni fluttist svo til Ísafjarðar 1993 og bjó þar á Fjarðarstræti þar til hann fór á dvalar- og hjúkrunarheimilið Eyri. Bjarni vann við störf í sjávar- útvegi bæði á Þingeyri og Ísa- firði. Hann sinnti líka jafnframt bústörfum á búi foreldra sinna á Brekku en þau héldu áfram búskap til ársins 1998 þótt þau byggju á Þingeyri. Bjarni gekk til liðs við Ívar, íþróttafélag fatlaðra á Ísafirði, og æfði og spilaði boccia með þeim og tók þátt í mótum á landsvísu. Hann sótti líka fé- lagsvist hjá félagsstarfi aldr- aðra á Ísafirði. Útför Bjarna fór fram frá Þingeyrarkirkju 26. september 2021. 12 systkina og nú eru 9 eftirlifandi, Guðrún Finnborg, látin, Guðmunda Kristín, Magnús Helgi, Sigurveig, Gunnar Benedikt, stúlka, látin, Mika- el Ágúst, Ingibjörg María, Jónína Björg, látin, Sigríð- ur Gerða og Katr- ín. Bjarni ólst upp og bjó megnið af sinni ævi í Dýrafirði, fyrst í Hrauni í Keldudal en þar bjó fjölskyldan til ársins 1957 en Það er skrýtið til þess að hugsa að Bjarni frændi hafi kvatt í hinsta sinn. Hann hefur alltaf verið hluti af lífi okkar og þrátt fyrir að hafa ekki búið í sama landshluta og við var hann duglegur að hringja í fólkið sitt. Bjarna fannst gaman að vita af fólkinu sínu, stóru og smáu og spurði frétta jafnt af mönnum sem og hundunum okkar. Þá var það fastur liður að kíkja til Bjarna frænda þegar við vorum fyrir vestan. Þá kíktum við til hans á Eyri og honum fannst gaman að sýna krökkunum og okkur hitt og þetta sem hann var að fást við. Þegar Bjarni var rólfær keyrði hann um Ísa- fjörð á hjólinu sínu og það var nú ekkert leiðinlegt fyrir yngri kynslóðina að fá að setjast á hjólið hjá Bjarna frænda þar sem það stóð fyrir utan Hamra- borgina. Bjarni var mjög trúað- ur maður og sýndi væntum- þykju sína oft með því að senda fólki fyrirbænir ef veikindi steðjuðu að. Það kom skýrt fram í samtölum við hann hversu ofarlega sá veiki væri í huga hans og hversu mikið hann vildi geta hjálpað. Við kveðjum Bjarna frænda með hlýju og þakklæti í huga; þakklæti fyrir að hafa sýnt okkur að þrátt fyr- ir að lífið fari ekki mjúkum höndum um þig þá fyllirðu hjarta þitt af umburðarlyndi og þolinmæði. Hvíldu í friði í faðmi ljóssins elsku Bjarni. Þín frændsystkin, Kristín, Margrét og Ólafur og þeirra fjölskyldur. Bjarni Guðmundsson ✝ Kristín Sæunn Pjetursdóttir fæddist á Bolung- arvík 25. maí 1943. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 20. sept- ember 2021. Foreldrar hennar voru Pjet- ur Ólafsson, f. 1902, d. 1985, og Sumarlína Laufey Elíasdóttir, f. 1914, d. 1986. Kristín ólst upp í Reykjavík hjá fósturforeldrum frá 5 ára aldri. Fósturforeldrar hennar voru Signý Ólafs- dóttir, f. 1895, d. 1974, og Guðmundur Jónsson, f. 1891, d. 1954. Kristín giftist Þóri Rúnari Jónssyni, f. 27. janúar 1941. Foreldrar hans voru Þóra Gunnarsdóttir, f. 1919, d. 2011, og Jón Engilbert Sig- urðsson, f. 1920, d. 1993. Fósturfaðir hans var Markús f. 1965. Barn þeirra er Rakel Eva Sævarsdóttir, f. 1986, eiginmaður hennar er Frið- rik Ársælsson, f. 1982, börn þeirra eru Benedikt og Inga Þóra. 3) Valgerður Guðrún Þór- isdóttir, f. 1972, eiginmaður hennar er Alex Gisler, f. 1968. Börn þeirra eru Robert Thór Gisler, f. 2004, og Arn- old Jón Gisler, f. 2008. 4) Þórir Kristján Þórisson, f. 1978. Börn hans og Karen- ar Martensdóttur, f. 1983, eru Marten Brimi, f. 2001, Emma Ninja, f. 2009, og Lotta Kristel, f. 2011. Barn hans og Söndru Bjarkar Jó- hannsdóttur, f. 1994, er Ka- milla Sif, f. 2019. 5) Sigurður Rúnar Þór- isson, f. 1981, d. 2006. Kristín bjó í Reykjavík að Njarðargötu 9 þar til hún og Þórir fluttu í vesturbæ Kópa- vogs 1975. Hún lauk námi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1987 og starfaði eftir það við tón- menntakennslu og kórstjórn. Útför Kristínar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 27. september 2021, kl. 13. Grétar Guðnason, f. 1921, d. 2001. Börn Kristínar og Þóris eru: 1) Guðmunda Signý Þór- isdóttir, f. 1962, eiginmaður henn- ar var Sigvaldi Elfar Eggerts- son, f. 1961, d. 2017. Barn henn- ar er Signý Magnúsdóttir, f. 1981, sam- býlismaður hennar er Geir Sandtorp, f. 1982. Barn Signýjar og Sigurðar Sveins Steinþórssonar, f. 1980, er Írena Katrín. Barn þeirra er Þórir Helgi Sigvaldason, f. 1990, sam- býliskona hans er Inga Berg- mann, f. 1995. Barn Þóris og Hildar Hilmarsdóttur, f. 1991, er Sigvaldi Freyr. 2) Þóra Gréta Þórisdóttir, f. 1964, eiginmaður hennar er Sævar Þór Guðmundsson, Elsku mamma, við sitjum hér saman systkinin og viljum minnast okkar góða tíma sam- an. Söknuður okkar er sár þeg- ar við kveðjum þig í dag. Minn- ingarnar koma ein af annarri, við heyrum þig hlæja, syngja og spila og segja okkur eitt- hvað hnyttið og skemmtilegt, glettin og hlý. Brosið þitt blíða og skæra, lifir áfram í huga okkar. Minning um móður Í hjarta mínu er lítið ljós, sem logar svo skært og rótt. Í gegnum torleiði tíma og rúms það tindrar þar hverja nótt. Það ljósið kveiktir þú, móðir mín, Af mildi, sem hljóðlát var. Það hefur lifað í öll þessi ár, þótt annað slokknaði þar. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, — það logar þar eins og fyrr. Í skini þess sífellt sé ég þig þá sömu og þú forðum varst, er eins og ljósið hvern lífsins kross með ljúfu geði þú barst. (Jóhannes úr Kötlum) Við biðjum góðan Guð að geyma þig og varðveita. Við söknum þín elsku mamma, Guðmunda, Þóra, Valgerður og Þórir. Elsku amma. Ég hugsa til baka til allra þeirra góðu stunda sem við höfðum saman. Við gátum eytt löngum stundum í að skálda upp sögur um steina og trébúta sem við settum saman, máluð- um og skreyttum í Skorradal. Þú sagðir mér alls konar sögur sem mér fundust svo skemmti- legar en ef ég bað um sömu söguna aftur þá gast þú oft ekki endursagt hana því þú skáldaðir þær jafnóðum. En ein saga sat. Það var sagan um litlu múslurnar sem gerðu alls konar prakkarastrik og þú sagðir mér svo einu sinni að þessar múslur væru mamma, Vala og Þóra. Við vorum alltaf að bralla eitthvað, sérstaklega í Skorra. Einu sinni um miðnætti var sólarlagið sérstaklega fal- legt og við hentumst upp í bíl og keyrðum langar leiðir eftir því svo við gætum notið þess lengur. Við gátum setið heila helgi í scrabble þar sem ég vil meina að þú varst sérstaklega dugleg í því að búa til ný orð sem ég hafði aldrei heyrt áður og þú bjóst til skemmtilegar út- skýringar á því hvað þessi orð þýddu. En það var auðvitað bara skemmtilegasti hlutinn af leiknum, ég reyndi svo líka að leika þetta eftir og tókst það stundum. Svona eyddum við mörgum helgum. Afi grillaði handa okkur góð- an mat og svo fengum við okk- ur auðvitað líka nammi. En það kom líka fyrir að afi keyrði okkur upp í Skorra og við vor- um þar bara tvær yfir helgina og þá vorum við kannski ekki duglegar að elda. Eina helgina borðuðum við grillaðan maís í allar máltíðir og enduðum með magapínu, en hlógum bara að því. Á meðan ég skrifa þessar línur renna tárin af sorg og líka hlátri þegar ég er að rifja þetta upp. Ég er svo þakklát fyrir allar þessar góðu stundir. Við vorum sérstaklega góðar vin- konur, amma og ég. Ég elska þig svo mikið amma mín. Þín Signý (Didda). Kristín Sæunn Pjetursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.