Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
þjóðfélagi í Ankara, og mér hreinlega leiddist.
Fannst ég ekki tilheyra þessari menningu og
bækurnar opnuðu dyr að öðrum heimi. Svo not-
aði ég ímyndunaraflið til að ferðast til hinna
ýmsu staða sem voru miklu meira spennandi en
raunheimar. Þannig byrjaði þetta allt saman og
það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði
mig á því að hægt væri að gerast rithöfundur og
tileinka líf sitt bókum.“
– Þú nefnir æsku þína. Hvernig mótaði það
þig sem manneskju og rithöfund að alast upp
hjá móður þinni og ömmu og fjarri föður þín-
um?
„Það mótaði mig mjög mikið að alast upp hjá
tveimur konum og ekki á dæmigerðu tyrknesku
heimili, þar sem faðirinn er iðulega höfuð fjöl-
skyldunnar. Fjölskylda mín var í vissum skiln-
ingi brotin. Foreldrar mínir eru bæði Tyrkir en
ég fæddist í Frakklandi, í Strasborg, og fyrsta
húsið sem við bjuggum í var fullt af innflytj-
endum og vinstrisinnuðum, bókelskum og tób-
aksreykjandi námsmönnum. Mamma og pabbi
skildu meðan ég var mjög ung og hann varð eft-
ir í Frakklandi þegar mamma fór með mig til
Ankara. Eftir það sá ég hann ekki mikið. Ég tók
þessa róttækni, sem ég hafði kynnst, með mér
til Ankara, þar sem umhverfið var gjörólíkt,
íhaldssemin og forneskjan réðu ríkjum. Enda
rann það fljótt upp fyrir mér hversu erfitt það
getur verið að vera kona í þjóðfélagi sem stýrt
er af körlum – sérstaklega ef maður hefur sjálf-
stæðan vilja.“
Tyrkland á leið í öfuga átt
– Þú sagðir einu sinni í viðtali við breska blaðið
The Guardian að karlar í Tyrklandi skrifuðu en
konurnar læsu og að þú vildir breyta þessu.
Hvernig gengur það?
„Hægar en ég vildi. Stundum finnst mér
meira að segja að um afturför sé að ræða. Sum
samfélög hafa tilhneigingu til að fara aftur á
bak frekar en áfram og á umliðnum árum hefur
það verið raunin í Tyrklandi. Ríkið verður sí-
fellt þjóðernissinnaðra og strangtrúaðra og for-
ræðishyggjan eykst eftir því, sem bitnar að
sjálfsögðu á mannréttindum. Þrengt er að rétt-
indum kvenna, hinsegin fólks og jafnvel rithöf-
unda vegna þess að þeir eru frjóir og uppfullir
af hugmyndum sem ekki eru alltaf yfirvöldum
að skapi. Og það er ennþá erfiðara að vera
kvenkyns rithöfundur enda þurfum við að glíma
við aukalag af kynlægum fordómum.“
Sjálf hefur Elif ekki farið varhluta af þessu
en hún var ákærð árið 2006 fyrir að móðga
tyrknesku þjóðina með því að fjalla um þjóð-
armorð á Armenum á dögum Ottómanlýðveld-
isins í heimsstyrjöldinni fyrri í skáldsögu sinni
The Bastard of Istanbul en tyrknesk yfirvöld
hafna því að þau hafi átt sér stað. Hún var sýkn-
uð en hefði ella þurft að sitja í allt að þrjú ár í
fangelsi. Þá sætti Elif nýverið rannsókn fyrir að
fjalla um barnaníð og kynferðisofbeldi í 10 mín-
útum og 38 sekúndum í þessari undarlegu ver-
öld. Spurð hvernig sambandi hennar við stjórn-
völd í Tyrklandi sé háttað í dag svarar Elif:
„Við erum að tala um ríki sem virðir ekki
málfrelsi fólks og án þess hafa bókmenntirnar
ekki svigrúm til að anda. Því miður geta stjórn-
völd í Tyrklandi móðgast yfir öllu og engu,
hvort sem það er sett fram í bókum, blaða-
viðtölum eða jafnvel tístum. Jafnvel endurtíst
getur verið næg ástæða til að sækja fólk til
saka, hrifsa af því vegabréfið, reka það úr landi
eða setja það í fangelsi. Umburðarlyndið er
ekkert og engin virðing borin fyrir lýðræði, fjöl-
breytni eða fjölhyggju. Það er ekki hlaupið að
því að gagnrýna stjórnvöld í Tyrklandi og málin
verða ekki viðkvæmari en þjóðarmorðið á Ar-
menum. Mál eins og barnaníð og kynferðis-
ofbeldi eru líka eldfim, þannig að það kemur
mér alls ekki á óvart að bækur mínar sæti rann-
sóknum og að ég sé dregin fyrir dómstóla.“
Þjáðist af fæðingarþunglyndi
Elif hefur komið víða við í skrifum sínum. Í bók-
inni Black Milk: On Motherhood, Writing and
the Harem Within, frá árinu 2007 blandar hún
saman endurminningum sínum og skáldskap og
fjallar meðal annars um fæðingarþunglyndi
sem hún upplifði eftir fæðingu fyrra barns síns
árið áður. Hún segir það ekki hafa verið auð-
velda ákvörðun að deila þeim upplýsingum með
lesendum. „Það var mjög erfitt að skrifa um svo
viðkvæmt efni, ekki síst í Tyrklandi, þar sem
það er hreinlega ekki rætt. Móðureðlið er svo
heilagt að gengið er út frá því að hver einasta
móðir tengist nýfæddu barni sínu ósjálfrátt. Ég
nýt þess að vera móðir og hef lært svo ofboðs-
lega margt á því en um leið er mér ljóst að
margar mæður, sérstaklega í blábyrjun, ganga
í gegnum allskyns tilfinningar, kvíða, þunglyndi
og fleira. Þetta tengist umræðunni um andlega
heilsu sem mikilvægt er að tala um við aðra; að-
eins þannig áttar maður sig á því að maður
stendur ekki einn. Í miðju fæðingarþunglyndi
er maður ekki í vafa um að maður standi aleinn
og að eitthvað ami að manni. Svo deilir maður
sögu sinni og heyrir sögur annarra og sér að
maður er alls ekki einn. Það hefur líklega aldrei
verið mikilvægara að tjá sig um andlega heilsu
en núna á þessum viðsjárverðu tímum.“
Framan af ferlinum skrifaði Elif bækur sínar
á móðurmálinu en undanfarin fimmtán ár hefur
hún notast við enskuna. Hverju ætli það sæti?
