Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Page 13
12.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 www.hveragerdi.is Fyrirkomulag úthlutunar: Umsóknum skal skilað til bæjarráðs í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði. Eftir að hefðbundnum auglýsingatíma er lokið verða þær hugmyndir sem þá hafa borist kynntar fyrir bæjarráði. Í kjölfarið,mun bæjarráð að fengnu ráðgefandi áliti, leggja til við bæjarstjórn hverjir verði fyrir valinu til frekari viðræðna áður en til formlegrar úthlutunar kemur. Við valið verður tekið tillit til gæða umsókna, raunhæfni tillagna, vænts framkvæmdahraða en einnig þess með hvaða hætti tillögurnar geta aukið fjölbreytni hvað varðar þjónustu og atvinnu í bæjarfélaginu. Skulu tillögur taka tillit til skilmála í deiliskipulagi og forsendna í aðalskipulagi. Forsendur: Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir ferða- og heilsutengdri þjónustu í góðum tengslum við skógrækt, íþróttasvæði, golfvöll og aðra starfsemi í dalnum norðan Hamars. Lögð er áhersla á að byggðin falli vel að landi og að hún endurspegli staðaranda svæðisins um græna byggð í náttúruparadís. Lögð er rík áhersla á gott aðgengi að Varmá sem er á náttúrminjaskrá en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir göngustígatengingum á árbakkanum frá skipulagssvæðinu og niður í miðbæHveragerðis. Nánari upplýsingar má finna á www.hveragerdi.is. Einnig hjá skipulagsfulltrúa gfb@hveragerdi.is eða bæjarstjóra aldis@hveragerdi.is. Sími 483-4000. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir kl. 16 mánudaginn 4. október 2021. Lausar eru til úthlutunar sex verslunar- og þjónustulóðir ofan við byggðina í Hveragerði við bakka Varmárgljúfurs. Umræddar lóðir eru á bilinu 1.800-9.000m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall lóða er að jafnaði 0,5. Á lóðunum er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi sem þjóni bæði íbúum Hveragerðisbæjar og ferðamönnum. Í Hveragerði gefast fjölmörg tækifæri fyrir góðar hugmyndir á sviði ferðaþjónustu og annarrar starfsemi. Hveragerði er bæjarfélag í örum vexti þar sem framúrskarandi þjónusta er innan seilingar. Bæjarfélagið er hlýlegt og einstakar náttúruperlur gefa bæjarfélaginu þann sérstaka blæ sem það er hvað þekktast fyrir. VILTU TAKA ÞÁTT Í SKEMMTILEGRI UPPBYGGINGU Í HVERAGERÐI? ég gerði mér snemma grein fyrir því að konum ber að standa upp og tjá sig til að deila hug- myndum sínum og tengjast öðrum. Ég ber mikla virðingu fyrir aktívistum og öðrum sem þora að standa á sínu. Sé okkur annt um lýð- ræðið þá látum við okkur hafa það að stíga út úr þægindarammanum. Ég hef mikið yndi af því að tengjast lesendum og það er mér dýrmætt. Upplýsingar, þekking og viska eru sinn hlut- urinn hver og til þess að geta þróað með okkur þekkingu og visku verðum við að hafa aðgang að réttum upplýsingum.“ Með Tyrkland í hjartanu Fyrst eftir að hún flutti til Bretlands fyrir tólf árum var Elif með annan fótinn í Istanbul en eftir því sem umhverfið varð fjandsamlegra fyr- ir rithöfunda fækkaði þeim ferðum. Nú er svo komið að hún hefur ekki heimsótt borgina og heimaland sitt í meira en sex ár. Hún geymir Tyrkland þó ávallt í hjarta sér. „Heldur betur. Maður aftengist aldrei stöð- um sem maður ann enda þótt maður sé þar ekki öllum stundum. Ég ann landinu mínu, fólkinu, menningunni, matnum, tónlistinni og ekki síst sagnahefðinni. Hún er í hjarta mér. Í sálinni. Það eru stjórnmálamennirnir sem eru mér ekki að skapi en það kemur ekki í veg fyrir að ég hugsi stöðugt um landið mitt – og sakni þess.“ – Istanbul er miðlæg í mörgum verkum þín- um og þú hefur líkt borginni við gamla konu með ungt hjarta sem sé síhungruð í nýjar sögur og nýja ást. Geturðu útskýrt þetta betur? „Því miður ráða karlar ríkjum í Istanbul; það fer ekkert á milli mála þegar þú gengur um göt- ur borgarinnar, ekki síst eftir myrkur. Það á líka við um torgin, kaffihúsin, veitingastaðina og hvað eina. Þessu vil ég breyta. Ég vil sjá konur á götum úti, eins minnihlutahópa, í sama mæli og karla. Þess vegna þreytist ég ekki á að minna lesendur mína á að Istanbul hefur gegn- um söguna iðulega verið hlaðin kvenlegri orku, allt aftur til Býsansríkisins. Eins var staða kvenna alltaf sterk í Ottómanríkinu. Þessa hefð þrái ég að endurvekja enda er kjarni borg- arinnar kvenlegur og feminískur. Istanbul er hún. Og verður alltaf í mínum huga.