Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Jöklabreytingar Í hugum margra eru jöklar tákn um langlífi og jafnvel eilífðina sjálfa, eitthvað sem ekki breytist. Fyrir ótal kynslóðir Íslendinga virtist þetta líka vera raunveruleiki; jöklarnir hreyfð- ust svo lítið á einni kynslóð að menn námu vart breytingarnar nema þeg- ar eitthvað óvænt gerðist eins og þegar jöklar hlupu fram og ógnuðu byggð eða þegar jökulá skipti um farveg. Því fer þó víðs- fjarri að jöklar séu óbreytanleg- ir. Áður er sagt frá því að frá lok- um nútíma og þar til fyrir um 4.000 árum var Ísland jökullaust að mestu. Við landnám voru allir stóru jökl- arnir þó myndaðir og vel þroskaðir en lágu 10-15 km lengra inn til lands- ins en þegar þeir urðu stærstir í lok 19. aldar. Loftslag var milt á land- náms- og þjóðveldisöld en á miðöld- um kólnaði mikið og kuldatíð tók við í nokkrar aldir. Kólnunin varð í tveim- ur skrefum. Fyrra kuldatímabilið varði í hálfa öld, frá 1250 til 1300, en hið síðara, hin eiginlega litla ísöld, stóð í um 450 ár, frá 1450 til 1900, þótt alls ekki hafi alltaf verið jafn kalt. Forfeður núlifandi Íslendinga í 3. og 4. lið upplifðu því mestu jökla Íslandssögunnar. Rétt fyrir aldamótin 1900 tók lofts- lag að hlýna. Vatnajökull rýrnaði hægt fram á þriðja áratug 20. aldar en hratt eftir það þar til loftslag kóln- aði aftur í stuttan tíma um miðjan sjöunda áratuginn. Í lok síðustu ald- ar hlýnaði á ný og síðan hefur jökull- inn hopað hraðar en nokkru sinni áð- ur og mest á þessari öld. Fyrir núlifandi kynslóðir eru jöklarnir því ekki lengur eilífir eða óbreytanlegir. Lesa má ummerki um framgang og hop jökla í jökulgörðum, stöðu- vatnaseti og rituðum heimildum. Saga jöklabreytinga er einkum skýr við skriðjökla í alfaraleið á Suðaust- urlandi frá Skeiðarárjökli að Lamba- tungnajökli þar sem skrif heima- manna og ferðalanga hafa bætt sagnfræðilegri vídd við náttúrufræð- ina. Skrifin lýsa miklum búsifjum á litlu ísöld af völdum vaxandi jökla, jökulhlaupa og síbreytilegra jökuláa. Jöklar lokuðu þjóðleiðum milli byggða og meðal annars lagðist svo- kallaður Norðlingavegur af en hann lá úr Fljótsdal niður í Lón. Skriðjöklar á Suðausturlandi eru á hlýjasta og úrkomumesta svæði landsins. Þeir bregðast hratt við breytingum á loftslagi. Skriðjöklarnir eru allt frá 10 km2 upp í 200 km2 að flatarmáli. Meðalþykkt þeirra er 100-350 m og þeir skríða úr 1.400-2.100 m hæð niður að sjávarmáli; botnar stærstu skriðjökl- anna ná meira að segja nokkur hundruð metra undir sjávarmál. Ofan- greindir jöklar hafa hörfað 1-8 km frá lokum 19. aldar til ársins 2017. Flatarmál þeirra hefur á sama tíma minnkað um 340 km2 samtals eða sem samsvarar flatarmáli Stór- Reykjavíkursvæðisins. Rúmmál þeirra hefur minnkað um 140 km³ (20%). Rúmmálsminnkunin sam- svarar um 14 milljörðum vörubíls- hlassa af ís og vatnsmagnið jafndreift yfir landið næmi um 30 m. Hop skrið- jöklanna á Suðausturlandi er að jafn- aði með því hraðasta sem mælist í heiminum um þessar mundir. Rúm- málstap skriðjöklanna er þó mjög breytilegt, allt frá 15 til 50%. Hraði rúmmálstapsins er meðal annars háður stærð safnsvæðis þeirra, halla undirlagsins og því hvort lón hafi myndast framan við jöklana. Jökulbreiða Vatnajökuls gæti ekki myndast aftur við núverandi loftslagsskilyrði. Ef fram heldur sem horfir mun Vatnajökull minnka um helming af núverandi rúm- máli fyrir 2100 og verða að mestu horfinn utan hæstu tinda eftir 150-200 ár. Svipuð örlög bíða flestra annarra jökla á Íslandi og einnig jökla annars staðar á jörðinni utan heimskauta- svæðanna. Haldi hlýnun loftslags áfram með sama hætti og undanfarna áratugi eru fram undan mestu