Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
E
lif Shafak er heima í Lundúnum
þegar símafundum okkar ber sam-
an á þessum síðsumarsmorgni.
Synd væri þó að segja að haustið sé
farið að sækja að henni enda 27
stiga hiti og glampandi sól í heimsborginni. Ég
held veðurlýsingunni hér efra fyrir mig; Elif er
á leiðinni hingað og óþarfi að drepa niður
stemninguna. Hún segir lífið í Lundúnum
smám saman vera að komast í eðlilegt horf en
sem kunnugt er sættu borgarbúar á löngum
köflum útgöngubanni meðan heimsfaraldurinn
stóð sem hæst. „Skólarnir eru að vísu byrjaðir,
þannig að búast má við að smitum komi til með
að fjölga á ný á næstunni en vel hefur gengið að
bólusetja fólk, þannig að vonandi þarf ekki að
grípa aftur til harðari aðgerða. Ég hef að mestu
verið hérna heima meðan á faraldrinum hefur
staðið en þó tekist að lauma mér á eina og eina
bókastefnu, sem er ágæt tilbreyting. Við lifum á
óvenjulegum tímum,“ segir hún.
Elif tekur í dag, laugardag, við alþjóðlegum
bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og
þykir mikið til heiðursins koma en þau eru veitt
alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla
að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum,
en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbels-
verðlaunin á sínum tíma. „Þessi verðlaun hafa
mikla þýðingu fyrir mig vegna þess að þau eru
ætluð höfundum héðan og þaðan sem þykja
hafa lagt eitthvað af mörkum til bókmennta og
frásagnarhefðarinnar í heiminum. Það á ekki
síst við á tímum sem þessum þegar svo margt
bjátar á í heiminum. Ég er ofboðslega glöð og
þakklát fyrir þessa viðurkenningu.“
Hún kveðst þekkja til sumra verka Halldórs
og dáist að fjölhæfni hans sem höfundar; hann
hafi jöfnum höndum skrifað skáldsögur, rit-
gerðir, ljóð, leikrit og blaðagreinar. Þá tengi
hún sterkt við ferðagleði Halldórs sem bendi til
þess að hann hafi vilja víkka sjóndeildar-
hringinn og kynnast ólík-
um menningarheimum.
„Sjálf hef ég komið til Ís-
lands og féll eins og svo
margir í stafi yfir lands-
laginu og ekki síður
áhrifum þess á menningu
og almennt viðhorf ykk-
ar sem þar búið til lífsins.
Það er ekki nokkur vafi að fegurð landsins hef-
ur haft djúpstæð áhrif á bókmenntalíf þjóð-
arinnar. Erfitt er að skilja þetta tvennt að.“
Ekki auðveld saga að segja
Elif hefur sent frá sér 19 bækur, þar af 12
skáldsögur. Verk hennar hafa verið þýdd á 55
tungumál, náð metsölu víða og hún er mest
lesni kvenhöfundur Tyrklands. Skáldsaga
hennar, 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari
undarlegu veröld, frá 2019 kom nýlega út í ís-
lenskri þýðingu en hún var meðal annars til-
nefnd til hinna virtu Booker-verðlauna.
Nýjasta skáldsaga Elif, The Island of Miss-
ing Trees, kom út fyrr á þessu ári. Um hvað
skyldi hún fjalla?
„Þetta er bók sem mig hefur lengi langað að
skrifa en vogaði mér það ekki fyrr en nú. Sögu-
sviðið er Kýpur en líka Bretland og meginstefið
er þjóðernisofbeldi. Þetta var ekki auðveld saga
að segja enda erum við að tala um stað þar sem
fortíðin er ekki liðin, heldur lifir ennþá góðu lífi.
Það átta sig ekki allir sem ferðast til Kýpur á
því að þar er að finna aðskilnaðarlínu sem her-
menn Sameinuðu
þjóðanna gæta. Þessi
lína var dregin til að
skilja múslima frá
kristnum og Grikki
frá Tyrkjum. Þarna
ríkir mikil sorg og
uppsöfnuð þjáning.
Mín áskorun var
þessi: Hvernig segir maður slíka sögu án þess
að falla í gildru þjóðerniskenndarinnar? Það var
ekki fyrr en ég tengdi við náttúruna, sér-
staklega trén, að hlið opnaðist inn í söguna;
nálgunin varð skýr og ég öðlaðist kjarkinn sem
til þurfti.“
Árið 2017 valdi spænska blaðið Politico Elif
sem eina af tólf manneskjum í heiminum sem
væru þess umkomnar að veita hjörtum okkar
kærkomna upplyftingu. Hún segir þá upphefð
hafa mikla þýðingu fyrir sig. „Við lifum á tímum
tilvistarkvíða og mikillar hræðslu. Í byrjun
þessarar aldar ríkti mikil bjartsýni en nú hefur
pendúllinn sveiflast yfir í hinar öfgarnar, svart-
sýni, óvissu og ótta. Okkur finnst við gjarnan
bjargarlaus andspænis hverri hörmungafrétt-
inni af annarri að okkur fallast hendur, nú síð-
ast er það ástandið í Afganistan. Við þessar að-
stæður er mikilvægt að spyrja sig: Hvað get ég
gert til að gera heiminn ofurlítið bjartari? Doð-
inn er óvinur okkar allra enda gerir hann það að
verkum að við aftengjumst tilfinningum okkar.
Þess vegna þurfum við að rífa okkur upp, tengj-
ast á ný og velta fyrir okkur hvernig við getum
haft áhrif, bæði sem einstaklingar og heild.
Sjálf er ég þannig gerð að ég tek alltaf sam-
kennd fram yfir sinnuleysi.“
Skilyrðislaus ást á bókum
Elif er fædd árið 1971 og hefur komið víða við
um dagana. Auk þess að vera afkastamikill rit-
höfundur er hún með doktorsgráðu í stjórn-
málafræði og hefur kennt í háskólum í Tyrk-
landi, Bandaríkjunum og Bretlandi, meðal
annars í St Anne’s College og Oxford Univers-
ity, þar sem hún er heiðursfélagi. Þá er hún eft-
irsóttur fyrirlesari.
– Í ljósi bakgrunns þíns sem fræðimaður,
hvers vegna byrjaðir þú að skrifa skáldskap?
„Ég byrjaði að sýsla við skáldskap strax á
barnsaldri. Á þeim tíma hafði ég á hinn bóginn
engan metnað til að verða rithöfundur, vissi
ekki einu sinni að það væri hægt; það voru engir
rithöfundar í kringum mig. Þetta snerist miklu
frekar um ást mína á bókum – sem var skilyrð-
islaus. Bækur voru frá fyrstu tíð snar þáttur í
lífi mínu og ég hafði yndi af því að lesa og skrifa.
Inn í þetta fléttaðist líka að ég var einkabarn,
alin upp af einstæðri móður í mjög íhaldssömu
„Doðinn er óvinur okkar allra enda gerir
hann það að verkum að við aftengjumst
tilfinningum okkar. Þess vegna þurfum við
að rífa okkur upp, tengjast á ný og velta
fyrir okkur hvernig við getum haft áhrif,
bæði sem einstaklingar og heild. Sjálf er
ég þannig gerð að ég tek alltaf samkennd
fram yfir sinnuleysi,“ segir Elif Shafak.
Ljósmynd/Ferhat Elik
Brotnu eggin eru alltaf konur
„Realpólitíkin gengur út frá því að óhætt sé að brjóta nokkur egg til að búa til eggjaköku. En hvers vegna eru brotnu eggin alltaf
konur eða minnihlutahópar? Það er gjörsamlega óásættanlegt að alltaf megi fórna þessum hópum,“ segir tyrknesk-breski rithöf-
undurinn og mannréttindafrömuðurinn Elif Shafak, sem í dag tekur á móti alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs
Laxness. Hún er metsöluhöfundur víða um heim og verk hennar hafa verið þýdd á 55 tungumál.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Við lifum á tímum tilvistar-
kvíða og mikillar hræðslu. Í
byrjun þessarar aldar ríkti mik-
il bjartsýni en nú hefur pend-
úllinn sveiflast yfir í hinar öfg-
arnar, svartsýni, óvissu og ótta.