„Ég elska tungumál. Í mínum huga eru þau
göldrum líkust. Með því að hliðra til stöfum er
endalaust hægt að breyta merkingu orðanna.
Að því sögðu þá eru tyrkneska og enska eins og
svart og hvítt; hvort sem horft er til málfræði,
orðaforða, setningaskipunar eða annarra þátta.
Þetta er gjörólíkt. Eins og þú heyrir á hreimn-
um þá ólst ég ekki upp við enskuna, heldur til-
einkaði mér hana seinna. Þannig að ég er inn-
flytjandi þegar kemur að þessu tungumáli sem
við notum til að tala saman. Fyrir vikið var það
áskorun að byrja að skrifa á ensku en ég sóttist
öðru fremur eftir frelsinu sem það færir mér.
Mér finnst ég nátengd báðum þessum tungu-
málum en á ólíkan hátt. Samband mitt við tyrk-
neskuna er mjög tilfinningalegs eðlis en sam-
band mitt við enskuna er meira praktískt og
vitsmunalegt og mér finnst ég þurfa á hvoru
tveggja að halda. Ef textinn er dapur þá finnst
mér auðveldara að skrifa á tyrknesku en ef
húmor, sem ég hef mikið dálæti á og ber mikla
virðingu fyrir, svífur yfir vötnum á enskan bet-
ur við. Enska er kaldhæðnara mál en tyrk-
neska. Það er þó meira menningarmunurinn en
tungumálin sjálf.“
Þýðir verk sín ekki sjálf
Annað mál Elif er raunar ekki enska, heldur
spænska, en á táningsaldri flutti hún búferlum
frá Ankara til Madrídar, þar sem móðir hennar
starfaði sem erindreki. Um tíma voru þær líka í
Jórdaníu og Þýskalandi. Meðfram spænsku-
náminu hóf Elif einnig nám í ensku. Las mikið á
þeirri tungu en hélt henni að mestu fyrir sig,
þangað til hún flutti til Bandaríkjanna og síðar
Bretlands eftir að hún varð fullorðin. Eftir að
Elif fór að skrifa á ensku hafa bækur hennar
verið þýddar á tyrknesku; ekki af henni sjálfri,
heldur af fagþýðanda. „Fólk spyr mig stundum
hvers vegna ég geri þetta ekki sjálf en svarið er
einfalt: Ég bý ekki yfir þeim hæfileika að þýða.
Það er allt annað að frumskrifa texta en að þýða
hann. Ég ber mikla virðingu fyrir þýðendum og
hæfileikum þeirra og voga mér ekki inn á þeirra
svið. Þýðendur eru nafnlausu hetjurnar í heimi
bókmenntanna enda halda þeir greininni á lífi
án þess að fá nægilega mikla viðurkenningu.“
Önnur ástæða fyrir því að Elif er ekki með
fingurna í þýðingum á eigin verkum er sú að rit-
höfundar hafa tilhneigingu til að breyta textum
sínum og eiga því gjarnan vont með að hemja
sig ef þeir þýða sjálfir. Fyrir vikið yrði verkið
ekki hið sama. „Þess vegna er líka betra að fá
óháðan þýðanda að borðinu.“
– Þú ert vinsæll fyrirlesari. Hvernig fer það
með ritstörfunum og fræðimennskunni?
„Satt best að segja er ekki auðvelt fyrir mig
að standa fyrir framan fólk og tala vegna þess
að ég er innhverf að eðlisfari. Ég kann miklu
betur við mig á bókasafni en í pontu. En ver-
andi rithöfundur frá löskuðu lýðræðisríki eins
og Tyrklandi nýtur maður ekki þeirra forrétt-
inda að geta valið hvort maður eigi að vera póli-
tískur eða ópólitískur. Þegar svona margt er á
seyði fyrir utan gluggann hjá þér ber þér að
segja heiminum frá því. Ég hef líka lært það af
femínistum, sérstaklega þeim eldri, að stjórn-
mál snúast um meira en bara stjórnmálaflokka
eða það sem forsætisráðherrann hefur að segja
hverju sinni. Þau eru miklu flóknari en það og
Elif Shafak var tilnefnd til
hinna virtu Booker-verðlauna
árið 2019 fyrir skáldsögu sína
10 mínútur og 38 sekúndur í
þessum undarlega heimi.
AFP