Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu 50 ÁRA Óskar er Borgnesingur en býr í Mosfellsbæ. Hann tók rekstr- arfræði frá Tækniskólanum og er með BS-gráðu í flutningatækni frá Há- skólanum í Reykjavík. Óskar er fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Borg- arverks, en faðir hans stofnaði það 1974. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vegaframkvæmdum, fastir starfs- menn eru rúmlega 80 en þeim fjölgar talsvert yfir sumarið þegar mesti álagstíminn er. „Það er mikið að gera, við vorum með klæðningar um allt landið í sumar, erum með gatnagerð í miðbænum á Selfossi, hafnarframkvæmdir á Ísafirði og margt fleira.“ Áhugamál Óskars eru ferðamennska, jeppar og önnur því tengd. FJÖLSKYLDA Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, f. 1975, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Heilsugæslunni í Mosfellsbæ. Börn: Sigvaldi Örn, f. 2002, Hafsteinn Ari, f. 2007, Halldór Orri, f. 2011. Foreldrar: Sigvaldi Arason, f. 1937, fyrrv. framkvæmdastjóri, og Halldís Gunnarsdóttir, f. 1943, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Óskar Sigvaldason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld. 20. apríl - 20. maí + Naut Stundum er betra að láta það vera að segja öðrum hug sinn og leyfa þeim að komast að niðurstöðu í málunum sjálfir. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert eitthvað eirðarlaus og utan við þig í dag og það getur hæglega leitt til misskilnings eða einhvers konar óhapps. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þú eigir auðvelt með að smita aðra af jákvæðni þinni í dag ættirðu að reyna að umgangast fólk sem er þegar í góðu skapi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Fólk er farið að taka þig alvarlega. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er gaman að gleðjast í góðra vina hópi, en einvera er líka holl og kjörin til uppbyggingar. Leggðu þig og borðaðu mat sem gerir þér gott. 23. sept. - 22. okt. k Vog Stundum geta hversdagslegar sam- ræður leitt til annarra og meiri hluta. Mundu að í upphafi skal í endirinn skoða. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er eitthvað sem stendur í veginum fyrir því að þú náir þeim árangri, sem þú stefnir að. Varastu að segja of mikið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Mundu að það er ekki bara það sem sagt er sem skiptir máli heldur líka hvernig það er sagt. Gleymdu ekki að taka mikilvægi hamingjunnar með í reikninginn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ýmsir erfiðleikar í einkalífinu eiga hug þinn allan. Vertu opinn fyrir þeim skilaboðum sem fólk reynir að koma til þín og láttu vera að berjast sífellt á móti sann- leikanum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Varastu að dæma hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér hvað undir býr. Láttu allan meting við aðra lönd og leið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þótt sjálfsgagnrýni sé góður kostur má hún ekki ganga svo langt að drepa allt frumkvæði í dróma. selja þetta hús. Við eigum því enn þá athvarf fyrir norðan.“ Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Hann hefur leikið ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The að ég gæti bæði verið organisti á Akureyri og í Hallgrímskirkju en eft- ir að ég var skipaður skólastjóri Tón- skólans haustið 2006 tók ég þá ákvörðun að kveðja Akureyrarkirkju með eftirsjá. Við hjónin höfðum rétt áður látið teikna og byggja fyrir okk- ur draumahús beint á móti Akureyri, en við gátum ekki hugsað okkur að B jörn Steinar Sólbergsson er fæddur 27. septem- ber 1961 á Akranesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Barna- og grunnskóla þar og síðar við Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hann lauk stúdentsprófi af tónlistar- braut. Björn Steinar stundaði tónlistar- nám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. „Þetta byrjaði þannig að amma mín keypti píanó og lét báða eldri bræður mína læra á það og ég fékk að fara með miðbróður mínum í píanótíma þegar ég var 6 ára. Ég fór þá sjálfur að pikka á píanóið heima. Síðan fór ég í tónlistarskólann þegar ég var sjö ára.“ Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. „Haukur var áhrifavaldur í mínu lífi og ég á honum mikið að þakka. Hann fór með mig út í kirkju þegar ég var 12-13 ára, setti orgelið í botn og þá varð ekki aftur snúið. Ég fór þá að læra á orgel hjá honum en hélt áfram að læra á píanóið. Haukur lagði alltaf áherslu á að píanóið væri góður grunnur að tækninni. Ég hef síðan alla tíð spilað á píanó.“ Þess má geta að Björn Steinar var til skamms tíma í hljómsveitinni Tíbrá á Akranesi. Framhaldsnám stundaði Björn Steinar á Ítalíu hjá James E. Göett- sche og í Frakklandi við Conserva- toire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikara- próf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar starfaði sem organ- isti og kórstjóri við Akureyrarkirkju í 21 ár og vann að uppbyggingu tónlist- arstarfs við kirkjuna og stýrði Sum- artónleikum og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Hann hefur verið organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík frá árinu 2006 og tónlistar- stjóri kirkjunnar frá 2021. Hann er einnig skólastjóri Tónskóla þjóðkirkj- unnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. „Mér leið mjög vel á Akureyri og var búinn að byggja upp öflugt tón- listarlíf þar. Í bjartsýni minni hélt ég Cleveland Institute of Music Orches- tra. Í ár lék Björn Steinar á tón- leikum á Íslandi, Finnlandi, Þýska- landi og Noregi. „Ég fór í fyrstu tónleikaferðina erlendis eftir Covid núna í ágúst og september. Ég fer svona í tvær til þrjár tónleikaferðir á ári, en tónleikahald er mikilvægur partur í mínu lífi.“ Núna stendur yfir tónleikaröð í Hallgrímskirkju sem nefnist Haust í Hallgrímskirkju og 31. október verða haldnir tónleikar til heiðurs Hauki Guðlaugssyni níræð- um þar sem Björn Steinar mun m.a. spila. Björn Steinar hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. Hann hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Hann hlaut Lista- mannalaun 1999 og 2015. Hann hefur setið í stjórn Félags íslenskra organ- leikara, í stjórn Tónlistarfélags Akur- eyrar og í orgelnefnd þjóðkirkjunnar. „Ég er forfallinn fluguveiðimaður og stunda veiðar á sjóbleikju og urr- iða á sumrin. Ég og Hrefna konan mín erum áhugafólk um lífræna ræktun á grænmeti, kryddjurtum, blómum og berjum og haustin fara oft í berja-, jurta- og sveppatínslu. Björn Steinar Sólbergsson, organisti og skólastjóri – 60 ára Fjölskyldan heima Björn Steinar og Hrefna ásamt Lindu og fjölskyldu hennar. Heillaðist ungur af orgelinu Fjölskyldan í Hollandi Sólberg Bjartur, Sólbjörg, Thomas og Kolbrún Dís. Veiðimaðurinn Björn Steinar með fjórar skagfirskar sjóbleikjur. Til hamingju með daginn Akureyri Unnur Lilja Snævarsdóttir fæddist 30. október 2020 kl. 19.38. Hún vó 3.434 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Snævarr Örn Georgsson og Auður Erna Péturs- dóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.