Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021 TÓNLIST Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 N ýja lagið er eftir Mána Svavarsson við texta Gunna og Felix en lagið ku vera mjög í anda þeirra félaga og er ætlað að gleðja börn og fjölskyldur þeirra nú þegar samfélagið er smám sam- an að opnast aftur. Finna má lagið á Spotify. Djiddum er nýyrði (sagnorð, lýsingarorð og nafnorð) sem stendur fyrir „allt sem er skemmtilegt“. Í dag frumsýna Gunni og Felix líka nýtt myndband á Youtube við „Djiddum“ þar sem þeir dansa með stórum hópi krakka úr Dansskóla Birnu Björns. „Hreyfingar eru einfaldar og skemmtilegar og til þess gerðar að allir geti dansað með,“ segja þeir fé- lagar. Myndbandið er unnið af Hafdal framleiðslu og leikstýrt af Gunnari Helgasyni. „Við erum ákaflega stoltir af Djiddum og þakklátir fyrir samstarfið við Mána Svavarsson, þann eðal- snilling. Lagið styrkir okkur í því að halda áfram að skemmta fjölskyldum á Íslandi og létta okkur öllum lífið í gráma hversdagsins. Okkur finnst ekkert betra en að fá börn til að brosa, hlæja og dansa með okkur. Hamingjan sjálf er falin í hlátri barns. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í vetur og getum ekki beðið eftir að stíga loks á svið með frábærum gestum okkar í Há- skólabíói 30. janúar,“ segja Gunni og Felix. Hamingj- an felst í hlátrinum Félagarnir Gunni og Felix senda frá sér nýtt lag í dag, sunnudag, sem þeir kalla „Djiddum“.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.