Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉTTU EINKUNNASPJALDIÐ MITT OG
LÁTTU MIG UM ÞETTA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita nákvæmlega
hversu margar freknur
hún er með.
HEI,
GRETTIR …
VEISTU HVAÐ VANTAR
Í MORGUNSÁRIÐ? POLKAMÚSÍK!
DREPTU
MIG STRAX,
MÁNUDAGUR!
ÞAÐ ER
TÍMA-
BÆRT
AÐOPNA
GLUGG-
ANN!!!
EN ÞÚ ÞOLIR EKKI
KULDA OG TREKK!
RÉTT! EN
ÉG ELSKA
HEITA
PÍTSU!
„ÞÚ VEIST AÐ ÞETTA ÞÝÐIR AÐ ÞÚ
VERÐUR AÐ HÆTTA AÐ HITTA MÖMMU
ÞÍNA.“
Það sem veitir mér mesta gleði í lífinu
er að njóta ávaxta náttúrunnar með
fjölskyldu minni og góðum vinum.“
Björn Steinar ætlar að halda
nokkrar smærri veislur í tilefni af-
mælisins. „Aðalmarkmiðið er að ná
saman allri fjölskyldunni, börnum og
barnabörnum sem eru stödd víða um
heim. Aðalafmælisveislan verður því
3. janúar á næsta ári, en þá verða þau
öll á landinu.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns Steinars er
Hrefna Harðardóttir, f. 5.10. 1954,
myndlistarkona. Þau eru búsett í 605
Eyjafjarðarsveit og 101 Reykjavík.
Foreldrar Hrefnu voru Hörður Sig-
mundsson, f. 8.12. 1928, d. 19.11. 1974,
matsveinn í Vestmannaeyjum og
Reykjavík, og Inga Halldóra Kristín
Maríusdóttir, f. 22.10. 1931, 8.6. 1997,
húsfreyja og innheimtustjóri Reykja-
vík.
Börn Björns Steinars og Hrefnu
eru 1) Linda Ólafsdóttir (stjúpdóttir),
f. 7.7. 1974, búsett á Akureyri. Maki:
Guðni Konráðsson kjötiðnaðarmaður.
Barnabörn: Kolbrún María Ingólfs-
dóttir, f. 1990, Dagur Elí Guðnason, f.
1995, Logi Steinn Guðnason, f. 2006,
Leon Máni Guðnason, f. 2007. Barna-
barnabarn: Bríet Embla Dagsdóttir
2020; 2) Sólbjörg Björnsdóttir, f. 24.1.
1983, master í liststjórnun í Leiden í
Hollandi. Maki: Thomas Evan Spack-
mann tónlistarkennari og tölvunar-
fræðingur. Barnabörn: Kolbrún Dís
Spackmann, f. 17.11. 2017, Sóley
Björt Spackmann, f. 17.11. 2017, d.
24.4. 2018, Sólberg Bjartur Spack-
mann, f. 5.5. 2021.
Bræður Björns Steinars eru Valdi-
mar Sólbergsson, f. 26.6. 1952, vél-
virki á Akranesi; Sigurður Sólbergs-
son, f. 9.3. 1957, skipaverkfræðingur
á Akranesi.
Foreldrar Björns Steinars: Hjónin
Sólberg Björnsson, f. 7.11. 1932, d.
19.7. 2013, skipasmiður á Akranesi og
Arnfríður Árnadóttir, f. 15.7. 1931,
húsfreyja á Akranesi.
Björn Steinar
Sólbergsson
Anna Katrín Jónsdóttir
húsfreyja í Geirshlíð
Pétur Þorsteinsson
bóndi í Geirshlíð í
Flókadal, Borg.
Margrét Pétursdóttir
húsfreyja og saumakona á Akranesi
Árni Guðmundsson
sjómaður á Akranesi
Arnfríður Árnadóttir
húsfreyja á Akranesi
Sigurrós Gunnlaugsdóttir
húsfreyja á Akranesi
Guðmundur Árnason
sjómaður á Akranesi
Salbjörg Guðfinna Jónsdóttir
húsfreyja á Hofsósi
Ágúst Sigurðsson
sjómaður á Hofsósi
Steinunn Ágústsdóttir
húsfreyja á Hofsósi
Björn Björnsson
frystihússtjóri á Hofsósi
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Göngustaðakoti
Björn Björnsson
bóndi í Göngustaðakoti í Svarfaðardal
Úr frændgarði Björns Steinars Sólbergssonar
Sólberg Björnsson
skipasmiður á Akranesi
Það er alltaf gaman að fletta upp
í séra Jóni á Bægisá. Þetta er-
indi um Magnús Einarsson prest á
Tjörn í Svarfaðardal er eitt kunn-
asta ljóð hans. Magnús var vel
skáldmæltur. Rétt er að hafa í huga
að latn. „magnus“ þýðir mikill,
„Minerva“ er menntagyðjan og
Móría heimskugyðjan.
Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjörn;
nú kætist Móría mjög
mörg sem á dára-börn.
Nú er skaarð fyrir skildi –
nú er SVANURINN á Tjörn.
Þannig yrkir hann um dauðann:
Segðu mér hvort sannara’ er
að sálin drepi líkamann
eður hitt að svakk með sitt
sálunni stundum fargi hann.
Þá er „Hóf“
Gakktu hægt um gleðinnar dyr
og gá að þér.
Enginn veit sína ævina fyr
en öll er.
Jón varð tvívegis að láta af prest-
skap fyrir að eiga barn utan hjóna-
bands. Jón Ólafsson segir að hann
hafi lifað alla ævi við mestu fátækt,
enda haft talsverðan kostnað af
ástarfari sínu. Af og til eignaðist
hann launbörn, og fóstraði þau oft-
ast upp. Jón telur hann best skáld á
Íslandi sinna samtíðarmanna.
Hér eru tvær faðernisvísur eftir
séra Jón. Um Jón „Sigurðsson“:
Á Bæsá ytri borinn er
býsna valinn kálfur;
vænt um þykja mundi mér
mætti’ eg eiga ‘ann sjálfur.
Um Guðmund:
Illa fór það, unginn minn,
öðrum varst þú kenndur;
finnst um síðir faðirinn
frómur að þér Gvendur.
Launbarnið:
Alltjent segja eitthvað nýtt
ýtar lyndisglaðir.
Hvað er í fréttum? Hvað er títt?
Hvort er ég orðinn faðir?
Holdið mitt í hægum sess
hopaði sér til vansa;
nú er ég kominn á náðir prests,
- nýtt er mér að dansa!
Staka:
Óborinn til eymdarkífs
ellegar dauður væri’ eg
ef að bæði lykil lífs
og lásinn sjálfur bæri’ eg.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Blaðað í séra
Jóni á Bægisá