umhverfis- breytingar sem orðið hafa frá því að Ísland byggðist. Jöklarnir hopa og jökulár hverfa, árfarvegir flytjast til, stöðuvötn myndast í bælum skrið- jöklanna og jökulaurar breytast í grónar lendur. Áhrifa jöklabreyting- anna mun gæta á vatna- og gróður- far, fiskveiðar, nýtingu landsins, samgöngur, raforkuframleiðslu, landris og jafnvel eldvirkni sem lík- lega eykst þegar fargi léttir af land- inu undir jöklinum. Að lokum verður enginn Vatnajökull til lengur, aðeins fjalllendi með stöku ísiþöktum tind- um, dölum, stöðuvötnum og ám þar sem rennslið sveiflast í takt við úrkomuna sem fellur á landið. Jöklabreytingar í framtíðinni ráð- ast aðallega af því hve hratt loftslagið hlýnar sem afleiðing af vaxandi styrk CO2 í andrúmsloftinu. Styrkurinn var um 280 ppm (milljónustu hlutar loft- sameinda) við upphaf iðnbyltingar en í ársbyrjun 2018 var hann um 410 ppm. Vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar (IPCC) hafa skilgreint nokkrar framtíðarsviðsmyndir sem byggjast á mismunandi forsendum um fólksfjölgun, efnahags- og tækniþróun og aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Bjartsýnasta sviðsmyndin er sú að mannkynið grípi til umfangsmikilla mótvægisaðgerða. Styrkur CO2 í andrúmslofti gæti þá haldist undir 450 ppm og hlýnun jarðar í um 1,5°C frá iðnbyltingu, 0,7°C frá núverandi stöðu. Aðrar sviðsmyndir gera ráð fyrir allt frá hóflegum mótvægis- aðgerðum til lítilla sem engra aðgerða. Síðastnefnda sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að styrkur CO2 fari yfir 1000 ppm og að ársmeðalhiti jarðar hækki um 3,5-4°C, sem yrði sannkölluð hamfarahlýnun. Með reiknilíkönum má spá fyrir um umfang Vatnajökuls nú og eftir 100, 150 og 200 ár miðað við ólíkar forsendur um hlýnun jarðar. Afleiðingar rýrnunar jökla Rýrnun jökla á Íslandi og annars staðar hefur margvíslegar afleiðing- ar. Íslenskir jöklar geyma um 3.500 km3 af ís sem samsvarar um eins cm hækkun sjávarðborðs heimshafanna. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar sjávarborð aftur á móti um 0,6 mm ár hvert. Hörfun jökla þar og af Suður- skautslandinu, ásamt útþenslu sjávar vegna hlýnunar, eru veigamestu orsakir hækkandi sjávarborðs úthaf- anna sem nú rís um 3-4 mm á ári að meðaltali. Digrir skriðjöklar veita fjallshlíð- um aðhald. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast og sífreri fer úr jörð minnkar þetta aðhald við hlíðarnar, þær verða óstöðugar og geta hlaupið fram. Miklar skriður eða berghlaup hafa fallið á Morsárjökul og Svína- fellsjökul á síðustu árum og áratug- um. Falli stórt berghlaup í jökullón er hætta á flóðbylgju sem getur ógn- að fólki og mannvirkjum. Þess vegna er nú meðal annars fylgst grannt með Svínafellsheiðinni ofan Svína- fellsjökuls þar sem komið hafa í ljós sprungur í hlíðinni. Bráðnun jökla minnkar fargið á jarðskorpuna og landið rís. Landris á Íslandi er mest á hálendinu við jaðra Vatnajökuls. Landris í Jökulheimum við vesturjaðar jökulsins mælist um 40 mm/á ári um þessar mundir og um 12 mm á ári á Höfn í Hornafirði. Framtíð siglinga um Hornafjarðarós er í nokkurri óvissu vegna landriss- ins en hækkandi sjávarborð af völd- um hlýnandi loftslags og bráðnunar jökla vegur að vissu marki á móti landrisinu. Fargléttingin sem verður vegna bráðnunar jökla er líka talin örva kvikuframleiðslu sem getur leitt til aukinnar gosvirkni. Líkanreikningar sem herma eftir hopi jöklanna síðast- liðin 120 ár benda til þess að kviku- framleiðsla hafi aukist um 100-135% á tímabilinu. Þetta samsvarar um 0,2 km3 á ári af kviku undir Íslandi. Nái 25% af þessari kviku upp til yfirborðs jafngildir það einu Eyjafjallajökuls- gosi á sjö ára fresti. Jöklar hafa ekki bara áhrif á hina dauðu náttúru. Í framrás ganga þeir yfir gróið land og eyða lífi sem fyrir verður, plöntum og dýrum. Þegar jöklarnir hopa og þynnast kemur líf- vana land í ljós fyrir framan jökul- sporðana og á jökulskerjum, fjalls- toppum og klettum sem áður voru huldir jökli. Jökulsker veita einstaka mögu- leika á rannsóknum á landnámi og framvindu lífvera við hörfandi jökul- jaðra. Næst jökuljaðrinum nema örfáar frumherjategundir land í fyrstu en þegar fjær dregur fjölgar tegundunum og lífverusamfélögin verða sífellt flóknari. Í Breiðamerk- urjökli er hægt að finna jökulsker af ýmsum stærðum og aldri. Máfa- byggðir og Esjufjöll hafa staðið upp úr jökli frá lokum síðasta kuldaskeiðs ísaldar, Kárasker kom upp úr jökl- inum 1935, Bræðrasker árið 1961, Maríusker 2000, Systrasker í kring- um 2010 og Grannasker árið 2016. Reglulega hefur verið fylgst með breytingum á gróðurfari Káraskers og Bræðraskers frá árinu 1965 en þá hóf Eyþór Einarsson grasafræðing- ur rannsóknir og vöktun gróðurs í föstum rannsóknareitum þar í sam- starfi við bræðurna á Kvískerjum í Öræfum. Ýmislegt óvænt hefur komið í ljós við þessar rannsóknir. Til dæmis vekur athygli að smádýr eru fyrst til að mynda frumstæð sam- félög á skerjunum; þau koma á und- an gróðrinum sem yfirleitt er frum- herji á jökullausu landi. Af þessum smádýrum eru mítlar og mordýr, sem nærast á örverum og groti (líf- rænum leifum), algengustu dýrin en einnig smávaxnar köngulær sem eru fyrstu rándýr þessara skerjasam- félaga. Mítlar og mordýr feykjast undan veðri og vindum inn á skerin en köngulærnar koma svífandi inn á þau á silkiþráðum sem þær spinna. Framvinda gróðurs er ekki full- komlega línuleg í átt að meiri þekju og tegundaauðgi. Í Bræðraskeri fjölgaði plöntutegundum reglulega fyrstu áratugina. Þá staðnaði land- nám um tíma og tegundum fór ekki aftur fjölgandi fyrr en eftir 40-50 ár þegar næringarefni í jarðvegi höfðu náð tilteknu magni og styrk og þar með búið í haginn fyrir þurftafrekari gróður. Árið 2016 höfðu 36 tegundir æðplantna og átta tegundir fléttna numið land í vöktunarreitunum í Bræðraskeri. Í Káraskeri fjölgaði tegundum með aldri skersins í fyrstu á svipaðan hátt og í Bræðraskeri en fór aftur fækkandi undir lok tíma- bilsins í vöktunarreitunum þar sem gróðurframvinda var lengst komin. Hugsanlegar skýringar á fækkun tegunda eru samkeppni við annan gróður, einkum fjallavíði sem víða verður ríkjamdi í gróðurþekjunni, og/eða þurrkur sem eykst eftir því sem skerin hækka og vöktunarreit- irnir færast fjær jökuljaðrinum. Við jökuljaðar Skaftafellsjökuls eru æðplöntur líka frumherjar og þær koma inn örfáum árum eftir að jökullinn hörfar af landinu. Á ný- runnum hraunum eru fyrstu land- nemar aftur á móti yfirleitt fléttur og mosar; gamburmosar ná fjótt yfir- burðastöðu á láglendum hraunum en breyskjufléttur á hálendari svæðum. Gersemi á heimsvísu Bókarkafli Vatna- jökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008 og lýstur heimsminja- svæði, arfleifð alls mannkyns, árið 2019. Í bókinni Vatnajökuls- þjóðgarður lýsir Snorri Baldursson líffræð- ingur einstakri náttúru, sögu og uppbyggingu þjóðgarðsins í máli og myndum og fjallar um hvaða tilkall hann á til æðstu gæðavottunar sem veitt er dýrmæt- um landsvæðum á heimsvísu. Mynd/Snævarr Guðmundsson Hop Línur sýna áætlaða stöðu Fláajökluls á mismunandi tímum frá 1890. Byggt á gögnum Snævars Guðmundssonar. Ljósmynd/Þorvarður Árnason Breytingar Um 1890 vantaði tæplega 300 metra á að sporður Breiðamerk- urjökuls næði út í sjó. Nú er jaðarinn um fimm kílómetra undan strönd. Snorri Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.