“ Elif er mikil baráttukona fyrir kynjajafnrétti og sér blikur á lofti í þeirri baráttu. „Í hinu stóra samhengi er ég áhyggjufull. Vissulega hefur góður árangur náðst víða en við megum ekki láta þar við sitja og halda að björninn sé unninn. Það er hann ekki. Nóg er að horfa til Bandaríkjanna í því sambandi, ýmissa ríkja eins og Texas, þar sem öfgafullar hugmyndir um fóstureyðingar hafa verið ræddar og jafnvel orðið að lögum. Þetta mun hafa áhrif á líf fjölda kvenna. Kvenfyrirlitning hefur ekki verið skilin eftir á öskuhaugum sögunnar, hún er sprelllifandi. Vítt og breitt um Evrópu eru popúlistar að tala fyrir íhaldssömum fjölskyldugildum sem í eðli sínu eru kvenfjandsamleg og andsnúin fjölhyggj- unni. Sama má segja um fordóma í garð hinseg- in fólks og fleiri minnihlutahópa. Bakslag er víða komið í baráttuna og það megum við ekki líða. Það veldur mér áhyggjum. Sjáðu bara Pól- land með sín hinseginlausu svæði. Hvað í ver- öldinni þýðir það eiginlega? Að hinsegin fólk megi ekki koma þangað? Ungverjar eru að sópa kynjafræðunum út af borðinu. Staðan er vissulega ekki eins slæm og í Tyrklandi en við megum ekki sætta okkur við að hugsa að allt sé í lagi fyrst sumir staðir eru það.“ Ólíðandi ástand í Afganistan Allra augu eru á Afganistan þessa dagana vegna brotthvarfs bandaríska hersins og í fram- haldinu valdatöku talibana. Elif segir ástandið þar þyngra en tárum taki. „Ég er mjög sorg- mædd yfir þróun mála þar um slóðir. Það sem á sér stað er með öllu óásættanlegt og ólíðandi. Ég er ekki að gagnrýna brotthvarf Bandaríkja- hers sem slíkt, það varð á einhverjum tíma- punkti að eiga sér stað, en það þurfti ekki að vera með þessum hætti sem raun ber vitni. Ringulreiðin er algjör. Realpólitíkin gengur út frá því að óhætt sé að brjóta nokkur egg til að búa til eggjaköku. En hvers vegna eru brotnu eggin alltaf konur eða minnihlutahópar? Það er gjörsamlega óásættanlegt að alltaf megi fórna þessum hópum. Líf kvenna eru í hættu í Afganistan. Eins líf minnihlutahópa. Svo eru það allar eigur fólks, bækurnar og heilu bókasöfnin. Um þetta er aldrei talað, vegna þess að það þyk- ir ekki skipta máli í heimi realpólitík- urinnar. Við megum ekki yfirgefa konur í Afganistan og láta karla sem brjóta mannréttindi leika lausum hala í landinu. Vestrænir stjórnmálamenn ættu að skammast sín!“ – Hvað mun gerast í Afganistan á næstu mánuðum og misserum? „Í fyrsta lagi er barnalegt að halda að talib- anarnir hafi breyst. Það er ekkert til sem heitir nýtalibani. Það er bara sjálfsblekking. Talib- anar eru í eðli sínu öfgafullir bókstafs- trúarmenn sem túlka trú sína sér í hag og eng- um öðrum. Þess vegna ryðja þeir konum og öðrum sem ekki aðhyllast hugmyndafræði þeirra kinnroðalaust úr vegi. Og það þýðir ekk- ert fyrir okkur á Vesturlöndum að fela okkur á bak við fjarlægðina, ofbeldisverk geta haft áhrif þvert á heimsálfur, auk þess sem við, mannkyn, erum bundin órofa böndum og okkur ber að hjálpa öðru fólki í neyð. Af einhverjum ástæðum höfum við glatað hinni alþjóðlegu samstöðu. Endurvekjum hana!“ Þörf á nýrri nálgun – Tuttugu ár eru nú liðin frá hryðjuverkaárás- unum á Bandaríkin. Stöndum við betur eða verr að vígi í baráttunni gegn hryðjuverka- vánni í dag en þá? „Ég veit ekki hvort staðan er verri en hún er alla vega ekki betri. Þörf er á nýrri nálgun, gamli heimurinn hefur liðið undir lok en sá nýi er enn ekki fæddur. Við erum þarna mitt á milli og það er ógnvekjandi vegna þess að við höfum ekki hugmynd um hvað tekur við. Upp á okkur stendur að reisa betri og sanngjarnari heim þar sem jafnrétti og mannleg virðing eru sjálfsagð- ir hlutir. Lánist okkur það ekki, heldur ójöfn- uðurinn bara áfram að éta okkur upp og skapa meiri sorg og þjáningu. Margir þurfa að líta í eigin barm, til að mynda samfélagsmiðlarnir enda hefur upplýsingaóreiðan aldrei verið meiri – og það í sambandi við einföldustu stað- reyndir. Mannréttindi eru að fuðra upp víða um heim og tími til kominn að stokka upp spilin og gefa upp á nýtt. Öfgamennska er ekki á und- anhaldi.“ – Hver er mesta ógnin sem mannkyn stend- ur frammi fyrir í dag? „Freistandi er að segja eyðilegging eina heimilisins sem við eigum, jarðarinnar. Að loftslagsváin sé stærsta vandamálið sem við glímum við nú um stundir. Þar eigum við svo sannarlega mikið verk fyrir höndum en eins og ég hef komið inn á í þessu samtali þá á það við um fleira. Misrétti og ójöfnuður hefur lengi gert heiminn að myrkari stað en hann ætti að vera. Það tengist svo aftur sinnuleysinu; það er vítavert að láta sér fátt um finnast meðan vandamálin hlaðast upp og neita að taka saman höndum um að búa til betri heim. Eins og ég segi, skiptum sinnuleysi út fyrir samkennd.“ ’ Í fyrsta lagi er barnalegt að halda að talibanarnir hafi breyst. Það er ekkert til sem heitir nýtalibani. Það er bara sjálfsblekking. Talibanar eru í eðli sínu öfgafullir bókstafs- trúarmenn sem túlka trú sína sér í hag og engum öðrum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.