Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 9
hann þá föður sínum því að hann skyldi verða
læknir og mætti það verða til þess að sem fæst
börn misstu móður sína á unga aldri. „Með
dugnaði og þrautseigju lauk hann ætlunarverki
sínu með aðstoð ættingja og vina,“ segir í grein
um Jónas á vef NLFÍ. Titill myndarinnar,
Láttu þá sjá, er vísun í orð föður hans sem hafði
mikla trú á syni sínum.
Læknishjónin settust fyrst að á Austurlandi
og bjuggu lengst af á Brekku í Fljótsdal. Jónas
ávann sér fljótt virðingu og hylli fyrir störf sín,
en hann var talinn einhver fremsti skurðlæknir
sinnar samtíðar. Jónas var skipaður héraðs-
læknir á Sauðárkróki árið 1911 og var vel af
honum látið. Honum voru öll framfaramál mjög
hugleikin og lagði hann víða hönd á plóg til
góðra verka. Þá sat hann á Alþingi frá 1926 til
1930 fyrir Íhaldsflokk og Sjálfstæðisflokk. Fann
sig raunar aldrei á þeim háa vettvangi enda
gerðust hlutirnir heldur hægt fyrir hans smekk.
„Hann talaði um óþolandi tímaeyðslu í því sam-
bandi og að þingsetan hefði verið leiðinlegasta
tímabil ævi sinnar,“ segir Ingi Þór.
Síðustu 20 ár ævinnar vann hann að því að
kynna náttúrulækningastefnuna, sem hann
hafði heillast af á ferðum sínum erlendis, en
stefnunni kom hann fyrst á framfæri á fundi
Framfarafélags Sauðárkróks 1923. Jónas stóð
að stofnun Náttúrulækningafélags Íslands á
Sauðárkróki 5. júlí 1937 og var forseti þess með-
an hann lifði.
Bók væntanleg á næsta ári
Jónas bjó síðustu ár ævinnar á Heilsustofnun og
hefur minningarherbergi hans staðið óbreytt
frá því að Jónas lést. Þar
getur að líta fjöldann all-
an af fræðiritum, mynd-
um, lækningaáhöldum og
persónulegum munum
sem fylgdu Jónasi.
Gríðarlegu efni um
Jónas hefur verið safnað í
tengslum við gerð heim-
ildarmyndarinnar og eðli
málsins samkvæmt kemst
ekki nema brot af því fyr-
ir í 60 mínútna langri
heimildarmynd. Þess
vegna hefur verið ákveðið
að fylgja verkefninu eftir
með því að skrifa sögu Jónasar og Nátt-
úrulækningafélagsins sem Ingi Þór gerir ráð
fyrir að komi út í nóvember á næsta ári.
Gamla læknishúsið á Sauð-
árkróki en Jónas starfaði
lengi sem læknir í bænum.
Jónas lagði grunninn
að Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði.
’
Fólk er sammála um að
Jónas hafi verið metn-
aðarfullur, ákveðinn og sér-
staklega kappsamur. Þess
vegna kom hann öllu þessu í
verk. Það má heldur ekki
gleyma þætti Hansínu
Benediktsdóttur, eiginkonu
hans, í þessu öllu. Hún var
stoð hans og stytta alla tíð
og án hennar hefði þetta
aldrei verið hægt.
12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Húsnæðismál
Magnús M. Norðdahl,
sviðsstjóri og lögfræðingur hjá ASÍ
ræðir við Eygló Harðardóttur,
fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Menntamál
Eyrún Björk Valsdóttir sviðsstjóri hjá ASÍ ræðir
við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Alþýðusamband Íslands hefur sett
fram áherslur vegna þingkosninga
2021. Af því tilefni kynnir ASÍ röð
þátta í hlaðvarpi þar sem starfsmenn
samtakanna ræða málin við
einstaklinga með innsýn í málefnin
og stöðuna í stjórnmálunum.
Ójöfnuður á Íslandi
Arnaldur Sölvi Kristjánsson,
hagfræðingur hjá ASÍ ræðir við
Stefán Ólafsson sérfræðing
hjá Eflingu um ójöfnuð.
Heilbrigðismál
Drífa Snædal, forseti ASÍ ræðir við
Ögmund Jónasson fyrrverandi
heilbrigðisráðherra um heilbrigðismálin.
Þættina má nálgast hér:
https://www.asi.is/thad-er-nog-til/hladvarp/
eða með að skanna QR kóðann.
Fylgstu með – fleiri þættir væntanlegir.
NÝR
ÞÁTTUR
Þessir
þættir
eru þegar
komnir
á netið: