Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021 U m Skagafjörðinn blása hlýir vindar og sólin skín í heiði daginn sem blaðamaður renn- ur inn á Sauðárkrók. Þar býr hinn 25 ára gamli Óli Björn Pétursson ásamt konu sinni og ungum syni. Óli Björn kemur glaðlegur til dyra, sportlega klæddur, frísklegur ungur maður. Hann tek- ur vel á móti blaðamanni sem er kaffiþyrstur eftir keyrsluna norður og við komum okkur vel fyrir í stofunni. Óli Björn vill segja sögu sína og hann dregur ekkert undan, en þegar hann var á fimmtánda ári varð hann fyrir grófum kynferðisbrotum sem hafa skilið eft- ir djúp sár í sálinni. Ofbeldið átti eftir að standa yfir á þriðja ár og lengi vel geymdi hann með sér þetta ljóta leyndarmál, enda fann hann fyrir djúpri skömm. Óli Björn vill nú stíga fram og skila skömminni í eitt skipti fyrir öll, en eftir ára- langa sálfræðimeðferð er hann reiðubúinn til þess. Tælingar og blekkingar Óli Björn er fæddur og uppalinn í Skagafirð- inum og starfar þar sem aðstoðarframleiðslu- stjóri hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirð- inga. Lífið leikur við hann í dag; hann er að flytja í einbýlishús, á yndislega konu og níu mánaða gamlan son sem lýsir upp tilveruna. En lífið hefur ekki alltaf verið svona gott því Óli Björn er eitt af fórnarlömbum Sigurðar Inga Þórðarsonar, sem oft er nefndur Siggi hakkari. Óli Björn segir að viðurnefnið ætti að vera ann- að og verra, en Sigurður hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart níu drengjum auk fjölda annarra brota. Hann hefur setið inni fyr- ir fyrir ýmis efnahagsbrot og svik en sat aðeins inni í nokkra mánuði fyrir kynferðisbrotin. Sagan byrjar snemma árs árið 2011. Skilaboð detta inn í síma Óla Björns frá nítján ára göml- um manni sem hann kannaðist við úr fjöl- skylduboðum, fyrrnefndum Sigurði. „Ég hafði hitt hann í matarboðum en for- eldrar hans eru vinafólk ættingja minna. Svo byrjar hann að senda mér skilaboð í gegnum Facebook. Ég var þá ekki orðinn fimmtán ára. Hann byrjar að segja mér hvað hann eigi flotta bíla, hvað hann sé æðislegur og eigi mikinn pening. Hann vildi bjóða mér tölvur, bíla og síma í skiptum fyrir kynferðislegt athæfi,“ seg- ir hann. „Ég samþykkti ekkert til að byrja með; ég var bara ungur og hræddur en þá komu hótanir á móti. Hann var með tælingar og blekkingar og nefnir háar upphæðir, bíla og geggjaða iP- hone-síma, eitthvað sem alla unga stráka dreymir um. Hann hætti aldrei að senda á mig fyrr en ég samþykkti og þá kom hann,“ segir Óli Björn og segir að Sigurður hafi fyrst brotið á sér 24. apríl 2011 á Sauðárkróki, en Sigurður keyrði norður gagngert til að brjóta á drengn- um. „Hann var ekki með neitt af því sem hann hafði lofað. En þá nauðgar hann mér fyrst.“ Notaði rafbyssu og piparúða „Þetta byrjaði svona og varð svo að 40-50 skiptum. Í dómnum kemur fram að skiptin voru fjörutíu en þau voru fleiri,“ segir Óli Björn. „Það er erfitt að segja frá þessu. Hann náði mér og það varð ekki aftur snúið. Hann hótaði mér öllu illu. Hann hótaði að segja frá, en ég upplifði gríðarlega skömm. Hann hót- aði að gera fjölskyldunni minni illt. Ég var í heljargreipum. Ég sagði engum frá neinu á þessum tíma,“ segir Óli Björn og segir að flest brotin hafi átt sér stað í bíl í nágrenni Sauðárkróks. „Þetta hætti ekki fyrr en 2013-2014, þann- ig að þetta var í gangi í tvö og hálft til þrjú ár. Þetta er löng saga. Þetta var svo gríð- arlegt að ég vildi helst bara gleyma öllu,“ segir Óli Björn og segir Sigurð hafa haft al- gjört vald yfir honum. „Hann átti vopn; rafbyssu, handjárn og hann var með skammbyssu og skothelt vesti í bílnum. Það var allur pakkinn. Hann notaði eitt sinn rafbyssuna á mig og ég ber ör eftir það. Hann notaði hana á mig þegar ég neit- aði að gera það sem hann vildi. Hann notaði í eitt skipti á mig piparúða. Honum þótti óg- urlega fyndið að spreyja piparúða beint í augun á mér. Hann beitti mig oft líkamlegu ofbeldi á allan hátt. Hann lét mig líka hafa Viagra til þess að ég gæti gert eitthvað við hann. Hann var alltaf með valdið og ég vissi hvað hann var fær um. Ég var alltaf hrædd- ur við hann og gerði bara það sem hann sagði mér að gera. Þetta var ógeðslegt frá A til Ö,“ segir Óli Björn og segist einu sinni hafa reynt að segja nei. „Þá hótaði hann fjölskyldu minni og var þá kominn fyrir utan húsið. Ég lét þetta frekar bitna á mér heldur en á nokkrum öðrum.“ Allan þennan tíma keyrði Sigurður af og til norður til að brjóta á drengnum. Og alltaf bar Óli Björn harm sinn í hljóði. „Ég þorði aldrei að segja neinum frá þessu. Þetta var svo gríðarleg skömm. Ég hafði verið flottur strákur og vinsæll í skóla,“ segir Óli Björn og segist hafa breyst mikið á þessum tíma. „Þetta hafði áhrif á allt mitt líf. Margir sem vita þetta núna skilja betur mína hegð- un þegar þeir horfa til baka. Nú skilur fólk af hverju ég lét eins og lét; alltaf reiður, snögg- ur upp og mér leið alltaf illa. Ég varð reiður ungur maður sem hafði ekki áhuga á að læra. Ég var í miklum mótþróa og ef eitthvað gerðist varð ég brjálaður. Það byrjaði allt um leið og ofbeldið byrjaði. Það sjá það allir; það varð lífsstílsbreyting á mér á milli bekkja. En ég fór sem betur fer aldrei út í neyslu. Það er það sem hefur bjargað mér að ég snerti aldrei neitt.“ Myndband af nauðgun Hvernig endaði þetta, sagðir þú loksins frá? „Nei, ég sagði aldrei frá. Hann var á þess- um tíma dæmdur fyrir að svíkja út peninga hingað og þangað. Málið var að hann tók upp myndband af mér sem lögreglan komst í. Þess vegna komst þetta upp. Það var hringt í mömmu og pabba og mamma spyr mig út í þetta. Ég neitaði; það var ekki séns að ég myndi segja frá. En þá var ég spurður hvort lögreglan eða lögfræðingur mætti heyra í mér. Svo var hringt í mig frá kynferð- isafbrotadeildinni. Ég sagði fyrst að jú, ég hefði lent í honum einu sinni. En svo kom lögreglan hingað og þá var tekin skýrsla. Þá gat ég ekkert annað gert en að opna mig. Ég sagði frá öllu saman. Þeir sýndu mér mynd- bandið, en ég hafði aldrei vitað af því. Mér brá rosalega; þetta var hræðilegt. Ég brotn- aði alveg niður hjá lögreglunni. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég var bara ungur strákur að horfa á myndband af manni að nauðga mér.“ Flúði til Danmerkur Hvað tók þá við? „Það fer í gang ferli og ég er skikkaður í sálfræðimeðferð. Ég hafði ekki annarra kosta völ og fór til Akureyrar, því ég vildi ekki að neinn myndi frétta þetta hér. Þar voru lögð fyrir mig einhver próf en ég hafði engan áhuga á því. Mér fannst það engin hjálp. Ég hélt áfram að hafa þetta fyrir mig og var með gríðarlega skömm á sjálfum mér,“ segir Óli Björn og segist hafa kynnst konu sinni á svipuðum tíma og þetta var en sagði henni ekkert fyrr en löngu seinna. „Ég sagði henni í byrjun að ég væri að sækja mér sálfræðiþjónustu því ég hefði lent í ofbeldi en fór ekkert nánar út í það. Ég hef aldrei farið út í nein smáatriði. Eini mað- urinn sem fengið hefur að heyra öll smáatriði er sálmeðferðarfræðingur minn,“ segir Óli Björn en hann flutti til Danmerkur stuttu eftir að allt komst upp. „Ég flutti út með kærustunni, aðeins átján ára gamall. Ég þurfti að komast í burtu; komast í annað umhverfi. Mér var boðið í Ég var í heljargreipum Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu kynferðisofbeldi, auk and- legs og líkamlegs ofbeldis, af hálfu kynferðisglæpamannsins sem oftast gengur undir nafninu Siggi hakkari. Óli Björn var aðeins unglingur að aldri þegar brotin áttu sér stað en er nú loks á góðum stað eftir mikla sjálfsvinnu hjá sálfræðingi. Hann vill nú stíga fram og hvetur aðra unga menn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi til þess sama. Þeir eigi aldrei að þegja yfir ofbeldi því skömmin er ekki þeirra að bera. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ég vil stíga fram og setja með því gott fordæmi; þetta er ekki okkar skömm. Þetta er algjörlega hans. Hann á að vera með skömmina, en hann er siðblindur og finnur lík- lega ekki fyrir skömm,“ segir Óli Björn Pétursson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.